Morgunblaðið - 07.08.1949, Side 7

Morgunblaðið - 07.08.1949, Side 7
r Sunnudagur 7. ágúst 1949. MORGUTSBLAÐIÐ 7 R E Y K Árferðið ENN ER talað um síld, og vonast eftir að úr kunni að rætast með veiðarnar fyrir Norðurlandi, að þessu sinni. — Og enn er almennt talið, að síldin komi og fari, bregðist eða veiðist, án þess hún sje nokkr- um skiljanlegum lögmálum háð. En einmitt þetta er hinn háskalegi misskilningur. Það verður að sjálfsögðu erfitt að fá svo mikla vitneskju um síld- argöngur og síldarmagn í sjón- um, að hægt verði með nokk- urn veginn líkum, að spá um veiðina í byrjun hverrar ver- tíðar. En að þessu verður að stefna. Ekkert verður komist áleiðis í þessu efni, nema með rannsóknum á síldinni á átunni, hafstraumunum og hverju því, sem áhrif hefur á magn og göngur þessa dutlungafulla nytjafisks. Menn kunna að halda því fram, að við íslendingar höfum vart efni á því, að gera út mik- jnn veiðiflota í veiðileysisár- um. En þeir munu vera fleiri, sem eru á þeirri skoðun, að við höfum ennþá siður efni á að neita okkur um að veiða síld, þegar afli er mikill og auðfeng.- inn. 500 miljónir Harmagrátur hefur heyrst og heyrist alltaf við og við, eink- um hjá maddömu Framsókn, að 500 miljónirnar, sem íslend- ingar áttu í erlendum innstæð- um í stríðslokin, skyldu ekki hafa verið settar á vöxtu, og geymdar éins og spariskilding- ar í handraðanum til hinna svokölluðu . mögru ára“. Þá hefði lítið orðið úr því, að framleiðslutækin hefðu ver- ið aukin. Þá er hætt við því að við hefðum í dag verið álíka á vegi staddir og ýmsar Evrópu- þjóðir, að við hefðum tæpast enn haft jafnmikla árlega fram leiðslu, og við höfðum fyrir styrjöldina. Segjum svo, að við hefðum getað aukið framleiðsluna um 50-—100% frá því sem hún var á næsta áratugnum fyrir stríð,. Hún hefði numið um það bil eða rúmlega 100 miljónur kr. á ári. Hvernig hefði þá verið umhorfs i landinu, í saman- burði við það sem er? Ætli þá hefði getað skeð, að eng- inn hefði gefið sig fram við atvinnuleysingaskráningu í Reykjavík, eins og nú í vik- unni sem leið? Allir eru sammála um. að dýrtíðin sje orðin ískyggilega mikil og útgjöld ríkissjóðs í uppbætur og styrki. Þetta þurfi að laga. En hvernig hefði ver- ið umhorfs í dag, ef síldveiði- flotinn hefði borið á land sæmi- iegan afla undanfarin ár og með því aukið útflutningsverðmæti landsmanna um, segjum 100 miljónir króna á ári svo ekki sje ofmikið sagt. Við höfum mist af 500 mil- jónum á fimm árum, vegna afla- brests á síld. — Það munar um minna. Það nemur álíka upphæð og erlendu innstæð- urnar í stríðslokin. Skyldi ekki vera farið að saxast á innstæðurnar til lífs- J A Yí viðurværis þjóðarinnar, ef ekk- ert hefði verið aðhafst, til þess að auka framleiðslugetu henn- ar? Síldin á eftir að koma. Kann ske fyrir Norðurlandi 1 sumar. Kannske hjer í Faxaflóanum, þegar kemur fram á haustið. — Það eru hyggindi sem koma í hag fyrr eða síðar að vera við því búinn að hagnýta sjer þann feng. Þeir, sem gleðjast Verði fullkominn aflábrestur á síldveiðunum í sumar, er það að sjálfsögðu vatn á myllu kommúr.ista og bandamanna þeirra. Vegna þess hve starfs- grundvöllur atvinuveganna er á margan hátt óheilbrigður, og kommúnistum hefur tekist að