Morgunblaðið - 11.01.1949, Side 12
•12
MORGUNBLAÐIÐ
i Þriðjudagur 11. janúar 1949.
— Varðarfundurinn
■ ...
Samband ís!enskra
esperanlisfa sfofnað
5 tíma ferl m Krísu-
víkurveg ffífívera-
(Framh. af bls. 2)
sekúndlítrar af Elliðaárvatni.
Á árinu 1946 hefði bærinn
keypt hitarjettindin í Mosfells-
dal, að Reykjahlíð og víðar. —
Haustið 1947 hófust boranir og
hefði vatnið nú aukist úr 32
sekl. í 101 sekúndliter. Aukn-
ing hitaveitunnar frá Mosfells
dal yrði lokið á þessu ári. Kostn
aður áætlaður um 3 milj.
króna. Jafnframt talaði borg-
arstjóri um erfiðleika hitaveit-
unnar í miklum kuldum, en
hún hefði upphaflega verið
ráðgerð að fullnægja hitaþörf-
inni í 5 stiga frosti. Ef hún
hefði verið miðuð við meiri
kulda, hefðu færri hús notið
hennar og vatnið orðið dýrara.
Margt mætti betur fara og
þyrfti að aúka þjónustuna við
borgarana og hefði bæjarráð
ákveðið að setja á laggirnar
néfnd sjerfróðra manna til þess
að finna leiðir til úrbóta. Þá
mintist borgarstjóri á rann-
sóknir að gufuborun á Hengil-
svæðinu og önnur atriði varð-
andi þetta mál.
Höfnin.
í höfninni væru á döfinni
miklar framkvæmdir. Upp-
fylling við Grandagarð og ver-
búðabyggingar á garðinum, sem
nú væru orðnar 240 m. langar.
Togarahöfn væri verið að gera
í austurhöfninni. Nýr kantur
hefði verið gerður á Faxagarð.
Austurgarður yrði lengdur og
endurbættur og væri í ráði að
byggja nýjan hafnargarð frá
enda hans inn í höfnina til
skjóls fyrir togarahöfnina. —
Höfnin hefði einnig eignast
mikilvirk, nýtísku tæki til
framkvæmda sinna.
Útgerðarmálin.
Borgarstjóri gerði grein fyr-
ir bæjarútgerðinni og minnti á
stefnu bæjarstjórnarmeirihlut-
ans varðandi það mál frá síð-
ustu kosningum. Þá hefði ver-
ið lögð áhersla á að tryggja út-
gerð sem flestra togara frá bæn
um og þeirri stefnu væri enn
fylgt. Hinsyegar legðu Sjálf-
stæðismenn áherslu á að ein-
staklingaT og fjelög yku útgerð
sína og bærinn tæki, ef þessir
aðilar óskuðu ekki að gera út,
þá togara, sem hægt væri að
tryggja kaup á til bæjarins. —
Nokkur hagnaður mundi verðá
á bæjarútgerðinni árið 1948.
Þá rakti borgarstjóri afskipti
bæjarstjórnar af síldarverk-
smiðjumálunum, Hæringi og
Faxaverksmiðjunni. Bærinn
ætti 1 miljón 250 þús. kr. hluta-
fje í Hæringi og hefði lagtfram
um 2.5 milj. kr. í stofnframlag
íil Faxaverksmiðjunnar.
Or.nm' má!:
Borgarstjóri rakti enn frem-
ur marga aðra málaflokka bæj-
arins: landbúnaðarmál, sam-
göngumál, skóiamá! og íþrótta-
mál. Sjúkrahúsmálin og heil-
brigðismálin ræddi hann ýtar-
lega. þakkaði forgöngu Sigurð-
ar Sigúrðssonar, berklayfir-
læknis, í þeim málum. Gerði
grein fyrir tillögu sinni hvern-
ig koma mætti uþp á næstu 6
árum: Bæjarsjúkrahúsi, hjúkr-
unarheimili, farsótta og sótt-
varnahúsi, heilsuverndarstöð
og læknastöð (Polyklinik). Jafn
framt rakti hann ýmsa aðra
þætti heilbrigðismálanna. Loks
vjek borgarstjóri að húsnæð-
ismálunum, sem hann taldi ein
veigamestu mál bæjarfjelags-
ins.
Borgarstjóri endaði mál sitt
með því að Sjálfstæðismenn í
bæjarstjórninni mundi nú sem
endranær leggja áherslu á að
treysta fjárhag bæjarins og
byggja verklegar framkvæmd-
ir og framfarir í bænum á fjár-
hagslega trausturn grunni. —
Bæjarstjórnarmeirihlutinn yrði
ekki sakaður um hugsjónaskort
eða íhaldssemi í stjórn bæjar-
mála. Á hinn bóginn mundi
meirihluti Sjálfstæðismanna,
þrátt fyrir hina geysihörðu þró
un í bæjarfjelaginu, tryggja
það ,að málefnum borgaranna
yrði ekki stefnt í gönur.
