Morgunblaðið - 20.04.1949, Qupperneq 1
4
16 síður
36. árgangur.
88. thl. — Miðvikudagur 20. apríl 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Málshöfðunarbeiðnin
fii nmræðn a Alþingi
BEIÐNI 5. menninganna um málshöfðun gegn Ólöf Thors
var enn til umræðu í Neðri deild í gær og varð umræðu ekki
lokið. Flutti Ólafur Thörs við það tækifæri glæsilega og sköru-
leg'a ræðu og afhjúpaði á eftirminnilegan hátt framkomu hinna
svokölluðu 5-menninga í íslenskri pólitík fyrr og síðar. Er
ræðan birt á 2. síðu blaðsins. — Þá flutti Jónas Jónsson ein-
beittta ræðu gegn ofbeldislýðnum og hvað 5-menningana bera
fulla ábyrgð á árásinni á Alþingishúsið.
Gylfi Þ. Gíslason reyndi af
veikum mætti að bera hönd
yfir höfuð fína fólksins, en svo
mjög var af honum dregið, að
hann afneitaði öllu samneiti við
,,Þjóðvarnarfjelagið.“
Þorir Gylfi ekki að svara
fyrir sig
Jónas Jónsson sagði að hjer
væri margt djarflega mælt á
þingi, og menn ættu að geta
sagt meiningu sína án þess að
einhverjir taugaveiklaðir ,,fín
ir“ menn gætu stokkið upp og'
heimtað málsókn í skjóli
. strangrar meiðyrðalöggjafar.
Og herra Gylfi Þ.. Gíslason
ætti að geta svarað fyrir sig
eins og aðrir þingmenn hjer á
þingi. Eða þorir Gylfi ekki að
eiga orðaskpti við Ól. Thors?
Þótt við hinir þingmennirnir
vitum. að Ólafur Thors er harð-
■vítugur bakdagamaður þá höf-
um við altaf og munum altaf
svara fyrir okkur. Hitt er lítil-
mótlegt og ber vott um upp-
gjöf, þegar menn þora ekki að
éiga' í hörðum orðaskiptum
heldur vilja skera úr deilunni
með málshöfðun.
i
t
Ætlar „fína“ fólkið nú ekki að
stefna Jónasi?
Jónas rakti nokkuð atburð-
ina við þinghúsið 30. mars .1.
Sagði hann að 5-menning,arnir
bæru fulla siðferðislega ábyrgð
á ofbeltlinu og árásinni á Al-
þingishúsið. Það væri afleiðing
af því sem Gylfi og ,,Þjóðvörn“
væru búið að aðhafast í þessu
máli. Fór Jónas mjög hörðum
orðum um æsingaskrif og ræð-
ur .þessara manna og tók jafn-
vel dýpra í árinni en Ólafur
Thors hafði gert. — Fóru menn
nú að spyrja, hvort „fína
fólkið“ myndi ekki stefna
Jónasi fyrir þessi ummæli
hans.
En í þess stað fór Gylfi að
afsaka sig.
Sagðist Gylfi aldrei hafa
skrifað eða talað nokkurt orð
sem hefði getað orðið til þess
að 1-yfta undir kommúnista!! —■
Jónas sagði að Gylfi og hans
nótar slyppu ekki við á-
byrgðina af stuðningi sínum
við ofbeldi kommúnista. Þeir
yrðu dregnir fyrir dóm þjóðar
innar.
Þessi málshöfðunarbeiðni er
þingsins mál, en ekki Ólafs
Thors. Hann hefir gert hreint
fyrir sínúm dyrum, með því að
endurtaka ummælin í Mbl. —
Væri því allur málefnalegur
grundvöllur fyrir þessari beiðni
brott fallinn.
. i
Skilnaðarmálið
Þá rakti Jónas í stórum drátt
um ræfildóm 5-menninganna í
skilnaðarmálinu. kvað hann
þessa „fínu mentuðu“ menn
minna sig einna helst á undir-
lægjuhátt konungskjörnu þing
mannanna gömlu.
