Morgunblaðið - 13.05.1949, Page 9
Föstudagui' 13. maí 1949.
MORGUXBLAÐIÐ
9
STÓRBROTIN BRESK IÐNSÝNIIMG
Eftir ívar Guðmundsson.
London í maí.
ÞÚSUNDIR kaupsýslumanna
hvaðanæfa úr heiminum hafa
komið til Bretlands undanfarna
daga til að skoða iðnsýninguna
bresku, sem stendur yfir um
þessar mundir í London og Birm
ingham. í fyrra sóttu sýning-
una 15,000 erlendir gestir frá
100 löndum, en árið þar áður
17,000 erlendir gestir frá 85
þjóðum. Búist er við að aðsókn-
ín verði eitthvað svipuð að
þessu sinni.. Að sýningunni
standa samband breskra iðn-
rekenda, verslunarráð Birming-
hamborgar, í náinni samvinnu
við útflutningsdeild breska
viðskiptamálaráðuneytisins-
Rúmlega 3 þús. fyrirtæki sýna
Iðnsýningin er á þremur sýn-
ingarstöðum, tveimur sýningar-
höllum í London, Earls Court
og Olympía og í Birmingham,
þar sem vjela og verkfæradeild
sýningarinnar er. Alls eru sýnd
ar vörur frá 3201 framleiðenda
og hafa sýningargestir nóg að
gera, ef þeir ætla sjer að skoða
allar þær vörur, sem á boðstól-
um eru. Flestir láta sjer að
sjálfsögðu nægja, að skoða það,
sem þeir hafa mestan áhuga
á, rækilega, en fara laus-
lega yfir hitt.
í stuttri blaðagrein er að
sjálfsögðu ekki nein tök á að
lýsa öllu sem fyrir augun ber,
heldur stiklað á stóru til þess
að gefa íslenskum lesendum ein
hverja hugmynd um hvað það
er, sem kaupsýslumenn okkar
og annara landa fá að sjá á iðn-
sýningunni.
Sýningarhallirnar.
Earls Court sýningarhöllin er
nýjasta sýningarhöll Breta og
er talin vera mesti og stærsti
sýningarskáli sinnar tegundar í
heiminu. Lokið var við þessa
byggingu 1937.
Olympia er rniklu eldri bygg-
ing, því hluti að henni er hin
svonefnda „Grand Hall“ og
voru þar upphaflega Cirkus-
sýningár 1886. En síðar var
bætt við bygginguna „Þjóðhöll-
inni“, svonefndu og „samveld-
íslandahöllinni“.
Castle Bromwich, þar sem
sýningin í Birmingham er, var
upphaflega flugvjelaskýli í
fyrri heimssyrjöldinni. Grunn-
flötur þeirrar byggingar er um
60 ekri5r.
Deildir og vöruflokkun.
Flokkun vara á sýningunni
hefur verið hagað þannig, að
gestir geti á sem auðveldastan
hátt skoðað skyldar vörur á til-
tölulega litlu svæði, en þurfi
ekki að þjóta frá einu horninu
í annað til að leita að því, sem
þeir vilja helst skoða.
í Earls Court er t. d. vefn-
aðarvara, plastvörur, húsgögn.
krystall og postulín o. fl. — í
Olympia eru íþróttavörur, hljóð
færi, myndavjelar, leikföng,
gull- og silfurmunir og gim-
steinar, pappír og prentvjelar
o. s. frv., en allur stærri iðn-
aður er sýndur í Birmingham.
Samveldislandasýningin.
í Earls Court hafa samveld-
islönd Breta og nýlendurnar
stórt svæði,næst aðalinngangi á
Meiri fjölbreytni í framleiðslu
Bretu. — 17 þús. erlendir gestir
BRESKU iðnsýningunni lýkur núna um helgina, en
hún hefir Verið opin í tvær vikur. Var búist við að um
17000 erlendir kaupsýslumenn myndu koma til að
skoða sýninguna. — Breskir framleiðendur halda árlega
iðnsýningar og venjulega fara margir Islendingar til að
skoða hana. Að hessu sinni munu á annað hundrað ís-
lenskir kaupsýslumenn hafa koniið þangað. í eftirfar-
andi grein er sagt frá sýningunni alment, en í annari
grein verður Sagt frá helstu nýungum, sem komu þar
t'ram.
