Morgunblaðið - 13.01.1949, Side 9
Fimmtudagur 13. janúar 1949.
MORGVNBLAÐIÐ
9
NOKKRIR ATBURÐIR ÁRSINS 1948
Á ÁRINU fór ágreíningurinn á
milli stórveldanna vaxandi.
Jafnframt urðu meginlínurnar
í heimsviðskiftunum skýrari en
áður. Atburðirnir gerðust svo
ört, að áður hefði það tekið ára-
tugi, sem nú gerðist á einu ári.
Vel má vera, að þær ákvarð-
anir, sem gerðar hafa verið á
árinu, fái áhrif á líf þjóðanna
í aldir.
Á þessu ári hurfu Ameríku-
menn frá fyrri vanabundinni
stefnu sinni í utanríkismálum.
Og heimurinn fjekk glögga
vitneskju um Sovjetríkin.
Á árinu sem leið, rann út
kafli í sögu Evrópu, og annar
hófst, kaflinn sá, þar sem Evr-
ópuþjóðir standa á krossgötum,
er liggja til eyðingar eða áfram
haldandi þróunar. Á þessu ári
varð það lýðum Ijóst, að heim-
urinn er skiftur milli tveggja
andstæðna. Og svo mun verða
um langa framtíð, að öll stjórn-
mál heims fara eftir viðskift-
unum milli þessara tveggja
aðila. En alt öryggi eftir því,
hvernig tekst að skapa jafn-
vægi í herstyrk þeirra, sem
varanlegt reynist. En friður
eða ófriður veltur á því,
hvernig tekst með varnir lýð-
ræðisríkjanna annarsvegar, og
árásar áform kommúnista hins-
vegar.
—O—
Á ÖNDVERÐU árinu 1948
gerðu kommúnistar byltingu í
Tjekkóslóvakíu. Þetta varð til
þess, að lýðræðisþjóðirnar vökn
uðu til dáða, og sáu nauðsyn
þess, að leita samvinnu sín á
milli. í árslokin unnu kommún-
istar sigra í Kína, sem leiddu
í ljós, að lýðræðisöflin eru ekki
nægilega styrk. Aftur á móti
urðu kommúnistar og Sovjet-
ríkin að sætta sig víð ósigra í
verkföllum þeim, sem Komin-
form kom af stað í Ítalíu og
Frakklandi, sætta sig við ó-
sigra í öllum frjálsum kosn-
ingum, sem fram fóru í álfunni,
og sætta sig við það bjargráð
Vesturveldanna, er þau komu
upp ,,loftbrúnni“ til Berlínar,
og við aðgerðir Vesturveld-
anna, til viðreisnar í Vestur-
Þýskalandi.
En það getur veríð kommún-
ístum harmabót, hve ört
þeim hefir miðað áfram í
Kína, og að þeir hafa getað kom
íð ókyrð á í Malajalöndum í
Burma og í Indónesíu.
Saga ársins 1948, er ýmist
saga um sókn á sviði hernað-
ar eða stjórnmála, með hljeum,
sem notuð voru til friðarum-
leitana, í „hinni vopnlausu
styrjöld“. Fyrst sendu Rússar
frá sjer friðarumleitanir gegn-
um Þýskaland. Þvínæst skall á
byltingin í Tjekkóslóvakíu. En
uppúr henni kom Marshall-
áætlunin, og Vesturlanda banda
lagið. Þá amerísk orðsending til
Moskvastjórnarinnar, er í rúss-
neska áróðrinum var kölluð
,,friðmæli“ og ekkert varð þvö
úr.
Nú kom flutnin gateppan til
Berlínar, og uppúr henni leyni-
legar samningaumleítanir í
Moskva, milli Vestur- og Aust-
urveldanna, er komu að engu
gagni. En framhald þeirra varð
rifrildi á þingi Sameinuðu þjóð
anna. Eftir alla þessa fram-
Um hver áramót hirta stórhlöð jafnan yfirlits-
greinar um heístu heimsviðhurði liins liðna árs og
orsakasamhand þeirra- Grein eftir hinn glögga og
margfróða hlaðamann Eigii Steinmetz er stnttorð. En
gefur þó tiltölulega skýra yfirsýn yfir helstu viðhurði
þá er máli skifta, og gerðust árið sem ieið.
Birtist hjer meginefni hennar.
vindu bar mest á nöfnum
tveggja borga Berlín og Nan-
king.