Endaði J. J. ræðu sína með
því að segja, að mönnum gæf-
ist nú gott tækifæri til að meta
hin pólitísku afbrot þessara 5-
menninga með því að minna á
aðgerðir þeirra í skilnaðarmál-
inu, flugvallarmálinu 1946 og
nú í Atlantshafsbandalagsmál-
inu. —
Gylfi Þ. Gíslason tók næstur
til máls og sagði m. a.:
Gylfi Þ. Gíslason. Jeg er al-
veg sammála Jónasi Jónssyni.
Þingmenn eiga ekki að vera að
höfða mál hver gegn öðrum.
Mjer hefði ekki dottið í hug að
höfða mál gegn Ólafi Thors, ef
jeg hefði einn átt hlut að máli.
Jeg tel orðbragðið ekki neitt
sjerstakt. En ált annað er þeg-
ar einn allra mesti áhrifamað-
ur Alþingis ræðst á utanþings-
menn,
Nú er spurt af hverju við
tökum ekki aftur beiðni okk-
ar um málshöfðunina úr því
Ólafur Thors hefir endurtekið
ummælin utan þinghelginnar.
En við viljum fá sjálf þingum-
mælin dæmd ómerk. Að vísu
er deilt um hver þau eru. Jeg
viðurkenni fyllilega að handrit
þingritara bindur ekki, heldur
það sem þingmaður sjálfur tel-
ur sig hagt hafa.
Jeg vona að flokksbræður Ól-
afs verði við ósk hans um að af-
; ljetta þinghelginni. En mjer
i þykir undarlegt að einn helsti
' þeirra, Gunnar Thoroddsen,
hefir þó ásamt Finni Jónssyni
borið fram dagskrá um að vísa
málinu frá. Mjer þykir undar-
legt að hann skuli ekki virða
óskir formanns síns meir en
þetta.
Þá afneitaði Gylfi oft og á-
kveðið jafnt blaðinu „Þjóð-
vörn“, sem fjelaginu , Þjóð-
vörn“, orðum þess öllum og
æði, kvaðst enga ábyrgð bera
Framh. á bls. 12
Stjórnmálanefnd S.Þ. ræðír rjett-
arhöld Mindszenty kardinála
-<é>
Hann „játaði" eitir
miklar pyntingar
Einkaskeyli til Mbl. frá Reuter.
LAKE SUCCES, 19. april. — Adolxo Costa du Rels, full-
trúi Bolivíu, flutti fyrstu ræðuna í stjórnmálanefnd allsherj-
crþingsins í dag, er nefndin tók til umræðu rjettarhöldin yfir
Mindzenty kardinála í Ungverjalandi og búlgörsku mótmæl-
endaleiðtogunum. Áður en hann flutti ræðu sína, hafði stjórn-
málanefndin samþykkt að bjóða stjórnum Ungverjalands og
Búlgaríu að taka þátt í umræðum um þessi mál, en tillaga um
það kom fram frá Norman Makin, fulltrúa Ástralíu.
Ennþá ókyrð í Mandaiay
RANGOON, 19. apríl: — Stjórn
arherinn í Burma á enn í erfið-
FJARLAGAFRUMVARP Sirjleikum í borginni Mandalay,
Stafford Cripps hefur verið sem hann tók af uppreisnar-
rætt í breska þinginu undan- j mönnum fyrir tveimur vikum.
farna daga. Frumvarpið hefur Menn úr andstöðuflokkum
valdið nokkurri óánægju með- ' stjórnarinnar eru enn í Manda-
al verkalýðsleiðtoga í Bret- lay og krefjast þess, að þeim
lantb- " j verði falin stjórn borgarinnar.
Borgarsfjóri skorar á Sigfús
Annes í úfvarpsumræður
SEM KUNNUGT er af fyrri frjettum Mbl., skoraði Si'jfús
Annes Sigurhjartarson, bæjarfulltrúi kommúnista, á Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóra til einvígis á útifundi, er ræða
skyldi atburðina við Alþingishúsið 30. mars síðastl. í gær
svaraði borgarstjóri brjefi frá Sigfúsi Annesi um þetta mál
með svofeldu brjefi: .
Á fundi bæjarstjórnar
Reykjavíkur 7. apríl var rætt
um atburðina 30. mars síðastl.
Flutti jeg tillögu að ályktun um
það mál og var hún sámþykkt
með 11 gegn 4 atkvæðum.
