Morgunblaðið - 24.08.1949, Síða 1
16 sáður
Ennþá einn ósigur
í Siiiiif&n
KAUPMANNAHÖFN, 23. ágúst: -— Danskir kommúnistar biðu
enn í gærkvöldi hinn herfilegasta ósigur í verkalýðshreyf-
ingunni, er landsþing kyndara samþykkti með 25 atkvæð-
um gegn 21 ályktun þess efnis að vara við moldvörpustarf-
semi kommúnista.
í ályktun fundarins segir, að moldvörpustarfsemi komm-
únista í verklýðsfjelögunum sje klofningstilraunir. sem
gerðu kyndurum erfiðara fyrir í baráttu þeirra fyrir betri
lífsafkomu og t'jelagslegum framförum.
„Kyndarar vilja ekki vera tilraunakanínur fyrir pólitíska
leirkerasmiði“, segir í ályktuninni. — Páll.
FraniIeiSsSygeld rússneskra
verkamanna mm minni en
Hagfræðinpr gerir samanburð á vinnuafköslum
einslakiinga víðsvegar í heiminum
VINNUAFKÖST einstaklinga, miðað við vinnutíma, eru 8V2
sinnum meiri í Bandaríkjunum en Rússlandi. Þetta kemur fram
í álitsgerð, sem Colin Clark, hagfræðingur hjá Ástralíustjórn,
hefur samið, að undangengnum víðtækum rannsóknum.
Nákvæmur samanburður * .
Blaðið New York Times skýr
ir frá þessum rannsóknum og
segir, að hjer sje á ferðinni
fyrsta stórfelda tilraunin til að
gera nákvæman samanburð á
framleiðslugetu einstaklinga
víðsvegar í heiminum.
Blaðið segir, að niðurstöð-
ur Clarks bendi til þess, að
framleiðslugeta Sovjetríkj-
anna sje svo lítil samanbor-
in við mannfjölda, að land-
ið eigi heima í sama flokki
og þær þjóðir í Austur-
Evrópu, sem skemmst eru
á veg komnar menningar-
lega.
Bretar og Frakkar
Að ítölum undanteknum, eru
Rússar eftirbátar allra þeirra
þjóða, sem eitthvað hafa afrek-
að á sviði iðnaðarframleiðslu,
segir í skýrslu hagfræðingsins.
Hann telur, að framleiðslugeta
breskra einstaklinga sje um
fjórum sinnum meiri en Rússa,
og franskra um 2,5 sinnum
meiri.
Hveitiframleiðsla í Bandaríkjunum
WASHINGTON — Talið er, að
framleiddir hafi verið 19.900.00 sekk
ir af hveiti i Bandaríkjunum i júni
s. I. .
í FRJETTUM hefur undanfarna daga verið skýrt frá óeirðum, sem kommúnistar í Finnlandi
hafa stofnað til í sambandi við verkföll bar í landi. Myndin er tekin í Kemi núna fyrir helg-
ina, þar sem einn maður beið bana í óeirðunum.
Júgóslavnesk bc rn eru í
haldi í fangabúðum Rússa
Soviefistjórnin neitnr
sendcs þsiffl
filjo joínvel koma I
veg fyrir alheimsfrið
Tilraunir kommúnisla lil að hindra endurreisn-
ina hafa alveg farið úf um þúfur
WASHINGTON, 22. ágúst — George F. Kennan, ráðunautur hjá
bandaríska utanríkisráðuneytinu, sagði í ræðu í kvöld, að þau
öfl væru nú að verki í veröldinni, sem jafnvel beindu haturs-
árásum sínum gegn heimsfriðnum. Kennan nefndi þessi samtök
ekki msð nafni, en hann vakti athygli á tilraunum kommúnista
til að hindra efnahagslega endurreisn eftir styrjöldina og til að
koma í veg fyrir pólitískt jafnvægi víðsvegar í veröldinni.
Ráðstefna um
Indónesíu
HAAG.23. ágúst: — Dr. Drees,
forsætisráðherra Hollands, setti
í dag ráðstefnu þá um Indónes
íu, sem hollenska stjórnin boð
aði til á sínum tíma. Á ráð-
stefnunni, sem fjalla á um
stofnun bandaríkja Indónesíu,
eiga sæti um 150 fulltrúar og
ráðunautar þeirra.
Kommar fara halloka
Kennan tók það þó fram í
ræðu sinni, að þeim mönnum,
sem þerjast fyrir endurreisn
Vestur-Evrópu, hefði talsvert
orðið ágengt. Kommúnistaflokk
arnir í þessum hluta álfunnar
hefðu á hinn bóginn tapað fylgi
og ekkert Evrópuland, sem her-
ir Rússa ekki fóru yfir í síð-
ustu styrjöld, hefði enn orðið
kommúnismanum að bráð.
Ræðu Kennans var útvarpað
um öll Bandaríkin.
MADRAS — Pipar hefir nú hækk-
að í verði hjer vegna aukinnar eft-
irspurnar á heimsmarkaðinum.
Fimm hundruð far-
ast í
HONGKONG, 23. ágúst.
Yfir 500 manns ljetu lífið
í dag, er kínverskt flutn-
ingaskip, sem hlaðið var
skotfærum, sprakk í loft
upp á höfninni í Kaoshiung
á Formosa.
Sprengingin orsakaði mikl-
ar skemdir á mílustóru
svæði við liöfnina; meðal
annars gereyðilögðust tíu
vörugeymsluhús.
Harcorð orðsanding Jújóslavíusprnar
Einkaskeyti til Mbl frá Reuter.
BELGRAD, 23. ágúst. — Júgóslavneska frjettastofan „Tan-
jug“ tilkynnti í dag, að stjórnarvöld Júgóslavíu hefðu sent Rúss-
um nýja orðsendingu, þar sem vísað er á þug öllum þeim áróðri,
sem rússnesk blöð og útvarpsstöðvar undanfarna daga hafa
haldið uppi gegn stjórn Titos marskálks.
Neila að dðila opinberlega um sSefnuna
í orðsendingu Júgóslava segir meðal annars, að þeir hafi alls
ekki í hyggju að deila um það opinberlega við rússnesku stjórn-
ina, hver sje stefna og tilgangur Júgóslavíustjórnar. Þá kem-
ur og fram í orðsendingunni, að stjórn Stalins hefur fjölda júgó-
slavneskra borgara í haldi í fangabúðum sínum og neitar að leyfa
þeim að hverfa heim. Meðal þessara Júgóslava eru börn, eins og
greinilega kemur fram í orðsendingu Titos, þar sem segir: „Sam-
tímis þessu minnist rússneska stjórnin ekkert á þau júgóslav-
nesku böru, sem nú eru í Sovjetríkjunum og sem stjórnarvöld
Júgóslavíu hafa þráfaldlega krafist að send yrðu heim“.
Þessi orðsending er svar við''4
rússneskri orðsendingu frá 18. hafa afskifti af innanlandsmál-
^þessa mánaðar. í henni segja
Júgóslavar: — Júgóslavnesku
stjórnarvöldunum þykir sjer
skylt að ítreka það, að Júgó-
slavía er óháð og sjálfstætt ríki
og að Júgóslavar eru undir öll-
um kringumstæðum frábitnir
'því að leyfa nokkurri þjóð að,
um smum.
Þvingunarráðstaf-
anir duga ekki.
Þá segir og í þessari yfirlýs-
ingu Júgóslava, að stjórn Titos
hirði ekki um að eyða orðum
að þeirri fullyrðingu Rússa, að
Framh. a ols. 12.