Morgunblaðið - 13.05.1949, Side 4
ÞlORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 13, maí 1949.
7y
~JUa 4^
133, dagur ársins.
Kóngsbænadagur,
Áirilegisflæði kl. 6,45.
SiíðdeKÍsflæSi kl. 19,08.
Næturlæknir er í læknavarðstof
unni. sími 5030.
NæturvörSur er i Ingólfs Apóteki
simi 1330.
Næturakstur annast Hreyfill, sími
' 663.3.
i
i I.O.O.F. l = 1315138i/2=
l.O.O.F. 1P—1315142%— F.
fis. Hr. St. K.p. St.
■^ofinin
, ILandsbókasafnið er opið kl. 10—
ISt, 1—7 og 8—10 alla virka daga
«ncma laugardaga, þá kl. 10—12 og
4—7, -— ÞjóðskjalasafniS kl, 2—1
*lla virka daga. — bjóðminjasafnið
# i 1—3 þriðjudaga, finnntudaga og
♦imnudaga. — Listasafn Einars
$l<nssonar kl. 1,30—3,30 á suimu-
■diigiim. — Bæjarbókasafnið kl.
»0 —10 alla virka daga nema laugar-
ílriga kl. 1—4. NátúrugripasafniS
opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju
«naga og fimmtudaga kl. 2—3.
<Iengið
íterlingspund..........-. 26,22
i 00 bandarískir dollarar . 650,50
100 kanadiskir dollarar ... 650,50
100 saenskar krónur ...... 181,00
100 danskar krónur ________ 135,57
100 norskar krónur ........ 131,10
t(H) hollensk gyllini ._.... 245,51
100 belgiskir frankar ... 14,86
1000 fanskir ffankar ...—. 23,90
100 svissneskir frankar... 152,20
wm& mwMWÆmw? m, imw » pW u
Hjer sjest hópur af ungum Parísardönium, sem eru úti að
spassera ,t nýju vorbúningunum sínum. Þær virðast allar satn-
mála urn, að pilsin skuli ekki vera of síð, og verður það að
íeljasí mikil framför frá því í fyrra.
M esíkó? eftir Y. Koiosov. Auk þess
er i heftinu bridge, skákþáttur, kvæði
o. fl.
Verslunarskólanum
verður sagt upp i Sjálfstæðishúsinu
í dag ki. 1,15.
Til bóndans í Goðdal
A F. 50. M. E. 100.
TII veika mannsins
M. E. 100, V. 50.
Hún er komin.
Akurnesingar unnu KR
S.l. sunnudag fór fram knattspymu
1 jfcur i meistaraflokki milli Akumes
•nga og K. R. Unnu Akurnesingar
«j)eð 1:0.
S-Jkípverjar á b.s. Mars
hafa beðið blaðið að færa tókaút-
gáfunni Helgafelli þakkir fyrir hína
* msnarlegu bókagjöf til skipsins.
.iPanska sendiráðið
erður lokað í dag vegna „Store
Bededag“.
> iL. iiokkur Vals
’ieldnr fund að Hlíðarenda í kvöld
4.1 6.30.
Skipafrjettir:
!3Iöð og tímarit
HeimilisritiS, maí-heftið 1949, hef
>r borist blaðinu. I heftinu eru þess-
•aj' smásögur: Frostrósin brotnar, eft
it 'H. S. Gröndal. Jeg hóf hnífinn í
I'ilt. t-n..., eftir Robert Fontaine,
Gormll saga — og ný, eftir tJrsus,
1 Tvert ætlarðu. Leifur?, Boðun Mörtu
'(frarnhald), eftir Guðm. G. Hagalín
og Viljið þjer dansa, eftir Schastían.
M greinum um ýms málefni má
nefna: Iæynið vaxtnrgöllum yðar,
eftir Mary Jacobs, Bunn læknir var
furðulegur maður, eftir Hesketh
J/earson, Sakleysið glatað og Gerið
) ijer barn yðar máttlaust? Þá er fram
lialdssagan, Fersk og nýtárleg, eftir
) Luiz Hoellering. Spurningar og svör .
