Morgunblaðið - 11.01.1949, Síða 8

Morgunblaðið - 11.01.1949, Síða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. jatiúar 1949. 11» Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjón ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austui'stræti 8. — Sími 1000. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Frá Finnlandi í REUTERSFRJETT frá Moskva, er birtist í síðasta blaði, er sagt frá því, að enn hafi nýjar árásir komið fram í rúss- nesku blöðunum í garð Finna, þar sem því er haldið fram, að finska þjóðin og stjórn Finnlands sjerstaklega, sýni komm- únistastjórn Rússlands andúð og lítilsvirðingu. Þetta er ekki ný bóla. Hvað eftir annað hafa slíkar ásakanir komið fram í hinum rússnesku blöðum og síðan verið endurteknar og þeim haldið á lofti í blöðum finnsku kommúnistanna. Forsaga málsins er í fám orðum þessi. Meðan kommún- istar voru þátttakendur í stjórn Finnlands notuðu þeir sjer óspart aðstöðu-sína til ýmiskonar ofbeldisverka, og höfðu margskonar bellibrögð í frammi, til þess að koma af stað æsingum. í þeirri von, að þeim kynni að gefast kostur á að brjótast til valda í landinu, með sömu eða svipuðum að- lerðum og Gottwald og hjálparmenn hans notuðu í Tjekkó- slóvakíu. Þar hrifsuðu kommúnistar völdin áður en frjálsar lög- iegar kosningar gætu farið fram. Enda vissu þeir að í írjálsum kosningum myndu þeir tapa. En finnska þjóðin uggði betur að sjer. Þó liðsmenn Stalins hefðu m. a. fengið kommúnistann Leino í sæti innanríkisráðherrans og hefðu þannig ískyggilega mikla valdaaðstöðu í landinu, varð kom ið við frjálsum kosningum í síðastl. sumri. Þær leiddu í ljós sem annarsstaðar, er frjálsar kosningar fóru fram á siðastl ári, geipilegt fylgishrun kommúnista með finnsku þjóðinni. Eftir kosningarnar myndaði Fagerholm jafnaðarmanna- stjórn. Þar eð borgaraflokkarnir fengu meirihluta þing- sætanna, er stjórn Fagerholms minnihlutastjórn, en hefir haldið velli þrátt fyrir margskonar erfiðleika. Borgaralegu flokkarnir kæra sig ekki um neitt umrót í stjórnmálun- um. Ekki síst vegna þess, að það er sýnilega stefna komm- únista, að koma Fagerholm frá, hvað sem það kostar, og nota sem sagt til þess aðstoð Moskvavaldsins. Ýfingar kommúnista í Finnlandi hafa verið með ýms- um hætti og oft næsta spaugilegar upp á síðkastið. En samspilið milli hinna finnsku kommúnista og Moskvastjórn- arinnar altaf greinilegt. Upptökin eru jafnan hjá þeim finnsku. En sendifáð Rússa í Helsinki tekur upp þráðinn, eftir þeim ábendingum sem hinir finnsku flokksbræður gefa, hvað eftir annað, er þeir þykjast hafa fundið högg- stað á löndum sínum. Nýlega kom ávítunarskjal frá hinu rússneska sendiráði, til finnsku stjórnarinnar um það, að tvö leikhús í Helsinki hefðu sýnt Sovjetríkjunum ókurteisi með leik sínum og leikritavali. Ásökunin í garð annars leikhússins var rökstudd með því, er til kom. að gaman- leikari einn hafði haft að andlitsprýði gerfiskegg, sem minti á sjálfan Stalin. Hin ágiskunin var álíka gáfuleg. Um jólin kom kæra til finnsku stjórnarínnar frá Moskvu um það, að finnska lögreglan hefði tekið tvo rússneska þegna höndum. En þannig var mál með vexti, að viðkom- andi Rússar höfðu lent í ryskingum á veitingahúsi og kom lögreglan til að skakka leikinn. En er hún komst að því að tveir þeirra, sem lent höfðu í áflogunum, voru starfs- menn rússnesku sendisveitarinnar, var þeim tafarlaust sleppt lausum. Þannig er hvert tilefni gripið til þess að ögra finnsku þjóðinni og kenna henni, sem lifa verður lífinu framundan austrænum byssukjöftum, að með hinn volduga nágranna yfir sjer, tjóar ekki annað fyrir Finna, en að sitja og standa eins og einræðisherrarnir í Kreml vilja vera láta. Jafnve’. ganga þeir svo langt að halda því til streitu, að það sje brot á friðarsamningunum, sem Finnar urðu að gera við Rússa, er þeir hafa aðra skoðun á stjórnmálum, en