Á þessu ári einsog ritstjóri
breska blaðsins „Econiomist“
Geoffrey komast að orði
„lærðu Bandaríkjamenn -hv-aða
skyldur styrkur þeirra leggur
þeim á herðar, en Bi’etar lærðu
hver eru takmörkin fyrir veik-
leika þeirra“.
—O—
ÞETTA var árið er leiddi í ljós,
að yfirgangsstefnan er stjórn-
málastefna kommúnista, og afl
ið er einasta ráðið sem dugar
í baráttu lýðræðisríkjanna fyr-
ir tilveru sinni. Samtök Sam-
einuðu þjóðanna sýndu, að þau
eru afllaus.
Eftirlitið með kjarnorkunni
varð að engu, vegna þess, að
Sovjetríkin hjeldu dauðahaldi
í neitunarvald sitt. Tillögurnar
um afvopnun fóru sömu leið,
vegna þess að Moskvastjórnin
ætlaði að nota þær til þes að
lokka stórveldin til að afvopn-
ast en svíkjast um að gera hið
sama. Sættir í Berlínardeilunni
fóru út um þúfur. Horfið var
frá fyrirætlunum um skifting
Palestínu, og hallast heldur að
þeirri sáttatillögu Bernadotte,
er varð honum að bana og kom
ekki til framkvæmda. En Pales
tínu málið virðist nú ætla að
fá sína lausn, með því að ara-
biskur raunsæismaður tekur til
sinna ráða, Abdullah konung-
ur, og hefir til þess samþykki
Breta á bak við tjöldin.
Ekkert varð úr umræðun-
um hinar itölsku nýlendur,
vegna þess að öll stórveldin
vildu komast hjá því, að taka
það mál upp, néma Bretar.
Lokaþáttur á þingi Samein-
uðu þjóðanna varð, að þessu
sin'ni, að samþykt var yfirlýs-
ing um mannrjettindi, er verð-
ur að telja hlægilega þegar
þess er gætt, að Rússar eru í
samtökunum og „Alþýðulýð-
veldin“ svokölluðu í Austur
Evrópu. En eftirmáli þeirrar
yfirlýsingar varð tiltæki Hol-
lendinga í Indonesíu, sem sett
var á stað eftir hárnákvæman
undirbúning. En þar átti eitt
smáríkjanna í hlut, sem Trygve
Lie nokkrum dögum áður hafði
sagt, að væru eina framtíðar-
von Sameinuðu þjóðanna.
Þannig varð útkoman hjá Sam-
einuðu þjóðunum. Og þannig
kom á daginn, hversu veik-
burða þessi allsherjar þjóða-
samtök eru“. Ef annað eins þing
verður háð einu sinni til, þá er
úti um þann fjelagsskap, sagði
The Times, að þinginu loknu.
—O—
SAMEINUÐU þjóðirnar gefö
ekki skgpað öryggi, geta ekki
tryggt mönnum grundvallar
atriði frelsisins, geta ekki kom-
ið í veg fyrir styrjöld. Oll
heimsmál gerast í dag í skugga
þeirrar vitneskju að i næstu
styrjöld verður háð einvígi á
milli tveggja andstæðna, svo
vitað er, að þar hlýtur að vera
barist til úrslita. Sá sem vinn-
ur þessa styrjöld, hlýtur heims-
yfirráð.
Stefnc> Sovjetrikjanna er í
dag feimulaus. Hún hefir enga
skrautgrimu lengur, skrifar
sænski blaðamaðurinn Bertil
Svahnström í bæklingi sínum
„Evrópa á milli Austurs og
Vesturs“. Sovjetríkin stefna að
heimsbyltingu, en ekki að
stefnulausri heimsbyltingu Len
ins, heldur byltingu, sem öfl-
|ugasti landher heimsins kemur
á. Þetta er mikill mismunur.
Yfirgangsstefnan er "tekin í
þjónustu heimsbyltingíú'innar.
Eða kannski öllu heldur, að
heimsbyltingin er komin í
þjónustu yfirgangsstefnunnar.
Svona er umhorfs í stjórn-
málunum, hermálum, fjárhags-
málum. Alstaðar verður aðeins
um tvent að velja: Allar sættir
eða málamiðlun á milli ein-
ræðisins, stefnunnar, sem náð
hefir sinni fullkomnu mynd í
,,alþýðulýðveldunum“ og lýð-
ræðisríkjanna er útilokað Lýð-
ræðisþjóðirnar myndu fremja
sjálfsmorð, ef þau gefa nokkuð
eftir af hugsjón sinni, frá því
sem orðið er. Þessvegna verða
lýðræðisþjóðirnar að þoka sjer
saman. Þessvegna verða Banda
ríkin að ýta hernaðarmörkum
sínum til Vestur Þýskalands.
