Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. des. 1948. ,U O R G U y B L A Ð I Ð Oskar Borg: STRAU INNAR 'Á SÖFNUM eru geymd handa verk manna frá ýmsum öldum. Sum eru hrjúf og hrikaleg, önn ur fáguð og fullkomin. En öll bera þau vitni siðmenningu sinna tíma. Þótt mannanna verk sjeu margbreytileg, er þó mannssál In með öllum sínum opinberu fylgsnum og skúmaskotum fjöl þættasta furðuverk veraldar. Með afmælishátíðaleikjunum sýnir konunglega leikhúsið dá- lítið safn þeirra hugmynda er skáld og mestu andans jöfrar hafa gert sjer um hana og skráð í leikritsformi. Eins og vitarnir sýna fyrst rautt ljós, svo grænt og síðan hvítt, eru hjer sýndir harmleik ir og gamanleikir, útlendir og innlendir, er fjalla um manns- sálina í nekt hennar og nepju eða gæðum og göfgi, auk þess sem aldaranda og hugsunar- hætti ýmsra tíma, bregður eins og leiftri fyrir sjónir manna. Mikið efni og inargvíslegt. Ef nokkur heldur að það sje áreynslulaus ánægja að sjá eina og stundum tvær slíkar leik- sýningar á dag 2—3 vikur sam- fleytt, þá skjátlast honum, því þegar maður er gagntekinn af hrifningu yfir svo til hverri sýningu verður, með þessum snöggu tilbreytingum, að hafa sig allan við að yfirvinna áhiif- In af síðustu sýningunni, til að vera móttækilegur fyrir þá Iiæstu. En „móttakarinn“, hvort sem hann er af verri eða betri íegundum, verður að vera í íullkomnu lagi, til þess að hægt sje að stilla hann á bá bylgju- lengd, sem hver sýning kiefst, Því annars lendir alt í eilífum truflunum og hrærigraut. Efnið er altof mikið til þess að hægt sje að gera hjer hverri eýningu skil, eða nefna þann uragrúa leikara, sem hjer koma við sögu. Bregð jeg því aðeins upp smámyndum af nokkru af því, sem fram hefir farið. Leikurum hefur löngum þótt hætt við að vera tilgerðarleg- ír. Er því fyrsta boðorðið í und- irbúningsmenntun þcirra nú á dögum, að útrýma öllu, sem er óeðlilegt. Eins og í öðrum list- greinum gildir í leiklistinni sú kehnisetning, að sje framsetn- ingin ekki sönn, er hún engin list. Þetta hefur ekki ávallt ver- íð svo. Á 18. öldinni þótti naum ust lítandi við öðrum en frörisk- um leikurum eða þeim, sem höfðu lært í frönskum skóla. Þegar þeir sýndu sig fjekk mað vi'r eitthvað fyrir peningana þvi þeir ljeku með öllum skrokkn- tim og sá, sem mestar fettur og brettur gat sett á andlitið, þótti Toestur. Leikurinn var fyrir leikarana og átti ekkert skylt við venjulegar dauðlogar mann verur. Að ekki sje talað um ó- merkilegan hlut eins og manns- Gálina, sem engum datt í hug &ð kæmi málinu við. Frá 200 ára Wessel og franska leiklistin. Þótt flestir væru ánægðir með svo vel úíi látinn skanimt af leik, fór það þó í taugarn- ar á danska skáldinu og háð- fuglinum Wessel. Kann tók sig til og skrifaði leikiníið ,.Kær- lighecl uden Strömper“, þar scm hann afklæðir og húðflettir þessa aumingja Frakka og alla leikaðferð þeirra, með þeim ár angri að augu manna opnuðust svo hún var algerlega kveðin niður og hefur aldrei átt afiur- kvæmt. Hið eðlilega og sanna h.efur siðan setið og situr í fyririumi á hverju góðu dönsku leiksviði og fremst af öllu á leik-viði Konunglega leikhússins. Ef hægt er að kalla leiksýn- ingu fullkomna, þá held jeg að sýningin á „Kærlighed uden Strömper“ hafi verið það. Kon- unglega leikhúsið hefur svo mörgum góðum leikurum á að skipa, að í hverju hlutverki voru afburðaleikai ar, sem þekktu leikritið, anda þess og tilgang út og inn. Va”ð sýning- in ógleymanleg. ,;Sparisjóður“ Hertz. Fyrir um það bil 100 árum skrifaði danska skáldið Henrik Hertz leikritið ,,Sparekassen“. Sparisjóðir voru þá tiltölulega ný fyrirbrigði og almenning- ur hafði ekki áttaÖ sig á hvern- ig ætti að notfæra sjer þá. Jeg efast um að aðrir en Ðanir geti sýnt leikrit þetta þannig að það njóti sín til fulis, því það er sprottið upp úr jarðvegi. þar sem góðlyndi og glaðlyndi, hinn hreini danski „Humor“ sjest í hverri persónu. Efnalega gcng- ur það upp og ofan fyrir einni aðalpersónunni, Skaarup. Hann er stundum vel fjáður. en á milli er hann á bláberum botn- inum. Þegar hann hefur fullar hendur fjár, er ekkert fjær hon um, en að láta peningana í spari sjóð, heldur nýtur hann þeirra á þann hátt, sem honum finnst bestur, en þegar hann er orð- inn auralaus, þá hefur enginn frið fyrir predikunum hans þar sem hann með sannfæringarinn ar krafti heldur hrókaræður um það eina, sem eiginlega sje við peninga að gera, að leggja þá í sparisjóð. Jeg hefi oft sjeð Bodil Ipsen leika og oítast afburðavel. Leik gáfum hennar virðast engin tak mörk sett og sýnir hún þarna nýja hliðj þar sem hún sleppir „strák“ sínum lausum, ef svo má að orði komast um ltven- fólk, og ætlar alla lifandi að drepa í hlátri. Andbýlingarnir í meistara liöndum. Hliðstætt dæmi er leikur Reumerts í Löjtnant vcn Budd- inge í „Genboerne“ eftir H ist- rup. Hann fer þarna út í allar afmæli Kgl Poul Reumert í hlutverki \on Buddinge í ,.Genboerne“. öfgar. sem manni viiðist u.nnt að fara á leiksviði. Ef það væri ekki gert mcð afburðasnilli, væri ekki horfandi í það. Að hugsá sjer þessa leiksnillinga, frú Ipsen og Reumert, sem um áratugi hafa orðið fræg fyrir samleik sinn í mestu harm- leikjum bókmenntanna, þar sem þau virðast þekltja og geta sýnt hvern afkima mannssálar- innar, allt í einu sleppa sjer lausum og verða miklu betri gamanleikarar en þeir eigin- legu gamanleikarar. Það er rr.eira en maður getur hugsað sjer, að’ósjeðu. ,.Genboerne“ voru auðvitað vel leiknir .andrúmsloftið, smá borgaraskapurinn og stúdenta- lífið naut sín til fulls. En ekki get jeg neitað að sum hlutverk- in, svo sem koparsmiðshjcnin og jafnvel fleiri voru betur leik in, er jeg sá leikinn á stúdents- árum mínum, fyrir nálega 30 árum. Oehlcnschlager og I axdæla. Fullur eftirvæntingar beið jeg eítir að sjá „Kjartan og Guð- rúnu“ eftir Oehlenschláger. ís- lending er undarlega innan- brjósts er hann sjer alla þessa gömlu kunningja, Kjartan Ólafs son, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Bolla, Hrefnu og flestar sögu- hetjur Laxdælu gerðar lifandi á leiksviðinu. Eftir að leikurinn byrjaði gat jeg langt frá því fellt mig við það, sem jeg sá og það tók mig tíma að átta mig á, að það sem jeg bjóst við að sjá og það, sem raunverulega var sýnt, var tvennt ólíkt. Á dögum Oehlenschlágers var dýrkun sögualdar okkar í havegum. Menn trúðu sögun- um ekki síður en biblíunni. Skapaðist m. a. af þvi endur- vSkning í norrænum bókment- leikhússins um með Oehlenschláger í broddi fylkingar. En með þessu leikriti hafði honum aldrei komið til hugar að „dramatísera" Laxdælu. Hann lánaði aðeins úr sögunni nöfn sögupersónanna og nokk- ur söguatriði, en ao öðru leyti er leíkritið skáldrit byggt á atburðum úr lífi hans, þar sem hann á sjötugsaidri varð 'hrif- inn af ungri stúlku, sem þó ekki gat endurgoldið Þlfinningar hans. Auk þess er aðaihlutverkið, Guðrún Ósvifursdóttir, sem allt leikritið stendur og fellur ; oeð, sj&rstaklega skrifað fyrir mestu þálifanai leikkonu Dana, frú Heiberg. Hun ljek það lika, en eftir hennar daga var það að- eins leikið einu sinni, 1879, á 100 ára afmæli skáldkonungs- ins, þar