Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 2
MORGUTf Ti L A T) l Ð "1 Föstudagur 24. des. 194S. 1 ! rrnvarp um nauð- ínpruppboð !a*gi ffrir Alþingi KÝLEGA var lagt fram á .4.1- þingi. frv. til laga um nauðung- aruppboð. Er það stjórnarfrum varp, flutt að tilhlutan Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráð- herra, >*«•■ ;.a er þriðja frumvarpið logfræðiiegs eðlis, sem flutt var á þinginu fyrir forgöngu dómsmálaráðherra. Hin voru fruoryárp um meðferð opin- berra mála og frumvarp um kyrsetnin.gu og lögbann. Evu þetta allt mjög merk mál og uiikili fengur fyrir rjettar- farslöggjöf okkar að fá þau samþylrkt. Frv. um nauðungaruppboð er altaikilt lagabálkur í 4 köfí- uni. I fy rsta kaflanum eru ýmis almenn ákvæði. Annar kafiinn er uíi! uppboð á fasteignum og skipum. Þriðji kaflinn er um uppboð á öðrum verðmætum en fasteignum og skipum. Loks er svo niðurlagsákvæði úm gild istöku íaganna o. fl. í greinargerð fyrir frumvarp inu segir m. a.: „Löggjöí vor um nauðungar- uppboð er nú mjög í molum. — Urn j að efni eru dreifð ákvæði hingað og þangað í lögum. — Sum hafa jafnvel ekki verið þýdd á. íslenska tungu, og vafa Samí talið gddi þeirra hjer á landi, eins og t. d. sjálfs höf- uðákvæðisins, opna brjefsins frá 22. apríl 1817, sem lengi faefur þó verið farið eftir. Virð- ist því sfst vera vanþörf á nýrri heildarlöggjöf um nauðungar- uppboð þegar af þessari ástæðu. En þar að auki eru ákvæði þau, sem nú er farið eftir, ekki að öUu heppileg og úrelt. Eftir þeim getur hver veðhafa eða aðfarahafa krafist nauðungar- uppboðs alveg án tillits til ann- árra veðhafa eða aðfarahafa. í lögum Dana, þar sem löggjöf og yenja fór áður í svipaða átt og hjer, er þessu nú breytt, þannig »ð krafa eins veðhafa eða að- faraliafa skiptir svipuðu máli tim hina og krafa eins lánar- drotíins um gjaldþrotaskipti á búi skuldunauts um hag ann- •ferra Iánadrottna. Munurinn er áuvitað sá. að gjaldþrotaskiptin Varða ailar eignir og skuldir, fen nauðungaruppboð einungis tiltel;.na eign og tilteknar kröf- ui eða rjettindi, sem við hana feru tengd. Nauðungaruppboð ýerður þvi nokkurs konar sjer- protaskipti („special konkurs“) pftir áðurnefndum lögum og á- •ftvæðum þessa frumvarps. ef þau verða að lögum. Með því fnóti flparast bæði fyrirhöfn og Jrostnaður nokkur, enda sjeð ffórum betur fyrir því með fyr- Jrmælum frumvarpsins en nú fr, að hagsmunir fjarverandi inanria verði ekki fyrir borð borni’:. — K í N A Framh. af bls. 1 brautaríínuna fóru í dag yfir Honan-Hupeh línuna, til þess eð kí veg fyrir, að stjórn- in gr»?t: sent liðstýrk til Pengpu pvmiVi ins, norð-vestur af Nan- king — Setuliðið í Tientsin hc) ; r áfram að hörfa undan herrveitum kommúnista. EITT heista málið, er þing S. Þ. hafði til meðferðar og af- greiddi, var mannrjettinda- skráin, það er að segja, grund- völlur að stjórnariðum og varð veislu manm'jettinda í siðuð- um iöndum. Er mál þetta var tli umræðu á þinginu, tók full- trúi íslaads, Thor Thors sendi- heria tii máls, og lýsti fylgi íslendinga við þessa alisherjar mannrjettindayfirlýsingu í eft- irfarandi ræðu: ÍSLENSKA sendinefndin hef- ur, því miður, ekki átt þess kost að taka þátt, svo rækilega og nákvæmlega, sem við hefð- um óskað, í hinu þýðingar- mikla starfi þriðju nefndarinn- ar. að ræða og gera Yfirlýsing- inguna um mannrjettindin. Jeg