Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 8
3 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1948, fí T !ÍL Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrg'ðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. JOLIN í NÍTJÁN hundruð fjörutíu og átta ár hafa kristin jól verið haldin. Hvernig sem lífi og baráttu kristinna manna f.efur verið háttað hefur boðskapur jólanna megnað að varpa ljósi friðar og kærleika yfir þjóðir og lörd. Hversu órafjarri, sem hinn sanni friður hefur verið, hefur þessi boðskapur hljómað í sálum fólksins með nýjum og lifandi mætti. En hvernig má það vera að í veröld, sem logar af ófriði, sundrung og hefnigirni, geti friðarhugsjón jólanna lifað og skapað miljónum einstaklinga fögnuð og ham- ingju? Orsök þess er sú, að þrátt fyrir vanmátt mannanna til þess að framkvæma hugsjón kristinna jóla, þá stefnir þó hugur þeirra sífellt að takmarki hennar. Mannkynið er stöð- ugt að leita að friði. Það elur í brjósti sínu einlæga, djúpa þrá eftir að skapa veröld, þar sem friður og kærleikur skipi öndvegi. Þessvegna ann það jólaboðskapnum og hyllir höf- und hans. S. 1. 1948 ár hafa verið ár mikilla breytinga í lífi allra þjóða. Á þeim tíma hafa margir sigrar unnist í baráttunni fyrir auknum þroska, fullkomnara og betra lífi. Á öllum eldum hafa samt verið til menn, sem hafa haldið því fram að heimurinn fari versnandi og að maðurinn sjálfur væri í afturför. En sagan sannar að þessu er ekki þannig farið. Heimurinn er stöðugt að batna, líf fólksins að verða feg- urra og betra. Möguleikar mannsins til þess að gera sjer jörðina undirgefna verða með hverju árinu meiri. Vald sjúkdómanna þverr fyrir afrekum heilbrigðisvísindanna og maðurinn verður hraustari og líkamlegt og andlegt atgervi hans vex. Aukið jafnvægi skapast innan Þjóðfjelaganna. Þessum staðreyndum er ekki hægt að neita þrátt fyrir mikla misbresti í sambúð þjóðanna og einstaklinganna. En einmitt þessar staðreyndir fela í sjer möguleikana til þess að gera boðskap jólanna um frið á jörðu að veruleika. Þess víðtækari og almennari, sem þekking mannanna verður, þess minni líkur eru til þess að þeir eyði orku sinni og hugviti til þess að rífa niður og skapa sjálfum sjer böl og þjáningu. Vanþekkingin, hjátrúin og hindurvitnin, hafa. á öllum tímum verið verstu þröskuldarnir á vegi friðsamlegr- ar sambúðar þjóða og einstaklinga. í hugum íslensku þjóðarinnar eru jólin ekki aðeins hátíð kristinnar hugsjónar og lífsskoðunar. Þau eru tákn hins risandi dags. Allt aftan úr heiðnum sið hafa íslendingar fagnað hækkandi sól með hátíðahaldi. Það skammdegi, sem nú tekur að víkja fyrir aukinni birtu hefur verið rysjótt og atburðaríkt. Stormar og byljir hafa leikið um landið. Skip hafa strandað og mannskaðar orðið. Snjóflóð hafa fallið og hús brunnið. Þannig hefur hið íslenska skammdegi valdið tjóni og sár- um sorgum í huga margra manna. Ef til vill finnum við íslendingar það aldrei betur en þeg- ar slíkir atburðir gerast, hversu fáir við erum og hversu mikil nauðsyn er á því að við stöndum saman og hlýðum boðskap hins eilífa kærleika. En í dag kveikjum við jólaljós og gleðjumst við þau á beimilum okkar. í sálum ungra og gamalla vakir þráin eftir rjettlæti, fegurð og friði. Sú þrá er hinn sanni grund- völlur allrar jólagleði. Það er ósk okkar að sú kynslóð, sem nú lifir sín bernsku- jól, megi finna þann frið og öryggi, sem mannkyninu var boðað fyrir hundruðum ára. í þeirri von að sú ósk megi rætast, árnar Morgunblaðið öllum lesendum sínum fjær og nær, allri hinni íslensku þjóð ÚR DAGLEGA LÍFINU „í dag er glatt “ „í DAG er glatt í döprum hjörtum, því Drottins Ijóma jól“, segir í