til það var tekið til leiksýningar á ný árið 1945 nae'o Önnu Borg í aðalhlutverkinu og í sörnu meðferð var það leik ið nú. Guðrún Ósvífursdóttir Oehl- enschlágers er í mörgu frá- brugðin okkar Guðrúnu, en alls ekkert síður minnisstæð persóna. í leikritinu er sagt að móður hennar hafi verið rænt Bodil Ibsen frá Sikiley og skaphöfn Guð- rúnar sameinar hina suðrænu glóð og norrænan hetjuhug og hörku. Nú á tímum eigum vjer erfitt með að skilja Oehlens- chláger eins og samtíð hans skildi hann. En eitt er víst að leikhúsið gerði sitt ‘il að gera sýninguna sem besta. Þegar konunglega leikhúsið tekur á honum stóra sínum, er sýning- in ekki ljettvæg. Gyðingar og annað fólk. Danska skáldið og gyðingur- inn Henri Nathansen skrifaði leikritið „Indenfor Murene“. Það fjallar um sambúð gyðinga og kristinna manna laust fjrir fyrri heimsstyrjoldina og þá á- rékstra sem þar eiga sjer stað, þó í hlut eigi besta fólk úr báð um flokkum. Sálarlífi gvðinga, sem ávalt halda sjer innan þeirra múra, sem bæði þeir og kristnir menn hafa byggt utan um þá, er svo meistaralega lýst, að jeg hefi heyrt að aðrir bafl ekki gert það betur. Sýning leikhússins var af- bragðs vönduð og tæplega rneíJ færi annara leikhúsa að gera hana svo vel úr garði. En eldri leikhúsunnendur segja mjer afJ hún sje nú ekki svipað þvi fins góð og áður, þegar Dr. Mantzi- us, Reumert og Johannes Poul- sen ljeku þar aðalhlutví rtin af ógleymanlegri snild. Jeg get ekki lokið þessarl grein án þess að minnar.t á ballet konunglega leikhússins. Þótt 200 ára afmælið sje aðal- lega helgað leiklist leikhúss- ins og óperan komi þar el< k> við sögu, hafa stundum verið ballet-sýningar, þegar leikrit það, sem sýnt var, þótti of Stutt fyrir heila kvöldsýningu. Sjer- staklega langar mig til að gcta um einn ballet eftir balletmeist ara kgl. leikhússins, sem hantl nefnir „Etude“. Balletskóli kgl. leikhússins or eiginlega stofnun út af fyrir sig. Nemendurnir koma þang- að 7—8 árá gamlir og kennsian er ekki aðeins fólgin í, að teygja þá og sveigja og styrkja á þeim tærnar, heldur íá þeir þar alla sína uppfræðslu frá kristindómi til erlendra tungu- mála. Þeir verða að leggja gríð armikið að sjer, enda getur vcr- ið til mikils að vinna, ef ham- ingjan er með, því óvíst er hvort betri balletskólar eru til nú. En að ganga inn á þessa námsbraut, er eiginlega ....ta áhættufyrirtæki. Lokatakmavk hvers nemanda er að geta o.rð- ið sólódansari. En til að ná þvl þarf margt, bæði sjálfrátt og ó- sjálfrátt. í leikhúsinu eru t. d. ófrávíkjanlegar reglur um, að enginn karlmaður geti orðið sólódansari, nema hann nái á- kveðinni líkamshæð. TJm stúlk- urnar gildir, að þær mega ekkl vera hærri, en reglugerðin sog- ir til um. Sjerstaklega hafa mörg vonbrigði orðið hjá stúlk- um, sem unnið hafa eins og þrælar frá 7 ára aldri til 15- 16 ára, þegar þær uppgötvuðu að þær voru orðnar 1—2 cm. hærri en leyfilegt var fyrir róló- dansara. Æfingar Czernys og „ballet“ Landers. Þeir sem stundað hafa píanó- leik að ráði, þekkja Etuder cft- ir Czerny. Þetta eru aðein’ cf- ingar fyrir píanóleikara, im byrja með einum fingri og onila a því níðþyngsta toríi, < m venjulegum mönnum íirmst þurfa minnst fjórar hendur til að klára, og allt þar á rniLli. Þeir sem spilað geta þessar æf- ingar munu fullfærir að eiga við flest viðfangsefni, sem rit- uð hafa verið fyrir písnó. Hugmyndin í ballet Lanilera er að sýna, að eins og Czerny gat skapað æfingakerfi, er full nægði hverjum píanóleikara. Framh. i bls. !0,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.