Lrossgáta o. f). ,
Víðsjá, 4. heftí IV. árg. er nýkorn
ið út. Af efni þess má nefna: Stjóm
r.iál og lífsafkotna Suðtir-Ameríku,
Söngvarinn Bing Crosby. eftir Thom
as Wiid, Eins og þú sáir, eftir Ævar
Ævars, Maðurinn, sem olli byltingu
i málaralist, eftir Douglas Copper,
íslendingar erlendis: Með togara til
lánglands, eftir Andrjes frá Hólmum,
) íaðurinn sem fórnar sjer fyrir jazz,
A.U við drauga. sögubrot eftir Þór-
ji 'i g Þórðarson. Hver er framtíð
Eiimskip:
Brúarfoss er á leið frá Reykjavík
til Grimsby og Antvverpen. Dettifoss
er í Hull. Fjallfoss er í Antwerpen.
Goðafoss er í Reykjavík. Lagaxfoss er
i Gautaborg. Reykjafoss er í Reykja-
vík. Selfoss var væntanlegur til Sauð
árkróks í gær. Tröllafoss er í Halifax
Vatnajökull er væntanlega á leið frá
Leith til Reykjavíkur.
E. & Z.:
Foídin er i Antiverpen. Lingestroom
kom tíl Reykjavíkur í gærmorgun.
Ríkisskip:
Esia er á Austfjörðum á suðurleið.
Hekia < að fara frá Reykjavík á
inorguri a-jstur um land í hringferð.
Heroubreið fór frá Reykjavík kl. 20
i gærfcvöldi austui' um land til Bakka
i arðar Skialdbreið kom til Reykja-
vikur i gærkvöld að vestan og norð-
ati. Þyriil ar í Reykjavík.
Erlendar útvarps-
stöðvar
Bretland. Til Evrópulanda. Byigju
lengdir; 16—19—25-—31—49 m. —
Frjettir og frjettayfirlit: Kl. 11-—13
—14-—15,45—16— 17,15 —18—20—.
23—24—01. j
Auk þes.s m.a.: Kl. 14,15 Lög eftir
Brahms og Mozart. KI. 15,45 Heims
málefmn. Kl. 19.00 Frú British Con
cert Hall Kl. 21,30 Karlakór BBC
syngur Ijett lög. Kl. 21,45 Leikrit.
Kt. 23,45 Harmonikuklúbburmn. KL
0,15 Músik frá Grand Hotel.
Noregur. Bylgjulengdir: 1154-44,76
452 m. og stuttbylgjur 16—19—25
—31,22—41—49 m. — Frjettir kl.
07,05—12,00—13—18,05— 19,00 —
21,10 og 01.
Auk þess m.a.: Kl. 15,15 Noregs-
konungur ávarpar íbúa Hamar og
Hedmark. Kl, 17,10 Norski stúdenta
kórinn sýngur. Kl. ???? Hvað' viltu
ve'rðá?, rnn val á atvinnu. KI. 19,40
Á Guðs vegum. leikrit eftir Björn-
stjarne Bj*3msson. KL 21,30 Dans-
músik frá Hodmark.
Damnörk: Bylgjulengdir: 1176 og
31,51 ni. — Frjettir kl. 17,45 og
kl. 21,00.
Auk þess m.a.: Kl. 12.30 F'rá sctn-
ingu norrænu listsýningaimnar i
Charlottenborg. Kl. 15,35 Öperan
„Dido og Aeneas" eftir Henry Pursell
Kl. 19,05 Hjúskaparerjur og slæmar
taugar. Kl. 19,30 Lög eftir Debussj’.
Kl. 19,50 Leikrit eftir Maurice Maet
erlinck. Kl. 21,40—22,30 Opera.
Svíþjóð. Bylgjulengdir: Í388 og
28,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15.
Auk þess m.a.: Kl. 16,00 Æskulýðs
þáttur. Kl. 17,50 Lýsing á knatt-
spymulandsleik milli Englenduiga og
Svía. Kl. 20,05 Söngurinn. harpan
og flautan, irsk þjóðlög. Kl. 21,30
Enskir hljómleikai’.
Útvarpið:
8,30—9,00 Morgunútvarp..— 10,10
Veðurfregnir. 12.10—13,15 Hádegis-
útvarp. 15.30—16,25 Miðdegisútvarp.