Þessvegna óx Marshalláætlun
uppúr Trumanskenningunni en
Marshall áætlunin varð að Vest
urlandabandalagi. Og Vestur-
landabandalagið er að verða að
Atlantshafs sáttmála. Því, eins
og forsætisráðherra Breta orð-
aði það: Lýðræðisþjóðirnar
verða að hanga saman. Að öðr-
um kosti verða þær hengdar
hver um sig. Með aukinni sam-
heldni kemur aukinn styrkur.
Með auknum styrk, kemur auk
ið öryggi. En með þessu öryggi
fæst einasti möguleikinn, sem
til er, til þess að komast hjá
styrjöld fyrst um sinn, og skapa
starfsgrundvöll, að samningum,
um varanlegan frið.
—O—
Á ÁRINU 1948 tókst að koma
því í kring, sem margir álitu,
að taka myndi áratugi, en enn-
þá fleiri álitu, að myndu verða
loftkastalar til eilífs nóns.
Evrópu þjóðirnar eru að koma
upp hjá sjer sameiginlegu fjár-
málakerfi með tilstyrk Mars-
hall áætlunarinnar. Vestur-
Evrópu þjóðir eru einnig að
koma upp hjá sjer sameiginleg-
um hervörnum. En fyrir til-
stilli Haagfundar Churchills, og
samninga þeirra, sem fram hafa
farið á milli Vestur Evrópu
þjóða er að koma upp stjórn-
málasamvinna í álfu okkar.
Samtímis hafa Bandaríkin skil-
ið við einangrunarstefnu þá um nokkurt skeið, hliðra sjer
sem lengi hefir skapað grund- hjá því, að leggja út í styrjöld,
völlinn að allri utanríkispóli- vegna þess, að styrkur hennar
tík þeirra. Bandaríkin eru nú er ekki eins mikill, og látið er
að koma upp varnarkerfi, sem í veðri vaka. Þetta kemur í Ijós
nær um Atlantshaf þvert, varn- i hagfræðiskýrslum Rússlands
nær um Atlantshaf þvert, vörn og í ýmsum ókyrrleika austan
um, sem auka á skyldur þeirra, Járntjaldsins.
að þau geti komist lífs af. | Titó er ekki einasta upp-
Samvinna lýðræðisþjóðanna steitinn kommúnistaforingi,
hefir mætt erfiðleikum. M. a. sem metur að jöfnu þjóðernis-
vegna þess, að Frakkar heimta kend sina, og metorðagirnd og-
að þeir fái að halda sínum fyrri
frægðarljóma en þar í landi eru
óróleikatímar. Erfiðleikar skap
ast og vegna þess, að bresku
stjórninni hættir til að blanda
saman þjóðnýtingu og lýðræði.
Erfiðleikum veldur og það, að
ítalir leitast við að koma upp
„þriðja valdinu“ með því að
efna til bandalags latneskra
þjóða, Alt þetta gefur tilefni til
misklíðar.
En í hvert sinn sem komm-
únistar hafa efnt til sóknar, hef
ir það ýtt undir lýðræðisþjóð-
irnar að hraða varnaraðgerðum
sínum. Sigrar hafa verið unn-
ir. Þegar Kominform verkföll-
in í Frakklandi fóru út um þúf-
ur, og sigur vannst gegn komm
únistum við kosningarnar í
Ítalíu og í Vestur Þýskalandi.
En einkum vannst sigur í
Berlín, er Sovjetríkin ætluðust
til, að þar yrði ekki nema um
tvent að velja. Annaðhvort Ijetu
Vesturveldin þar undan síga
ellegar til ófriðar yrði að koma.
En þá varð þriðja leiðin opnuð.
Loftbrúin. Vestur Evrópu þjóð-
irnar og'Bandaríkin eru sam-
ferða. Og hafa engan mögu-
leika til að snúa aftur.
—O—
SOVJET-RÚSSAR hafa orðið
að viðurkenna, að sókn sú frá
þeirra hendi, sem átti að nægja,
til þess að kommúnisminn næði
yfirráðum í Vestur Evrópu, og
Sovjetríkin gætu haldið áfram,
að leggja undir sig lönd þar. hef
ir fengið gagnstæð áhrif, komið
lýðræðisríkjunum til að styrkja
samtök sín, og fletta ofan af
fyrirætlunum Sovjetvaldhaf-
anna.