einræðisherr- arnir. Þessu ætla hinir finnsku kommúnistar að framfylgja m. a. með því, að gera finnsku þjóðinni ókleift að lifa frjálsu lífi í sínu eigin landi. En kommúnístarnir þar, eins og ann- ersstaðar í heiminum framfylgja vilja hinna rússnesku yíirboðara sinna, gegn þjóð sinni, í stóru og smáu. ÚR DAGLEGA LÍFINU Vinsæll, en van- ræktur útvarps- þáttur ÚTVARPIÐ á stuttbylgjum til íslendinga erlendis hefur reynst vinsæll útvarpsþáttur víða erlendis og heyrst furðu víða, þótt ekki hafi verið lögð rækt við að hafa þann tækni- lega útbúnað, sem nauðsynleg ur . er til slíkra útvarpssend- inga. Stefnuloftnet vantar og fleira. Vinsældir þessa þáttar má marka af brjefum, sem borist hafp frá Islendingum og öðr- um erlendis. Það sýnir hvað menn eru þakklátir fyrir lítið á þessu sviði, því sannleikur- j^n er sá. að þátturinn hefur verið mjög vanræktur og kast að til hans höndunum, enda liggur sá grunur á, að ráða- menn í útvarpinu hafi tekið litlu ástfóstri við þáttinn og jafnvel að sumir þeirra vilji leggja hann niður með öllu. • Ummæli náms- manns ÍSLENDINGUR, sem stundar nám í London skrifar á þessa leið um útvarpið: „Víkverji sæll, jeg ætla að biðja þig um að taka eftirfar- and.i línur fyrir mig um út- varpið til útlanda á sunnudög- um. Okkur, sem það er ætlað, er nefnilega gert mjög óhægt fyrir um að hlusta á það, vegna þess á hve óhentugum tíma það er. Væri ekki hægt að fá tímanum breytt, og láta það verá strax á eftir hádegis- útvarpinu á daginn. Sú breyt- ing myndi áreiðanlega mælast mjög vel fyrir. Vilja heyra frjettir „VIÐ, sem erum við nám, höf- um skiljanlega ekki mikinn tíma aflögu, en ef við ætlum út á sunnudögum, verðum við að bíða til kl. 5, ef við eigum ekki að missa af útvarpinu að heiman. Og svo er það annað. I þessum útvarpstíma viljum við fá frjettir framar öllu öðru, en ekki tónlist eða reglugerðir einhverra stofnana. Að lokum eru það svo tilmæli mín, að þátturinn verði eftirleiðis lát- inn enda á þjóðsöngnum. Allir íslendingar, sem jeg hefi talað við hjer, eru mjer sammmála um þetta. Með því að taka þetta til athugunar gæti útvarpsráð gert útvarpið til útlanda enn vinsælla en það er nú“. • Ekki of mikið EITTHVAÐ líkt því, sem náms maðurinn segir, hefur verið sagt í fleiri brjefum frá ís- lendingum erlendis og mjer er persónulega kunnugt að marg ir íslendingar erlendis bíða með óþreyju eftir að hlusta á útvarpið að heiman. Þáttinn má bæta til mikilla muna, ef þeir, sem honum eiga að stjórna. nenna að hugsa eitt hvað um hann. Það er alveg rjett, að það er tilgangslaust að vera að útvarpa hljómlist af plötum til útlandsins. Þeir, sem áhuga hafa fyrir tónlist hafa betri tækifæri til að sinna því hugðarefni, en að hlusta á grammófónplötur frá íslandi. En það eru frjettir og fróð- leikur allskonar, sem íslend- ingar erlendis sækjast eftir og það minnsta, sem útvarpið getur gert til þess að halda við sambandinu milli íslendinga, sem búsettir eru erlendis og heimalandsins, er að gefa þeim hálfa eða eina klukkustund á viku og fara eftir almennum óskum um dagskrárval. • Strætisvagna- skýlin koma ÞAÐ er loks komið svo langt að búið er að gera líkön af skýlum fyrir strætisvagnafar- þega, sem reisa á á áfanga- stöðum strætisvagna. Þetta mál hefur verið lengi á döfinni, eins og stundum vill verða þegar um eitthvað nýtt er að ræða. En nú ætti það ekki að þurfa að dragast lengi, að þessi skýli verði reist. • Kvörtun úr Kjósinni KJÓSARINGAR og margir ferðal. þar um slóðir kvarta sáran yfir hve þjóðvegurinn sje í slæmu ásigkomulagi, allt frá Kiðabergi og inn úr. Ferða maður, sem kom þessa leið í gær sagði mjer. að það væri eins og að sigla smábát í krappri öldu, er ekið væri bif- reið eftir veginum. Það virðist augljóst hvað að er, það vantar veghefil til að fara þarna um og sljetta úr misfellunum. Að öðru leyti en holunum í veginum eru samgöngur góðar í Kjós um þessar mundir, því það fenti svo að spgja ekkert þar í hríðinni, sem flesta vegi tepti í vikunni, sem leið. **fiifiiiinimiHimi iiinmim*- •Miiniimwi»tiwniiiiiiiiiiiiiniii*'*'ii«M,,'“M«»"M,'it"ii'"******«**«J * 1 MEÐAL ANNARA ORÐA . . . I I nw III ■■ 1-irir-mwMmM—Iil ísraelsríki verður ekki þurkað út ÞEGAR dr. Bunche, sáttasemj ari Sameinuðu þjóðanna í Pal- estínu, tjáði Öryggisráði í s.l. viku, að Gyðingar og Egyptar hefðu fallist á að hefja friðar- viðræður með aðstoð S.