Morgunblaðið - 30.04.1949, Side 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. apríl 1949.
tTtg.: H.l. Ái-vakur, ReykjavDc.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni GcU'ðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla.
Austurstrætí 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, %
* kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Forsetakosningar
Á KOMANDI sumri á þjóðin að velja lýðveldi sínu for-
seta til fjögra ára. Er kjördagur samkvæmt stjórnarskránni
síðasti sunnudagur í júnímánuði en hann ber nú upp á 26.
þess mánaðar.
Lýðræðisflokkarnir íslensku, Sjálfstæðisflokkurinn, Al-
þýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gáfu í gær út til-
kynningu um það að þeir hefðu farið þess á leit við núver-
andi forseta íslands, herra Svein Björnsson, að hann yrði
í kjöri í þessum kosningum. Hefur hann fallist á það að
gefa kost á sjer að nýju, eftir að hafa ráðgast við lækna sína.
Þann lO.'&príl 1940 tóku íslendingar hið æðsta vald í mál-
efnum ríkisins í eigin hendur. Var það skref afleiðing þess
ástands er skapaðist við hernám Danmerkur og ómöguleika
Ðanakonungs til þess að fara með konungsvald á íslandi.
Jafnframt fól Alþingi ríkisstjórninni að fara með hið æðsta
vald. Stóð sú skipan til 17. júní 1941 eða í rúmlega eitt ár.
Þann 17. júní 1941 kusu íslendingar ríkisstjóra, er fara
skyldi með vald þjóðhöfðingja þar til varanlegri skipun yrði
komið á. Var Sveinn Björnsson sendiherra þá kjörinn til
þess að gegna þeim störfum til eins árs samkvæmt lögum er
sett voru um embætti ríkisstjóra. Hann var þannig fyrsti ís-
lendingurinn sem fór einn með þjóðhöfðingjavald á Islandi.
Var hann síðan endurkjörinn ríkisstjóri meðan það embætti
var tih En 17. júní 1944 var lýðveldi stofnað á íslandi og
forseti þess kjörinn til eins árs af Alþingi á Þingvöllum. Varð
Sveinn Björnsson fyrsti forseti hins íslenska lýðveldis. Árið
1945, er þjóðin skyldi sjálf velja sjer forseta samkvæmt stjórn
arskrá lýðveldisins, varð hann sjálfkjörinn.
Fyrsta kjörtímabili Sveins Björnssonar sem þjóðkjörins
forseta, að vísu sjálfkjörins, vegna þess að enginn bauð sig
fram á móti honurrt, er nú lokið og forsetakosningar eiga
að fara fram á komandi sumri. Eins og áður er sagt standa
allir lýðræðisflokkarnir að endurkjöri Sveins Björnssonar og
er ástæða til þess að fagna þeirri einingu, sem kemur fram
í þeirri samvinnu þeirra. Á þessu stigi málsins verður það
að teljast líklegast að ekki verði boðið fram á móti honum.
Val forsetans mun því fara fram með kyrrð og einingarbrag,
sem stingur þægilega í stúf við vopnabrak og hávaða íslenskr
ar stjórnmálabaráttu.
Þinghelgin
UMRÆÐUNUM um málshöfðunarbeiðni fimmmenning-
anna gegn Ólafi Thors er nú lokið á Alþingi. Urslit málsins
eru kunn.
Það verður ekki annað sagt en að Neðri deild Alþingis
hafi gert rjett í því að synja þessari beiðni. Það hefði sann-
arlega verið hlálegt ef „fína fólkið“ hefði fengið þingleyfi
til þess að stefna þingmanni fyrir ummæli, sem hermdu satt
eitt um atferli þess og höfðu auk þess verið endurtekin utan
þinghelginnar. Atkvæðagreiðslan í Neðri deild stóð því alls
ekki um það, hvort 5-menningarnir ættu að fá tækifæri til
þess að stefna Ólafi Thors. Til þess hafa þeir greiðan aðgang.
Þeir hafa þessvegna ekki verið sviptir neinum rjetti við synj-
un Neðri deildar á beiðni þeirra. En þingmenn hafa hins-
vegar látið í ljós álit sitt á hinum frámunalega teprulega og
grunnfærnislega málatilbúnaði þeirra. Öll þjóðin hefur horft
upp á þennan tepruskap og haft á honum djúpa fyrirlitn-
ingu. Enginn hefir þó haft þvílíka vanvirðu af honum og
þingmaðurinn, sem var einn af hinum fimm, prófessorinn,
sem alltaf er að snúast og stóð að lokum uppi gjörsamlega ein
angraður frá flokki sínum í fylgd með Framsóknarmönnum
einum, sem hjeldu sig gera Ólafi Thors og Sjálfstæðisflokkn-
um bölvun með afstöðu sinni. En þeir skutu gjörsamlega yfir
markið.