Frá einni af tískusýningunum á bresku iðnaðarsýningunni í
Earls Court London, baðföt og sumarkjóll.
I. hæð. Þar er margt furðulegt
að sjá, enda vekur þessi hluti
sýningarinnar mikla athygli
gesta. Innfæddir menn frá þeim
löndum, sem sýma, siá um deild
ir sínar og leiðbéina gestum- —
Flestir eru þeir í þjóðbúning-
um og þarna er hægt að hitta
kolsvarta hottentotta „kaffi-
brúnar“ blómarósir frá Indl.
eða innfædda menn frá Ceylon.
Framleiðsla þessara þjóða er
að sjálfsögðu maxgvísleg og
fjarskyld þeirri vöru, sem við
þekkjum i Evrópu. Þó má sjá
skurðlæknaáhöld, sem fram-
leidd eru í Indlandi, hitabrúsa
frá Hong Kong og það, sem
nokkra undrun hefir vakið,
skoskar sekkjaflautur, sem
framleiddar eru í Pakistan. —
Áttu Skotar víst sist von á sam-
keppni í hljóðfærafram-
leíðslu úr þeirri átt.
Tískusýningar og framleiðsla
á ankeriskeðjum.
Margir framleiðendur hafa
vjelar á sýningunni, sem eru í
gangi við og við, þannig að
hægt er að sjá hvernig vörurn-
ar eru framleiddar. Það ,er t. d.
hægt að sjá hvernig ankeris-
festar eru búnar til, eða hnapp-
ar gerðir. Vefstólar, sem vefa
tugi metra af efni á klukku-
stund. I einum sýningarbásnum
situr stúlka á hvítum slopp og
gerir ekkert allan daginn ann-
að en að sauma borðdúka úr
efni, sem ofið er á vefstól við
hliðina á henni.
Tískuhúsin hafa sýningar á
framleiðslu sinni og við þá sýn-
ingarbása er jafnan krökt af
fólki, sem er að horfa á blóma-
rósirnar koma fram í nýjustu
gerð baðfata. eða samkvæmis-
kjóla. Ein stúlkan stóð lengi á
undirfötum einum og sneri sjer
í hringi til að menn gætu skoð-
að þennan innri fatnað kvenna
og fylgst með tískunni í sokka-
bandabeltum.
Ekkjudrottningin hefur ekki
mist af neinni sýningu.
Konungsfjölskyldan breska
hefir jafnan haft mikinn áhuga
fyrir iðnsýningunum. —
Þykir það að sjálfsögðu hinn
mesti viðburður, er konungs-
fjölskyldan kemur á sýningar-
svæðin og er tilefni mynda og
,frjetta í blöðunum. Er þeim
viðburði sjónvarpað og frjetta-
kvikmyndir teknar.
Framleiðendur. sem verða
fyrir því láni, að einhver af kon
ungsfjölskyldunni kaupir eitt-
hvað hjá þeim, eða fer hrósvrð-
um um framleiðslu þeirra, eru
ekki seinir á sjer að auglýsa það
Einn daginn kom Elizabeth
drottning, Elizabeth prinsessa
og hertoginn af Edinborg ásamt
Mary ekkjudrottningu í Earls
Court og gengu um sýningar-
salina í þrjár klukkustundir.
Mary ekkjudrottning hefur
sótt hverja einustu sýningu, er
haldin hefir verið frá því iðn-
sýningar hófust fyrst í Bret-
landi, 1915.
Fjölbreyttari framleiðsla —
Fljót afgreiðsla.
Kaupsýslumenn, sem fylgst
hafa með iðnsýningum í Bret-
landi síðari árin, segja, að fram
leiðslan sje nú fjölbreyttari en
áður var, en það, sem mest sje
um vert sje, að breskir fram-
leiðendip- geti nú afgreitt
fljótar en áður var. — Á
flestum vörutegunduum er af-
greiðslufrestur mjög stuttur, en
aðrar vörur er hægt að fá strax
með sjer, ef menn vilja.
Islensku kaupsýslumennirnir
eru þó í vanda staddir, því þeir
geta ekki sagt neitt um leyfis-
veitingar og þora illa að gera
pantanir.
En það myndi heldur betur
birta yfir verslunum heima og
andlitin ljóma á viðskiftavin-
unum, þótt ekki kæmi nema
brot af þessum dýrlegu vörum
til íslands, sem hjer er að sjá.