Var gerður mjög góður róm-
ur að hinni ágætu og ýtarlegu
ræðu borgarstjóra.
Að ræðu hans lokinni tóku
þessir til máls:
Gísli Sigurbjörnsson,
Sigbjörn Ármanna,
Sveinn Benediktsson,
Gísli Halldórsson,
Meyvant Sigurðsson.
í lok fundarins talaði Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri aft
ur og svaraði fram komnum
fyrirspurnum og athugasemd-
um frá ræðumönnum.
Fundinum lauk eftir mið-
nætti og hafði hann í alla staði
veriö hinn ánægjulegasti.
Þrýstiloftsflugvjelar
lánaðar
PARÍS — Bretar hafa kínað
Frökkum fimm Vampire þrýstilofts-
flug^’jelar til þess að þjálfa franska
flugmenn.
AÐ FORGÖNGU esperantista-
fjelagsins Auroro í Reykjavík
og esperantofjelagsins Græna
eyjan í Vestmannaeyjum var nú
um áramótin stofnað Samband
íslenskra esperantista (Federa-
cio de islandaj esperantistoj)
og gengið frá lögum þess. Mark
mið þess er að útbreiða alþjóða
málið esperant.o og stuðla að
samvinnu íslenskra esperant-
ista innbyrðis og við útlenda
samherja. Stofnendúr eru auk
fyrrgreindra fjelaga esperanto-
klúbburinn Kvarfolia Trifolio
í Hafnarfirði og nokkrir ein-
staklingar víðs vegar um land-
ið.
Sambandið hyggst standa fyr
ir námskeiðum og skipuleggja
próf í málinu hjerlendis, gefa
út hentug lesefni handa íslensk
um byrjendum, koma esperanto
kennslu á í skólum og kynna
ísland 2g íslensku þjóðina er-
lendum esperantistum. Það er
samkvæmt lögum sínum hlut-
laust varðandi þjóðerni, trúmál
og stjórnmál, en skylt er hverj
um virkum fjelaga þess að efla
sem mest kunnúttu sína og
færni í esperanto.
Jafnframt formlegri stofnun
sambandsins voru kjörnir í
fyrstu stjórn þess sjera Hall-
ciór Kolbeins, Vestmannaeyjum,
forseti, Haraldur Guðnason,
Vestmannaeyjum, og Ólafur S.
Magnússon, skólastjóri í Vík í
Mýrdal, en í varastjórn Ólafur
Þ. Kristjánsson, kennari í Hafn
arfirði og Árni Böðvarsson
- Gullbrúðkaup
„ Frh. af bls. 6.
uðu fólki sæmir. Siíkt er að
reynast sannir og góðar fslending
ar. En börn þeirra Skerðings-
staðahjóna eru þessi: Jón, bíó-
stjóri á Akranesi, Ingólfur, yfir-
tollvörður á Siglufirði, Guðrún,
húsfreyja í Reykjavík, Elías,
birgðastjóri hjá landssímanum 1
Rvík, Sigurður, prestur á Isa-
firði, Ingibjörg, búsett í Rvík,
Ingigerður, húsfreyja í Keflavík,
Halldór og Halldóra, bæði heima
við bú foreldra sinna, Vilhjálm-
ur og Finnur, sem einnig eru enn
að nokkru heima. Ólafur, næst
eisti sonur þeirra hjóna, dó á
Vífilsstöðum, fyrir rúmu ári. —
Hann var kvongaður og átti þrjú
börn.
Svo sendi jeg þá ykkur, góðu
vinum, hjónunum á Skerðings-
stöðum — og óefað ásamt fjöl-
mörgum öðrum — mína hugheil-
ustu kveðju á þessum minning-
ardegi ykkar. Hafið þökk fyrir
ævistarfið og allt það liðna. Guð
blessi ykkur og ævikvöldið.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir.
gerðis
ÞRÁTT fyrir hlákuna og rign-
inguna s. 1. sunnudag, var
Krísuvíkurvegurinn þann dag
ekki jafn greiðfær yfirferðar
og ætla mætti, ef sannar væru
fullyrðingar sumra blaðanna
um þessa leið. Fólk, sem fór
með bifreið um veginn á sunnu
dag, var hvorki meira nje
minna en fimm klukkustundir
að komast til Hveragerðis, en
bíliinn festist tvívegis illa í
snjósköflum, sem voru á vegin-
um við Hlíðarvatn.
I seinna skiftið tók um eina
og hálfa klukkustund að losa
bílinn, og var hann þó með
snjókeðjur.
Ferðin frá Hveragerði, yfir
Hellisheiði til Reykjavíkur
gekk hinsvegar eins og í sögu
og algerlega tafarlaust. Tók sá
hluti ferðarinnar aðeins um
klukkutíma.
Akureyri, mánudag.
