Morgunblaðið - 28.01.1949, Page 7

Morgunblaðið - 28.01.1949, Page 7
Föstudagur 28. janúar 1949. Krisfmann Guðmundsson skrifar um - Post festum MORGUIVBLAÐIÐ Bókafregn: ÞAÐ er alloft talað um hið svonefnda ,,bókaflóð“ og stund- um með keimi af lítilsvirðingu. En „bókaflóðið“ getur aldrei o'rðið of mikið. Bækur eru mik- Í1 blessun og bækur eru menn- ing. Vel má vera að í „flóðinu" sjeu nokkrar bækur óþarfar, en við því er ekkert að segja, enda er því svo varið, að það, sem einum finst óþarft, þykir öðr- um þarft og um slikt verða menn aldrei sammála. T. d. kveður jafnan við hjá þeim, er vilja láta telja sig mikla and- ans menn og „fína Htterata“, að „reifarar" sjeu óþarfir og jafn vel skaðlegir, spilli smekk —og S- frv. Þetta tal er ekkert annað en þvættingur, sem orsakast af hroka og rembingi. „Reifarar" eru bráðnauðsynlegir: Pro primo af því, að mikill fjöldi fólks, sem auðvitað hefur fult jafnrjetti við aðra borgara til að fá eitthvað að lesa, les ekki, að minsta kosti framan af æfi sinni, annað'en einmitt reifara! En alloft leiðast þeir, sem hafa lesið mikið af reifurum og „Ijettum bókmentum“ til þess, með vaxandi aldri og þroska, að líta í betri bókmentir, og venjast þannig smám saman á ,,þyngri“ sálárfæðu. I öllu falli eru reifararnir engu lakari upp lyfting en obbinn af kvikmynd- um þeim, sem hjer eru sýndar. ■— Pro secundo eru reifararnir vænlegri til gróða, en margar þær bækur, sem meira er í spunnið og gera því útgefend- unum kleift að fórna meira fje til útgáfu og eflingar hinum æðri bókmentum! Jæja, þetta var nú útúrdúr! Það, sem mjer lá eiginlegast á hjarta, var að lýsa ánægju yfir bókaflóðinu í haust. (Jeg vona að það fari vaxandi með hverju ári!) Margar ágætar bækur hafa komið út. Um allmargar þeirra hefur þegar verið getið í Morgunblaðinu. — Nokkrar hafa þó orðið út undan, sökum þess, að útgefendurnir hafa ekki látið svo lítið að senda blaðinu þær til umsagnar. En blaðið kaupir að sjálfsögðu ekki bæk- ur til þess að skrifa um þær! Þó mun jeg nú geta lítillega um tvær af þessum bókum, því þær eru báðar framúrskarandi hvor á sínu sviði. Onnur er minningabók Ing- ólfs Gíslasonar læknis, „Lækn- isævi“. Það er ein þeirra bóka, sem gleður hjartað! An efa hef-" ur Pngólfur verið gott rithöf- undarefni og vel hagorður er hann, ofan í kaupið. Margir kaflanna eru alveg prýðilega ritáðir og sumir tær skáldskap- ur. Höf. er heimsmaður og heið ursmaður og ber frásögn hans vitni um hvorttveggja. Hin bókin er „Gullöld íslcntl- inga“, eftir Jón Jónsson Aðiís. Hún er eitt af þeim verkum ís- lenskum, sem ætti að vera til á hverju heimili. Ekki a.ðeins er hún fróðleg mjög, heldur einnig svo vel rituð, lifandi og skemtileg, að af ber. — Jónas Jónsson frá Hriflu hefur ritað langan og ágætan formála að bókinni, um æfi og starf höf. Er grein þessi listaverk í sinni - röð og því mikill fengur í henni. Þá er enn ógetið nokkurra bóka, er sendar hafa verið blað- 1 inu. Skal fyrst fræga telja bók eftir Guðmund Kamban, er nefnist á íslensku: „Meðan hús- ið svaf“. Hún heitir á dönskú,: „Det sovende Hus“ og var eitt sinn kvikmynduð. Var hún þvi vel þekt á Norðárlöndum og víðar. Saga þessi er vel bygð og golt listaverk, þótt mannlýs- ingarnar sjeu nokkuð daufar. Þá er ný skáldsaga eftir Jón Björnsson, sem frægur er fyrir skáldsögu sina um Jón Gerreks son. Nýja bókin heitir: „Búdda myndin“, — viðamikið skáld- verk, samið af djúpri alvöru, viti og þekkingu á mannlífinu, — en þannske eilítið gloppóttri þekkingu á baráttu verkalýðs- ins, en hún er snar þáttur í ,,fabúlu“ bókarinnar. — Gaman væri ef Jón vildi gera vinum sin um þá gleði, að skrifa um efni, sem hann þekkir vel, t. d. lista- mannalíf í Kaupmannahöfn, j eða sveitálíf á slóðúm Skaftár- elda. — En þakka ber þær bæk- ur, sem hann hefur þegar sam- , ið. Honum hefur