Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Eöstudagur 24. des. 1948. 46 En hugsanir Kits voru á ann an veg. Örlögin eru kaldhæðin, hugsaði hann. Hjer hefi jeg tækifæri til að eignast alt, sem jeg hefi þráð. en tækifærið kemur bara of seint. Jeg var búinn að hugsa mjer svo ná- kvæmlega húsið. sem jeg ætl- aði að byggja handa Rouge, að mjer hefði ekki komið neitt ókunnugiega fyrir sjónir, sem þar hefði verið. Jeg hefði geng ið á milli herbergjanna, eins og jeg yæri búinn að búa í því lengi. Á Spáni var jeg óskil- getinn og nafnlaus, og þurfti að fara huldu höfði, þegar gesti bar að garði. Hjerna hefði jeg getað orðið aðals- maður og ráðið yfir mönnum og löndum. Hefði getað, segi jeg. Jeg get það svo sem enn feá. Lífið heldur á fram sinn vana gang og jeg verð að taka þátt í því þangað til tími minn er kominn, enda þótt jeg mun finna litla gleði hjer á jarð- ríki hjer eftir. Án hennar er mjer alt tómlegt og meiningar laust. Samt sem áður verð jeg að halda áfram á braut minni, þangað til vegir mínir og Del Toro liggja saman aftur .. “ Á hægrí hönd uxu oddlaga blöð agave-plöntunnar í snyrti legum löngum röðum. Á milli raðanna sýsluðu negrarnir við að tína blöðin í körfurnar. Fje- lagarnir fjórir riðu áfram upp fjallshlíðina. Hestarnir voru fótvissir eins og geitur. Þeir riðu gegnum negraþorpin, þar sem Aravak-Indíánarnir höfðu áður búið. Allsstaðar voru menn önnum kafnir við jarð- yrkjuna. Svertingi var að taka hýðið utan af hrí»i í mortéli sem búið var til úr cyprus- viðarbút. Við hlið hans var kona hans önnum kafin við að hreinsa úr mortélinu með því að hrista korruð á flatri pönnu úr viðartágum. Spölkorn þaðan maiaði ann- ar svertingi manioc-rót og ljet úrgangsmjelið renna niður í holu í jörðinni. Sonur hans kreisti eitraðan vökvann úr ínjölinu gegnum grófan klút. Og yfir eldstónni bakaði ung kona þunnar kqkur til kvöld- verðar. Kit fann, hvernig biturleik- inn og sársaukinn rann smám saman úr hjarta hans. Honum hlýnaði um hjartarrætur við að sjá alt þetta fólk önnum kafið við friðsamleg störf. Þeir námu staðar og drukku ískalt Vatn, sem ung Dahomey- fetúlka bar þeim. Þeir voru komnir upp fyrir þorpin. Hæðirnar fyrir ofan sýndust fjólubláar að lit, og Jnarglitar hitabeltisjurtirnar vögguðu í blænum. Kit fann, hvernig náttúrufegurðin verk- aði græðandi á hjartasár hans. Loks komu þeir á hásljettu. Landið var svo marflatt, að það var eins og fjöllin og hæðirn- ar hefðu verið skorin af, með yfirnáttúrulega beittum hníf. Sljettan var öll grasi vaxin eins og dalirnir niðri á lág- lendinu, lítil á rann niðandi eítir henni endilangri; I „Þetta land átt þú, Christop he .... ef þú vilt þiggja það“, sagðj Ducasse. „Ef jeg vil þiggja það?“' k’it 41. dagur steig at baki og gekk gegnum hávaxið grasið að læknum. Á leiðinni upp eftir hafði hann hálfpartinn hugsað sjer að neita boði landsstjórans. — En hvernig getur nokkur maður neitað, þegar honum er boðinn skiki af sjálfri paradís á jörðu? Hann gekk aftur tii landsstjór- ans. ,.Jeg þakka boðið“, sagði hann. ,,Það tekur fram öllum mínum æðstu óskum“. „Þá átt þú það hjer með“, sagði landsstjórinn, en því fylgir skilmáli“. „Nú?