Morgunblaðið - 30.04.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1949, Blaðsíða 16
VEÐUKÚXLITIÐ FAXAFLÓI: FRJETTIR af vertíðinni eru á' Isfiskur á Bretlands- markað fyrir 4 milj. kr. DAGANA 21. apríl til 29., seldu 12 íslenskir togarar ísvarinn fisk á markað í Bretlandi. Samtals lönduðu þeir 45.864 kíttum aí fiski og samanlagt söluverð hans nam kr. 3.573.693. Auk þess aeld.u þrju fiskflutningaskip bátafisk þar fyrir rúmlega 444 þús. ►fcóh'uí. Þessa semu daga lönduðu átta togarar fiski í Þýskalandi. SeWi isest í fyrstu ferð Af þeim 12 togurum, sem aeidu í Bretlandi, er togarinn Uranus frá Reykjavík með Haesta sölu. Hann seldi fyrir F«m 15000 sterlingspund. Helga fell frá Reykjavík, var með mestan afla af þeim togurum sem lönduðu í Þýskalandi, og fiskflutningaskipið Rifsnes er með hæsta sölu fiskflutninga- skipanna. X Sölurnar í Bretlandi Togararnir sem seldu í Bret,- landr eru þessir: Surprise sem var með 3085 líitt seldi fyrir 9138 sterlingspund, Júlí 4555 kit fyrir 14168 pund, Bjarní Ó1 afsson 4092 kit fyrir 11364. — Bjárr.. riddari 3932 kit fyrir 11221, Elliði 4313 kit fyrir 12094 pund, Jón forseti 4655 kíí* fyfir 14126 pund, Maí 2098 k»í* fvrir 7703 pund. Egill Skallagrímsson 3830 kit fyrir 10874, Skúli Magnússon 5164 h>c fyrir 14643 pund, Uranus 4715 kit fyrir 15241 pund. Venus 3118 kit fyrir 9750 pund og Þórólfur 2305 kit fyrir 6654 sterlingspund. Fiskflutningaskipin eru Ing- ólfur Arnarson með 760 kit er hann seldi fyrir 2639 pund, Rifs nes 1780 kit fyrir 7423 pund og Ingvar Guðjónsson 2251 kit og seldi fyrir 6986 pund. Þýskaland í Þýskalandi lönduðu þessir togarar: Helgafell RE 297 smál. íselfur 203 smál. Fylkir 319, Ing< ur Arnarsson 304, Askur 279, Karlsefni 282, Geir 291, og Eiii';áeý'íl72 smálestum. Verðið á öllum bolfisk. nema steinbít er 39 sterlingspund tonnið. á hinum bresk-banda- ríska hernámssvæði Þýskalands. ftnillfriafáð iðnnema fr@3dnr aðaiiund AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs iðnnemafjelaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, var haldinn ný- lega. Á fundinum voru rædd ý)nr> hagsmunamál iðnnema svo SCITi. Möguleikar á útbreiðslu Iðn- nemans, málgagni Iðnnemasam bandS Islands, Fræðslustarf- semi Fulltrúaráðsins svo og önn ui fjelagsmál. í stjórn Fulltrúaráðsins, fyr- ii: næsta kjörtímabil, voru kosn ii • Fmnbogi Júlíusson, blikk- smíðanemi, formaður, Björn Júlíusson, rafvirkjanemi ritari og Sigurður Árnason, múrara- »«mi frá Hafnarfirði, meðstjórn andi, Fundurinn var mjög fjöl sóttu r og ríkti mikill áhugi fund ovmanna á málefnum samtak- U’ /: <s------------------------ Hvalveiðar hafnar viS landið HVALVINNSLUSTÖÐIN í Hvalfirði er tilbúin til vinslu, en vertíð er rjett nýbyrjuð. í vetur sem leið hefur verið unnið að því að auka afköst verksmiðjunnar, með því að setja þar upp nýjan sjóðara. Á þann hátt hefur afkastageta verksmiðjunnar verið aukin um 50cc, og ætti því að vera auð- velt að vinna úr sex hvölum á sólarhring. Við verksmiðjuna sjálfa vinna í sumar 70—80 menn. Fjórir norskir hvalveiðibát- ar. hinir sömu og í fyrra verða gerðir út, og eru þeir allir farn- ir á veiðar. Tíðarfarið hefur háð aflabrögðum og munu bátarnir ekki hafa verið búnir að veiða neinn hval í