— 16,25 Veðurfregnir. 18,30 íslensku
kennsla. — 19,00 Þýskukennsla. 19.25
Veðurfregnir. 19,30 Þingfrjettir 19,45
Auglýsingar. 20.00 Fi'jettir. 20,30 L t-
varpssagan: „Catalína" eftir Somer-
set Maugham; IV. lestur (Andrjes
Bjömsson). 21,00 Strokkvartettinn
„Fjarkinn": Kvartett í D-dúr eftir
Haydn. 21,15 Frá útlöndum (Axel
Thorsteinsson). 21,30 Tónleikar (plöt
ur). 21,40 Erindi: Á að gereyða ís-
lenska haferninum? (Guðmundur
Einarsson frá Miðdal). 22.00 Frjettir
og veðurfregnir. 22.05 Vinsæl lög
(plötur). 22,30 Dagskrárlok.
Verkfal! að leysast
LONDON 12. maí — Miðstjórn
sambands námuverkamanna á-
kvað í dag að leggja til, að
vinná yrði hafin á ný í kola-
námunum í Lancashire, til þess
að hægt yrði að hefja samnings
umræður um lausn deilunnar
þegar í stað. í yfirlýsingu mið-
stjórnarinnar sagði, að krafa
hinna 50 þús. námuverkamanna
sem nú eru í verkfalli, um að
þeir fengju kol með lægra verði
væri rjettmæt og því sjálfsagt
að verða við henni. — Tillaga
þessi verður lögð fyrir fund
námuverkamanna í Lancashire
á laugardag og er búist við, að
þeir muni snúa aftur til vinnu
á sunnudag. — Reuter.
iyggðasafn fyrir
angai
Ávarp fii Rasigæifiga
Weizmann í París.
PARÍS — Dr. Chaim Weizmann,
forseti Israelsríkis, dvelur um
þessar mundir í París, sem gest-
ur Vincent Auriol, Frakklands-
forseta.
GÓÐIR Rangæingar. Komið
hefur verið á fót vísi til byggð-
arsafns fyrir Rangárvallasýslu.
Málefnum þess hefur enn verið
lítt á loft haldið og söfnun
á munum til þess skammt á veg
komin, enda ekki völ á hæfu
húsnæði til varðveislu þeirra.
Nokkrar líkur eru fyrir því,
að úr húsnæðisleysi safnsins
geti ræst bráðlega og því vill
nefnd sú, sem sjer um vöxt og
viðgang þess, nú hefja skipu-
lagsbundna söfnun muna því til
handa um alla sýsluna. Heitir
hún á alla Rangæinga, utan
sýslu sem innan til stuðnings
þessu gagnmerka menningar-
máli.
Við, sem nefnd þessa skipum,
hefðum helst óskað að heimili
sýslunnar hefðu verið heimsótt
máli þessu til nauðsynlegs fram
dráttar og munum enda gera
ráðstafanir til þess, að slíkt starf
verði hafið á þessu ári. En hjer-
að okkar er viðlent og vai't von
til þess, að farið verði um það
á einu ári, svo að fullum not-
um kæmi. Framar öllu er hjer
að ræða um starf, þolinmæði,
elju, gaumgæfni og áhuga, sem
lætur sig varða eins hið smáa,
sem stóra og hafnar að engu.
Hitt er líka vitað mál, að á
hverju ári, fer eitthvað í súg-
inn af munum, sem eiga heima
á byggðasafni, og er hjer því
dýr biðin.
Við munum bráðlega snúa
okkur til forustumanna ýmissa
fjelagasamtaka og annara á-
hrifamanna í sýslunni og fara
þess á leit, að þeir leggi hjer
hönd á plóginn. Jafnframt mun
um við senda út spurningar og
óskalista, með heitum þeirra
muna, sem við óskum srstak-
lega að fá til safnsins. í stystu
máli sagt, ósþum við eftir sýn-
ishornum alls þess, sem tilheyr-
ir háttum og högum liðinnar
aldar í Rangárvallasýslu.
Mikill fjöldi muna frá forn-
um tíma ber á sjer persónuleg
einkenni handbragðs og listar
og mörg eintök sama hlutar
eru því vel þegin.