tekist stór- i furðulega fljótt aó ná tökum á , íslensku máli, eftír að hafa ritað , í áratugi á dönsku, en það mál ! skrifaði hann með ágætum. Og við ættum að meta það við hann að hann skyldi hverfa heim. þá er hann hafði getið sjer frægð ytra. ísland þarf á öllum sín- um andans mönnum að halda. ! Ingólfur Kristjánsson gefur út ljóðasafn, er nefnist- „Birki- lauf“. — Lagleg bók, miklar framfarir frá fyrstu kvæðunum og loforð um enn betra í fram- ^ tíðinni! Þarna er margt vel sagt — smellnar hendingar, skop og |alvara, angur og gleði: Ljóð l ungs manns, sem margt brýst í, en hefur naumast fundið sjálf- |sagðan farveg, eða form. Enn þykja mjer sögurnar hans betri sem komu í fyrra! En perlur | eru til í þessari bók. T. d. „Jeg og hún“: „Blámöttluð nótt. Borgin í fasta svefni. Ljós í litlum glugga við Lauíásveg. Þar bý jeg. Birtir af degi. Borgin ljettir svefni. Gengið er hægt um hús við Höfðatún. Þar býr hún“. Armann Kr. Einarsson gefur út skáldsögu, framhald af Sögu Jónmundar í Geisladal, sem kom í fyrra. Nýja sagan nefn- ist „Ung er jörðin“ og er betri en Jónmundarsaga. Ymsa hefur hún þó galla, en hress og heil- brigð og jákvæð er hún. Ungt fólk getur lesið hana sjer til gagns og gleði; hún er skemti- leg og spennandi, — jafn vel ' nokkuð reifarakend á kafla. — Og hún er athyglisvert andóf gegn flóttanum úr sveitinni, til kaupstaðanna. Stefán Jónsson, hinn ágæti og frægi barnabókahöíundur, hef- , ur sent frá sjer nýja bók: .Björf cru bernskuárinh Um þá bók ætti að nægja eftirfarandi saga, sem er sönn: Tólf ára gömul vinkona mín fekk hana að láni á aðfangadag. Daginn eftir hitti jeg hana að máli. — ,,Jeg las bókina í gær- kvöldi“ (á sjálft aðfangadags- kvöld!) sagði hún. „En jeg get ekki skilað henni strax; jeg þarf að lesa hana aftur í dag!“ Að lokum skal getið um eina amerigka bók, sem farið hefur sigurför um heiminn og er nú einnig komin á- íslensku. Það ef „í. föðurgarði“, („Life tyitþ F'ather"), eftír Clarence Day. ; ,,í föðurgarði" er gamánsön) Framh. á bls. 12 ÞAÐ er orðinn fátíður e.tburð- ur, að bók um lögfræðilegt efni komi út á prenti hjer á landi. Það má vitaskuld r.egja, að til þess liggi skiljanlegar orsakir, að bækur um Jögfræði sjeu hjer hvorki margar nje ’ stórar, en það er þó ekki með öllu eðlilegt hve lítið það er, (sem kemur á prenti um slík efni á þessum tíma bókaflóðs af öllum tegundum. Frekar skal þetta ekki gert að umtals- efni hjer, en því meiri ástæða er til að á því sje vakin at- hygli, sem það skeður sjaldnar ’ að bók um lögfræði er boðin almenningi. Bókaútgáfan ..Hlaðbúð“ hef- ur nýlega sent frá sjer bók, sem nefnist Kaflar úr Kriifu- rjetti eftir Oiaf Lárusson, prófessor. Höfundurinn segir í eftirmála, að bókin sje fyrst og fremst ætluð stúdentum í við- .skiptafræði við Háskóla ís- lands, og hefur hann sniðið hana eftir þörfum við slíka kennslu. Hinsvegar kveður hann þao von sína, að ilsiri en stúdentar geti haít gagn af bókinni, enda er vafalaust. að sv.o verður. Engin önriur bók er nú fá- anleg á íslensku um þau efni. sem hjer er fjallað um, en þau varða mnrra einstaklinga í daglegu. lífi þeirra eða um.svif- um, og gildir þar cft cinu. hvort' menn hafa r-’kstur með höndum eða ekki. Það má lika segja. að ekki sje í kot vísað um fræðslu. þvi höfund- urinn hefur nú eihs og kunn- ugt er kennt kröfurjeít við Háskóla íslands svo áratugum Skiptir, o'g þarf ekki að fara um það íleiri orðum. Bókin er tæpar 200 blaðsíð- ur og fjallar eins og nafnið bendir til um sjerstaka kalla úr kröfurjettí, Ef litið er á hve mörg atriði eru tekin til mcð- feiðar í ekki stærri bók, mætti ætia í íljótu bragíi. að hverju efnisatriði væru ekki gerð mikil skil. En þegar nán- ar er að gætt. er það ótrúlega mikill fróðleikur. sem bókin geymir, um þá kafla, sem hún nær til, þótt hún láti ekki mik- ið yfir