Morgunblaðið - 13.05.1949, Qupperneq 14
Föstudag’ur 13. maí 1949.
14
M O RG V V B L 4 f) I fí
íramhaldssagan 25
minmwmnininiiinnmiinimininimnw—wwnm«i»HBHnw«nnHi»iiir»irn
Eftir Helen Reilly
Bwmnniivmiiii n
niHMNUIIIIimMIIIIIMU
IIMIUUMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHUUIIUniUIIIIIUIUIIIHHIIUUIIIIUUIIIillUIIIIHIUUHUUIs
McKee athugaai perlurnar
gaumgæfilega. Þær stóðu heima
við lýsingu skartgripasalans og
á öskjunni voru upphafsstafir
Gabriellu, eða öllu heldur upp-
hafsstafirnir, sem hún mundi
fá. þegar hún giftist honum,
G- M. „Festin yðar, ungfrú Con-
ant“, sagði hann.
Gabriella hreyfði sig hvergi.
..Taktu hana“, sagði Joanna
hranalega. „Nú þegar við vit-
'ltem að þú átt hana, kærum við
okkur ekki um að hafa hana í
vörslum okkar.“
Gabriella tók öskjuna þegj-
andi ■ og stakk henni í hand-
tösku sína. McKee snjeri sjer
að Claire. ..Hvernig og hvenær
komust þessar perlur í yðar
hendur.“, spurði hann.
„Þær voru í borðskúffu í
íbúð Marks“, sagði Claire. „Jeg
fann þær, þegar jeg fór þangað
um daginn að sækja dót, sém
tnamma átti“.
McKee hristi höfuðið. „Jeg
er hræddur um að það sje ekki
) jett. Jeg var einmitt að tala
við Phil Bond í morgun. íbúð-
m öll var rannsökuð hátt og
lágt strax eftir dauða Mark
Middletons og perlurnar voru
ckki þar þá. En þær voru í
höndum- frænda yðar þegar
h.ann dó“.
Gabriella vissi ekkj hverju
hún átti að trúa- Perslurnar
voru í höndum Marks, þegar
hann dó. Síðan hurfu þær ....
Þær voru nú hjá Claire ....
Var það Claire, sem hafði
h.laupið út úr íbúðinni eftir að
íkotið, sem varð banaskot
Marks, reið af?
Ef hún var sek, þá tókst
henni sannarlega að leyna því
vel. Hún virtist ung og saklaus
og stolt. „Perlurnar voru í
skúffunni“, sagði hún áköf.
„Það er alveg satt. í skúffunni.
þar sem Mark frændi geymdi
ýmislegt, sem honum var annt
um. Mig langaði svo til að fá
svipuna hans með silfurhólkn-
um. Jeg hjelt að það gerði
ekkert til. Hann kenndi mjer
að sitja á hestbaki .... Þá sá
jeg öskjuna. Mamma var búin
að segja mjer að hann hefði
keypt perlurnar. Hann hafði
sagt að hann ætlaði að gefa
mjer festina. Það var kornið að
afmælisdeginum mínum. Upp-
hafsstafirnir mínir voru á
öskjulokinu ....“.
Joanna var staðin á fætur.
Andlit hennar var þreytulegt
og hrukkótt. „Vertu óhrædd,
vina mín“, sagði hún. Rödd
hennar var róleg og hæg.
„McKee, dóttir mín kom hing-
að með perlumar á miðviku-
daginn. Hún reyndi ekki að
fela þær. Jeg sagði henni að
stafirnir væru G.M. en ekki
C.M.. eins og hún hafði haldið“.
McKee leit til skiptis á
mæðgurnar. Það var á miðviku
daginn. sem Gabriellu Conant
hafði verið hrint inn í skáp-
jnn 1 íbúð Mark Middletons.
Var það Claire, sem gerðj það?
„Nei, nei“, hrópaði hún upp
yfir sig þegar hann snurði
hana. „Jeg gerði það ekki! Það
var enginn þar, þegar jeg kom.
Enginn'.
Hann snjeri sjer aftur að Jo-
önnu. „En þjer, frú Middleton.
