Morgunblaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 8
8 MORGIJTSBLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1949. 0tg.: fl.í. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.), Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstrsti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innsnlsnrls, kr. 15.00 utanlands. t lausasölu CO aur* «intakiS, 75 aura meS Lcsbók Hámark svívirðingarinnar ENGUM, sem fylgst hefur með baráttuaðferðum íslenska kommúnistaflokksins undanfarið, hefur dulist það, að heit- asta áhugamál hans er að spilla sambúð íslensku þjóðar- innar við þær þjóðir, sem henni ríður mest á að eiga við vinsamleg viðskipti og jafnan hafa verið traustustu við- skiptavinir okkar. Á þetta sjerstaklega við um Breta og Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir. En kommúnistum hefur ekki fundist nægilegt að reyna að svipta okkur vináttu og áliti hjá þessum tveim engil- saxnesku stórveldum. Nú síðast er röðin komin að þeirri írændþjóð okkar, sem við erum tengdir hvað innilegustum frændsemis- og vináttuböndum, Norðmönnum. ★ Og hver er svo aðferð íslenskra kommúnista til þess að spilla þessari góðu sambúð og innilegu vináttu íslendinga og Norðmanna? Hún er einhver hin lubbalegasta og svívirðilegasta, sem hugsast getur. Þjóðviljinn byrjar á því að ljúga því hrein- lega upp og síma það til Norðurlanda og auðvitað Moskvu. að nafngreindur íslenskur ólánsmaður, sem ber varð að náinni samvinnu við nasista í Noregi, hafi stjórnað að- gerðum lögreglunnar gegn skrílsárás kommúnista á Al- þingi 30. mars s. 1. Þessa lýgi básúna svo Moskvublöðin og málgögn komm- únista á Norðurlöndum út um þessi lönd. En íslensku kommúnistarnir ljetu ekki sitja við betta. Þeim þótti ekki ennþá nægilega vel að verið. Þeir hafa þrásinnis endurtekið þá lýgi í blaði sínu að þessi sami íslendingur, sem ber varð að samvinnu við böðla norsku þjóðarinnar sje meðlimur í fjölmennasta æsku- lýðsfjelagi Sjálfstæðisflokksins, Heimdalli. Sannleikurinn í þessu máli er hinsvegar sá að þessi maður er ekki í Heim- dalli og hefur aldrei verið þar meðlimur. ★ Þrátt fyrir þessar staðreyndir hika kommúnistar ekki við að halda áfram að bendla þennan mann við fjelagið og nú síðast lýsa þeir því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi snúist til varnar honum og atferli hans. Hefur önnur eins óskammfeilni nokkurntíma heyrst? Að sjálfsögðu sakar það ekki Sjálfstæðisflokkinn þó ,.Þjóðviljinn“ beri slíkan þvætting á borð fyrir íslendinga. Hann hefur ekki, og mun ekki, halda uppi neinum vörnum, hvorki fyrir nasista nje kommúnista, sem unnu með nasist- um og sendu þeim heillaóskaskeyti í síðustu heimsstyrjöld. Hitt er annað mál að vel má vera að það fólk kunni að vera til á Norðurlöndum, sem leggi trúnað á þessar lyga- sögur kommúnista. Skeytasendingar kommúnista um að stærsti stjórnmálaflokkur íslensku þjóðarinnar haldi uppi vörnum fyrir samstarfsmenn nasista í Noregi geta þess- vegna ekki haft nein áhrif önnur en þau að spilla áliti ís- lands í augum einhverra Norðurlandabúa, sem glæptust á því að trúa rógburði þeirra. ★ Afstaða almennings á íslandi til þess verknaðar, sem hinn íslenski ólánsmaður er sagður hafa framið í Noregi í samvinnu við þýska nasista er sú að hann harmar ógæfu hans. íslendingar telja sig hinsvegar engan manndóm sýna með því að þrástagast á yfirsjónum þessa landa síns. Komm- únistar, sem sjálfir hvöttu til fjandskapar íslendinga við baráttu lýðræðisþjóðanna gegn nasismanum, reyna hinsveg- ar að nota þær til þess að spilla sambúð Norðmanna og íslendinga og ausa pólitíska andstæðinga sína hjer heima rakalausum rógi. Það sýnir manndóm þeirrar „ærusveitar“, sem bak við „Þjóðviljann“ stendur. En kommúnistum mun hvorki takast að spilla sambúð Islendinga og Norðmanna nje bletta skjöld Sjálfstæðis- ílokksins. Sjálfir