Morgunblaðið - 17.12.1948, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.12.1948, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. des. 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri' ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lau.sasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Frum varp ríkisstjórn - arinnar RÍKISSTJÓRNIN hefur nú lagt fram frumvarp um dýr- Lðarráðstafanir vegna atvinnuveganná. Aðalefni þess er það að endurnýjuð er ábyrgð ríkissjóðs á útflutningsverði afurða bátaútvegsins, hraðfrystihúsanna og kjöti, sem selt er á erlendum markaði. Gildir þessi ábyrgð á sjávarafurð- um fyrir framleiðslu ársins 1949. Ábyrgðarverðið var á þessu ári og verður samkvæmt til- lögum ríkisstjórnarinnar, á næsta ári 65 aurar fyrri hvert kgr. af nýjum fiski, miðað við þorsk og ýsu slægða með haus. Ábyrgðarverð hraðfrysta fiskjarins verður einnig hið sama eða 1,33 kr. hvert enskt pund fob. af þorskflökum og samsvarandi á öðrum fisktegundum. Ennfremur ábyrgist ríkissjóður saltfiskútflytjenaum það, sem á kann að vanta að söluverð verði kr. 2.25 fob. miðað við fullsaltaðan stórfisk. Annar þátturinn í aðstoðinni við útveginn samkvæmt frv. felst í því að lagt er til að rikisstjórninni heimilist að veita þeim útgerðarmönnum og fyrirtækjum, * *sem stunduðu síldveiðar sumarið 1948 upp- gjöf á innleystum sjóveðskröfum og öðrum lögveðskröfum, sem ríkissjóður hefur leyst til sín samkvæmt lögum þeim um aðstoð til útvegsmanna, sem Alþingi samþykkti í fyrra- dag. Ennfremur að veita sömu aðiljum uppgjöf á þeim lánum, sem veitt verða samkvæmt þeim lögum og veitt voru úr ríkissjóði vegna aflabrests á síldveiðum sumrin 1945 og 1947. Þá er samkvæmt frumvarpinu stofnaður nýr sjóður, er nefnist dýrtíðarsjóður ríkisins. Skal honum varið til þess eð standa straum af greiðslum vegna ábyrgðar ríkisins á verði útfluttrar vöru, svo og greiðslum til lækkunar vöru- verði innanlands. í þennan sjóð skulu renna 22 miljónir kr. af tolltekjum ríkissjóðs, eins og þær verða áætlaðar á fjárlögum árs- ins 1949. Ennfremur er gert ráð fyrir að til hans renni tekjur af viðbótargjöldum fyrir innflutningsleyfi, sem frumvarpið mælir fyrir um að lögð skulu á. Eru það þessi gjöld: Af innflutningsleyfum fyrir kvikmyndum, 100 af hundr- aði leyfisfjárhæðar, af gjaldeyrisleyfum til utanferða, öðr- um en leyfum til námsmanna og sjúklinga, 75 af hundraði leyfisfjárhæðar, af innflutningsleyfum fyrir rafmagnstækj- um, öðrum en eldavjelum og þvottavjelum, 100 af hundr- aði leyfisfjárhæðar, en af leyfum fyrir þvottavjelum 50 af hundraði. Ennfremur skal greiða gjald er nemur 20 af hundraði af matsverði bifreiða, sem ganga kaupum og sölum innan- lands. Að lokum er svo ráð fyrir því gert að söluskatturinn, sem á var lagður á sífíasta ári skuli hækka um helming og verða 8 af hundraði. Gilda að öðru leyti um hann svipaðar regl- ur og áður. Efní þessa frumvarps sem hjer hefur verið rakið sýnir Ijóslega, hvernig ástandið er í atvinnumálum okkar íslend- inga. Ríkisstjórnin hefur neyðst til þess að afla sjer nýrra tekna til þess að ríkissjóður fái risið undir hinum stór- felldu útgjöldum vegna ábyrgða á útflutningsverði aðal- atvinnuvegar þjóðarinnar og niðurgreiðslum dýrtíðarinn- ar innanlands. Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að vakna við athug- un þessara mála í heild, hve lengi muni vera hægt að fara þá leið, sem um alllangt skeið hefur verið farin í dýrtíð- armálunum. Hve lengi er hægt að standa undir hinum Nsavöxnu útgjöldum í hít dýrtíðarinnar? Svarið getur ekki orðið nema eitt: Niðurgreiðslna og ábyrgðarleiðin er að verða ófær. Ennþá næst ekkert samkomulag um að fara nýjar leiðir í baráttunni við verðbólguna. En það þarf engan spámann til þess að sjá það fyrir að ef slíkt samkomulag ekki næst innan mjög skamms tíma er atvinnu og efnahag þessarar þjóðar mikill háski búinn. XJíluerjl áhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Lokið þjófana úti RANNSÓKNARLÖGREGLAN skýrir frá því, að þjófnaðafar- aldur gangi yfir bæinn um þessar mundir. Ber mest á því, að þjófar fari inn í ólæstar í- búðir manna og steli pening- um. Þetta er það, sem í dag- legu tali er kallað smáþjófn- aðir, en þeir geta verið tilfinn- anlegir þegar stolið er frá fólki, sem ekki má missa sitt fje og það allra síst núna fyrir há- tíðarnar. Venjulega er auðvelt að verj ast þessum þjófnuðum með því einfalda ráði, að læsa vel íbúð um. Þessir þjófar, sem hjer eru að verki eru ekki stórglæpa- menn, sem myndu þora, að leggja í- að þrjóta upp íbúðir. Sennilegast að um unglinga sje að ræða, sem hafa komist upp á að afla sjer peninga á þenna auðvelda hátt. Ráðið er sem sagt að loka þjófana úti. Barnaspítala- ________ kort ________ HRINGKONURNAR liggja ekki á liði sínu frekar en vant er, þegar þær hafa valið sjer eitthvað áhugamál að vinna fyrir. Eins og kunnugt er hef- ur þessi fjelagsskapur unnið margt og mikið í þágu alþjóð- ar, en nú er það barnaspítala- sjóðurinn, sem konurnar berj- ast fyrir. Hefur þeim orðið vel ágengt með dugnaði sínum og hugkvæmni og notið styrks al- mennings og velvilja, enda málefnið þarft og g'ott, sem þær berjast fyrir. Núna fyrir jólin hafa þær gefið út smekkleg jólakort, sem seld verða til ágóða fyrir barnaspítalasjóðinn. Eru kort- in prentuð í tveimur litum svo menn geta valið úr, hvorn held ur þeir vilja, en á kortin er teiknuð mynd af hjúkrunar- konu með barn í fanginu. Sjálfsagt að styrkja Hringinn ÞAÐ er knúið á hjá mönnum um þessar mundir frá mörgum góðum fjelagsskapnum, eins og venja er fyrir jólin. — En flestir rjetta hjálparhönd. Og það er sjálfsagt, að styrkja fje lagsskap, eins og Hringinn. — Það er hægt með því að kaupa jólakortin frá Hringnum. Og menn munu ekki gera það ein- göngu í góðgerðarskyni, heldur og vegná þess að kortin eru smekkleg og bera jólakveðjur manna á skemtilegan hátt. Og úr því talað er um Hring inn og starfsemi hans, er ekki úr vegi, að minna á um leið, að menn geta gerst styrkar- fjelagar barnaspítalasjóðsins með því að greiða ákveðna fjár hæð. Vafalaust mun einhverj- um detta í hug, að gefa sjálf- um sjer þá jólagjöf, að gerast styrkarfjelagi þessa þarfa fje- lagsskapar og leggja þar með stein í væntanlegan barnaspít- ala. • Betri hagnýting matarleyfa. ÞAÐ fer mikið verðmæti í súg- inn fyrir hirðuleysi manna. Dæmi um það er bref frá G., sem segir á þessa leið: Víkverji! A stríðsárunum voru þeir talsvert margir, sem höfðu svín, sem þeir fóðruðu með matar- leyfum, sem fengust fyrir lítið eða ekkert í hinum ýmsu her- búðum víðsvegar um landið. Höfðu þessir menn sumir hverj ir að minnsta kosti talsverðar tekjur af þessu starfi og var svínakjöt þá í góðu verði, enda þótt það hafi verið langt fyrir neðan verðið, sem nú er á svína kjöti. Þegar herinn fór, þá hættu flestir öllu svínahaldi — þótti það ekki borga sig. En endá þótt hjer sje eng- inn erlendur her, þá eru nægar matarleyfar fyrir fjölda svína, ef vel er að gætt. — Matarleyf- ar frá sjúkrahúsum, gistihús- un og nokkrum öðrum húsum eru að mestu notaðar — en samt fer megnið af öllum mat- arleyfum í Reykjavík forgörð- um. Væri ekki úr vegi, að hinn nýi borgarlæknir, sem sjá á um sorphreinsun í borginni, taki þetta mál til athugunar — en matarleyfum flestum er nú hent í sorpílátin. • Herskálarnir hverfa. ,,ÞAÐ er unnið markvíst að því að rífa herskálana og borg- arstjóri hefir fyrirskipað, að hver sá herskáli, sem íbúð losnar í, skuli tafarlaust rifinn“. Bravó! Það er eitthvað vit í