er kominn hingað upp í ræðu- stól Allsherjarþingsins til þess að skýra frá því. að of lítil þátttaka okkar stafar ekki af áhugaley3i okkar fyrir þessu mikla máli. Slíkt fer fjarri. ís- lenska sendinefndin, ríkis- síjórnin og íslenska þjóðin fagnar því innilega að Yfirlýs- ingin um Mannrjettindin skuli nú bráðum verða til og vera leiðarljós öllum þjóðum heims. Formálinn að stjórnarskrá mannkynsins er í sköpun. Isíenska þjóðin tekur hjart- anlega undir þá yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, að þær staðfesti trú sína á grundvall- arkenningum um mannrjettind- in, á virðuleika og verðlegleik- um hinnar mannlegu veru og á jafnrjetti karla og kvenna. — Þessi grundvallaratriði eru stað fest í stjórnarskrá okkar lýð- veldis. Hún byggist á játningu þess. að allir menn eru fæddir frjálsir og jafnir að veg og rjetti. Ræða Thor Thors á Msherjsr einuðu þjóðanna 19. des. s.!. Thor Thors scndiherra, kona hans, frú Ágústa, og- Margrjet dóttir þcirra. Myndin er tekin fyrir utan ChaillotUöl 1 í París, þar scm þing Sameinuðu Þjóðanna var háð. Mannrjettindi á Islandi. Við njótum á íslandi full- komins hugsanafrelsis, skoðana og trúfrelsis, eins og ráðgert er í 19. gr. Yfirlýsingarinnar um mannrjettindin. Sjerhver mað- ur er frjáls að skoðunum sín- um og honum frjálst að láta þær í Ijós, eins og ráðgert er í 20. grein Yfirlýsingarinnar. Menn hafa fullkomið samkomu frelsi. eins og ráðgert er í 21. grein. Ríkisstjórn íslands er kosin í samræmi við frjálsar almennar kosningar til þess að þjóna c-g framkvæma vilja þjóð arinnar. eins og ráðgert er í 22. grein. Við höfum víðtækt kerfi almannatrygginga. eins og ráðgert er í 23. grein. Allir menn eiga rjett á orlofi með fullu kaupi, eins og ráðgert er í 25. gr. AUir njóta ókeypis kennslu, eins og ráðgert er í 27. grein, og þess vegna er hver maður læs og skrifandi á ís- landi. Okeypis mentun nær eigi aðeins til barnaskól- anna. heldur einnig til gagn- fræðaskóla og Fláskóla, og þar eiga efnalitlir nemendur kosi á styrkjum af almannafje. Hamir.gjusöm þjóð. Við erum hamingjusöm þjóð, íslendingar. að því leyti, að ofsókr.ir eru. okkur ókunnar. — Við njótum fullkomins trúar- frtlsis og trúarbragðaofsóknir eru þessvegna óþektar. Við þekkjum ekkert kynþáttastríð. Islenska þjóðin er öll af einni og sömu ættkvísl, og aðeins ein stjett, sem býr við sæmileg lífs kjör. Við þekkjum engan stjett armun í okkar litla þjóðfjelagi. Karlar og konur hafa jafnan kosningarjett og jafnrjetti til þátttöku í stjórn lands og hjer- aða. Vegna allra þessara stað- reynda hlýtur okkur að vera ljúft að samþykkja Yfirlýsing- una um mannrjettind.in. — I -sannleika sagt finnum við þar aðeins tjáningu þeirra hug- sjóna, sem við höfum verið að framkvæmda, í sumum atriðum jafnvei öltíum saman, og sem eru sá grundvöllur, er við byggjum okkar þjóðlíf og einka líf á. Traustur grundvöllur. Mannrjettindaneínd Samein- uðu þjóðanna hefir verið að semja þessa Yfirlýsingu í meir en tvö ár. Þriðja neínd Alls- herjarþingsins, hefur fjallað um hana á 85 fundum. Sann- arlega rná segja að ekki hafi verið höndum til hennar kast- að. Svo margir gáfaðir og ment- aðir menn og konur hafa fórn- að tíma þeirra og hugsun að ' samningu hennar, að við getum . í íylsta trausti fallist á niður- | stöðu þeirra. Hinar göfugu hug sjó.iir