standa þeir uppi berir að vörn fyrir ógn- arstjórn, sem í engu stendur stjórn nasista að baki um hryðjuverk, svikræði og kúgunaraðferðir. m ae óhripae: ÚR DAGLEGA LÍFINU Seinheppnip afbrotamenn ÞAD hefir komið fyrir oftar en einu sihni hjer í Reykjavík, að seinheppnir innbrotsþjófar hafa sofnað við „vinnuna“ — verið fullir og ,,dáið“ á staðnum. Þetta er nokkuð kátbroslegt og almenningur hefir hlegið að þessu. En það eru víðar til skrítnir afbrptamenn en í Reykjavík. „The New York Times“ skýrði nýlega frá eftirfarandi smá- skrítnum afbrotum. • Rændi síniaklefan- um í HARTFORD kom það fyrir, að maður rændi símaklefanum úr stórri;matvöruverslun. Hann reif klefann frá veggnum og stakk af með hann með öllu, sem í honum var, þegar mest var að g’era í versluninni! í Curtis, Nebraska, skeði það hinsvegar nótt eina, að þjófar grófu upp 83 girðingarstaura, sem bóndi nokkur hafði sett upp, og höfðu þá á brott með sjer. • Strætisvagn - og myndavjel HANN var líka frumlegur þjófnaðurinn, sem Times segir að átt hafi sjer stað fyrir skömmu 1 bílaborginni Detroit. Maður þar í borg, sem sakaður var um að hafa stolið strætis- vagni, sagði lögreglunni', að hann hefði tekið bílinn til þess að þurfa ekki að fara fótgang- andi til veitingahússins, þar sem hann hafði í hyggju að fá sjer kaffisopa! Þessi náðist sem sje. Öðru máli var að gegna með starfs- bræður hans í borginni Hagers town, sem brutust inn í verk- smiðju á staðnum. Þeir stálu raunar ekki miklu — aðeins myndavjelinni, sem komið hafði verið fyrir til þess að ná mynd um af væntanlegum innbrots- þjófum. • Mikil aðsókn að vinnu EN sleppum frumlegu afbrota- mönnunum. Hjer er í staðinn smáfrjett úr Reykjavik: Það er svo mikil aðsókn að garðavinnu bæjarins, að miklu færri en vildu hafa komist að. Ráðningar stofan hefir til þessa ráðið 16 stúlkur í garðavinnuna og eitt- hvað af piltum, en þeir munu hafa skipt tugum og jafnvel hundruðum, sem sóttti um vinnu. Nokkrir unglingar verða að líkindum ráðnir til viðbótar, en ekki verða þeir margir. Stúlkurnar og piltarnir vinna nú við skrúðgarðana í Reykja- vík, og reynast ágætlega. • Skólafólkið er að byrja vinnu NÚ ER reyndar kominn sá tími þegar hundruð manna bætast á vinnumarkaðinn_ Þetta er skólafólkið — alt frá smákrökk um upp í þrítugt, háskólageng- ið fólk. Það hefir komið í ljós, að mjög margt af skólafólkinu hef ir hug á að vinna að jarðyrkju, helst í Reykjavík eða nágrenni. Þetta er skemtileg vinna, en vinnuframboðið er meira en eftirspurnin. Svo þeir, sem ekki komast í garðavinnuna, verða að gera sig ánægða með eitthvað annað. • Salernislistamenn í FYRRADAG kom maður að máli við Daglega lífið og vildi láta koma því á framfæri svona opinberlega, hvort ekki sje hægt að klæða veggi almenn- ingssalernanna í Bankastræti með einhverju því efni, sem hvorki er hægt að teikna á nje skrifa. Salernislistamennirnir hafa sig sem sje mjög í frammi þessa dagana, og veggir salernanna eru yfirfullir af allskonar klúr- yrðum. Maðurinn, sem er gramur yf- ir þessu — og hann er vitaskuld ekki einn um það — talaði um að klæða veggina með plötu- stáli. « Furðuleg «nanntegund ÞETTA þyrfti ekki að verða of kostnaðarsamt, sagði maðurinn, og það borgar sig, ef það fær afmáð þann blett af höfuðborg inni, sem klúryrði og teikningar ,,listamannanna“ eru. Hann taldi þetta eina ráðið til að stöðva þennan ósóma. — Það er búið að margskrifa um þá furðulegu manntegund, sem aldrei fær sjeð salernisveggi í friði, en skrifin hafa því miður reynst að mestu árangurslaus. • Þurkar og ryk FÓLKIÐ í úthverfunum kvart- ar yfir því, að ekki hafi verið gert nóg af því í þurkunum að undanförnu að væta göturnar þar. Það hefir viljað brenna við að rykið á úthverfagötunum yrði kæfandi mikið. Á sumum götum bar svo mjög á þessu, að bílstjórarnir reyndu að komast hjá því að aka