Morgunblaðið - 24.08.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. ágúst 1949. TII SKIPAN TEITIMGAHALA VEITINGAMENN í Reykjavík, meðlimir Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, hjeldu með sier fund þ. 8. ágúst s.l., til þess að ráðgast um það, hverjar lag- færingar á málefnum veitinga- starfseminnar væru nauðsyn- legar í því skyni, að hún geti á sómasamlegan hátt gegnt skyldum sínum við landsmenn og erlenda gesti. Hr. Sigurjón Danivalsson, fulltrúi, var mætt- ur á fundinum fyrir hönd Ferða skrifstoíunnar. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar og rökstuddar á eftir- farandi hátt: Hótelbygging í Reykjavík Samþykkt var áskorun til Al- þingis, ríkisstjórnar og bæjar- stjórnar Reykjavíkur um, að þessir aðilar gerðu allt, sem þeim væri unnt, til þess að greiða götu þeirra manna, sem reisa vilja hótel í Reykjavík. Þörfin fyrir hótel í Reykja- vík er viðurkennd, m. a. af Al- þingi, sbr. lög nr. 36, 1946. — Nægir að benda á eftirfarandi staðreyndir: Hótelherbergi eru nú 112 í Reykjavík með 180 rúmum, þar með talinn Gamli stúdentagarðurinn, sem einung- is starfar tæpa fjóra mánuði ársins. Hótelherbergjum hefur þannig fjölgað um aðeins 8 og rúmum um 22 síðan Hótel Borg var reist fyrir 19 árum síðan. Á sama tímabili hefur íbúum höfuðstaðarins fjölgáð um 26.500, eða næstum því 100%, og íbúum landsins í heild um 29.000. Samgöngur bæði innan- lands og við útlönd hafa batnað stórkostlega á þessu tímabili, þannig að einnig af þeim ástæð- um er fjöldi gesta í höfuðstaðn- um jafnan margfalt meiri en hann var 1930. Veitingaskatturinn Samþykkt var að skora á Al- þingi að athuga, hvort ekki sje unnt að láta veitingaskattinn, eða hluta hans; renna til sjóðs, sem hefði það hlutverk að veita lán til byggingar nýrra gisti- og veitingastaða og til endur- bóta á þeim, sem fyrir eru. Gestum veitingastaðanna hef ur síðan 1930 verið gert að greiða 10% skatt af söluverði svo að segja allra veitinga, sem þeir neyta. Er skatturinn inni- falinn í verði veitinganna og innheimtur af veitingastöðun- um f. h. ríkissjóðs. — Skattur- inn var upphaflega rjettlættur með því, að ,,það fólk, sem eink- um sækti veitingastaði, væri einhleypt fólk. ef það hefði pen- ingaráð, sem ekki hugsaði um að spara fje sitt, en eyddi fjenu jafnskjótt og það sparaðist, til þess að veita sjer skemmtanir og lífsþægindi.11 Nú á tímum dettur sennilega engum í hug að rjettlæta þessa skattheimtu með ofangreindum hætti. Eðli- legast væri, að skatturinn yrði felldur niður þegar í stað, þann ig að verðlag á veitingum geti lækkað um 10%. Ef á hinn bóg- inn er haldið áfram að inn- heimta hann, má telja sann- gjarnt, að sú upphæð, sem gest- ir veitingastaðanna greiða þann ig árlega til ríkissjóðs, 2Vz millj króna, skv. síðustu fjárlögum, verði varið til lánastarfsemi í ® ra ® ssi§ vin* 'eitingar veltmgaieyfl Veifinga og gisfihússigendyr ræHa snáfið því skyni, að reist verði full- komin hótel, þar sem þeirra er (■ þörf, og gisti- og veitingastarf- semin í landinu bætt. Endurskoðun veitin galöggj af ar Samþykkt var áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að láta nú þegar fara fram endur- skoðun á veitingalöggjöfinni. Lögin um veitingasölu og gistihúsahald eru frá árinu 1926. Eru þau löngu orðin úr- elt. Þykír*veitingamönnum. sjálf sagt, að þau sjeu tekin til gagn- gerðrar endurskoðunar og sam- in að nýju eftir fyrirmyndum hliðstæðrar löggjafar á Norður- löndum. Innflutningur nauðsynja Samþykkt voru tilmæli til ríkisstjórnarinnar um það, að veitingastarfseminni í landinu yrði jafnan sjeð fyrir innflutn- ingi á þeim varningi, sem henni er nauðsynlegur, til þess áð henni sje unnt að fullnægja þeim minnstu kröfum, sem til i hennar verður að gera. Sam- ( bandið telur eðlilegast, að sam- 1 tökum veitingamanna sjálfra j verði falin úthlutun á þeim inn- ! flutningskvóta, sem