Margar nýjungar.
Ymsar nýjungar í framleiðslu
Breta má sjá á sýningunni. —
Merkilegustu nýjungarnar eru
tef til vill á sviði kjarnorku-
rannsókna, en Bretar sýna nú
í fyrsta sinn atómrannsókna-
tæki allskonar til útflutnings.
Þá eru merkilegar nýjungar á
sviði ljósmvndatækni og úr-
smíði. Hafa Bretar aukið mjög
útflutning sinn á úrum og
klukkum síðar, fyrir stríð, og
breskir úrsmiðir eru nú taldir
í fremstu röð í heiminum.
Frá nokkrum nýjungum verð
ur sagt í annari grein.
Mikill kostnaður og fyrirhöfw.
Breskir fi'amleiðendur leggjfi
á sig mikla fyrirhöfn og kostn-
að til þess að halda þessar iðn-
sý-ningar árlega, en þær ha#n
verið haldnar síðan 1915. E»
þeir munu fá það endurgreitt
í auknum viðskiftum.
Allt er gert til þess að gesti.r
kunni sem best við sig og margt
er þeim gert til hagræðis. — • 4
öllum sýningarhöllunum -> er-+»
klúbbar sem erlendir kaupsýslu
menn hafa aðgang að. Þar-geta
þeir látið skrifa fyrir sig brjef,
komist í • sírrlasámbafid" 'V'Jff
hvaða land sem er í heiminum,
sent skeyti sín og fengið aðra
fyrirgreiðslu. Á sýninguimi em
36 túlkar til taks fyrir þá, sem
ekki eru vel að sjer í ensku.
Sýningarstjórnin heldur því
fram, að hún hafi túlka í öll-
um Evrópumálum, en er jeg
spurði eftir manninum, er túlk-
aði fyrir Islendinga, var hann
ekki „viðlátinn“.
30 þúsund máltíðir á einum
degi.
Veitingastofur eru í öllum
sýningarhöltunum, þannig,' a<3
menn geta verið allan daginn á
sýningunni, án þess að þurfa að
leita út fyrir sýningarsvæðið. —
Og gott er að geta setst niður og
hvílt lúin bein, eftir nokkurra
klukkustunda göngu um bin
stóru sýningarsvæði.
í Earls Court er hægt a'ð
veita 4000 manns mat í eirm
og 5000 geta sest að matborð-
um á sama tíma í Olympía. í
Birmingham voru gerðar end-
urbætur á eldhúsum og veií-
ingastofum fyrir sýninguna. í
Birminghamdeildinni voru af-
greiddar 400,000 máltíðir án.l
1947, en það þarf líka nokkuð
til að matreiða fyrir allt að því
52 þúsund gesti, sem koma a
eina deild sýningarinnar, eins
og á „degi verkamanna“ í
fyrra, þá voru afgreiddar 30,000
máltíðir í Castle Bromwich.
Til mikils gagns.
Eins og áður hefir verið get-
ið munu á annað hundrað ís-
lenskra kaupsýslumanna sækja
þessa sýningu Jeg hefi talaö
við þá nokkra og spurt hvernig
þeim lítist á. Eru þeir allir sam
mála um, að þetta sje mikil og
merkileg vörusýning.
Kunnur íslenskur kaupsýslu
maður, sem ekki vill láta nafns
síns getið, sagði:
„Það er nauðsynlegt fyrir
okkur að fylgjast með hvað á
boðstólum 6r á heimsmarkað-
inum. Þótt það sje kannski ekki
til annars, en að við vitum hvað
við getum ekki feígíð'áð kaupa.
. Verð bresku framleiðslunn-
ar má yfirleitt teljast hagstætt
og vörugæðin, á mörgum vörurn
sem okkur vantar, þau bestu, er
til eru i heiminum“.
Blökkumenn frá Gullströnd-
inni á samveldissýningunni.
Sumardvalarbúðir.
WASHINGTON — Fræðslu- og
menningarmálaráð Sameinuðn
þjóðanna (UNESCO) hefur á-
kveðið að aðstoða við skipulagn •
ingu sumardvalarbúða fyr.ir
börn, sem illa urðu úti í stríð-
inu. Enn er óákveðið, hvar búð-
irnar verða.