um þær. Þeir, sem þessum málum ráða, ættu að taka þurkana og rykið og úthverfin til athug- unar. ■.iitiiiiiimiMiiiimiiiiifiMiitiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiMMiKiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiiiMiiMiiiiiniiiiiiiiMiiiiiiMiimiiiiiiiiiMimiiiiiMiniiiiKmmiiiiiiMiiiiiiiiiimmiiiiiimitn « | MEÐAL ANNARA ORÐA .... | “l, MMIIMIMMIMIMMMIIIMMMIMMMIMIMMIMMMIMMIMIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIMMMIIIMIMIIIIIIMMMIIIIIMM.. Hinn nýi vegur—Sameinuð Evrópa GOMUL DRAUMSÝN DRAUMURINN um sameinaða Evrópu ter orðinn gamall. En raunsæir. stjórnmálamenn vinna nú að því að gera hann að raun veruleika. Starf ,eirra hefir miðað stórum skrefum áfram Þegar að Winston Churchill tók forystuna í málinu á Haagráð- stefnunni í fyrra, virtist mörg- um að hugmynd hans væri ó- raunsæ. .En í dag hafa tíu Ev- rópuríki ákveðið að mynda sameiginlega stjórn og þing. Það er þó ekki stjórn og þing í venjulegum skilningi, ekki samband, sem skerði í nokkru sjálfstæði einstakra ríkja. En það er tæki til sameiginlegra umræðna og ákvarðana í þýð- ingarmiklum málum. • • NÝJAR LEIÐIR TIL ÖRYGGIS OG VELFERÐAR ENGINN getur í dag fullyrt um, hvaða þýðingu þessi nýju samtök muni hafa. Þau eru raunverulega ekki afleiðing af vilja fólksins til þess að skapa sjer víðtækari samtök eða auk- inni samúð þjóða í milli. Þau eru 'sköpuð af erfiðleikum yf- irstandandi tíma, af þeim ótta, sem sigurvegarar síðustu heims styrjaldár ætluðu að gera útlæg an úr heiminum en sem ennþá lifir góðu lífi meðal þjóðanna. Ábyrgir menn hafa verið knúnir til þess að leita nýrra leiða og úrræða til þess að trvggja frelsi og velferð fólks- ins. Þeir hafa valið þá leið að freista aukinnar samvinnu, góð vildar og skilnings milli hinna vestrænu menningarþjóða, sem í dag telja hugsjónum sínum og hagsmunum ógnað. • • EVRÓPURÁÐIÐ ÞRÓUN hinnar nánu samvinnu Evrópu hefir verið mjög hröð undanfarið. Trúlega verður hún hægari á naestunni. Erfiðleikarn ir koma fyrst i ljós fyrir alvöru þegar komið er að sjálfri fram- kvæmd hugsjónarinnar. — Það er löng leið framundan. En það er altaf löng leið að stóru og háleitu takmarki. En mennirnir mega ekki þreytast á þeirri göngu. Þeir verða að ná tak- markinu. Stofnun Evrópuráðsins er að- eins eitt skref í áttina til hinn ar sameinuðu Evrópu. Hver þýð ing þess verður'kjest rauverul. þá fyrst er starf þess er komið í fullan gang. Fulltrúarnir á þingi þess verða að geta sagt skilið við margar hefðbundnar venjur, kreddur og fordóma og móta stefnu sína og starf, of- dirfsku og framsýni. Ef að styrjöld vofir yfir, er samein- ing Vestur-Evrópu óhjákvæmi- leg. Hún gétur einnig verið nauðsynleg ef þjóðirnar eiga um langan aldur að búa við svo kallaða „kaldan frið“. Samein uð Vestur-Evrópa, með hinn mikla ibúafjölda sinn, fjölþætt- an iðnað og þróttmikla menn- ingu, hlýtur að verða þriðja veldið í átökum framtíðarinn- ar, það afl, sem skapar jafn- vægi og kemur í veg fyrir skipt ingu heimsins milli hinna tveggja miklu stórvelda, Banda ríkjanna og Sovjet-Rússlands. • • VESTUR-EVRÓPA ER EKKI ÚTSKÆKILL YFIR Vestur-Evrópu vofir sú hætta að verða nokkurskonar útskækill á meginlandi Evrópu og Asíu. Með viðleitni Moskva- valdsins til þess að semja beint við Bandaríkin um hin öilaga- ríkustu stórmál er beinlínis stefnt að því að rótfesta það sjónarmið. En sameinuð Vestur Evrópa, með nána samvinnu á sviði efnahagsmála, stjórnmála og hervarna kemur í veg fyrir þessa ráðagerðir kommúnista. Það eru þessi viðfangsefni og mörg fleiri, sem blasa við Ev- rópuráðinu, þegar það kemur saman í Strassburg í ágúst í sumar. Júgóslava. PRAG — Júgóslavneska blaðið „Borda‘‘ skýrði frá því fyrir skömmu, að Rússar hefðu und- anfarið reynt að trufla útvarps- sendingar frá Belgrad til útlanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.