Morgunblaðið - 05.03.1949, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. mars 1949.
Hetju.sa.ga ungra Frainsóknarmanna í tveimur þáttum
A<V
I. þáttur:
Ungir Framsóknarmenn á æskulýðsfundinum í Aust
urbæjarbíó á föstudegi.
Jjssðfön.
II. þáttur:
Ungir Framsóknarmenn á miðstjórnarfundi Framsóknar daginn eftir.
UNGIR Framsóknarmenn
hafa leikið furðulegt hlut-
verk undanfarið. Á æsku-
lýðsfundinum í Austurbæjar
bíó, kusu þeir samstöðu með
kommúnistum. Allur mál-
flutningur þeirra beindist
ist gegn hugsanlegri þátt-
töku í Norður-Atlantshafs-
bandalagi. Nafnið á slíkum
samtökum, hvort það er
kallað „hernaðarbandalag“
eða ,,varnarbandalag“, skipt
ir ekki máli, sögðu þeir,
„heldur hitt, að forráðamenn
þjóðarinnar — þeir, sem með
utanríkis- og öryggismál
fara — komi ekki fram
þeim vilja sínum, að svíkja
þjóðina til samningsgerðar,
sem leiða mundi yfir hana
tortímingu erlendrar her-
setu, — dulbúinnar eða
ódulbúinnar“.
Þetta var á föstudags-
kvöldi!
Svo kom laugardagur —
og hinar ungu framsóknar-
hetjur mættu á miðstjórnar
fundi Framsóknarflokksins.
Hvað skeði? Jú, þar sam-
þyktu þeir í einu hljóði al-
veg gagnstæða ályktun mið
stjórnar Framsóknarflokks-
ins í öryggismálunum!
Þetta er að kunna vel til
vígs!
Ungkommúnistarnir klöpp
uðu sig sveitta fyrir og eftir
ræður ungra Framsóknar-
manna á æskulýðsfundin-
um. Vonbrigðin urðu mikil.
Enda skrifaði nú samherj-
inn á æskulýðsfundinum,
Magnús Kjartansson, reiði-
þrunginn leiðara í Þjóðvilj-
ann með fyrirsögninni:
„Svik Framsóknar“! flj
Er að furða! Hann hgfði I
ekki klappað svo lítið á eft-
ir þessum niðurlagsorðum
annars ræðumanns ungra
Framsóknarmanna á bíó-
fundinum: x
„Það er skylda bæði niínj
og þín, — svo framarlegaj
sem við viljum ekki, að fúin,1!
sultarkröm bein forfeðra okk a
ar bylti sjer í gröfinni, —
bölvandi því, að þeir skyldu
verða þess valdandi, að til
sjeu nú íslendingar, sem ekki
kyssa,-------ekki kyssa —
heldur sleikja vöndinn."
Nú spyrja menn unga
Framsóknarmenn þessa dag-
ana, ef til vill með nokkru
spotti: Vel á minnst, — hverj
ir eru það eiginlega, sem —
ekki kyssa — — — ekki
kyssa, — heldur sleikj;i
vöndinn?
Samanburður á kjörum verkamanna
í Rússlandi og lýðræðisríkjunum
ÞJÓÐVILJINN hefir birt frjett um „stórfelda verð-
lækkun í Sovjetríkjunum". í þessari „frjett“ er ekki
sagt frá þvi, hvað miklu þessi verðlækkun nemi, að
undanskildu verðlagi á vörutegundum, svo sem silki,
áfengi, reiðhjólum, útvarpstækjum og grammófónum, en
þessar vörur hafa um langan tíma vart verið fáanlegar
í Rússlandi, í það minnsta ekki fyrir almenning. Þessi
verðlækkun er því eingöngu ætluð til þess að bæta hag
hinnar kommúnistisku yfirstjettar í landinu.
í þessu sambandi er fróðlegt að gera samanburð á
lífskjörum fólks í Rússlandi, þar sem kommúnistar,
„vinir alþýðunnar11 ráða og lýðræðisríkjunum, sem
kommúnistar ráðast sem harðast á og segja að arðræn-
ingjar ráði ríkjum.
Hjer á eftir fer samanburður er svissneskt blað, sem
gefið er út í Basel gerði nýlega á lífskjörum fólks í
Rússlandi og þremur öðrum löndum.
