Morgunblaðið - 24.08.1949, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1949, Blaðsíða 11
Kíiðvikudagur 24. ágúst 1949. MORGUISBLAÐIÐ .11 ÚR ÝMSU ÞAÐ hafa margar vikur, ef ekki mánuðir liðið síðan nokkr ar klausur hafa birst undir þessari fyrirsögn. Á það sjer ýmsar orsakir, sem ekki verða raktar hjer. Síðan hafa vindar blásið úr ýmsum áttum, bæði í heimi veðurguðanna og stjórn málamannanna. Vorharðindin voru mikil og langvinn, sem komu hart niður á bændum og búaliði eftir alla ótíðina í vetur og svo er að heyra á Tímanum, að ekki ári nú bet- ur í Framsóknarflokknum. — Það helsta, sem blaðið hefur sjer til dundurs er að skamma samstarfsflokka sína í ríkis- stjórninni Lætur það sjer ó- líkt annara um það, heldur en deila \.ýð stjórnarandstöðuna. Þótt þetta komi ókunnugum einkennilega fyrir sjónir þarf enginn, sem til þekkir, að undrast yfir þessum Tímaskrif urn. Annar aðalforingi flokks- ins er í ríkisstjórninni — hinn í stjórnarandstöðu. -— Þegar svona er í pottinn búið, er ekki von að Tíminn sje fje- legt stjórnarblað og að ein- hverra ráða verði að leita til að berja í brestina í flokknum. Og nú hefur ráðið verið fundið.-Það á að reyna að kald hamra flokkinn saman með kosningum í haust eða snemma í vetur. Tíminn segir að 900 manns, sem sóttu flokksfundi Framsóknar í vor, víðsvegar á landinu, hafi krafist haust- kosninga. Það er trúleg saga — eða hitt þó heldur. Einhvern. tíma hefði nú Framsókn talið það ,,hnefahögg framan í bændur“ að stofna til kosn- inga að hausti til. En Tíminn breytist og tímadótið með. Foringjarnir sammála Svo er helst að heyra á Tím- anum, að það sjeu aðallega þrjú mál, sem Framsóknar- menn báru fram á síðasta þingi og þeir vilja láta dóm fólksins ganga um í kosning- unum. Það er innflutnings- skömtunarseðla-tillögur Skúla Guðmundssonar, stóríbúða- skattur Hermanns og Páls Zóph., og einhverjar ráðagerð- ir um skipulag iðnaðarins. — Þetta eru í fáum orðum úr- ræði Framsóknar í dýrtíðar- málunum. Þau fengu ekki byr á þingi i vetur og ljet Fram- sókn það þá gott heita, en nú eru þau orðin slík lífs-spurs- mál að út af þeim verður að stofna til kosninga — að hausti til, 6—8 mánuðum áður en kjörtímabilið er útrunnið. Um öll þessi mál og fleiri verður sjálfsagt ýtarlega rætt fyrir kosningarnar, og þá fær þjóðin að heyra greinargerðir flokkanna um afstöðu þeirra. Tíminn hefur þegar að nokkru leyti sett fram sín sjónarmið og eins lætur hann aldrei ó- getið. Það er þetta: Hermann og Eysteinn eru sammála. Þeir vilja báðir láta kjósa um þessi mál. Hermann hjelt því fram í „stóru greinunum“ í Tímanum í vetur og Eysteinn sagði það sama í útvarpinu á eldhúsdaginn, svo að það er enginn efi á því að þeir vilja þp+ta báðír. E_t.v. er þetta alveg rjett. Og. hjer liggur líka hundurinn grafinn: Framsókn vill kosningar til þess áð for- ingjarnir hafi eitthvað til að vera sammála um. Vöxtur útgerðarinnar Það, sem af er þessari öld hefur sjávarútveguiinn verið í örum og stöðugum vexti. — Togararnir hafa fjölgað og stækkað,-, sömuleiðis vjelbát- arnir. Aðstaðan í landi orðið fullkomnari með hverjum ára- tug, stóriðnaður risið upp í sambandi við síldveiðarnar og kringum allt land hafa verið byggðar hafnir, reist frystihús og sköpuð önnur skilyrði til að taka á móti aflanum og hag- nýta hann á