sjer að stærðinni til. Kemur þetta af bví hve riöí- undinum er það lagið að koma miklu fyrir í stuttu og afmörk- uðu máli. Hver setning hefur sitt innihald, allar reglur eru settar niður ljóst og skilmerki- lega og án allrar mælgi, eins og við var að búast af þessum höfundi. Það er auðvitað, að það hefur oít á tíðum hlotið að vera vandi að ákveða hvað taka ætti til meðferðar og hvefju sleppá. Mætti úm þaÚ segja svipað bg Sveinn Tögrhað ur Sölvason ritar í formálan- um fyrir „Tyro júr'is", sem vár einskonár almenn logfræði síns tíma, en Sveinn þurfti að tírepa á mörg sundurleit atriði í lítilli bók. Hann segir: ..Ecke kunna menn i so litl- um Bækling að finna, alt hvað þeirra Níjnæme í slíkum Sök- um epterklæar; því hjer eru alleina framsett þau nauðsjm- legustu Elementa og Principia í þeim Efnum, sem almennast falli í foro; enn ecke fógiætar Casus“. Það hefir vakað svipað fyrir Svcini lögmanni og Ólafi prófessor nú að ..framsetja þau nauðsynlegustu Elementa og. Principia“ og geta allir gengið að því vísu, að sá vandi hefur samtíðarmanni okkar tekist vel, ekki síður en Sveini lögmanni forðum, en bók hans varð mjög vinsæl. " Sá kaflinn úr kröfurjettin- um, sem próf. Ó. L. tekur einna ýtailegast til meðferðar, er um lausafjárkaup, bls. 71—131, kaflinn um viðskiptabrjef, bls. 42—62 er gott dæmi þess hve vsi er • bessari bók greint milli þess, sem mestu máli skiptir og hins, sem er minna virði. Það fer ekki hjá því, að út- koma tókar um íslenska lög- fræði gefi efni til ýmsra hug- leiðinga og margra fleiri en þeirra, sem hjer er rúm fyrir. Fngin bók er til. sem gefi ís- lenskum almenningi ljósa hug mvnd um megindrættina í lög- giöf landsins. í nágrannalönd- um okkar eru slíkar bækur teldar sjálfsagðar, enda ekki | óaðlilegra, að almenningur | éi?i þess kost að geta áttað sig . á þess háttar efnum en mörg um öðritm vísindagreinum, sem alþýðlegar bækur eru rit- aðar „m. Mjer skilst. að skólarnir van- ræki að mestu að' kynna nem- endunum mikilverðustu lög- gjafaratriði, jafnvel mun kensla í æðri skclúm um sjálfa stjórn- skipan landsins vera af mjög skornum skammli. Víðar mun raunar vera pottur brotinn i þessu efni en hjer á landi. Sviss neskur háskólakennari, Ernst Hafter, segir í nýlcgri bók, sem hann riefnir „Wir Juristen. Erfahrungen und Gedanken11, að sú hugmynd, sem skólafólk tái um löggjöf lands sins, sje alltof yfhborðskennd, Hann bendir líka á, að þeir sem setist í lagadeildir háskólanna, sjeu að mörgu leyti verr settír, en til dæmis, læknanemar eða guðfræðingar, vegna þess, að þeir síðartöldu hafi áður á skólabraut sinni komist í kynni við þessar greinar, en laganem inn ekki við sína fræðigrein. Hafter segir, að margir setjist, í lagadeildir háskólanna med þá eipu þekkingu í sánibandi við landslög, sem þéir hafi féngið af lestri1 í blöðum um glæpámál og dómá i þeím. —- Framh. á bls. 12 I I Sírengjahljóðfæra- viðgerðir Laugaveg 68. Gítarar, sem komu í viðgerð fyrir áramót, óskast sóttir strax. Opið kl. 2—6 e. h. Kjallara- herbergi til leigu. — Uppl. í síma 6045 kl. 2■—3 í dag. Hjón (barnlaus) óska efl I ir einu til tveimur HERBERGJUM OG ELDHÚSI — Húshjálp kemur íil ; greina. Tilboð sendist af- \ greiðslu Mbl. fyrir laug'- I ardagskvöld, merkt: ,,K. | S.—691“. | Géð stifci til leigu að Hringbráut 107, II. hæð, til hægri. Ný Kvenkáps til sölu. — Uppl. í sima 6835 frá kl. 2—6. Vanfar 1 sfúíku í eldhúsið 1. febrúar. - Uppl. á st.aðnum kl. 1- 3. — 28i Nýkomið viður að vestan i yfirsængur, kodda og' púða. VON. í t ..................I Oolfteppi Nýtt, 3x4,4 yds., fagrir- litir, ásamt fillt, til söhú á Gunnarsbraut 30, eftir kl. 1 í dag. i 20 kassar: » fremur stórir með góðri, viðárúll til sölu. —: Uppl. frá . 12—1 í síma 3457,- immmumi imiimui 111111111 iiMiiin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.