kippa fótum undan heilbrigð- um rekstri hjer, hefur þurft, sem kunnugt er, að grípa til margskonar hafta og ski'if- finsku, sem torveldar atvinnu- lífið og gerir athafnamönnum margskonar óhagræði og leið- indi. Verði enn stórfelt tap í síld- arútgerð í sumar geta komm- únistar , og aðrir skemmda- verkamenn í þjóðfjelaginu von- ast eftir því, að enn um sinn verði erfitt að afnema hin óvin sælu höft á viðskiftum, og fram leiðslu. En reynsla er fyrir því, að mönnum hættir til að blanda saman vandræðum og óhagræði sem sprettur af aflabrest og ó- vinsælum stjórnaraðgerðum, — Svo útkoman verði sú, að óhag- ræði af aflabrest verði talið stjórnarvöldunum að kenna. Vinir vandræða og erfiðleika, komúnistar og bandamenn þeirra, telja, að , aktíur“ þeirra hækki í verði, við hvert afla- lsysisár sem bætist við hin fyrri. Þjóðhollusta þeirra kem- ur þar greinilega fram í dags- ljósið. Framsókn bærir á sjer Eins og kunnugt er, hefur Framsóknarflokkurinn við og við, allt frá því þingi var slit- ið í vor, ymprað á því, að hann myndi heimta kosningar á næst unni og nýtt þing komi sam- an, til að leysa dýrtíðarmál- in. Fyrst áttu þær að vera á slættinum, að undangengnu sumarþingi. Síðan um göngur, Og nú, eftir að haustannirnar eru afstaðnar að mestu. Hermann Jónasson hefur, allt frá því núverandi stjórn tók við völdum, talið, að hún væri þá og þegar á förum. En hann hefur ekki beinlínis stefnt að hraðkosningum. Fyrri en hyllti undir aflabrestinn. Hermann Jónasson er orðinn alveg einstætt fyrirbrigði í stjórnmálum vestrænna þjóða. Hann ætlar sjer sem sje að leika lýðræðissinna og taka samhliða upp samstarf við kommúnista, verða verkfæri í höndum þeirra. Rjett eins og ekkert hafi gerst og ekkert breyst í við- skiftum kommúnista við lýð- ræðisþjóðirnar, eftir að styrj- öldinni lauk og yfirstjórn kom- múnista hóf hið vopnlausa svo nefnda „kalda stríð“ gegn hin- um vestrænu þjóðum og öllum K U R B almennum mannrjettindum þeirra. Takist honum í eitt sinn að vinna þorra manna innan Fram- sóknarflokksins til fyigis við ofbeldið, þá hefur ekki aðeins Hermann Jónasson drukkið sinn pólitíska bikar til botns, heldur fer flokkur hans, ,,bændaflokkur“ í stjeli ofbeld- isins, beina leið, í heilu líki, niður fýrir svarta bakkann. — Mistakist hin pólitíska aflraun í fyrstu lotu, þá stenst flokkur hans áfallið af fíflsku hans. En Hermanni Jónassjmi skýtur ekki upp að nýju í íslenskum stjórnmálum. Á að lána flokkinn? Síðustu fregnir, sem berast hje'r um bæinn, um brask Her- manns Jónassonar í kosninga- undirbúningi hans, eru þær, að honum hafi dottið í hug að selja flokk sinn hjer í Reykja- vík á leigu. Hafa hjer engan í kjöri fyrir Framsókn, en fyr- irskipa flokksmönnum þeim, sem hjer eiga kosningarrjett, að þeir kjósi væntanlegan fram- bjóðanda ,.