Morgunblaðið - 17.12.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1948, Blaðsíða 12
\ 12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. des. 1948. Hsnningarorð um Krisfián Loffsson í DAG er til moldar borinn Kristján Loftsson, fyrrv. lauga- vörður við Þvottalaugarnar í Reykjavík. Kristján heitinn var fæddur þann 16. sept. árið 1863 að Halls stöðum í Fellsstrandarhreppi í Dalasýslu, en ólst upp á Víg- ólfsstöðum í'sömu sveit. Krist- ján kvæntist Ingibjörgu Einars- dóttur, uppeldisdóttur síra Jónasar á Staðarhrauni og reistu þau bú í Fróðárhreppi í Snæfellsnessýslu og bjuggu þar á ýmsum bæjum, þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1917. —* Samtímis búskapnum stundaði Kristján sjósókn og önnur störf. Ári eftir að þau hjónin fluttust til Reykjavíkur varð Kristján laugavörður við Þvottalaugarnar og hafði hann það starf á hendi fram til árs- ins 1937, er hann ljet af störf- um fyrir aldurs sakir. Það sama ár missti Kristján konu sína. Saknaði Kristján hennar svo mjög, að vart getur hallast að hann hafi verið samur maður síðan, enda var Ingitijörg slík ágætiskona, að fáa átti hún sína líka. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, en þau eru Einar, byggingameistari hjer í bæ, giftur Guðrúnu Guðlaugs- dóttur, og Elinborg, kona Stef- áns Jónssonar, stórkaupmanns. Eftir lát Ingibjargar árið 1937 flutti Kristján á heimili sonar síns, Einars og dvaldi þar nokk- urt skeið, en síðustu ár æfi sinnar var hann hjá dóttur sinni Elinborgu. Fyrir sex mánuðum var Kristján fluttur sársjúkur á Sjúkrahúsið Sólheimar hjer í bæ og þar ljest hann eftir mikl- ar þjáningar þann 12. þ. m., rúmlega 85 ára að alJri. Kristján heitinn var maður með afbrigðum vinsæll af öll- um þeim mörgu, er kynni höfðu af honum, fyrr og síðar. Hann var annálað góðmenni, sem vildi hvers manns vanda leysa. Sjerstaklega reyndi á þolin- mæði hans og lipurð í lauga- varðarstarfinu, því oft var þar þröngt á þingi hjer áður fyrr, þegar flestar húsmæður þvoðu þvotta sína í þvottalaugunum, en alltaf var það sama róin sem einkenndi Kristján, á hverju svo sem gekk. Þetta kunni fólk- ið líka að meta, því hvar sem menn fóru var Kristjáns heitins að góðu einu getið og engan átti hann óvildarmann, svo vit- að væri. í starfi var Kristján alla tíð hinn samviskusami og duglegi maður. Skylduræknin var hon- um í blóð borin. Hann var góð- um gáfum gæddur og heilsteypt ur, svo hann mátti hvergi vamm sitt vita. Fyrir sakir mannkosta sinna voru honum líka falin marghiáttuð trúnaðarstörf í sveit sinni og fórst þau öll vel og dyggilega úr hendi. Vegna fátæktar fór fyrir hon | um, eins og svo mörgum mæt- jum mönnum, að hann átti þess j ekki kost að ganga menntaveg- jinn, heldur varð að ryðja sjer jbraut til bjargálna gegnum | klungur strits og erfiðleika. — Hann var einn þeirra manna er lítið barst á og gerði engar kröf ur til metorða eða tyllisæta, en ávann sjer traust og vinfengi samferðafólksins með störfum bóndans .sjómannsins og lauga- varðarins. Kristján leggst nú til hinstu hvíldar, saddur lífdaga. Eftir missi konu sinnar átti hann enga ósk heitari en að fá að hverfa yfir landamæri lífs og dauða — til hennar. Og nú hef- ur honum orðið að ósk sinni. Guð