jólasálminum, sem sunginn verður í kirkjum landsins á heimilum enn einu sinni nú er jólahátíð fer í hönd Jólin hjá okkur hafa færst meira og meira í það horf að vera veraldleg hátíð, þegar menn borða og drekka meira en nægju sína, en gleyma hinu, hversvegna það á að vera glatt í döprum hjörtum á heilögum jólum. Þannig er þetta’ekki aðeins hjer á iandi, heldur -og um allan hinn kristna heim. Jólagleðin er mæld á hinn veraldlega hátt í grein, sem birtist hjer í blaðinu í dag um jól í ýmsum löndum heimsins, segja frjettaritrarar frá því, hvernig þjóðirnar halda jól að þessu sinni. Og hjá mörgum verða þau jól, sem nú fara í hönd gleðilegustu jólin, sem haldin hafa verið síðan heims styrjöldin síðari brautst út. • Dimmir skuggar EN VÍÐA eru dimmir skuggar ófriðar og haturs enn í þessum heimi. Borgarstyrjaldir geisa, þar sem bræður berjast. — í Grikklandi, í Kína. Og í sjálfu Landinu helga, þar sem Hann fæddist, er styrjöld og kristnir menn geta ekki minst fæðingu Frelsara síns á sama hátt og gert hefir verið þar í landi á undanförnum árum, með því að halda daginn hátíðlegan, í fæðingarbænum Betlehem. Það verða því ekki alstaðar friðarjól að þessu sinni, frekar en undanfarin ár, jafnvel ekki hjá þeim þjóðum, sem telja sig kristnar. Það ættum við að hafa í huga, sem búum við frið og alsnægt- ir, borið saman við hörmungar þær, sem margar þjóðir eiga við að búa enn þann dag í dag, þótt komið sje á fjórða ár frá því, að heimsstyrjöldinni lauk. • Hugsað til hinna fjarstöddu OG ÞEGAR við hittumst á heim ilum okkar í kvöld til að halda gleðileg jól, þá verður okkur hugsað til landa okkar, sem sökum skyldustarfa sinna, geta ekki dvalið með ástvinum sín- um á þessu kvöldi, sem hjá' flestum er hátíðlegasta kvöld ársins. Við rennum huganum til sjómannanna okkar, sem eru á haíinu og halda þar sín jól. Til allra þeirra mörgu í landi, sem eru bundnir við skyldustörfín, ílestir vegna almenningsheilla. Lögregluþjónar, slökkviliðs- menn, varðmenn og margir aðrir verða að gegna sínum störfum þegar aðrir halda hátíð. • Þakkarhátíð VIÐ ÍSLENDINGAR höfum á- stæðu til að gera þessi jól að þakkarhátíð. Við höfum svo margt að þakka fyrir það, að enn búa fiestir við góð kjör og hafa nóg til hnífs og skeiðar. Við eigum að þakka forsjón- inni fyrir að við búum við frið og góðæri á flestum svið um. Fyrir að sjómönnum okk- ar hefir vegnað vel í barátt- unni við Ægi og öðrum atvinnu vegum vegnað vel. Án þessa alls yrðu jólin ekki það, sem þau verða flestum íslendingum, gleðileg hátíð. • Sjúkir og gamlir. OG VIÐ munum minnast þeirra, sem eru sjúkir og þjáð ir og gamla fólksins Það er sagt að jólin sjeu fyrst og fremst hátíð barnanna og það er rjett, en tvisvar verð ur gamall maður barn og í hug um hins aldraða fólks eru jól in hin mikla hátíð og margur gamall maðurinn og konan verða börn í annað sinn á jól unum. Það verður stuðlað að því, að gamla fólkið njóti enn einu sinni jólahátíðarinnar í barns- legri gleði. O Deilunum gleymt OG Á JÓLUNUM ' leggjum við allar deilur niður og lifum í sátt og samlyndi við allt og alla, guð og rhenn og skepnur. Það er dásamleg hátíð, sem getur gert mennina svo góða og engin önnur hátíð megnar nema jólin ein. Við gleymum striti daglega lífsins þessa hátíðisdaga, á- hyggjum þess og erfiðleikum um og margir eru svo ham- ingjusamir, að þeir sjá ávexti verka sinni, sem þeir hafa lagt á sig til að gleðja ástvini sína. Því ekkert eykur eins á jóla- gleðina eins og að geta glatt vini sína. Gleðilega hátíð. í KVÖLD bjóðum við hver öðrum gleðileg jól af alhug og gerum fiest okkar, til að gera hátíðisdagana ánægjulega. Víkverji vill nota þetta tæki færi til að þakka öllum hinum mörgu, sem gert hafa sitt til þess, að nokkur ánægja og gagn kann að hafa orðið af þessum dálkum. Og þeir eru margir, sem með brjefum og orðsendingum hafa lagt fram sinn góða skerf til til þessa rabbs um daglega lífið okkar. Að svo mæltu óska jeg les- endum þessara dálka og öllum íslendingum fjær og nær, að sú hátíð, sem í hönd fer veiti þeim hina sönnu gleði og ánægju, sem allir sækjast eft- ir. GLEÐILEG JÓL! ••111111111 llllllll■■■tllllllllllllllllIIIII111111111111 IIIlllllllf»"■>»•" 'r ••■■•(rBlillillilil! 