Þjer fóruð með perlurnar í
þeim tilgangi að setja þær aft-
ur á sama stað. Er ekki svo?
En nærvera ungfrú Conant og'
Phil Bonds hindruðu yður í
því‘.
Joanna kinkaði kolli, enaa
þótt henni þætti miður að
þurfa að kannast við það. —
Evans hjelt öðrum handleggn-
um utan um Claire. Hún hvíldi
höfuðið við öxl hans og hann
strauk blíðlega um hár henn-
ar. Hún var hætt að skjálfa og
hlustaðj á það sem hin sögðu.
,.Og hyað svo, frú Middle-
ton?“.
Joanna settist niður og stundi
við. „Jeg fór með perlurnar.
Jeg fór að hugsa um, að ef til
vill væru stafirr.tr C.M. en
ekki G.M. og að Mark hefði
keypt þær handa Claire. Jeg
mætti honum einmitt hjá skart
gripasalanum þennan morgun.
Jeg þurfti að láta gera við úrið
mitt. Hann sýndi mjer perlurn-
ar á leiðinni út. Hann sagði
ekki, að ungfrú Conant ætti að
fá þær. Hann sagði bara:
„Finnst þjer þær ekki falleg-
ar?“, og stakk þeim í vasa sinn.
..... Mark var ákaflega ör á
fje. Mjer datt í hug að brúð-
argjöfin handa ungfrú Conant
mundi ef til vill vera dýrmæt-
ari. Perlurnar eru svo sem
góðar það sem þær ná, en fest-
in er frekar lítil“.
Joanna Middleton hafði lok-
ið málj sínu. McKee hafði ekki
orðið fyrir vonbrigðum. Hvorki
Joanna. Claiie, .... nje heldur
Blake Evans......höfðu neinaV
sannanir fyrir því, hvar þau
höfðu verið stödd þegar Mark
Miadleton dó. Öll þrjú gátu
sjeð sjer hag í að honum yrði
rutt úr vegi. Auk þess hafði
morðið á Glass oiðið til þess,
að Blake Evans hafði þurft að
segja ósatt um það, hvar hann
hefði verið kvöldið áður. Hvar
svo sem hann hafði verið, var
það víst, að hann hafði ekki
verið á skrifstofunni. Og svo
var það perlufestin.
McKee kvaddi mæðgurnar og
Evans og hann og Gabriella
fóru út. Gabriella varð fegin
að komast undir bert loft. Af-
brýðissemi Claire og hatur Jo-
önnu gerðu það að verkum, að
henni fannst óþolandi að vera
í návist þeirra. Það vaf erfitt
að sætta sig við að fólk bæri
slíkar tilfinningar til manns,
þegar maður hafði ekkert gert
til að verðskulda þær.
McKee minntist aftur á
perlufestina við hana. Hann
sagði að væri saga Claire sönn,
þá væri það að öllum líkind-
um morðinginn, sem hafði skil-
að þeim aftur, eftir að málið
hafði verið tekið upp að nýju-
Gabriella spurði, hvers vegna
hann hjeldi það. „Vegna þess“,
sagði McKee, „að þegar úr-
skurðað var, að um morð hefði
verið að ræða, var festin orðin
hættuleg“.
Hann spurði, hverjir hefðu
lykla að íbúð Marks. Gabri-
ella sagði að Phil Bond hefði
lykil, Joanna og svo hún sjálf.
McKee ræskti sig. Hringur-
inn var farinn að þrengjast'
utan um morðingjann. Það;
voru aðeins féjir, sem höfðuj
greiðan aðgang að íbúð Mark;
Middletons .... Það rigndi enn
úti. McKee náði í leigubifreið
fyrir Gabrie^u, kvaddi hana
og hjelt aftur til skrifstofu
sinnar.
Þegar Gabriella kom heim,
biðu Susan og Tony Van Ness
henríar. Þau höfðu ekki komið
neinna sjerstakra erinda og
höfðu aðeins frjett um morðið
á Glass. Susan var fjörleg
eins 02 hún átti vanda til og
spjallaði um heima og geyma,
en> þó Var eitthvað þvingað
við framkomu hennar. Tony
líklega kominn aftur á stað,
hugsaði Gabriella.