þessu. Herskálarnir eru leið- ar byggingar og því fyr, sem tekst að þurka þá alveg út í bænum því betra. Það er sann- arlega gott, að borgarstjóri skuli hafa áhuga fyrir þessu máli, það ætti að tryggja, að skálarnir hverfi svo fljótt, sem þess er nokkur kostur. En herskálarnir eru víðar til skammar en í Reykjavík. Við þióðvegi landsins standa enn eftir hálfrifin herséálahverfi, þeim, sem þar ráða til skamm- ar og vegíarendum til leiðinda. • Hvort er nú betri ....? ÞAÐ er risinn upp mikil deila um hvort sje nú betri brúnn eða rauður. Krísuvíkurvegurinn er að verða hið mesta hitamál, einkum hjá þeim, sem telja það eina pólitíska sáluhjálparhellu, að þessi vegur verði fær í hvaða veðri sem er. Forsvarsmenn vegarins segja þá menn ljúga það, sem halda því fram, að hann hafi orðið ófær bílum. Það hafi ekki þurft nema þrjár snjóýtur til að gera hann færan svo hægt væri að komast leiðina austur fyrir f jall á 6 klukkustundum, á meðan Þingvallaleiðin var fær snjóýtu laust. Sei, sei. Margt er nú sjer til gamans gert. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . Tjekknesklr kommúníslar úánægðir með hreinsunina Eftir Sydney Brookes, frjettaritara Reuters. PRAG — Tjekkfíeskir komm- únistar hafa nú neyðst til að játa það, að hreinsunin í flokki þeirra hafi valdið margskonar erfiðleikum og vandræðum. — Sumum af starfsmönnum flokksins hefur jafnvel verið borið það á brýn, að þeir hafi með starfsaðferðum sínum spilti sambúð kommúnista og ýmissa verklýðsfjelaga, og enn aðrir hafa verið sakaðir um að beita röngum aðferð- um við yfirheyrslurnar, sem eru hreinsuninni samfara og byrjað var á í október síðast- liðnum. • « RÖNG MYND MARIE Svermova, einn af þingfulltrúum kommúnista og meðlimur miðstjórnar flokks- ins, hefur opinberlega skýrt frá því, að sumir þ>eirra, sem við yfirheyrslurnar hafa feng- ist, hafi spurt spurninga, „sem gefa ranga hugmynd um flokk inn“. „Vinnulúin kona“, segir hún, „var spurð um ýmis heimsspekileg efni, til þess eins, að þeir, sem yfirheyrðu gætu hlegið að svörum hennar. Svona framkoma, sagði Marie, getur aðeins skaðað kommúnista. Fræðslufulltrúar kommúnista yrðu að líta á þá, sem þeir júirheyrðu, sem „mannlegar verur, sem elska flokkinn, enda þótt þær skilji ekki enn til fullnustu stefnu hans“. • • SKRÍTIN FRAMKOMA ÞAÐ var kommúnistablaðið „Rude Pravo“, sem fyrst hóf umræður um sambúð kommún istaflokksins og verklýðssam- takanna. — Framkoma sumra flokksfulltrúa, sagði blaðið, hefur haft óánægju í för með sjer. Sumir fulltrúarnir virðast líta svo á, að þeir £eti skipað verklýðsfjelögum og opinber- um starfsmönnurn fyrir verk- um, þar sem þeir (fulltrúarn- ir) gjeu meðlimir kommún- istaflokksins. — Þetta gerir flokknum erfitt fyrir um að gegna forystuhlutverki sínu, bætti blaðið við; flokksfulltrú arnir mega ekki seilast of langt inn á starfssvið löglega kos- inna fjelagasamtaka. REKNIR EN blöð kommúnista halda samt áfram að birta fregnir af hreinsuninni, sem enn er í fullum gangi. Hjer eru nokkur dæmi: Jaroslav Pokorny, járn- smiður í Krcina, var sekur fundinn um að hafa gerst með- limur í kommúnistaflokknum til þess eins að geta ljóstrað upp um leyndarmál hans. — Hann var rekinn úr flokknum. Vaclav Lorenc reyndist vera eigandi svíns, sem hann hafði svikist um að láta skrásetja. Hann var rekinn. Josef Fol, ritari í bændafje- lags.skap, var sakaður um að hafa haft samband við „aftur- haldsöflin“. Rekinn. Ónefndur bókavörður í Kronv fleygði flokksskírteini sínu og fór ókvæðisorðum um flokkinn. Hann var rekinn. Húsabyggingar í Svíþjóð. STOKKHÓLMUR — Ákveðið hefur verið að byggja aðeins 43,000 nýjar íbúðir í Svíþjóð næsta ár. í ár voru hinsvegar reistar 55,000 íbúðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.