sem verðmætastan hátt. — Eins og eðlilegt er, 'hefur gífurlega mikill hluti af ’þjóðartekjunum farið í upp- byggingu þessa atvinnuvegar undanfarna áratugi. Og sem betur fer hefir hann líka gefið mikið í aðra hönd. Án þess auðs, sem sjávarútvegurinn hefur veitt í þjóðarbúið hefði áreiðanlega lítið komist í verk af þeim miklu framförum, sem átt hafa sjer stað í land- inu hvað snertir húsakost, samgöngur o.s.frv. — Yfirleitt hefur svo verið tálið, að afl þeirra hluta, sem þarf til að halda uppi menningarlífi hafi komið frá sjávarútveginum. Þó að meðhaldsmenn og unn- endur sjávarútvegsins hafi máske stundum viljað gera hlut hans fullmikinn, saman- borið við hinn aðalatvinnuveg inn — landbúnaðinn — verður því ekki neitað, að hann hefur svo til að öllu leyti staðið und- ir innflutningi landsmanna, sem farið hefur sívaxandi með ári hverju. Við eigum sveitafólkinu mikið að þakka. Þetta hlutverk sjávarútvegs- fhs í afkomu og framförum þjóðarinnar hefur verið talið svo mikilvægt, að framlag land búnaðarins hefur horfið þar í skuggann. Þó er það á allra vitorði, sem vita vilja, að öll þjóðin stendur í mikilli þakk- arskuld við bændur og sveita- fólk fyrir það að birgja landið upp af hollri og næringarríkri fæðu, meðan matur sömu teg- undar hefur verið skammtað- ur og skorinn við nögl í flest- um öðrum löndum. Þetta hef- ir tekist fram að þessu, þrátt fyrir sífækkandi hendur, sem vinna að framleiðslu sveitanna og stóraukna n&yslu í vaxandi þorpum og bæjum. Manni ligg- ur við að hafa sömu orð um sveitafólkið og Churchill hafði um flugmennina í styrjöldinni um Bretland — að aldrei hefðu jafnmargir staðið í jafnmikilli þakkarskuld við jafn fáa. En ef hinum fáu fækkar enn frá því sem nú er mun þjóðin — og þá einkum kaupstaðarbúar — fá að finna hvað það kostar að vanrækja moldina jafn hast- arlega og hún hefur gert und- anfarna áratugi. Hvor er færari um að mæta áföllum? Þrátt fyrir mikið gengi og TTUM öran vöxt sjávarútvegsins. virð- ist hann ekki þola mikil áföll, miklu verr heldur en landbún- aðurinn. Dýrtíðin og óheil- brigða fjárhagsástandið, sem henni fylgir virðist hafa komið þyngra niður á útgerð heldur en sveitabúskap Aflaleysið á síldarvertíðunum undanfarin tvö sumur hefur valdið því, að tvisvar hefur með opinberum ráðstöfunum orðið að hlaupa undir bagga með þeim, sem þann útveg hafa stundað. Til samanburðar má nefna tvö á- föll, sem landbúnaðurinn hefir orðið fyrir undanfarin misseri; það eru óþurkarnir sunnan- lands sumarið 1947 og vetrar- hörkurnar og vorharðindin á þessu ári. Hvortveggja þetta veldur mikið auknum til- kostnaði við framleiðsluna og jafnframt afurðatapi. Samt hafa ekki komið fram neinar háværar raddir um opinbera hallærishjálp fyrir bændur, enda er lítill vafi á að þeir munu hafa fullan vilja á að taka þessum skaða án hjálpar þess opinbera og það er lítil hætta á öðru en að þeir geti það. ,Og ef svo reynist, sýnir það að íslenskur landbúnaður stendur á traustari grundvelli, en maður skyldi ætla eftir ýmsa þá erfiðleika, sem hann hefur átt við að stríða um mörg undanfarin ár, svo sem fjárpest irnar, dýran og ónógan vinnu- kraft o. s. frv, Hagalagðar. í endurminningum sínum úr Samvinnuskólanum segir nem- andi einn frá því að Jónas hafi m. a. kennt þeim þrjár reglur í umgengni við honur. I