Hún sagði þeim frá morð-
inu, og að maðurinn hefði ver-
ið einka-leynilögreglumaður,
sem Joanna Middleton hefði
ráðið til þess að fvlgjast með
ferðum hennar. „Þessi kven-
maður er hreinasti hryllingur“,
hrópaði Susan. „Hvernig vogar
hún sjer að gera slíkt“, og Tony
var sammála henni.
Gabiiella gat ekki einu sinni
sagt Susan allt, sem hún vissi.
Tony spurði hana spjörunum
úr, en hún sagði ekki meira
en það sem hún hafði áður
sagt McKee. Hvar var morðið
framið? Hvers vegna? Hver
var ungfrú Nelson? Phil og
Julie Bond komu lítillj stundu
áeinna. Þeim ofbauð líka
framkoma Joönnu. Gabriella
þurfti að svara aftur sömu
spurningunum .... Henni var
farið að líða illa. Það var at-
riði út af fyrir sig, að segja
ekki lögreglunni allt að ljetta.
en að halda því líka leyndu
fyrir vinum sínum og kunn-
ingjum. það var annað mál.
Dyrabjöllunni var hringt —
Það var lögfræðingurinn frá
sakamálaskrifstofunnj og
nokkrir menn í fylgd með
honum. Mennirnir stóðu
frammi í fordyrinu, en Nevins
ruddist fram fyrir Tony, sem
hafði opnað fyrir þeim. og inn
í stofuna. Hann ávarpaði Gabri
ellu. en Ijet eins og hann sæi
ekki hitt fólkið. „Ungfrú Con-
ant. Hva'ð vitið þjer til manns,
að nafni Edward P. Glass, sem
var myrtur í gærkvöldi í íbúð
ungfrú Nelson á Tólftu-götu?“.
Hann talaði hranalega og fanst
auðsjáanlega engin ástæða til
að afsaka þessa innrás sína.
Gabriella horfðist í augu við
hann án þess að blikna. ,,Jeg
veit ekkert um hann annað en
það. að frú Middleton leigði
hann til að njósna um mig, og
það að hann var myrtur“.
„Er það allt og sumt?“. Nev-
ins glottj illgirnislega. „Svona,
ungfrú Nelson, þetta þýðir ekki
neitt- Hver er ungfrú Nelson
.... og hvar er hún núna?“.
„Jeg verð að svara báðum
spurningunum á sama veg
.... jeg hef ekki hugmynd um
það“.
Lögfræðingurinn þrútnaði í
framan af reiði. Hann gaf ein-
um mannanna, sem biðu
frammi í fordyrinu, merki um
að koma inn. Stór maður kom
í dyiágættina. Hann var í
þykkmu frakka, sem fór hon-
um jlla. Það var húsvörðurinn
í húsinu, þar sem ungfrú Nel-
son hafðj búið. Hann hjet Ald-
en.
Fólkib í Rósatimdi
Eftir LAURA FITTlNCl£íOF£ '3
70
um oílátungs asna, sem undanfarnar vikur hafði gert sig
merkilegan og þótst vera mikil hetja.
Jú, raunar, — hann sparkaði í Kolbein og þeim mun
skemmtilegra þótti Agli að sjá Kolbein með sínum voða-
krafti svíneygja Gústaf til jarðar.
Hann leyfði Gústaf samt að standa upp og enn á ný
kom til nokkurra ryskinga. Gústaf reyndi að klóra, bíta
og sparka, en Kolbeinn hjelt honum í stálklóm sínum.
— Það er best fyrir þig að vera rólegur, ógnaði Kolbeinn
og tók fastar á Gústaf.
Svo hjelt hann áfram. — Nú er ætlunin að fá að vita,
hvað skotið í morgun átti að þýða og hvort þessi þokka-
piltur á að ganga laus eða fá vatn og brauð sjö sinnum á
viku. Bölvaður fanturinn þinn, hvæsti Kolbeinn. Mig klæj-
ar í hnefana eftir að fá að lúberja þig.