geymi sál þessa mæta drengs. Frændi. - Minningarorð Frh. af bls. 5. óbundnu máli. Hann unni skáld- skap og var manna fróðastuc um okkar fornu sögur. Það var alltaf gaman að hitta Svein og koma til hans. Var þá æfinlega á takteinum vísur og kvæði eftir ýms skáld og hagyrð- inga eða hann gat gripið til manna og viðburða úr fornum sögum. Ef til vill gerir þetta menn glaða og víðsýna, sem einmitt einkendi skapgerð Sveins. Hjón- in í Leirvogstungu eignuðust 7 börn. 6 af þeim eru á lífi, Guð- björg, eina dóttirin, búsett í Reykjavík, 4 bræðurnir reka vjel smiðjuna Steðja h.f., þeir Gísli og Hjeðinn, sem eru vjelsmiðir og Sigurður og Þorkell, sem báð- ir annast skrifstofu- og fram- kvæmdastörf fyrirtækisins, allir búsettir í Reykjavík. Einn son mistu þau uppkomin, Guðmund, nýútlærðan húsgagna smið. Magnús býr í Leirvogstungu, tók við jörðinni smám saman af foreldrum sínum, eftir því sem þau þrutu að heilsu og kröftum. Öll eru þau börn þeirra hjóna ágætlega gefin til munns og handa. Oll fengu þau ágætt upp- eldi og góða menntun. En hag- leikurinn er þó það sem einkenn- ir þau fram yfir flest fólk annað. Sveinn var gæfumaður í besta skilningi, átti ágæta konu, sem stóð með honum í öllu starfi hans, utanhúss og innan. Hann var vinsæll og góður fjelagi öll- um sem þekktu hann og æfinlega sami drengskaparmaðurinn allt sitt líf. Munu þeir allir vinir hans, sem nú lifa, vilja þakka honum samveruna, þegar þeir kveðja hann í síðasta sinn. Jónas Magnússon. ÁttræðisafmæEi Frh. af bls. 5. Heimilið á Snæringsstöðum hefur verið eitt af mestu fyr- irmyndar heimilum Húnavatns- sýslu að rausn og prúðmensku. Þar hefur vinum og frændum og öðrum aðkomandi verið rúmt inngöngu en þröngt út- göngu rjett eins og það væri húsbændunum og börnum þeirra sjerstakt happ að gest- irnir komu og væru sem lengst. Þar hafa aldrei skort umræðu- efnin um nýjan og fornan nyt- samlegan fróðleik, eða þá hitt hvað heppilegast mundi sveit og hjeraði og landir.u öllu til gagns og velferðar. Sami fróð- leiksandinn sem áður var svo ríkur á kennaraárum Guð- manns er enn vakandi og sí- ungur. Að læra meira. og vita rjett telur hann meira virði en annað. íþróttir og jarðarbætur eru líka enn sem fyr hans á- hugamál. Tvo síðustu vetur hefur Guð- mann dvalið hjer í Reykjavík mest vegna heilsuveilu konu sinnar, sem nú er til lækninga, en að hinu leytinu vegna þess, að tvö af börnunum eru nú hingað flutt. Á þessum merkilega afmælis- degi senda vinir og frændur og sveitungar Guðmanni Helgasyni einlægar kveðjur og óska hon- um, konu hans og börnum og allri fjölskyldunni gleði og ham ingju og þakka um leið langa og trausta vináttu og fjölda minnisverðra ánægjustunda. Jón Pálmason. Sexfugsafntæli í DAG verður frk. Guðrún Eiríksdóttir frá Járngerðarstöð- um í Grindavík sextug. