Morgunblaðið - 17.12.1948, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1948, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. des. 1948. MORGUNBLAÐIÐ 9 NICOLAJ Carl Friðrik Bjarna- son var fæddur 22. desember 1860, í Vestmannaeyjum. For- eldrar hans voru Jóhann Pjetur Bjarnason, verslunarstjóri við Brydesverslun þar, og kona hans Johanne fædd Rasmusen. Nicolai ólst upp í Vestmanna- eyjum og fluttist til Reykjavík- ur árið 1882, eftir að hafa ver- ið í verslunarskóla í Danmörku og útskrifast þaðan. I Reykjavík starfaði hann sem verslunarmaður víð Fishers verslun til 1894, og síðan sem verslunarstjóri fyrir sömu versl un í Keflavík til 1900. Eftir það tók hann við forstöðu Fish- ersverslunar í Reykjavík, þang að til hún var seld 1904. Þá stofnaði Nicolai sína eigin versl un og fjekkst jafnframt við út- gerð, þangað til Bergenska fjelagið hóf skipaferðir hingað (1906), þá tók hann að sjer af- greiðslu þeirra skipa hjer, og jafnframt flóabátsins á Faxa- flóa. Afgreiðslumaður Berg- enska fjelagsins var hann þang að til 1932, að hann hætti fyrir aldurs sakir. Eftir að Nicolai stofnaði sjálf- stæðan atvinnurekstúr, hafði hann samhliða versluninni fólksvagna til leigu þangað til bifreiðar tóku að flytjast til landsins, og þótti um mörg ár ekki mannsbragur að ferðalagi um bæinn og nágrenni hans, nema í vagni frá Nicolai. Meðal annars lagði hann til vagna við konungskomuna árið 1907. Jeg kynntist Nicolai skömmu eftir að jeg kom alfarinn' til landsins árið 1920, og naut þess að halda vináttu hans æ síðan. Hann var óvenjulega skemmti- legur og glaðlyndur maður, drenglyndur í viðskiftum og alúðlegur í framkomu. Hann var mikill að vallarsýn og fríð- ur sínum, og bar aldurinn svo vel, að við skemmtum okkur oft við það, er fundum okkar bar saman á götu eða annars- staðar, að bera saman, hvor okk ar væri ellilegri. Nicolai kvæntist 7. september 1893, Önnu Thorsteinson, dótt- ur Þorsteins Thorsteinson, kaup manns og alþingismanns frá ísafirði, Ijúfri konu og fagurri, sem lifir mann sinn og ber ald- urinn vel. Þau eignuðust fjög- ur börn: Þorstein, verslunar- mann og keiinara í Reykjavík, Jóhönnu, ekkju Steindórs sál. Gunnarssonar, prentsmiðju- stjóra, Hjálmar, bankaritara í Utvegsbankanum og Gunnar, verkfræðing og kennara við V j elst j ór askólann. Nicolai andaðist 12. þ. m., og þótt hann væri kominn nær níræðu og þessvegna við því búið, að brottför hans hjeðan færi að nálgast, mun okkur kunningjum hans finnast skarð fyrir skildi, að vera búnir að missa hann. Hann lætur eftir sig minn- ingu góðs drengs og góðs vin- ar. Helgi H. Eiríksson. NÝKOMIN er á markaðinn söguleg skáldsaga eftir Mika Walteri, einn hinn fremsta af yngri rithöfundum Finna. Nefn ist hún Katrín Mánadóttir, og er þýdd af sr. Sigurði Einors- syni. Fjallar saga þessi fyrst og fremst um alþýðustúlkuna Katrínu Mónadóttur og Eirík XIV. Svíakonung, ástir þeirra og örlög. í baksýn er saga Sví- þjóðar á þessu tímabili með átökum sínum, og ölduróti. — Þetta er mjög vel rituð saga, dramatísk og spennandi. Bókin er vel og myndarlega út gefin. Útgefandi er Draupnisútgáfan.. Slríðsfangar gíffasf inskuiii slúikum London. MARGIR þýskir stríðsfangar, sem brátt eiga að hverfa heim til sín frá Bretlandi, hafa gifst enskum stúlkum. Fangar þess- ir, sem flestir hafa unnið við landbúnað, eyða miklum hluta tekna sinna til þess að kaupa sjer ýmiskonar vörur til heim- ferðarinnar. Frá Bretlandi er þeim meðal annars heimilt að taka með sjer 300 sígarettur, tvö pund af handsápu, 15 pund af matvælum, eitt úr og eitt útvarpstæki. — Reuter. Sverrir Þórðarson: esemberdagur í París í desember 1943. DESEMBERDAGURINN í París