Kjarni þessa máls er annars sá, að Ólafur Thors hefur með
endurtekningu ummæla sinna utan þinghelginnar gefið „fína
fólkinu“ möguleika til málshöfðunar. Alþingi hefur hinsvegar
ckki viljað rjúfa þinghelgi stjórnarskrárinnar. Bæði Ólafur
Thors og Alþingi hafa haft skynsamlegan hátt á. En „fína
fólkið“ hefur borið sig fram úr hófi kjánalega að. Þessvegna
situr það nú uppi með hneisuna í umkomuleysi „fínheita“
sinna- .•
\Jíbuerji áhripar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Það borgar sig að
tala við vörðinn
ÞAÐ er als ekki. svo vitlaus
áskorunin til þeirra, sem leið
eiga út á Reykjavíkurflugvöll,
að þeir tali við vörðinn við
hliðið. Þetta eru allra skýr-
ustu náungar, eins og getið
var til, þegar á þessa varð-
þjónustu var minnst hjer á
dögunum.
Einn þeirra kom til mín
með fróðlega skýrslu um störf
lögregluvarðanna við hlið
flugvallarins og þykir eftir at-
vikum rjett, að birta þá
skýrskuhans.
„Fyrir tæpum þremur ár-
um“, segir vörðurinn, „þegar
íslendingar tóku við vellinum,
setti þáverandi flugvallar-
stjóri reglur, allumfangsmiklar
um umferð á vellinum".
•
Margir vildu
skoða
„FYRST eftir að völlurinn var
opnaður almenningi þurftu
margir að koma þangað til að
skoða hann og vildi þá brenna
við, að sumir færu lengra, en
leyfilegt var í hnýsni sinni.
Um hríð varð að hafa tvo
eftirlitsmenn í bifreið, sem fóru
um völlinn ásamt lögreglu-
manni. .
Kom það ósjaldan fyrir, að
menn voru teknir, sem höfðu
brotist inn í birgðarskemmur".
Óvinsæl afskipta-
semj
ÞÁ segir vörðurinn, heimildar-
maður minn, frá því, að í fyrstu
hafi verið skrifuð niður nöfn
þeirra, sem komu á völlinn, en
það hafi í senn verið tafsamur
og óvinsælt og auk þess óþarfi
í flestum tilfellum. Var þess-
ari skriífinsku hætt smátt og
smátt, þar til hún var með öllu
lögð niður.
Fjöldi manns á erindi á völl-
inn daglega til þess að taka á
móti farþegum, eða kveðja þá.
Sumir þurfa að fara í flug-
vallargistihúsið og loks er
kominn baðstaður í Nauthóls-
vík, sem hundruð manns sækja
á sumrin þegar veður er gott.
Verðirnir gefa
upplýsingar
„Á HVERJUM degi nemur
fjöldi manns staðar til að tala
við vörðinn“, segir kunningi
okkar og sjest á því, að áskor-
unin ber árangur. Fólkið bið-
ur um upplýsingar um hitt og
þetta, hvar þessi stofnun sje á
vellinum, eða hin. Ökunnugir
gætu flækst út á flugbrautir í
ógáti og stofnað lífi sínu og
annara í hættu.
Krakkar leita talsvert inn á
völlinn fylgdarlaust, hestar og
kindur einnig. Vörðurinn hef-
ur eftirlit, að ekki sje ekið bif-
reiðum ógætilega á vellinum.
Loks er vellinum lokað klukk-
an 11,30 á kvöldin, en þó þurfa
menn að komast inn og út af
hónum, t. d. þeir, sem búa í
gistihúsinu, eða eru þar á
skemtunum. gj jgf tm
•
1400 bílar á dag
ÞAÐ er hreint ekki svo lítil
umferð um hliðið. Einn daginn
fóru þar um 1400 bílar, segir
heimildarmaður minn. (Má
vörðurinn þakka sínum sæla
fyrir, að það fóru ekki allir
eftir áskoruninni um að tala
við vörðinn).
„Það or því ekki óeðlilegt,
að á þessum stað sje lögreglu-
vörður, enda hefur það oft
komið fyrir, að bifreiðastjórar
hafa verið teknir þarna við
hliðið fyrir eitthvað ólöglegt
athæfi.
Það virðist t.d. vera hrein-
asta gildra fyrir þá, sem aka
ölvaðir, því á einu ári hafa
Verið teknir, 12 ölvaðir bif-
reiðastjórar vð hliðið.
„Af framangreindum ástæð-
um og öðrum ástæðum, hefur
ekki þótt rjett, að leggja niður
varðgæslu á, þessum stað“,
segir vinur okkar að lokum.
•
Ekki altaf „opið
að aftan“
HVAÐ „bakdyrnar“ snertir þá
er það upplýst í málinu, að það
er ekkj altaf „opið að aftan“.
Á daginn á Flugfjelagið að
hafa vörð við hliðið, en það er
lokað eftir vinnutíma á kvöld-
ágætar, en þær breyta ekki
þeirri skoðun, sem hjer hefur
komið fram, að þessi varð- *
gæsla er kák eitt á meðan völl-
urinn er ógirtur, eða sama sem
og hægt er að komast inn á
hann svo að segja hvar sem er,
bæði af sjó og landi-
En það er svo margt kákið,
að þetta er kanske ekki verra
en hvað annað!
