Morgunblaðið - 07.08.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. ágúrt 1949. — Meðal annara orSe Fih. af bls. 6. í þessu tilfelli verður mað- ur sjerstaklega snortinn af kald hæðni örlanganna. því ef ekki hefði verið að verki sjálf nátt- úruöflin, er ekkert líklegra en að geirfuglinn hefði lifað þau 50—60 ár, sem á vantaði, þar til maðurinn tók að vernda sjaldgæf dýr í stað þess að eyða þeim. Þá væri sennilegt að margir myndu gera sjer ferð á hendur til íslands, til að sjá geirfuglinn. MIKIÐ LÍF í ELDEY En Eldey er ekki aðeins stað ur fyrir dapurlegar hugrenn- ingar. Þar er ennþá varpstaður fyrir aragrúa af sjófuglum. — Teistan, álkan og ritan eru í þyrpingum í klettunum. Fýll- inn hefir hreiður sin í skorum nálægt brúninni. Og þarna er önnur mesta varpstöð súlunn- ar í heiminum. Við fundum að henni hefir fjölgað frá því 1939. Öll flötin efst uppi er þakin af iðandi súlum. Frá því 1939 hefir Eldey verið friðuð. — Svo að súlurn- ar, teisturnar, fýlungarnir og mávarnir eru úr.allri hættu. En sillan lægst niðri er dapur- legur minnisvarði um sjerkenni legasta fuglinn, sem nú og fyr- ir alla eilífð er horfinn. Adsnauer heldur kosningaræðu NURMSBERG, 6. ágúst. — Konrad Adenauer foringi kristi lega demókrataflokksins í Þýskalandi hjelt kosningaræðu hjer í borg í dag og segir frjetta ritari þýsku frjettastofunnar, að hann hafi aldrei sjeð þvílík- an mannfjölda saman kominn. Kommúnistar reyndu að koma af stað uppþoti með grjótkasti, en lögreglan ýtti þeim til hlið- ar. Adenauer lýsti því í ræðu sinni, að sósíalisminn hefði sýnt það, að hann ætti ekki heima í nútímanum. Sósíalisminn hefði verið öflug stefna á undanförn- um áratugum, en nú hefði hún sjálf sýnt, að hún væri tóm blekking og fólkið væri farið að snúa baki við henni. — Reuter. IBlMMI'illfHiOil ii v-. •> GEIR ÞORSTEINSSON HELGIH. ÁRNASON verkfrœötngar Járnateiknmgar Miðstöðvateikningar Mœtingar o.fl. TEIKNISTOFA AUSTURSTRÆT114,3.hœð Kl. 5-7 Stórt smyglmál á döfinni í Hötn Einkaskeyti frá NTB. KAUPMANNAHÖFN, 28. júlí. — Upp hefur komist um stór-. felt smyglmál. Frá Þýskalandi heiur verið smyglað kynstrum af hnífum og skærum, fyrir miljónir króna. Er talið, að'um vöruskifti hafi verið að ræða, en hnífarnir og skærin verið keypt á svörtum markaði. — Nokkrir menn hafa verið tekn- ir fastir og þar á meðal þektur verksmiðjustjóri frá Jótlandi. Rannsókn er hafin á því, hvort mál þetta kunni að standa í sambandi við svonefnd kóngu- lóarmál. Churchili skrifar, máfar og syndir RÓMABORG, 3. ágúst; — Winston Churchill dvelst nú í; smábænum Gardorte á Ítalíu, og vinnur hann að því að rita þann kafla endurminninga sinna frá stríðinu, sem fjallar um bardagana á Ítalíu. — Milli skrifta hvílir hann sig við að mála og synda í sjónum á bað- ströndinni. — Reuter. Norskur landráðamaður dæmdur í 6 mánaða fangelsi ÞRÁNDHEIMUR, 29. júlí. — í borgardómi Þrándheims var í dag kveðinn upp dómur í landráðamálinu gegn fjelaginu Strangers. Fjelag þetta hafði unnið í þágu Þjóðverja á stríðs árunum. Framkvæmdastjóri fjelagsins Svein Thorsen var dæmdur í sex mánaða fangelsi og 12,000 króna sekt. — NTB. ]..PÚSNÍÍVGASANDUR^'} frá Hvaleyri Simi: 9199 or 909Í. \ GuSmundur Magnússon .......mmmm......... iiiiiiniiiiiiiiiiiitiniiiMiiiiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* j áuglýsendur afhugiSi | | að ísafold og Vörður er I I vinsælasta og fjölbreytt- i I asta blaðið í sveitum = i landsins. Kemur út einu i | sinni í viku — 16 síður. i u = Frá Generab Motors verksmiðjunum útvegum vjer með skömmum íynrvara hinar glæsilegu OLDSMOBILE, model 4949 bifreiðar. Kynnid yður kosti OLDSMOBILE áÖur en þjer ákvéöö kaup á bijreiÖ. Einkaumboö á