er kaldur. Þó er blæjalogn. Fán arnir við Challiot-höllina, fundastað þings Sameinuðu bjóðanna, bærast ekki. Þannig hafa þeir hangið flesta daga síðan þingið kom saman í sept- ember. Niðri. á bökkum Signu sjest r:ú enginn með veiðistöng. Hand riðið á brúnni fögru, sem kena er við Alexander mikla, er hvítt aí hrími. Aðsóknin að kassa-^ bókáverslununum á bökkum órinnar virðist vera allgóð. En viðskiptavinirnir eru nú miklu fljótari á sjer en áður, að á- icveða bókakaupin. Veíur á Ódáinsvelli Veturinn hefir sett sinn svip á Odáinsvelli. Þar er of kalt að sitja við bjórglas undir beru lofti og virða fyrir sjer. götu- lífið, glerskýlum, sem minna á gróðurhúsin heima, hefur ver- ið komið upp utan um greiða- sölustaðina. Tötrum klæddir betlarar, flestir nokkuð við ald- ur, ráfa milli veitingastaðanna. Þeir eru gráir í gegn af kulda, og fatagarmarnir orðnir skot- heldir af skít. Með klæðaburð- inum reyna þeir að vekja at- hygli og samúð vegfarenda. Parísarbúinn klæðist sínum hlýjustu fötum, sem hann best getur. Sumir eru vel búnir, en aðrir ekki, allt eftir efnum og ástæðum. Mjög fer klæðaburð- ur vegfarenda eftir því, í hvaða hverfum borgarinnar maður er. Sjers<aklega eru áberandi stutt- jakkar karlmanna með stórum skinnkrögum. Börnin eru yfir- leitt vel búin. Á Odáinsvöllum eru kjölturakkarnir meira að regja í vetrarkápum. Þrátt fyrir nepjuna flýtir enginn sjer. Það er hreinasti viðburður að sjá Parísarbúa hlaupa, það er ekki kurteisi. Þeir bera það varla við, nema ef þeir eru að missa af strætis- vagni. „Lunchínaþoka“ í Pavís I Frakklandi mun veðurfar ekki almennt vera ofarlega á dagskrá í viðræðum manna. En þ.etta breyttist skyndilega um daginn. Dag eftir dag grúfði svarta þoka yfir borginni. Þá var veðrið tekið á dagskrá. Blöðin báru gamalmenni París- ar fyrir því, að slík þoka hefði aldrei fyrr komið yfir þar um slóðir í mannaminnum. Þok- unni var gefið nafn: Lundúna- þoka. Fanst Parísarbúum að Englendinggr gætu haft sína Lundúnaþoku fyrir sig. Til Parísar ætti hún ekkert erindi. Andrúmsloftið varð alveg ó- þolandi, engu líkara en borgin væri eitt allsherjar reykhús. Gegnum þokuna mótaði fyrir sólinni. Hún var dökkrauð eins og hættumerki umferðarljós- anna. í strætisvögnunum hóst- uðu menn hver í kapp við ann- an. Af völdum þokunnar urðu slys og meiðingar. Bilstjórar í París hafa aldrei lært að aka með neinni varúð, þrátt fyrir þokuna stilltu þeir ekkert óþol sitt. Þá munaði oft mjóu, að náunginn gæfi upp öndina á steinlögðum strætum Parísar- borgar. „Peningana fljótt — clla. . .“ Þokan bauð öðrum hættum heim. Slík þoka er vafalaust kærkomin smáþjófum og ræn- ingjum. I fáförnum götum sitja þeir fyrir blásaklausu fólki, sem á sjer einskis ills von fyrr en glæpamaðurinn stingur skamm byssu mjúklega í síðu hins and varalausa, biður hann að gera sjer grein fyrir, að viðskipti verði að ganga fljótt. — Pen- ingana fljótt, — ella . .. .! Um leið stingur þjófurinn hendi í vasa vegfaranda og peninga- veskið hefir skift um húsbónda, ræninginn kveður og er horf- inn út í svarta þokuna, jafn- fljótt og hann kom. í gegnum gný bílanna, sem aka í þokunni með ofurlitla ljóstýru, heyast allskonar und- arleg hljóð. Blaðasalar æpa sig hása við undirleik fiðlu- og klarinettleik blindra manna, sem standa upp við húsveggina en við fætur þeirra Hggur alpa- húfan, sem einstaka góðhjartað ur maður lætur mynt falla í. Hundgá blandast saman við hrópin og köllin í rúðusalnum, sem ber í trjegrind á baki sjer stórar skjóður, og öskrar upp í gluggana að hann sje þar kom- inn með varnir.g sinn. Hinir greiðviknu Þokan er þægileg fyrir svarta markaðsbraskara, sem bjóða öll möguleg viðskipti. Þeir