Þ., var hanp í raun og veru að boða mikinn sigur Ísraelsríkis yfir Egyptalandi. Herir Gyðinga höfðu reynst egypsku herjun- um öflugri. Þeir höfðu þröngv- að Egyptalandi — landinu, sem upphaflega beitti sjer fyr- ir hernaðaraðgerðum gegn sjálfstæðu Gyðingaríki í Pales tínu — til að snúa við blaðinu og fallast á að hefja samninga- umleitanir við ríki, sem Arab- ar til þessa höfðu neitað að væri til. • • VIÐURKENNING SÚ ákvörðun egypsku stjórn- arvaldanna, að ræða friðar- leiðir við samningamenn Gyð- inga, er í rauninnf viðurkenn- ing á tilverurjetti Ísraelsríkis. Egypsku stjórnarvöldin hafa komist að þeirri niðurstöðu, að Gyðingar í Palestínu verða ekki sigraðir með vopnum, að Ísraelsríki, enda þótt landa- mæri þess sjeu ennþá mjög á reiki, sje nú að öllum líkindum orðið öflugra en nágrannaríki þess öll, og þótt víðar væri leitað. • • MARGIR SIGRAR GYÐINGAR hafa fsért sönnur á þetta undanfama mánuði. Þeir hafa sigrað Arabaherina hvað eftir annað, bætt hernað- arlega aðstöðu sína hægt, en örugglega, og jafnvel ráðist inn á landssvæði óvinarins og eyðilagt þar fyrir honum vopn og mannvirki. Og leiðtogar þeirra hafa tjáð frjettamönn- um, að Gyðingaherirnir hefðu „getað haldið lengra, ef þeir hefðu gært sig um“. Fáir hefðu talið þetta lík- legt, þegar Bretar lögðu niður umb.oðsstjórn sína í Palestínu á miðnætti 15. maí 1948. Gyð- ingar höfðu að vísu mánuðina, sem á undan fóru, sýnt það, að þeir rjeðu yfir velþjálfuðum og allöflugum her. En þegar Arabaríkin rjeðust inn i Pales- tínu dagana 14. og 15. maí, þótti mörgum, sem vonlegt var, líklegt, að dagar hins ný- stofnaða „ríkis“ væru taldir. • • INNRÁSIN INNRÁS Arabana hófst sam- tímis úr þremur áttum. Herir Egyptalands, Transjordaníu, Sýrlands, Líbanon og írak fóru yfir landamæri Palestínu, en herlög voru sett á í þessum löndum, til þess að auðvelda hernaðaraðgerðir gegn „ofbeld ismönnum Gyðinga“. Arabaherirnir gerðu sjer sýnilega vonir um skjótan sig- ur. Ekki verður betur sjeð en almenningur í löndum þeirra hafi í fyrstu talið að hjer væri um nokkurskonar sigurgöngu að ræða, að „frelsisher Araba“ mundi að mestu mótstöðulaust leggja undir sig Landið helga. Fyrstu dagana voru haldnar sigurhátíðir í höfuðborgum Arabaríkjanna. • • AÐVÖRUN ÞÓ hefðu atburðirnir fyrir 15. maí, þegar Bretar lögðu niður umboðsstjórn sína og íluttu síðustu hermenn sína á brott, átt að hafa orðið Aröbum nokkuð aðvörunarefni. Áður en Bretar hurfu burt frá Pal- estínu, hafði þegar komið til fjögurra meiriháttar átaka milli Gyðinga og Araba. Gyð- ingar áttu alsstaðar betur; þeir tóku við stjórn Jaffa, eft- ir að Bretar höfðu gengið frá vopnahljei í borginni; þeir tóku borgina Safad í Norður- Galileu úr höndum „Þjóðfrels ishersins“ arabiska; þeim tókst að mestu að halda opinni flutn ingaleiðinni milli Jerúsalem og Tel Aviv, en Arabar lögðu mikla áherslu á að íoka þeirri leið; og þeir sömdu um vopna- hljq,í Jerúsalem sjálfri, enda þótt her Araba þar væri mun fjölmennari en Gyðingaherinn. Leiðtogar Araba höfðu því þegar fengið nokkra dýrkeypta — og neikvæða — reynslu í viðureign sinni við Gyðinga. • • 2,000 ÁR EINS og nú er komið, munu flestir sammála um, að fyrsta sjálfstæða Gyðingaríkið, sem stofnað hefur verið í 2,000 ár, sje orðið að veruleika. — Það hefur sýnt það svart á hvítu, að það getur varið hendur sín- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.