gærdag. Hvalskytt urnar eru norskar, en á skipun- um verða bæði Norðmenn og Islendingar. Dr. Julian Huxley kemur fil íslands HINN heimskunni breski vís- indamaður, dr. Julián Huxley hefir í hyggju að koma til ís- lands í sumar. Eins og kunn- ugt er var hann fyrsti fram- kvæmdastjóri UNESCO, menn ingarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann hefir gegnt mörgum vitðingarstöðum í breskum vísindafjelögum. — Hann hefir meðal annars ver- ið forseti dýrafræðifjelagsins breska, sem er öflugur og stór- merkur fjelagsskapur. Dr. Huxley mun koma hing- að í júnímánuði. Er hann í fylgd með tveimur breskum fuglafræðingumm, sem kom hingað til að rannsaka lifnaðar hætti súlunnar. Heita þeir J. Fisher og Vevei-s. Fyrir 10 ár- um rannsökuðu breskir fugla- fræðingar lifnaðarhætti súlunn ar. — Var súlan valin vegna þess hve tiltölulega auðvelt er að telja hana og vegna þess, að hún er aðeins til á nokkrum stöðum í heiminum. Núna eftir 10 ár verður súlan talin á ný og rannsóknir bornar saman við hinar 10 ára gömlu rannsóknir. í fylgd með þeim fjelögum verður kunnur breskur fjall- göngumaður, sem á,að klífa í björg, þar sem aðrir komast ekki og loks er maður frá sjón- varpinu í London, sem mun taka myndir af fuglalífinu í Vestmannaeyjum og jafnvel víðar og verður myndum hans síðar útvarpað. Ðavíð frá Fagraskógi Leikrit Davíðs Stefánssonar, Gullna hliðið, hefuv verið sýnt í bænnm Abo í Finnlandi og vakti sýning þess mikla at- hygli. — Á 2. síðu er skýrt frá þessu. Fasiar flugferðlr hjeðan fil london FLUGFJELAG ÍSLANDS hefir í hyggju að halda uppi föstum flugferðum milli London og Reykjavíkur í sumar og verður fyrsta flugferðin farin næstkom andi mánudag tíg komið aftur á þriðjudag. í þessari ferð verða um 25 far þegar, en auk þess munu blaða menn fara í þessa vígsluferð. Gullfaxi annast þessar ferðir, eins og aðrar utanlandsferðir fje lagsins. Það munu margir verða ángð ir með þá nýbreytni Flugfjelags íslands að hafa ferðir alla leið til London, í stað þess að þeir, sem hafa ætlað til Englands, eða Suður-Evrópu, flugleiðis hjeðan hafa ekki kómist lengra en til Prestwick flugleiðis frá íslandi, en þurft að skifta þar um flugvjelar eða fara með járn brautarlestum til London. Gullfaxi fór í gærmorgun til London með kaupsýslumenn á iðnaðar- og verslunarsýningu. sem haldin er um þessar mund ir í Bretlandi. Fram fær þýskan þjálfara EINHVERN næstu daga er væntanlegur til landsins þýsk- ur knattspyrnuþjálfari á vegum knattspyrnufjelagsins Fram. Þjálfarj þessi er Theodór Langel. Hann er í tölu fremstu knáttspyrnuþjálfara Þjóðverja og hefir m. a. verið þjálfari hin kunna þýska fjelags „Schalke 04“. — Langel er 34 ára að aldri. — Hann hefir jafnframt knatt- spyrnunni lagt stund á hand- knattleiksþjálfun og mun hann sennilega þjálfa kvennaflokk Fram. Framarar vænta mikils af þjálfara sínum, en æfingar fje- lagsmanna hafa að miklu leyti legið niðri nú í vetur. Sjálfslæðismenn minnast | l.maí kvðldskemfun EINS og auglýst hcfur verið, efna Sjálfstæðismenn til hátíðar í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30. Verður 1. maí þar minnst og munu forustumenn úr röðum verkalýðssamtakanna f.ytja ræður en auk þess verða ýmiss skemmtiatriði og að síð- ustu