'tu'HlBMMUahMni ^ I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . L -........—Jl Einn heimur FYRIR skömmu ræddu nokkr- ir þektir menn um það í breska útvarpið, hvað líkt væri með Bretum og öðrum þjóðum. Þetta voru fræðimenn og stjórn málamenn og blaðamenn úr verkamanna- og íhaldsflokkn- um, og þeir voru flestir hverj- ir búnir að láta í ljós þá skoð- un, að Bretar ýæru að eðlisfari ólíkir öllum öðrum, þegar einn þeirra ympraði á því, að ef til vill væri rjett að undanskilja íbúa Norðurlandanna og Banda ríkjanna, þar sem menningin væri á jáfnháu eða jafnvel hærra stigi en í Bretlandi. • • ALLAR ÞJÓÐIR SEM EIN HINIR mótmæltu þessu dug- lega. Þeir hrópuðu háitt um það, að að vísu mætti deila um menningarafrek Breta og um- ræddra þjóða, en það ætti bara als ekki heima í þessum um- ræðum, þar sem hjer væri ver- ið að ræða um skapgerð þjóð- anna — og þá fyrst og fremst bresku þjóðarinnar — en hvorki tæknilega kunnátta þeirra nje stjórnmálaskoðanir. Það voru orðnar talsverðar deilur um þetta, og á tímabili töluðu þeir allir í einu, menn- irnir á þessu útvarpsþingi, þeg ar alt datt skyndilega í dúna- ípgn. Einn fræðimannanna — j í^ða var það einn stjórnmála- i eða blaðamannanna? — hafði j brýnt raustina og komist að orði eitthvað á þessa leið: „En um eitt getum við þó allir ver ið ásáttir: þegar jólin ber að garði, eru allar þjóðir sem ein, allar kristnar þjóðir að minsta kosti, og við Bretar erum þar engin undantekning11. — Og hjer var sáttaboð á ferðinni, sem hinir gátu ekki hafnað, enda lauk þessum útvarpsum- ræðum um skaplyndi Breta og annara þjóða með sátt og sam- lyndi þátttakenda. • • JÁRNTJALD MANNSSÁLAR- INNAR HANN hitti naglann á höfuðið, þessi náungi. Við getum rætt um ógnaröldina í Grikklandi, lesið með viðbjóði um hryðju- verkin í Asíu og býsnast yfir hinum furðulegu „sjálfstæðis" hugmyndum einræðisherranna, en þegar öllu er á botninn hvolft og þegar gægst er inn fyrir hið einkennilega járn- tjald mannssálarinnar, kemur í ljós, að sannkristnum mönn- um eru jólin kærust einmitt sökym þess, að þá er eins og hugur velflestra þeirra sje steyptur í einu og sama mót- jinu og þeir reyna að minsta kosti um stundarsakir, að losa sig við þá þungu byrði, sem hin furðulega valdafíkn, sem mann- inum virðist meðfædd, leggur á hjarta þeirra. • • FRÁ UNGVERJA- LANDI TIL KANADA GREIN, sem birt er á öðrum stað hjer í blaðinu í dag og lýsir í fáum orðum jólunum, eíns og þau verða í ár í fjöl- mörgum löndum, undirstrikar einmitt þessa ósjálfráðu til- hneigingu mannsins til þess að sýna það á jólunum, að þjóða- einkennin svokölluðu finnast aðeins á yfirborðinu. Þær eru athyglisverðar, þessar frásagn ir frá Grikklandi og Þýska- landi og Danmörku og öllum hinum löndunum. Þær eru at- hyglisverðar fyrst og fremst vegna þess, að þær sanna það svo óhrekjanlegt er, að þrátt fyrir alt styrjaldartalið, hafa konur og karlmenn í nær öll- um löndum heims unnið að því undanfarnar vikur að undir- búa jólahátíðina á sem bestan hátt. Alt frá Ungverjalandi til Kanada hafa hugir tugmiljóna beinst að sama markinu. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.