íslandi: GISLI HALLDÓRSSON í VERKFRÆÐINGAP & VJEIIStlAI Hafnarstræti 8. Simi 7000 Einu sinni OLDSMÓ Allt af OLDSMÓ Ki E3 á i: m £11111111 lllllllllllllllllllllllllllllllllllfl«l IMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIirilllllllllllllllllllllllllflllllflllllllllHlllllllllllllfllHllilllllHIIIIIIIVIII IIIII7IIIIIIMIIIMMMIIIIIIIIIIMIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII111111111111111111111111111111111 - Mtrkáf ^ijdini iii ii ii 1111111111111111111 & A Eftir Ed Dodd MIMIIMIIIII MMMIIMIIIMIIIMMIIIIMMMIIIIIIIIIIIII1111111111111111111111111111 Markús kafar undir vatns- yfirborðið til þess að verða ekki fyrir viðarbolunum, sem eru að, falla niður í vatnið allt í kring. En Vígbjörn er ekki eins heppinn. — Hvað er þetta? Jeg heyri ekki betur en trjáviðarlestin hafi hrapað niður af beygjunni við Bjórstíflu, pabbi. Við verð- um að flýta okkur þangað, því að líf manns getur legið við. Mai kús er heill á húfi. Hann sjer-, hvar Vígbjörn skýtur upp og syndir til hans til að bjarga1 honum. • Reyfcjavíkurbrjef Frh. af bls. 7. Hafa þeir alveg mist málið? Líklegt væri, að Þjóðvií^fin teldi sjer skylt, að hafa eitt ag annað upp eftir Moskvaútvarp- inu um þetta mál. Láta lesend- urna heyra og sjá, að ritstjórn kommúnistablaðsins hundsi ekki frumheimild allrar komm- únistiskrar ‘,visku‘, og fyrirskip- ana, þegar hið eina sanna út- varp í hinni jarðnesku para- dís kommúnismans á í vök að verjast. En Þjóðviljinn þegir. Dag eft- ir dag. Rjett eins og honum komi þrælahald í Sovjetríkjun- um ekkert við. Það er þó þetta stjórnarfar, sem kommúnistablaðið berst fyrir, að komist á, hjer. Það kann að láta undarlega í eyr- um. En svona er það samt. Ómótmælanlega. Alla sína ævi hefur Þjóðvilj- inn haldið því fram, að alt sem kommúnisminn færir þjóðun- um, sje til góðs, til blessunar, til menningarauka. Að því, sem gerist í Rússlandi, undir hinni kommúnistisku stjórn, beri öll- um þjóðum að stefna. Komið hafa fram- skjallegar óyggjandi sannanir fyrir einu mikilsverðu atriði í stjórn kommúnista í Rússlandi, sem vekur hrylling allra siðmennt- aðra þjóða, Þjóðviljinn þegir yfir þessu. Hvað þýðir sú þögn? Uppgjöf? Tæplega. Hræðsla við staðreyndir? Sennilegra. Verða hinir rússnesku yfir- menn hinnar íslensku flokks- deildar lengi ánægðir með þá þögn? Við sjáum hvað setur. Ólíklegt er ef , Jóhannes úr Kötlum t. d. sje af baki dott- inn. Svo frakkur var hann fyr- ir nokkrúm vikum, er hann mótmælti öllum fregnum að austan, um ríkisþrælahald. Og hvað segir „vaxtarbroddurinn frá Hofteigi“? Þorir hann að halda því fram á prenti, að það stjórnarfar og sú harðsvíraða kúgun, sem fæðir af sjer þræla- hald, sje það sem koma skal á Islandi, þjóð vorri til blessunar og frama? - Mindszenty (Framh. af bls. 21 Seinustu hirðisbrjef karclí- nálans. Skjölunum lýkur á seinasta hirðisbrjefi Mindszentys kardí- nála, sem gefið var út í nóv- ember 1948, og aðventusboð- skap hans til prestanna. Hirð- isbrjefið gefur til kynna þá ó- haggandi ætlun hans, að segja hug sinn allan í „landi, sem er dæmt til að þegja“, og þar sem „almenningsálitið hefir vérið gert að óhæfu“. Aðventuboðskapurinr. til prestanna hefur að geyma þessa mikilvægu leiðbtiningur „Ef Kirðisbrjefunum skyldi fara fækkandi, vegna ríkjandi aðstæðna. þá er næga leiðsögn að fá í páfabrjefum frá sein- ustu árum. Við verðum endi- laga að styðjast við þau áfram“ Þessi bók er dýrmætt tillag til sögunnar, en hún er meira. Hún er hróp til kristinna manna um heim allan, hvort sem þeir eru kaþólskir eða ekki, að varpa frá sjer blekkingunni: — „Þetta getur ekki gerst hjer“, og athuga sinn gang að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.