dans. I.maí HÁTÍÐAHÖLD Alþýðusam- bands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þann 1. maí hefjast með því, að Lúðra sveit Reykjavíkur leikur á Lækjartorgi kl. 1,40. Klukkan 2 hefst svo útifuncl- ur þar, en fundarstjóri verður Guðjón B. Baldvinsson ritari B.S.R.B. Þar flytur forseti Al- þýðusambandsins, Helgi Hann- esson ræðu. Aðrir ræðumenn verða Ólafur Björnsson forseti B.S.R.B., frú Kristín Ólafsdótt- ir, Friðleifur Friðriksson for- maður Vörubílstjórafjelagsins Þróttur, Matthías Guðmunds- son formaður Póstmannafjelags ins og Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ins. Um kvöldið verður svo skemmtun, sem Alþýðusam- bandið gengst fyrir, í Iðnó og verður þar margt til skemmt- ana, ræður, söngur, upplestur og dans. Tvö sfærstu verkalýðsfé- lög Banadar. ákveða að ganga í hin nýju alþjóða- samfök verkamanna WASHINGTON, 29. apríl: — Tvö stærstu verkalýðsfjelög Bandaríkjanna, AFL, sem telur 8 milj. fjelaga og CIO, sem tel- ur 6 mi-lj. fjelaga, hafa samþykt að ganga í hin fyrirhuguðu nýju alþjóðasamtök verka- manna er verða ókommúnistisk. Samkvæmt samningi þeim, er þessi tvö verkalýðsfjelög hafa gert með sjer, munu þau senda fulltrúa á fund þann, er haldinn verður í Genf snemma í júní, til þess að undirbúa stofnun hinna nýju alþjóðasamtaka verka- manna og ákveða, hverjum skuli boðin þátttaka í þeim. Búist er við því, að eftir fund inn í Genf, muni frjálsum verkalýðsfjelögum, þ. e. a. s- þeim, sem ekki eru í einu og öllu háð stjórn lands síns, í Evrópu, Asíu, Afríku og Suður Ameríku boðin þátttaka. Talið er, að um 40 milj. verkamanna muni tilheyra hinum nýju sam- tökum áður en lýkur. LONDON — Frú Pandit, systir Nehru, forsætisráðherra Indlands sem nýlega var skipuð sehdi- herra lands síns í Washingtón, kom nýlega til London á leið þangað. — Mun hún ræða við bróður sinn, sem dvelur í London um þessar mundir. Meðal ræðumanna verða: Ingimundur Gestsson, Friðleif- ur Friðriksson, Böðvar Stein- þórsson, Sveinn Sveinsson, Sig- urjón Jónsson og Ólafur Páls- son. Nokkrir fjelagar úr Karla- kór Reykjavíkur syngja. Briem kvartettinn leikur vinsæl lög, Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngur einsöng að lokum verð- ur dansað fram eftir nóttu. Að- göngumiðar verða seldir í skrif stofu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn hafa á und- anförnum árum efnt til sjer- stakrar samkomu í Sjálfstæðis- húsinu 1. maí. Hafa þessar sam komur alltaf verið mjög fjöl- sóttar og sýnt vel hið mikla og trausta fylgi er Sjálfstæðis- flokkurinn á að fagna innan verkalýðssamtakanna. Á sam- komunni á morgun koma fram ýmsir forustumenn leiðandi verkalýðsfjelaga hjer í bænum og er ekki vafi á því að miklu færri en vilja munu komast í Sjálfstæðishúsið á morgun. Er því fólk hvatt til þess að tryggja sjer miða sem allra fyrst. Kanada úfnefnir sendiherra hjer RÍKISSTJÓRN Kanada hefur tilnefnt Edward Joseph Gar- land, sem sendiherra Kanada á íslandi, með aðsetri í Oslo. Þann 4. apríl s. 1. var sendi- herranum veitt viðurkenning af ríkisstjórninni og forseta Is‘- lands. Ekkert liggur enn fyrir um, hvenær kanadiski sendi- herrann kemur hingað til að afhenda forseta trúnaðarbrjef sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.