fært þykir að veita veitinga- og gististarf- seminni hverju sinni. Samkvæmt skýrslu, sem Ferðaskrifstofan sendi Við- skiptanefnd 14. jan. s.l., var tal- ið, að ekki yrði hjá því komist vegna ,,þrifnaðaröryggis“ að veita innflutningsleyfi fyrir eft- irtöldum vörum: 20—25 þús. metrum rúmfata- efni, 6—7 þús. handklæði, 17— 18 þús. bollapör, 6 þús. metrum borðdúkaefni, eldhúsáhöld fyrir 100 þús. kr., 100 salernisskálar, 100 handlaugaskálar. Ofangreind áætlun miðast aðeins við þarfir þeirra veitinga staða, sem reknir eru að meira eða minna leyti í sambandi við flutningakerfi landsins. Mæltist Ferðaskrifstofan til þess, að gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi yrðu veitt til veitinga- manna fyrir þessum varningi. Skýrslu Ferðaskrifstofunnar og tilmælum var ekki sinnt á nokk urn hátt. Stjórn sambandsins átti tal við nefndina um svipað leyti og óskaði eftir gjaldeyris- og innflutningsleyfum fyrir þessum vörum. Var þeim óskum tekið likindalega, en efndir urðu engar. Einstaka veitingamönn- um tókst þó siðar fyrir harð- fylgi sitt að fá smávægileg gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir ýmsum ofangreindra nauð synja. Hefur þetta að vonum vakið óánægju og gremju hinna sem afskiptir urðu. Heilbrigðiseftirlitið hefur skýrt frá því, að eftirlit þess með veitingastarfseminni væri að töluverðu leyti þýðingar- laust, meðan veitingamönnum sje um megn að lagfæra það, sem aflaga fer, vegna skorts á nauðsynlegustu tækjum. Fjelagsmerki og leiðarvísir Samþykkt var að láta þegar í stað búa til merki S.V.G., og senda það meðlimum þess með tilmælum um, að þeir hefðu þau uppi á gisti- og veitinga- stöðum sínum. Meðlimir S.V.G. eru aðeins um 30 að tölu. Eru það allt veit- ingamenn, sem hlotið hafa við- | urkenningu almennings fyrir, góðan viðurgerning við gesti j sína. Er ætlun S.V.G. að auð- kenna þessa staði jafnframt því, sem þa’ð veröur auglýst, þannig að ókunnugir geti haft merkið til marks um það, að þar muni þeir hljóta góöan beina. Er það von S.V.G., að þessi merking muni stuðla að vöndun gisti- og veitingastaðanna á viðurgern- ingi við gesti sína. Samþykkt var að leita sam- vinnu við Ferðaskrifstofuna og aðra aðila um útgáfu hentugs leiðarvísis fyrir ferðamenn. Slíkir leiðarvísar eru gefnir út á Norðurlöndum og víðar. Segja má í stuítu máli, að í þeim sje að finna leiðbeiningar til ferðamanna um það, hvað þeir eigi að gera. hvert þeir eigi að fara, hvað þeir eigi að sjá, hvar þeir eigi að borða, versla og búa þann tíma, sem þeir dvelja í landinu. Vínveitingar Samþykkt var að skora á Al- þingi að breyta áfengislögunum þannig, að ríkisstjórninni verði heimilað að veita þeim gisti- og veitingastöðum, sem líklegt þyk ir, að erlendir ferðamenn mundu helst vilja sækja, leyfi til vfeitinga á áfengu öli, borð- vínum og sterkum drykkjum, eða þessu þrennu, mánuðina júní, jújí og ágúst ár hvert. Jafnfraröt var samþykkt að skora á ríkisstjórnina að hlut- ast til um, að verðlag á borð- vínum yrði fært eins mikið og fært þykir til samræmis við verðlag á þessum víntegundum í nágrannalöndum okkar. — í nágrannalöndum okkar þykir sjálfsagt, að menn geti keypt sjer vín á veitingastöðum. Hafa ferðamenn, sem hingað hafa komið kvartað yfir því, að þetta skuli ekki vera hægt hjer. Samþykkt var að skora á rík- isstjórnina að fylgjast með því eftir föngum, hve'rjar gjaldeyr- istekjur þjóðin hefur af erlend- um íerðamönnum. íslendingar hafa í dag tekjur af komu erlendra ferðamanna hingað. Munu allir vera á einu máli um, að þessar tekjur sje hægt að auka með auglýsinga- starfsemi og öðrum ráðstöfun- um, en nauðsynlegt er að fylgj- ast með því, hvort þær ráðstaf- anir beri tilætlaðan árangur. RAGNAR JONSSON, j hæstarjettarlögmaður, } Laugavegi 8, sími 7752. j Lögfræðistörf og eigna- j uinsýsla. I lllllllllllllllll Ný aðferð við gerð