En nú fór jafnvel Agli ekki að lítast á blikuna og þegar
hann sá, hvað Gústaf var vesældarlegur, þá fjekk hann
dálitla meðaumkvun með honum og hljóp fram, lagði
höndina á öxl Kolbeins og sagði:
— Kolbeinn, pabbi myndi ekki þola, að þú færir illa með
hann.
Og í augum Kolbeins var allt sem lög, sem presturinn
hugsaði eða sagði. Hann ljet Gústaf lausan, en alla leiðina
heim á prestsetrið sleppti hann aldrei augunum af honum.
Ififltc)' mö^LinrJza^Á^njA,
— I»aið er hjerna hrjeí’ til þín
frá einhverri Sussý Hansen. Hvora
liendina viltu heldur?
★
,.Ekta franskt“.
| Leigjendumir í íbúð einni í húsi
i Paiús hafa gert einkennilegt verk-
fall. Húsráðandinn ákvað að breyta
húsinu og bað þá um að flytja burtu
á meðan. en þeir harðneita af ótta
við að þeir fái íbúðina ekki aftur.
Þora þeir ekki að fara úr íbúðinni
I nema einn og einn í einu tll þess að
I afla vista. Morgun einn. þegar þeit
opnuðu dyrnar var ekkert að sjá
nema gínandi gap fyrir utan. Um
nóttina hafði húsráðandinn látið taka
alla stiga burtu.
j Næstu daga á eftir dróu leigjend-
urnir vistir á b.andi inn um glugga,
en svo kom slysavamarsveit til að-
stoðar og setti bráðabyrgðastiga upp
að dyrunum. En leigjendurnir neita
að nota hann. Þeir trúa ekki enn þótt
húsráðandinn lofi að láta þá fá ibúð
í húsinu eftir breytinguna.
| Húsráðandinn klórar sjer i kollin-
j um og veit ekki hvað gera skal, en
hann getur ekki annað en brosað í
hvert sinn er hann segir: ..Þrátt
fyrir allt — þetta er ekta franskt“.
★
Málshöfðun gegn veðurstofu.
j Dómstóll í New York hefir nú til
meðferðar mál, sem stúlka að nafi
Shirley Seid höfðaði gegn veðurþjón
ustunni, sem hún sagði að bæri á-
byrgð á dauða föður hennar. Faðir-
, inn fórst i flugslysi.
I Slysið hefði aldrei viljað til, segir
ungfrú Seid, ef veðurstofan hefði ekki
spáð góðu veðri, en það reyndist þver
öfugt við það, sem sagt var.
★
Greifynja í fangelsi.
19 óra gömul frönsk greifynja hef-
ir verið dæmd i átta mánaða fangelsi
fyrir að hafa slegið annað augað úr
matreiðslukonu sinni. Þær urðu ósátt-
ar um matartilbúning, þegar þetta
átti sjer stað.
Geifynjan þurfti þar að auki að
borga matreiðslukonunni 150 þúsund
franka t skaðabætur.
★
Fyrir vígsluna.
Brúðurin: — Elskan min, jeg —
jeg verð að gera svolitla játningu —
jeg — jeg er með falskar tennur.
Brúðguminn: — Ástin mín, jeg
hefi vitað það lengi. *
Brúðurin: —- Já, en þær eru ena
óborgaðar."
★
Skilur ekki.
— Hversvegna hlustarðu aldrei á
tungumálakennslúna í útvarpinu?
— Það þýðir ekkert, jeg skil þá
ekki.
GÓ8
gleraugu eru
öllu.
íyrir
Afgreiðum flest gleraugna
recept og gerum við gler-
augu.
Augun þjer hvílið með
gleraugu frá
TÝLI H.F.
Austurstræti 20.
Gæfa fylgir
trúlofunar
hringunum
frá
^WURÞÓR
Hafnarstræti
Psykjavík,
Margar gerðir.
Sendir gegn póstkröfu hvert ó iand
ecm er.
— Sendið nákvœmt mál —