Á fundinum kvartaðir þú yf-
ir því, að of fáir áheyrendur
væru viðstaddir í Kaupþings-
salnum og skoraðir mig til ,,ein
vígis“ á útifundi, til þess að
ræða þessi mál.
Jeg tók einvígisáskoruninni
þegar í stað. Bjóst jeg fastlega
við að heyra frá þjer næstu
daga um óskir þínar varðandi
tilhögun þessara viðræðna. En
brjef þitt um það barst mjer
eigi fyrr en fjórum dögum eftir
bæjarstjórnarfundinn og var
þá komið fram í páskaviku. I
brjefinu krefst þú, að útifund-
ur verði haldinn í síðasta lagi
á annan í páskum.
Jeg taldi það fjarri öllu lagi
að velja til þess páskahelgina
að eiga orðastað við þig.
Tilgangur þinn með áskorun
inni hlýtur að vera sá, að sem
flestir borgarar Reykjavíkur og
sem flestir landsmenn geti hlýtt
á umræður okkar um atburð-
ina 30. mars og aðdraganda
þeirra. Þeim tilgangi verður
best náð með umræðum í út-
varpi. Jeg skora þig því í út-
varpsumræður um málið og hef
þegar ritað útvarpsráði um
það.
Lýðveldi stofnað
í Eire
DUBLIN, 19. apríl: — Lýðveldi
var formlega stofnað í Eire í
gær og fóru fram mikil hátíða
höld um landið í tilefni af því.
Heillaóskir bárust frá þjóðhöfð
ingjum víðsvegar um heim og
blöðin í dag birta mörg hver
langar greinar um hið nýstofn
aða lýðveldi. Bresku blöðin eru
yfirleitt sammála um að óska
Eire góðs gengis, en það hefir
verið í konungssambandi við
Bretland, sem meðal annars til
skamms tíma fór með utanríkis
mál þe§s. —* Reuter.
I FRJETTATILKYNNINGU frá
ríkisstjórninni í gær segir svo:
Forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra hafa sent stjórnarvöld
unum í Jrlandi hamingjuóskir
í tilefni af stofnun írska lýð-
veldisins hinn 18. apríl.
Hirðisbrjef.
Du Rels, fulltrúi Bolivíu, hóf
ræðu sína með því að lesa
nokkur hirðisbrjef Mindszentys
kardinála, sem hann ritaði fyr-
ir handtöku sína. í brjefunum
neitar hann afdráttarlaust, að
hann hafi átt hlutdeild í nokkr
um samsærum.
Du Rels fullyrti, að kardínál-
inn hefði verið píndur til að
játa á sig allar sakir og að
beitt hefði verið hryllilegum
miðaldalegum pyndingaraðferð
um.
Yfirheyrður í 82 tíma.
Hann sagði, að Mindszenty
hefði fyrst verið látinn í rakan
og dimman klefa, þar sem ó-
mögulegt hefði verið að standa
upprjettur. Loftdæla hefði síð-
an verið notuð á þann hátt,
að honum hafi legið við köfnun.
Að þessu loknu var ungverski
kardínálinn leiddur fyrir lög-
reglumenn og yfirheyrður und-
ir sterku ljósi í 82 klukkustund
ir samfleytt. Allan þennan
tíma var honum meinað um að
setjast og þegar þreytan bar
hann ofurliði voru læknar not-
aðir til að vekja hann til með-
vitundar aftur.
Pólitísk vopn.
Du Rels lagði áherslu á það
í lok ræðu sinnar, að rjettar-
höld væru skrípaleikur einn
fyrir austan járntjaldið. Dóm-
stólarnir væru notaðir sem
pólitísk vopn og áður en fólk
j væri leitt fyrir þá, væri látin
fara fram löng „undirbúnings-
rannsókn“, sem notuð væri til
þess eins að veikja mótstöðuafl
sakborninganna og ganga þann-
ig frá hnútunum, að þeir segðu
það eitt, sem kommúnistastjórn
arvöldin vildu. Þessi undirbún
ingur hefði undantekningar-
laust í för með sjer játningu
þeirra ákærðu.
Átta njósnarar dæmdir
BELGRAD — Átta unj
borgarar voru í siðaí
viku dæmdir í fangelsi
slavíu fyrir njósnir og áró
ir Kominform.