Yfirlýsingarinnar um j mannrjettindin munu nú varpa Ijósi sínu yfir gjörvallan heim og færa styrk og gleði, öllum þeim, sem enn eiga ekki því láni að fagna að njóta þessara rjettinda. Þessi Yfirlýsing flyt- ur öilum heit Sameinuðu þjóð- anna að liðsinna þeim og skapa öllum þjóðum heims að lokum, betri vercld og bætt lífskjör. Þessi nýja stjórnarskrá mann kynsins getur haft stórkostleg áhrif. En, góðir fulltrúar, það er ekki nóg að setja fagrar hugsjónir, með glæsilegum orð- um niður á pappírinn. Alt velt- ur á þeim hug. sem hver og ein sendinefnd hefir lagt í þessa Yfirlýsingu og á vilja allra og hverrar einstakrar þjóðar, til þess að gera þessar hugsjónir að veruleika um víða veröld- Við skulum vona, að þær hug sjónir sem eru skráðar í þess- ari Yfirlýsingu um mannrjett- indin, sjeu svo rótgrónar í hug- um stjórnmálamanna heimsins og með hverri þjóð, að þær verði brátt að veruleika og hlut skifti allra manna um allan hcim. Ufhlulun Sialin- 1 verðlaunanna ' EINS OG kunnugt er af frjett-« um, hafa fjöidi rússneskra listú manna beiðst afsökunar vegnu, þeirrar villu sinnar að hafa' ekki verið nógu sterkir túlk» endur bolsjevismans og „para-= dísarríkisins“, að undangegn- um hótunum valdhafanna um Síberíuför eða útskúfun. En það er auðsjeð að hót- anirnar hafa borið tilætlaðan árangur og hjer er besti vitnis- burðurinn um það, listi yfir þá, sem hlotið hafa Stalin-listverð- launin í ár, en það er eftirsótt- asta viðurkenning, sem rúss- neskir listamenn geta fengið. Málaralist: 1. verðlaun (100,000 rúblur), 1. V. I. Serov fyrir málverkið „Lenin lýsir yfir stofnun Sov- jetríkjanna“. 2. I. M. Toidze fyrir málverk- ið „Stalin talar á hátíðahöld- unum í tilefni af 24. afmælis- degi októberbyltingarinnar" og fyrir mynd af Stalin. 2. verðlaun (50.000 rúblur). 1. I. M. Chmelko fyrir mál- verkið „Stalin drekkur skáli hinnar miklu rússnesku þjóð- ar“. ! 2. A. N. Jar Kravtsjenko fyr- ir málverkið „Maxim Gorki leg upp úr frásögnum sínum fyril| Stalin, Molotov og Vorosjilov“, 3. verðlaun (25.000 rúblur). í 1. E. A. Kibirn fyrir teikningj una „Það finnst slíkur flokkur11 (Stalin og Lenin 1917) og ,.Len-« in í Razliv“. 2. V. P. Efanov fyrir „Myndi af Molotov“. 3. V. M. Oresjnikov fyrir má| verkið „Lenin er viðstadduíl háskólapróf“. Höggmyndalist: 1. verðlaun (100,000 rúklur), 1. N. V. Tomskij fyrir „Myndi af Tsj ernj ahovskij hershöfð- ingja“. 2. J. I. Nikoladze fyrir styttu af „Lenin við vígslu Iskra“. 2. verðlaun (50.000 rúblur). 1. Z. I. Azgur fyrir styttu af „F. Dzerdzjinskij (Hinum vel- þekta lögreglustjóra). 2. E.V. Vutsjetisj fyrir „Mynel af Tsjujkov hershöfðingja“. Tónlist: 1. verðlaun (100,000 rúblur), 1. I. A. Tallat-Kelpsja fyrin „Sönginn um Stalin“. 2. verðlaun (50,000 rúblur). 1. E. G. Brusilovskij fyrir verkið „Hið Sovjet-rússneska Kasakhstan“. Eins og sjá má er ekkert „Plu tokratiskt“ við þessa úhlutun. Marshall að fara úr sjúkrahúsi Washington í gærkvöldi, BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið tilkynnti í kvöld að George Marshall utanríkisráð- herra, sem nýlega var skorinn upp í Walter Reed sjúkrahúsi, mundi gcta farið heim til sín einhverntíman í næstu viku. Læknar utanríkisráðherranú skýra frá því, að nokkur tími muni líða þar til hann geti tekifi upp störf sín á ný. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.