„Iðníærðum verkamönnum í Bandaríkjunum er kleift
að kaupa fatnað handa konum sínum með launum fyrir
tólf stunda og fimmtíu mínútna vinnu, en rússneskir
starfsbræður þeirra verða að vinna tvö hundruð fimmtíu
og tvær klukkustundir til að geta keypt sambærilega
hluti.“
Hinn eini rjetti mælikvarði á launagreiðslur, er hvað
hægt er að kaupa fyrir launin, en ekki hæð launanna
ein út af fyrir sig. Svissneskur verkamaður þarf að vinna
í 28,50 klst. til að geta keypt föt á konu sína. Sænskur
verkámaður 35,55 klst.
í skránni hjer á eftir er gerður samanburður á kjör-
um verkamanna í fjórum löndum. Sviss og Svíþjóð, sem
bæði voru hlutlaus í síðustu styrjöld og Rússlandi og
Bandaríkjunum, sem eru voldugustu ríki heimsins nú.
Þessi skrá er samin eftir nákvæmum rannsóknum á
opinberum skýrslum um laun og verðlag viðkomandi
landa.
Vörúteg. Sviss. Svíþjóð. Bandaríkin. Rússland.
1 kg. brauð 0,12 klst. 0,19 klst. 0,15 klst. 1,08 klst.
1 kg. sykur 0,31 klst. 0,23 klst. 0,12 klst. 5,40 klst.
1 kg. hveiti 0,40 klst. 0,17 klst. 0,18 klst. 2,54 klst.
1 kg. kjöt 3,46 klst. 2,43 klst. 1,04 klst. 11,25 klst.
1 kg. smjör 4,04 klst. 2,26 klst. 1,47 klst. 23,36 klst.
1 kg. egg 1,45 klst. 1,27 klst. 0,38 klst. 31,05 klst.
1 kg.’kaffi 2,30 klst. 0,50 klst. 41.06 klst.
1 hapdsápa 0,19 klst. 0,19 klst. 0,06 klst. 1.39 klst.
20 cigarettur 0,21 klst. 0,43 klst. 0,09 klst. 2,04 klst.
Karlm-skór 15,30 klst. 13,15 klst. 7,15 klst. 104,30 klst.
Kvenskór 13,30 klst. 11,30 klst. 5,30 klst. 107,30 klst.
Karlm.föt 61,30 klst. 78,30 klst. 28,00 klst. 580,00 klst.
Af þessari skrá sjest, að mikið má verðlagið á grammó-
fónplötunum í Rússlandi lækka, eigi lífskjör almenn-
ings þar að verða nokkuð sambærileg við það, sem fólk
á við að búa um hinn lýðræðissinnaða heim. Þannig
er ástandið í fyrirmyndarríki kommúnista. Hver myndi
óska eftir slíku ástandi hjer.
Athugasemd
í MORGUNBLAÐINU 24. febr.
þ. á. skrifa tveir frændur frú
Móeiðar Skúladóttur, minning-
argreinar um hana og taka þar
eftirfarandi vísu: •
„Þegar hittumst himnum á
hvorugur verður móður.
Syngja skulum saman þá
sjera Friðrik góður“.
Og halda þeir fram, að vís- :
an sje um ájera Friðrik Thor-
arensen. Jeg’ lærði ungur þessa
vísu vestur á Breiðafirði. Þar
var hún sögð kveðin, með fleiri;
vísum, af Samúel Egilssyni
bónda á Miðnesi í Revkhóla-
sveit. Eftir sjera Friðrik Jóns-
son prest á Stað á Reykjanesi, •
er druknaði í Þorskafirði 1840. •_
Samúel var meðhjálpari hans,;
og báðir taldir góðir söngmenn.
Jeg hefi talað við marga fyr-'
verandi sveitunga mína, mið-
aldra og eldri, og eru þeir allir
undrandi á þessari nýju kenn-
ingu. Mjer væri þökk í ef tveir
frændur frú Móeiðar vildu
nefna höfund vísunnar. Því jeg
er af gamla skólanum, og vil
hafa það sem sannara reynist.
Með þökk fyrir birtingu at-
hugasemdar þessarar.
Magnús Þorláksson.