Tæmandi yfirsýn þessarar
jsöfnunar verður ekki gefin í
í fljótu bragði, en mesta áherslu
jifiggjum við á að fá til safnins
j eftirtalin sýnishorn verklegrar
! °g andlegrar menningar Rang-
, æinga frá fornu fari og til
skamms tíma. Muni, sem lúta
að sjósókn, farvið skipa og fögg-
ur og færur sjómanna og önn-
ur áhöld varðandi þann þátt at-
vinnulífsins, Landbúnaðaráhöld
hverskonar, utan bæjar, sem
innan, amboð bóndans og
mjólkurílát húsfreyjunnar. —
Mataráhöld hverskonar, hús-
búnað, reiðtygi og allan klyfja-
reiðskap, sýnishorn kvenlegra
hannyrða og tóvinnu og þeirra
áhalda, sem að þeim störfum
lúta o. s. frv.
Einn þátt þessa gamla safns
hugsum við okkur gamlar bæk-
ur, prentaðar og skrifaðar, og
öll gömul skrif, sem fáanleg eru
svo sem sendibrjef, grafskriftir
og gjörninga ýmiskonar. Mun
allt slíkt þegið með þökkum,
eins þótt á það vanti og það
sje orðið fúið og máð. Einnig
er það mikils virði fyrir safn-
ið að fá gamla muni, þótt brotn-
ir sjeu og brákaðir til muna, því
að ýmist er hægt að gera þá
upp, eða smíða eftir þeim.
Myndir af Rangæingum,
eldri og yngri, óskum við einn-
ig að fá til safnsins, helst með
greinargerð um æviatriði og ætt
ef hægt er.
Okkur er ljóst, að þorri fornra
áhalda íslenskra sveitaheimila
er glataður, en við höfum ríka
ástæðu til að ætla, að víðtæk
söfnun þess, sem eftir er af því
tagi, innan vjebanda sýslunnar,
geti orðið að allgóðu og merki-
leg.u safni. Sú reynsla, sem
fengist hefur, bendir eindregið
í þá átt, að flest heimili Rang-
árvallasýslu geti einhverju
miðlað á þessum vettvangi.
Munir, sem safninu verða
gerðir falir til kaups, munu
keyptir sanngjörnu verði eftir
því, sem til vinnst. Við getum
ekki vænst þess, að fólk láti
góða og gamla ættargripi, sem
það heldur í heiðri og þykir
vænt um, af hendi rakna til
safnsins, en reynslan hefur sýnt
að margt slíkra muna hefur
glatast. komist á tvístring, eða
í höndur manna, sem ekki báru
skynbragð á gildi þeirra, við
andlát þeirra, sem þá höfðu
verndað og í hávegum haft.
Nokkur trygging ætti að vera
fyrir því, að safnmunir væru
verndaðir fyrir þeim örlöguum.
Góðir Rangæingar Skygnist
um í húsum ykkar og hyrslum
og athugið, hvort þið eigið ekki
eitthvað, sem þið gætuð látið
af hendi rakna til safnsins. —■
Skiftir hier miklu máli, að hjer
taki sem flestir höndum saman
í merku starfi sýslu okkar til
sæmdar og heilla.
Á upplausnar- ’ og byitjnga-
tímum er hverri þjóð nauðsyn
að leggja rækt við þjóðlegar
erfðir. Það er skoðun okkar, að
stofnun byggðasafna sje þar
merkur þáttur, vel fallin til að
glæða heilbrigða þjóðernis-
kennd og átthagaást. Við höf-
um þann metnað í þessu máli,
að innan sýslu okkar rísi upp
veglegt byggðarsafn, sem gefi
alhliða hugmynd um menn-
ingu og lifnaðarhætti liðinna
tíma i Rangárþingi, sameigin-
leg eign og ástfóstur allra sýslu
búa.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir
þessu máli, og vilja veita því
brautargengi, gerðu vel, ef þeir
gæfu einhverjum okkar það til
kvnna hið fyrsta.
Með bestu kveðju.
í bygðarsafnsnefnd Rangár-
vallasýslu,
Guðmundur Erlendsson, Núpi,
ísak Eiríksson, Asi,
Þórður Tómasson, Vallnatúni.
LONDON — Alexander Helir
fyrsti fulltrúi Breta í Israelsrík
mun leggja af stað sjeðan inna:
skamms, áleiðis til Tel Aviv.