láta í veðri vaka, að þeir sjeu altaf að tapa, og hjer sje um að ræða hreinan greiða frá þeirra hendi. Æsingurinn er svo mikill, að þeir fótumtroða sílspikaða búr- hunda Parísarkonunnar, en hundsdekur hennar er næsta óviðfeldið. Það getur gengið svo langt, að rakkarnir eru teknir fram yfir börnin. Hljóðastir í þokunni eru mennirnir, sem tvær heims- styrjaldir hafa gert að reköld- um í mannfjelaginu. Þá vantar einn eða fleiri útlimi. Sumum þeirra hefur tekist að aura sam an í hjólastól. Öðrum ekki. Þeir verða að láta sjer nægja að sitja á gangstjettinni eða í rangköl- um neðanjarðarbrautanna. Margir þeirra eru betlarar, aðr ir selja ríkishappdrættismiða. Þeir bera orður og heiðurs- merþi, sem Frakkland sæmdi þá, fyrir góða frammistöðu á vígvöllunum. En lífeyririnn frá ríkinu er svo óverulegur, að þeir munu flestir lepja dauð- an úr skel. A sjötta eða sjöunda degi ljettir þokunni. Sól skín í heiði og þríliti fáninn á Eifelturnin- um blaktir tignarlega í golunni. En geislar desembersólarinnar náðu ekki að bræða hrímið af brúnni hans Alexanders mikla. Jólaglingur, en lítil kaupgeta Jólaundirbúningurinn er far- inn að setja svip sinn á borg- ina. Kaupmennirnir tjalda því sem til er. Glæsilegar vörur, en dýrar, fylla sýningarglugg- ana. Almenningur mun þó yfir- le.itt verða að láta sjer nægja, að horfa á margt af því sem í gluggunum er. Varningurinn er cf dýr og því er þannig farið hjer, að kaupgjaldið og verð- -lag helst ekki í hendur. Því verð ur margur Parísarbúinn að leggja hart að pyngju sinni til að geta glatt börn sín urn. jöl- in. Það er skemmtileg dægra- dvöl að kanna gluggasýning- arnar. Ánægjulegast er þó, að koma í leikfangaverslanirnar einkum til að sjá 'börnin þar. Þau eru eitt spurningarmerki í framan. Þau ætla alveg að tryllast er þau sjá þetta stóx- kostlega úrval af leikföngum. Foreldrarnir eiga fullt í fangi með að hafa hemil á þeim. Parísar- og Reykjavíkurbörn- in hafa það sameiginlegt, að taugaæsingurinn fær nokkra útrás með því að panta þetta og panta hitt. — Að koma í þessar búðir minnir mig á bernsku mína og jólafögnuðinn þar, þegar hann var upp á sitt besta hjer í bænum. Margur heima myndi telja, að Parísarbúinn ætti það til að vanhelga jólin. Mjer var sagt af kunnugum að mikill fjöldi af skemtistöðum borgarinnar sjeu opnir öll jólin. Söngleika- húsin, kvikmynda- og leikhús- in eru opin. En Parísarbúinn á það til að bregða sjer á „bar“ að lokinni jólaguðsþjónustu. Alt hækkar nema yfirfærslan Allmargir íslendingar eru við nám í París. Flestir leggja þeir stund á listir, bókmentir og tungumál. Þeim finst desemberdagurinn kaldur og hlýju fötin að heim- an koma sjer vel í illa kyntum húsum, sem eru gegnköld eins og vatnspípa. Við vinnu verða allir að kappklæða sig, líkt og togaraháseti á þilfari í janúar- mánuði. Þessir landar okkar verða að fara spart með aurana sína. Verðlag allt hækkar, —« allt nema yfirfærslan. Nú hefir í nokkra daga ver- ið mikið um sólfar, á þessum tíma árs að vera. Svellþykku treflunum hefur fækkað. Kett- irnir í litlu verslununum á Montparnasse hafa flutt sig úr búðarhillunum út í gluggana. Þeir horfa dreymnum augum á iðandi götulífið og njóta hvers sólargeisla í Parísar-skamm- deginu. Sv. Þ. Dr. Enwe vann éflán skáir, - tapaði sex Á MIÐ VIKUD AGSK V ÖLD tefldi dr. Max Euwe f jöltefli við 33 menn úr Taflfjelagi Reykja- víkur. Vann dr. Euwe 18 skák- ir, gerði 9 jafntefli og tapaði 6. í kvöld teflir hann fjlöltefli í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði við skákmenn úr Taflfjelagi Hafnarfjarðar og einnig frá Keflavík. Hefst sú xteppni kl. 8 síðd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.