Frá frjettaritara vorum.
Á AÐFANGADAG. jóla færðu
nemendur Snorra Sigfússonar
honum forkunnar fagra gjöf
í þakklætis- og virðingarskyni
fyrir ágæta kenslu og skóla-
stjórn.
Gripur þessi var úr silfri og
þannig gerður að aftast var
skjöldur, sem mynd er greypt
á af barnaskóla Akureyrar, en
framan við myndina og sitt
hvoru megin við hana standa
tvær fánastengur á palli. — Á
fótstallinum stendur ártal, en
á myndinni nafn viðtakanda og
loks frá nemendum á Akureyri.
Grip þennan gerðu Sigtryggur
Helgason og Eyjólfur Árnason
gullsmiðir hjer í bæ.
Ætlast var til að hópur eldri
og yngri nemenda færðu hon-
um gjöfina. en vegna veikinda
hans urðu það aðeins þrjú
börn. ■— H. Vald.
— He$ai annara oria
Framh. af bls. 8.
ar — og jafnvel vísað ófriðn-
um heim í land óvinarins. —-
Egyptar eru fyrstir Araba til
að viðurkenna þessa staðreynd.
Þegar Gyðingar innan skams
setjast að samningaborðinu
með Egyptum, gera þeir það
sem algerir jafningjar.
■<iiiiiniiiiuiiiiiiiniin„iniiniiiiiiniiiiiiiiinniiiiiiiiii(iininiimi
Mai’kúa
ák■■ 4<r: &
Eftir Ed Dodd
brotinn trjábol á bakkanum. En gamla birnan lætur greif-
Þar finnst þeim allt vera óhætt. ingjann fá fyrir ferðina.
(Framh. af bls. 2)
Atti að miða hiíagjaldið
við koíaverð.
Nokkuð hefir borið á óánægju
manna út af því, að þeir bæj-
arbúar, sem Hitaveitunnar
njóta, hafi sjerrjettindi umfram
hina, sem verða að nota kol til
eldsneytis. Því upphitun með
Hitaveitúnni er talsvert ódýr-
ari en kolahitunin.
Upprunalega var gert ráð fyr
ir, að verðlagið á hitavatninu
yrði reiknað eftir bví að það :
jafngilti nokkurn veginn kola-
verði.
Þá var kolaverðið 200 krón-
ur fyrir tonnið. Og verð hi.ta-
vatnsins reiknað eftir 180
króna kolaverðinu. Og svo er
enn.
Síðan heíir kolaverðið hækk :
að. Var um tíma kr. 260 á tonn.
En hefir nú lækkað aftur í 250
krónur tonnið. Það er óneitan-
lega sanngirnismál, að þeir,
sem hafa Hitaveitunnar not,
fái ekki hitann fyrir lægra
verð, en aðrir verða að búa við.
Og vitaskuld er það hagsmuna-
mál bæjarfjelagsins, að rekst-
ursafkoma Hitaveitunnar verði
það góð, að hægt verði sem
fyrst að afborga stofnkostnað
hennar, og standa undir nauð-
synlegum viðaukum.
(Framh. af bls. 9)
var ný flugbraut á Tempelhof
flugvellinum tekin í notkun og
í sama mund var verið að full-
gera nýja flugbraut á Gatow
flugvellinum á breska hernáms
svæðinu.
Byrjað var á Tegel flugvell-
inum á franska hernámssvæð-
inu 5. ágúst s. 1., og lokið við
byggingu hans 11. nóvember.
20 þús. verkamenn unnu þar
allan tímann, í þremur 8 stunda
vöktum á sólarhring.
Veðrið.
í dag er það veðrið, sem mest
hefir að segja í sambandi við
loftbrúna. Veðurstofurnar fá:
upplýsingar frá flugmönnunum,
sem eru á flugi, á hverjum
klukkutíma. Nákvæmar veður-
athuganir eru gerðar yfir Norð-'
ursjó. Hægt er að gera öllum.
flugstöðvunum aðvart innan
fimm mínútna, ef veðurbreyt-
ing er í aðsigi.
„En okkur mun takast betur.“
Það þurfa margar hendur að
aðstoða við loftbrúna. Flugmað
urinn, sem sagði: „Við náðum
góðum árangri 1948. En okkur
mun takast enn betur 1949“,
talar *fyrir munn allra þeirra
sem vinna við þessa stórkost-
legustu birgðaflutninga í lofti,
sem sagan þekkir.
- 109, sýning
(Framh. af bls. 9)
fólk. Stjórnaði formaður fje-
lagsins, Gestur Pálsson, sam-
sætinu, en ræðumenn voru:
Haraldur Björnsson, Lárus
Pálsson, Brynjólfur Jóhannes-,
son og Lárus Sigurbjörnsson.
Skemmtu menn sjer við söng
og dans lengi nætur.
BEST AÐ AUGLfSA
t MORGUNBLAÐINU j