vefheysfuma hefur verið fekin í notkun hjer á landi. í GÆR var frjettamönnum boðið ásamt fleirum að skoða mannvirki þau, sem á vegum Hafnarfjarðarkaupstaðar eru í uppsiglingu eða þegar fullgerð suður í Krýsuvík og þá sjer- staklega votheysturna þá, er rísa þar nú af grunni. Að ferða- lokum bauð bæjarstjórn Hafnarfjarðar mönnum til kaffi- drykkju þar, sem nokkrar ræður voru fluttar. Enniremur sýndi Lindman verkfræðingur skugg heysturna í Svíþjóð. Lagt af stað. Vagninn sækir jafnt og þjett á bratta Krýsuvíkurvegarins. Það er súld, en þó keyrir um þverbak, er til Krýsuvíkur kem ur, þar sem þokan byrgir alla útsýn. Loks sjest djarfa fyrir þúst- um nokkurum úti í sortanum. Er þá numið staðar og litast um. Fyrir mönnum gnæfa tveir turnar allfyrirferðarmikl ir. Er annar þegar kominn í fulla hæð en hinn er í deigl- unni. Umhverfis er auðn og kyrrð. Votheyið verkast best í turnum Votheysgerð hefir lengi tíðk ast hjer á landi, og hefir löng um verið notast við frumstæð- ar aðferðir. Fyrrum notuðu menn jarðholur eða gryfjur, nú eru turnar viðurkenndir bestu geymslurnar. Votheysturnar voru fyrst teknir í notkun í fyrra hjer á landi. Voru þeir úr timbri og fluttir tilbúnir inn frá Svíþjóð. Nú er hinsvegar farið að steypa turnana, og er fyrirhugað að tíu turnar verði steyptir hjer á landi í sumar. Ný aðferð við gerð turnum. Fyrsta turni þessarar tegund ar var lokið nú fyrir skömmu. Er hann í Gljúfurholti í Ölvusi- Turn þessi er 14 m. hár og 5 metrar í þvermál. Reis hann af grunni á 64 klst., þótt ekki ynnu við hann nema 4 menn- Vitan- lega var alt efni tilbúið á staðn um. Turnarnir tveir, sem verið er að reisa í Krýsuvík, eru sömu stærðar og turninn í Gljúfurholti. Fjórir til fimm menn vinna þar við að steypa turninn upp, tók þá 66 klst. að ljúka þeim, sem þegar er full- gerður- Þessum mikla vinnuflýti veld ur nýr útbúnaður, sem notaður er við verkið. Er upphafs- maður hans Svíinn Emrik Lind man verkfræðingur. Er hjer um að ræða hreyfanleg mót úr málmi, sem með litilli fyiir- höfn eru færð upp eftir því sem turninn hækkar án bess nokk- urn tíma þurfi að taka þau nið ur. SÍS hefir flutt inn þessi mót í tveimur stærðum og gengist fyrir framkvæmdunum. í minni gerð mótanna eru steyptir turn ar 12 m. á hæð og 4 m. í þver- mál. Steinsteyptu turnarnir taka timburturnunum fram í því, að þeir eru endingarbetri auk þess sem við þá vinnst nokkur gjald eyrissparnaður. myndir af gerð steyptra vot- Turninn í Gljúfurholti, sem reis af grunni á 64 tímum. Vothey tekur þurrheyinu fram Þúsundir rannsókna hafa fært heim sanninn um, að fóð urgildi votheys er mun meira en þurrheys. Bóndi, sem á græn grös á túni, er nema 25 kýr- fóðrum, getur reitt sig á, að þau verða að minsta kosti 29 kýrfóður út úr turnunum. Hins vegar verða þau ekki nema 15 kýrfóður, ef þau eru þurrkuð í flekkjum og um 17 kýrfóður, ef súgþurrkað er. En vinning- urinn við votheysverkun er ekki einungis sá, að fóðurgildi heysins er mun meira en þurr- heys, heldur er vinnusparnað- ur við sjálfa fóðurverkunina verulegur, eða rjett um heim- ingur miðað við venjulega hey þurrkun. Við þetta bætist, að lífrænt gildi votheysins er meira en þurrheys og afurðirn ar verða að sama skapi betri. í turnum eins og þeim, sem reistir eru nú í Krýsuvík munu rúmast að minsta kosti 20 kýr- fóður, ef gert er ráð fyrir, að fullkomið vetrarfóður handa hverri kú taki um 12 rúm- metra. Smfði fjóss hefst innan tíðar Hjá turnunum í Krýsuvík verður senn hafin smíði fjóss fyrir 180 til 190 nautgripi. Er ætlunin, að það verði fokhelt orðið á hausti komanda. í Krýsuvík eru risin upp 2 gróðurhús, 600 ferm. hvort. — Þar er nú og unnið að jarðbor Munu þau ólíkt mikilvirkari en þau, sem Eggert Ólafsson not- aðist við þarna forðum daga. Útbúnaður Lindmans verkfræðings Útbúnaður sá, er Lindman Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.