“ ..Og hann er sá, að dyr þínar standi altaf opnar gömlum, þreyttum manni, sem langar við og við til að losna undan embættisskyldunum. Eru þeir skilmálar of harðir?“ „Nei“, sagði Kit og hló. — „Komdu, og vertu altaf vel- kominn. En þess verður langt að bíða, að hús mitt verði bygt. Pyngja mín er ljett eins og stendur,- „Spánverjarnir eiga altaf jafn mikið gull, er það ekki?“ sagði landsstjórinn og hló við Jú, satt var það, hugsaði Kit. Hann gat farið á sjóinn aftur og hefnt sín betur á óvinum sínum og tekið fje þeirra. Eftir tvö ár ætti hann að geta verið búinn að afla sjer svo mikils fjár, að hann gæti setst að á landi, og bygt sjer glæsilget hús. „Hjerna ættj húsið að standa“, sagði Bernardo og benti á stað, sem honum fanst ákjósanlegur. * „Hvaða vitleysa“. sagði Kit. „Það á að standa þarna“. Þeir fóru að kíta í gamni. Stundu síðar fóru skuggarnir að lengj ast af trjánum og þeir lögðu af stað til baka. Kit sat á hesti sínum og horfði hugsandi yfir sljettlend ið. Þegar Del Toro er dauður, ætla jeg að koma með Biöncu hingað, hugsaði hann. Síðar meir munu hlátrar sona minna bergmála innan veggja þessa framtíðarhúss. En alt í einu var eins og skugga drægi fyrir and- lit hans. „Samt sem áður verður hún aldrei nema leigjandi í því húsi, sem jeg byggði handa þjer, Rouge“, hvíslaði hann. Hann sneri sjer við og reið niður götuna á eftir hinum. XIV. Bianca horfði hugsandi á vangamynd eiginmanns síns, þar sem hana bar við vagn- gluggann. Þetta var daginn, sem Ricardo Goldames átti að hljóta doktorsnafnbótina. Það komu hrukkur á enni hennar. Hvernig stendur á því“, hugs- aði hún, að enda þótt jeg elski hann ekki, þá er eitthvað við andlit hans, sem hefir áhrif á mig. Hún sneri sjer við og henni varð litið á Ricardo Coldames,(sem sat á móti þeim í vagninum. Svipur hans var auðmjúkur og biðjandi. Síðan um nóttina fyrir rúmri viku, þe«ar hann hafði klifrað ypp végginn og starað á háná hirngr uðum augum gegnum járnriml ana, hafði hún ekki talað við hann eitt einasta orð. — Hún hafði lesið dýrslegar hvatir úr augum hans. En ástúð gat hún ekki sjeð í framkomu hans, þrátt fyrir fagurgala hans og skáldlegar hugleiðingar. Bianca hafði orðið mjög skelfd yfir þessari uppgötvun. Hún hafði alizt upp í klaustur skóla, og hún hafði fengið þar hugmyndir, að kröfur eigin- mannsins væru byrðar, sem hver eiginkona þyrfti að bera. Friðill aftur á móti fanst henni að mundi vera eihhverskonar aðalsborinn þjónn, sem flutti* konunum ástarkvæði og sýndi þeim undirgefni . . án þess að krefjast nokkurs í staðinn. En öðru máli var að gegna um Ricardo. Voru allir karl- menn þá eins? Hún hristi höf- uðið og reyndi að fá eitthvert samhengi í þessar ruglingslegu hugsanir. í rauninni stóð ekk- ért heima við það, sem hún hafði gert sjer í hugarlund fyr irfram. Til dæmis var það. að hún elskaði ekki Don Luis. Þar af leiðandi ætti henni að finn- ast ástaratlot hans fráhrind- andi. En fanst henni það? Bi- anca varð að viðurkenna fyrir sjálfii sjer, að hún hafði enga andúð á faðmlögum hans, og hún hafði vissulega oftar en einu sinni endurgoldið ástríðu hans. Var hún þá orðin svona spilt? Hún gat ómögulega svar að sjálf þessari spurningu, en