Þjóðvarnarliðsins“, eða ,,hinna fínu“. Ekki er fregn þessi staðfest. En kosningaund- irbúningur Tímamanna er kom inn á fullt skrið, að því er blað þeirra hermir. Hefir að því verið vikið hjer áður, hvernig ,,programmið“ er í dýrtíðarmál unum, ekM annað en sýndar- mál og felumyndir, mál. sem Alþingi fekkst ekki til að ræða, vegna þess hversu ómerkileg þau eru, eins og skömmtunar- seðla firraú, sem aðalfundur S. í. S. vildi ekki líta við- En eitt í þeim málefnaflokki, sem Framsókn hyggst a5 veifa undir kosningar, vekur eftir- tekt. Að þar er mikið talað um húsaleigumál og ráðstafanir til þess, að fólki verði sem greið- ast að setjast að við sjávarsíð- una. Eftir því að dæma býst Framsókn fastlega við að fólks straumurinn úr sveitunum haldi áfram. Það verði í öllu falli ekki Framsókn, sem kippir því öfugstreymi í lag. Enda fyrir því þrjátíu ára reynsla, að í því efni er flokkur sá fullkom- lega vanmegnugur. Má að vissu leyti telja fram- för^ að Framsókn skuli með sjerstakri umhyggju sinni fyr- ir húsnæðismálum, húsaleigu og öðru, vera farin að viðurkenna að „bændapólitík“ hennar hef ir snúist frá ræktunar- og fram fararmálum sveitanna, í það, að útvega bændum og búalýð sem greiðastan aðgang að verustöðum á mölinni. Enn ríkir kyrð í djúpum dal Sama kyrðin og lognið er yfir kommúnistum þessa lands, eins og verið hefir undanfarn- ar vikur. Þeir flokksmann- anna, sem hafa brugðið sjer austur fyrir Járntjald, hafa fengið að sjá og heyra hvað þar gerist og hvernig þar er umhorfs, hafa komið hljóðir og þögulir heim, og varist allra frjetta. Samt hefir það frjettst með sannindum, að yfirstjórn flokks R JEF ins hafi síður en svo kippt af íslensku deildinni hendinni. — Því fullvíst er, að Moskva- stjórnin hefir einmitt á þessu sumri ákveðið, að flokksdeildir hennar á Norðurlöndum eigi að mynda sameiginlega undir- deild i Kominform. Þó um þetta sje ritað í heims blöðum, að norrænir kommún- istar hafi hlotið þessa upphefð, að verða sjerstök kominform- deild, hefir Þjóðviljinn ekki minst á þetta einu orði. Ekkert er um það vitað með vissu, hvaða íslendingar sjeu útnefnd ir, eða valdir. til þess að vera trúnaðarmenn flokksbrots síns í hinni norrænu Kominform- stjórn. Hvort það er Brvnjólf- ur Bjarnason sjálfur, eða Ein- ar, eða t. d. bókmenntafræð- inguiinn Kristinn Andrjesson, maðurinn, sem rússneski sendi herrann sagði um árið, að væri sá íslendingur, sem Moskvastjórnin gæti treyst best allra íslenskra manna. Aldrei hafa kommúnistar látið neitt uppi um það, hvaða fulltrúar hafa farið hjeðan á fundi þá, sem haldnir hafa ver- ið, t. d. til þess að undirbúa stofnun hinnar norrænu Kom- inform-deildar. Alt á þetta að vera með hinni fylstu leynd. Eins og Einar Olgeirsson ætlaði ekki að láta það vitnast, að hann hefði farið til Prag, og •setið þar flokksfund með „höf- uðpaurnum Gottwald. Að það hefði verið þar, sem hann misti málið. Hið eina sem vitnast hefir um þátttöku islenskra manna í Kominform-fundum er, að hinn ungi skógræktarnemi Sig- urður Blöndal sat á undirbún- ingsfundi með Hertu Kusinen, hinni finsku í Oslo í fyrravor. Hið rússneska þrælahald Annars hafa hinir íslensku kommúnistaforingjar oft tekið til máls, og tekið upp í sig, út af minna tilefni en þegar frjettist um að skjallegar sann anir væru fram komnar fyrir því, að sovjetstjórnin hefði í lögum sínum sjerstakan bálk um þrælahald, er væri hið stófeldasta, sem mannkynssagan getur um. Það var, sem kunnugt er, for maðurinn í bresku sendinefnd inni í fjárhagsráði Sameinuðu þjóðanna í Genf, sem kom fram með ljósmyndir af lagafyrir- mælum Moskvastjórnarinnar um þrælahaldið. Lögin heita „Lög um betrunarvinnu“ (!). Hin svonefnda „betrunar- vinna“ Sovjetríkjanna er þrenns konar, samkværftt lögum þess- um. Menn geta verið settir í hana heima við, á vinnustað sinum, fluttir í útlegð eða settir í fanga eða þrælabúðir undir umsjón herliðs. Eftir að skjallegar sannanir voru komnar fram um lögin um þrælavinnuna hefir Moskva útvarpið hamast gegn þessu. Segir m. a. að hjer sje um að ræða afskræmdan áróður, og fölsun á vinnulöggjöf hinna rússnesku byltingamanna. — í orðskvaldri útvarpsins bólar þó ekki á neinum rökum. Og al- 6. ágúsf drei hefur verið með einu orði gefið i skyn, að Moskvastjórn- in muni bjóða nokkrum erlend- um fulltrúum t. d. frá S. Þ til þess að athuga hvernig hin sjerkennilega ,,betrunarvinna“ er í framkvæmd. Moskvaútvarpið segir1 aðeins að vinnulöggjöf Sovjetríkjanna sje hin mannúðlegasta í heiroi!!! Þá hafa menn heyrt það. Mannúð kommúnista Samkvæmt skjallegum sön:n- unum, er „mannúðin" austan Járntjaldsins m. a. þessi: Að hver sá verkamaður, sem, kemur í eitt sinn 20 mínútura of seint til vinnu sinnar, eða er alls þrisvar of seinn í sama mánuði, hann er settur í þving- unarvinnu með fjórðung launa. Þetta er mildasta form íyr'u þrælkun. Næsta gráða er „Silka“ Þ. e. a. s. menn eru dæmdir til út- legðar eða reknir i útlegð. til svo fjarlægra' staða, að ilótti þaðan er útilokaður. Þar eiga tnenn annað hvort að dúsa u:ra tiltekið langt árabil. ellega: ævi langt. Er þeta fvrirkomulag í rðal- atriðum hið sama, og tíðkaðist á keisaratímunum og illræml var er menn voru reknir i útlegð fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. En alt er þetta nú með meiri harðýðgi en áður Var. Hægt er að setja menn í útlegð án nokk- urs undangengins dóms, eða án þess svo mikið sem um form- lega ákæru sje að ræða. Jafnvel hægt að reka menn út í útlegð og þrælkun, eftir að þeir hafa ve:r- ið sýknaðir af ákærum, ef að- eins grunur leikur á, að þeir sjeu líklegir til að sýna sovjet- stjórninni andúð. Þriðja stig þrælkunarinnar er verst, og þungbærast. Þar sera menn eru látnir þræla í fanga- búðum, undir eftirliti her- manna. Hægt er, samkvæmt lögunum, um „betrunarvinnu'* að hneppa menn í þann þræl- dóm, án nokkurs dóms eða rjettarhalda, aðeins ef hin al- valda leynilögregla sovjetstjórn arinnar álítur, að viðkomandi hafi tilhneigingu til að snúast gegn harðstjórninni. — Slíkir menn eru umsvifalaust látnir hverfa á bak við gaddavirs- girðingara þrælabúðanna. Það er þegar margkunnugt hvernig meðferð þeir fá, tera lenda í þrælabúðum Sovjet- ríkjanna. Hvernig menn eru píndir til þrælkunar klæðlitlir, hungraðir, uns þeir hníga M-rt örmagna. Að sjálfsögðu verður ekki ú þessu stigi málsins vitað vissu, hve margir eru nú i þræilt un, eða þrælabúðum Sovjet- ríkjánna. Því svo vandlega.er þeim kvalastöðvum lokað. Eu giskað er á, að alls sje rúss- neskir ríkisþrælar ekki innan- við 10 milljónir. Segir sú tala í sjálfu sjer ekki mikið. Því ekki er hægt að vita með vissu hve menn halda þar líír af» meðaltali lengi, eða öllu heldur stuttan tíma. Menn hafa í minni að í sovjetparadísinni er daúða- refsing afnumin. Því með þræla búðum er hún hreinasti c>þarfi. Framh. á fcls. 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.