•
Grænmetið og
„drottningin“
ERLENDUR Pjetursson, af-
greiðslumaður Sameinaða, hef
ur bent mjer á, að það sje ekki
rjett, að grænmetið, sem kom
á dögunum hafi verið í ,.Dr.
Alexandrine“. Með því skipi
voru aðeins kartöflur. Kálið
var í öðru skipi, sem beið eftir
afgreiðslu vegna verkfallsins.
Erlendur sagði mjer einnig,
að hann og forstjóri Grænmet-
isverslunar ríkisins, hefðu
gert alt, sem í þeirra valdi
stóð til þess að, kartöflurnar
kæmust í land, en alt þeirra
strit í því sambandi hefði kom
ið fyrir ekki.
•
Börnin í kirkju-
garðinum
ÞAÐ er sama sagan um allan
heim, að húseigendum er illa
við að leigja barnafólki íbúðir.
Hjón nokkur í Ameríku, sem
voru í húsnæðshraki leituðu
til húseigenda nokkurs og föl-
uðu íbúð hjá honum. Húseig-
andi spurði þau allra venju-
legra spurninga, sem leigjendur
eru spurðir um og loks spurði
hann hvort hjónin ættu börn.
— Við eigum þrjú börn,
svaraði maðurinn, en frúin
brá vasaklút upp að augunum
og tár hrökk niður kinnar
hennar.
— Og hvar eru börnin?,
spurði húseigandinn.
— Þau eru í kirkjugarðin-
um, svaraði maðurinn mæðu-
lega. í
Húseigandinn gekk inn á að
leigja íbúðina og samningar
voru undirskrifaðir. — Síðan
fóru hjónin út í kirkjugarð og
sóttu börnin sín þrjú, sem voru
þar að leika sjer, og fluttu inn
Þessar upplýsingar eru allar í nýju íbúðina.
••iMniiiiiuiiimiaiiiMiMimiimiiTimiiiiimnMiiiit..
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Einn i?f hverjum 60 Parísarbúum eftirlýsfur afbrofamaður
Eftir Russel Howe,
frjettaritara Reuters.
PARÍS — Sívaxandi hópur
vopnaðra glæpamanna er far-
inn að valda hinum 22.000
lögreglúmönnum Parísar mikl
um vandræðum.
Einn af starfsmönnum
frönsku lögreglunnar skýrði
mjer nýlega frá því, að í borg-
innj og úthverfum hennar sje
nú einn maður af hverjum 60
eftirlýstur afbrotamaður.
Fyrir stríð var vitað, að að-
eins einn af hverjum tíu glæpa
mönnum bar byssu að vopni.
í dag er svo komið, að níu
af hverjum tíu Parísarglæpa-
mönnum er vopnaður. Þeir
hafa tekið upp hátt starfs-
bræðranna í Chicago og nota
marghleypur eða jafnvel hríð-
skotabyssur við iðju sína.
• •
SKIPULÖGÐ
STARFSEMI
1947 VORU framin 286 morð í
París. Lögreglan handtók 249
manns í sambandi við morðin.
En á sama tíma voru framdar
948 „vopnaðar árásir“, og lög-
reglunni tókst aðeins að hand-
sama 439 af árásarmönnunum.
Um 600 mál eru ennþá óleyst.
Tölur eru enn ekki fyrir hendi
fyrir síðastliðið ár.
Glæpastarfsemin í París er
vel skipulögð þessa dagana. —
Glæpaflokkaforingjarnir lifa
góðu lífi í námunda við Bois
de Boulogne eða á „Rivier-
unni“, gefa aðstoðarmönnum
fyrirskipanir sínar, sem síðan
koma þeim áliðis til „hinna
óbreyttu“, sem aldre sjá sjálf-
an foringjann.
• •
TVEIR BÍLAR
NOTAÐIR
HAGSÝNUSTU glæpaflokka-
foringjarnir ráða yfir vopná-
búrum, stjórna nokkrum sæmi
lega heiðarlegum fyrirtækjum
til þess að villa mönnum sýn
— og hafa góða lögfræðilega
ráðunauta.
Algengast er það, að glæpa-
flokkar frönsku höfuðborgar-
innar noti tvo bíla á ránsferð-
um sínum. Annar tilheyrir
flokknum og er látinn standa,
með vjelina í gangi, á umferð-
arlítilli hliðargötu. Mennirnir,
sem framkvæma sjálían glæp-
inn, stela hinum bílnum.
Þegar „vinnunni“ er lokið,
flýja glæpamennirnir í stolna
bílnum og skilja hann eftir,
þegar þeir koma að sínum eig-
in bíl. Á þennan hátt koma
þeir í veg fyrir það, að lög-
reglan fái lýsingu á bíl þeirra.
• •
AFBROTAMENN FRÁ
NORÐUR-AFRÍKU
ÁTJÁN stórþjófnaðir, sem
meir en 100 glæpamenn tóku
þátt í, voru á þennan hátt
framdir í París 1947. Aðeins
átta menn voru handteknir í
sambandi við þessa þjófnaði.
17 lögreglumenn falla að
meðaltali á ári hverju í viður-
Framh. á bls. 12.