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Ketilsson og Jóhanna Eiríks- dóttir. Frú Jóhanna er enn á lífi, en Eiríkur er látinn fyrir mörgum árum. Voru þau hjón- in, foreldrar Guðrúnar, mestu manndóms, og myndarhjón, enda stóðu að þeim báðum traustar og kjarngóðar ættir. Guðrún Eiríksdóttir hefur um langt skeið rekið veitingar bæði í Hafnarfirði og hjer í bænum. Er hún svo kunn kona, að óþarft er að lýsa henni hjer. En allir vinir hennar og sam- ferðamenn, munu ljúka upp einum munni um það, að vel hefur hún verði gerð til lífs- starfsins, með óvenjulegum á- huga við hvaða starf sem hún hefur helgað krafta sína, og dugnaður hennar er víðfrægur hvort heldur hún hefur starf- að fyrir sig sjálfa, eða fyrir ýms málefni, svo sem kirkju- mál (Frjálslynda söfnuðinn), eða önnur merk fjelagsmál, enda er hverju málefni vel borgið í hennar höndum. Þess má líka geta, að Fjelag Suðurnesjamanna í Reykjavík hefur notið öflugs stuðnings af starfi Guðrúnar, síðan það var stofnað. Þessvegna mun þakklátur hugur margra manna berast til þessarar merku konu í dag á afmæli hennar. Vinir Guðrúnar óska þess, að þjóðin megi njóta sem lengst hennar afburða starfskrafta og dugnaðar. Árna jeg Guðrúnu að lokum allra heilla. Fr. rJólapósfurinn" kom- inn úf „JÓLAPÓSTURINN“ 1948 er kominn út. Flytur hann grein- ar, sögur og kvæði, auk mynda- gátu, sem veitt eru 500 króna verðlaun fyrir, „bridge“-þraut og ýmislegs fleira. Að þessu sinni skrifa í ,,Jólapóstinn“: frú Eufemia Waage, Gísli Guð- mundsson, tollvörður, Ingólfur Gíslason læknir, Karl ísfeld ritstjóri, Níels Dungal próf., Thorolf Smith blaðamaður, Tómas Guðmundsson skáld og Ævar Kvaran leikari. Ritið er 64 síður í smekk- legri kápu. I Markúð , UMIMIIMMIIMIIIMMMMMIIMMIMMMIIMIMIIIIIIMIIMIIIMMIIMMIIMIMI 4 Eftir Ed Dodd • imiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnmimiuiuA íiV,\iLE THE RANCHERS SEARCH ;J POR POSSIEJLE CLUES, SCaTTY Ö HAViNG His PROSLEMS d at lost for.es i Meðan skógarhöggsmennirn- ir leita vandlega allt 1 kring- um tjaldbúði beirra Markúsar og Townes á Siggi að gæta þess að litli hvolpurinn geri engin M skammarstrik af sjer. — Sjáðu nú til, litli hvolpur- inn þinn. Ef þú reynir aftur að stökkvast á burt, þá skal jeg mL skalt nú bara sjá. — Jeg verð að fara að líta eftir gamla manninum og hef ekki tíma til að leika mjer við vera einsamall. Og litli hvólpurinn verður eftir og veit ekkert, hvað hann á að gera. taka í lurginn á þjer. Já, þú þig, jafnvel þótt þjer leiðist að RnfnniuwiiHHmnMiiinfUEiMfMimiiiiMiiiimc* Nýr amerískur ísskápur í umbúðum, til sölu. Til- boð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag. merkt: . ,ísskápur—16 8“. Dodge-fóíksbifreið Model 1940, til sölu. Stefán Jóhannsson, Grettisgötu 46. simi 2640. Telpa óskast til að gæta barns. Úlla Skaptason, sími 80795. fmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiikiif iiiiiiiBiitfiiiiiiiiiiiiiiiiniiii Til sölu velmeðfarinn Jeppi Upplýsingar á Marargötu 4, sími 7461. í4 tonns vörulyfta Frige, til sölu. SKINNFAXI H.F., Klapparstíg 30. Brúðarkjóll til sölu, miðalaust, stórt númer. Til sýnis milli kl. 5—7 á morgun, á Víði- mel 21, IV. mi h m 111111 inHisaai Forsfofumyndir JPjetur f^jeturááon Hafnarstræti 7. Kvenlöskut Nokkrar vandaðar kven- töskur af eldri gerð, til sölu, ódýrt. Kristjánsson h.f., Austurstræti 12 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiHi:i Óska eftir 2ja til 3ja her j bergja íbúð Vil borga tvö ár fyrir- fram og háa leigu. Get einnig útvegað nýjan j ámerískan ísskáp. Tilboð, merkt: „5566-167“, send ist afgr. Mbl. fyrir þriðju dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.