Sovjetríkin reka sína póli-
tík áfram, á fremsta þrepi til
styrjaldar, með þeirri átyllu, að
sjer sje sifelt ógnað með styrj-
öld. En aðferðir þeirra og að-
farir hafa samt leitt í ljós, að
þau óska ekki eftir styrjöld,
frekar en Bandaríkin óska eft-
ir henni. Líklegt er jafnvel, að
Sovjetríkin sjeu öllu vanbún-
ari undir ófrið, en Bandaríkin.
Þessvegna verða árekstrarnir í
Berlín, ekki annað en árekstr-
ar. Af því að Moskvastjórnin
| óskar ekki eftir sprengingu.
Obótaskammir Vishinskys á
þingi Sameinuðu þjóðanna,
verða ekki upphaf að því, að
hann og menn hans fari þaðan
sína leið fyrir fullt og alt. Því
Sovjetríkin vilja geta haldlð á-
fram að tala sínu máli
á þeim vettvang. — Jafn-
framt því sem fulltrúarnir þar
telja, að neitunarvald þeirra
sje hið þýðingarmesta pólitíska
vopn þeirra, er þeir fyrir hvern
mun verði að hafa í hendi sjer.
I hvert sinn sem Sovjetstjórn
in verður var við undanláts-
semi í varnarlínu lýðræðisríkj-
anna, ítrekar hún ófriðarógnun
sína. En hún mun a. m. k. enn
undirgefnina gagnvart Moskva
stjórninni. Hann er líka sam-
nefnari fyrir öfl þau og1
strauma, sem gera víða vart
við sig í Austur-Evrópu.
Mindszennty kardínáli er
ekki einstakur í sinni röð, sem
eldheitur forvígismaður, í bar-
áttunni gegn skoðanakúgun.
Hann er forvígismaður í flokki
tugþúsundanna, sem berjast
gegn harðstjórn og einræði.
Hin óþekkta kennslukona
frá Sovjetríkjunum, Kosen-
kina, er kaus heldur dauða
sinn, en lífið í Sovjetríkjun-
um, er boðberi milljóna manna,
er lifa lífi sínu í og utan við'
fangabúðir Rússlands.
—O—
ÞAÐ er gamall siður Rússa, að
hörfa undan, þar sem þeir fyr-
irhitta staðfasta andstöðu, og
leita þá í bili annarsstaðar á.
Svo var líka að þessu sinni, er
þeir fundu hina vaxandi and-
stöðu í Vestur-Evrópu. Þá
herða þeir sóknina í Kína, þeg
ar eftirtekt allra er sem mest
beint til Berlínar. Hvernig
sem endalokin verða í viður-
eigninni í Kína, þá er eitt víst,
að sigrar kommúnista þar,
raska valdajafnvæginu í heim
inum, frá því sem það áður
var. Hvort heldur þar kemst á
málamiðlunarfriður, samsteypu
stjórn eða kommúnistar ger-
sigra, þá verður útkoman sú,
að fólkinu á yfirráðasvæðt
kommúnista hefur fjölgað um
490 milljónir manna. Sigrar
kommúnista í Kína gera þaö
að verkum, að í Asíu komast
óstöðvandi öfl á hreyfingu, er
miða að því, að koma gamla
vígorði Japana í framkvæmd,
að Asía skuli vera fyrir Asíu-
menn.
—O—
VIÐBURÐIRNIR í Berlín erit
í nánum tengslum við viðburð
ina i Nanking. Á árinu 1943
hefur hin „vopnlausa styrjöld'*
orðið hnattræn. Þessi styrjöld
milli Austur- og Vesturlanda,
sem sumsstaðar er langt frá því
að vera „köld“, sem kallað er.
er orðin að baráttu um
heimsálfur. Leitast er við að
bjarga Ameríku og bjarga
Vestur-Evrópu. En varnir
Ameriku verða að ná yfir um
hafið. í Asíu fara áhrif Evrópu
þjóða minnkandi. Þess vegna
reyna Evrópuþjóðir að tryggja
sjer áhrif í Afríku, og gera
þessa álfu að forðabúri sínu og
varnarvígi, ef til þess skyldi
koma, að dragi til höfuðorustu,
á milli stórveldanna.
Þessvegna er ekki hægt að
afgreiða landvarnarmál Norð-
urlanda, sem mál, er aðeins
snerta þessar þjóðir. Hvergi eru
lengur til neinir „friðarblett-
ir“, ekkert hlutleysi í barátt-
■ Framh. á bls. 12