undirmeðvitund hennar sagði, að það væri eitthvað við hann, sem hafði áhrif á hana, eitt- hvað, sem minti hana á annan mann. Hvaða annan mann? Biöncu varð ósjálfrátt hugsað, eins og oft áður, til Kits. Hún hafði svarið fyrir það, að hún gæti nokkurn tímann gleymt hon- um, en nú fanst henni hún ekki muna greinilega eftir öllum andlitsdráttum hans. Hún vissi, að hún eiskaði hann ennþá. En hvers konar ást var það, úr því að hún gat ekki sjeð fyrir sjer eítir tvö ár, hvaða litur var á augum hans? Þau voru að vísu blá, en Ricardo var líka með blá augu. Það voru svo margir bláir Iitir til. En það skipti svo sem engu máli. Það, sem ^aðallega skipti máli var það, að simviska hennar sagði henni, að hefði það verið Kit, sem stóð fyrir neðan glugga hennar, þá hefði hún sent Quitu niður til að opna fyrir honum. Bianca hallaði sjer aftur é bak í sæti sínu í vágninum, op lokaði augunum. Hún heyrði bylja í eirtrummpunum í ‘broddi skrúðfylkingarinnar og i við og við skárust út úr háir flautu- og obo-tónar. Hljóm sveitin gekk fremst. Og á eftir hljómsveitinni kom háskóla- deildin, klædd einkennisbún- ingi skólans í heiðursskyni við Ricardo. Síðan komu prófdóm endurnir og umsjónarmenn- irnir, einnig í skrautklæðum IKauphöllin | er miðstöð verðbrjefavið- ? skiftanna. Sími 1710. taiiiiimiiiiiiiimiiiiiinifrituaiiifiiMiMiiMimiMiMfMM hvorn annan, svo var þokan þjett, að þá hálf svimaði af að horfa í hana veltast fram. Við skulum fylgja hestunum eftir sagði Leifur. Þeir fínna leiðina. Og hestarnir hjeldu hægt en öruggt niður í dalskoruna, sem var vaxin þróttmiklum furutrjám. Þar námu þeir stað- ar. Tjaldinu var slegið upp, en þokan valt stöðugt dimrnari 3/íir þá og byrgði alla útsýn. Hjer verðum við að bíða, sagði Leifur. Það þýðir ekkert sð halda ferðinni áfram fyrr en þokuna ljettir. Jeg ætla að fara að leita að brenni. Finndu einhvern matarbita handa clíkur. Hjerna er nógur matur, svaraði Villi. Þjer ættuð annars að borða áður en þjer leggið af stað eftir brenni. En í stað þess að svara var Leifur horfinn út í gráa þok- una. Hann hjelt upp í hlíðina, þar sem hann vonaðist til að fmna þurrar greinar. Þarna fann hann ofurlítið fúið furu- trje, sem hann braut greinarnar af, svo að hann hafði fullt fang af brenni. Síðan sneri hann við og ætlaði að fara niður að tjaldinu. Bjóst við, að hann kæmi brátt að ánni og gæti þá fundið tjaldstaðinn. En hann hafði ekki farið meira en svo sem hundrað skref niður hlíðina, þegar hann varð að játa, að hann væri orðinn rammvilltur. Hann settist niður á stein og skammaði sjálfan sig fyrir oforsjálnina. Síðan reyndi hann að reikna út, hvar hann væri nú staddur. Það þýðir lítið fyrir mig að fara að hrópa á Villa, eins — Kærar þakkir fyrir jóla- kortið, frú Jónsson. —- Sömuleiðis, frú Sigurðs- son, sömuleiðis. — Gerðu svo vel. Þetta er jólagjöfin frá mjer. koma inn í stofuna á aðfanga- dag á meðan verið var að skreyta jólatrjeð. En hann dó ekk' /áðalaus. ★ 126.000 frá Bretlandi LONDON: Lávarðadeild breska þingsins var skýrt frá því fyrir skömmu síðan, að áætlað sjc að um 126.000 manns muni flytja frá Bretlandí 1949.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.