stuttu máli voru þær þessar: Spurðu aldrei konu hvað hún sje gömul, spurðu aldrei veika konu hvað að henni gangi og gakktu aldrei á eftir konu upp stiga. Eftir þessu að dæma hefur þá gamli maðurinn frætt nemend- ur sína um fleira heldur en pólitíkina. —O— í aðsendri grein í Timanum segir höfundur um hóp manna, sem heimsótti hjerað hans að sjer hafi litist mæta vel á alla „,sv^'tarlimi“. Það er vægast sagt miður heppilega að orði komist. —O— Fjelag tónsmiða vill banna bílstjórum að spila á útvarpið í bifreiðum án sjerstaks gialds. Bann sitt byggir það m. a. á þessari lagagrein: „Oheimilt er útvarpsnotanda að hagnýta sjer útvarpsefni til fjárgróða, t. d. með því að selja aðgang að útvarpstæki sínu“. Eftir þessu að dæma álíta blessuð tónskáldin, að menn leigi sjer bifreiðar til að hlusta þar á útvarp en ekki til að ferðast í þeim. Hafreiðslukona óskast nú þegar. HOTEL VIK í Mií5fflíi!06rsiíS: ÞANN 18. ágúst Ij-est í Minnea- polis Ingibjörg Augustine Björnson, kona Gunnars Biörn- sonar og húsmóðir á því vest- ur-íslenska heimili, sem hæst hefur borið, sakir mannvals og menningarbrags. Ingibjörg fluttist vestur um haf fimm ára gömul með for- eldrum sínum frá Hörðudal í Dalasýslu fyrir 66 árum. Hún ólst upp í SaskaThewan * í Vestur-Kanada, en fór ung til höfuðborgar Islendinga í Vest- urheimi, Winnipeg. Þaðan flutt- ist Ingibjörg rjett eftir aldamót- in suður fyrir landamærin í ís- lendingabyggðina Minneota, Minnesota, og giftist þar 1903 hinum unga og glæsilega rit- stjóra Gunnari Björnsyni. í 23 ár bjuggu þau í Minne- ota og þar fæddust öll sex börn þeirra, blaðamennirnir fjórir Hjálmar, Valdimar, Björn og Jón, og dæturnar Helga og Stefania. Gunnar gaf út blaðið Minneota Mascot, sem þótti lengi eitt best skrifaða blað í Minnesota, 'og jafnframt var hann um skeið þingmaður á ríkisþingi Minnesota í St. Paul. Árið 1925 varð Gunnar svo skattstjóri Minnesotaríkis og síðar forseti skattadómstóls rík- isins. Fluttust þau þá til tví- borganna St. Paul og Minnea- polis og hafa átt þar heima síð- an. Tvö orð lýsa Ingibjörgu best: Þjóðrækni og trúrækni, en þetta hvorttveggja er aðalsmerki flestra bestu Vestur-íslending- anna. Trygð þeirra til Islands og trúin á Guð eru sterkustu þættirnir i lífi þeirra og þann- ig var Ingibjörgu farið. Þótt feikna nóg væri starfið. að standa fyrir stóru og gestrisnu heimili, venjulega án hjálpar, taldi hún aldrei eftir sjer þau verk, sem hún taldi sig geta unnið Islandi til gagns beint eða óbeint. Hún var, eins og reyndar líka maður hennar og börn, lifandi upplýsingarstofn- un um alt sem ísl. var, eða Is- landi viðkom. Lengi var hún formaður í íslenska kvenfjelag inu, ,,Heklu-klúbbnum“, í Minneapolis. Tvívegis kom hún í heimsókn til Islands með manni sínum, í fyrra sinnið á Alþingishátíðina 1930, en í seinna sinn árið 1940 í boði rík- isstjórnarinnar. Eftir að vesturfarir hófust á ný í síðasta stríði, var heimili þeirra hjónanna jafnan opið öll um íslendingum, er áttu leið um Minneapolis Sumir náms- menn, sem þar dvöldu, eignuð- ust þar annað heimili og fá þeir aldrei fullþakkað þær hlýju móttökur og ósjerhlífnu umhyggju, sem jafnan mætti þeim þar. Ánægjulegra heimil- islíf og samrýmdari fjölskyldu var vart hægt að hugsa sjer. Þar var það eins og oftar hús- móðirin, sem skápaði heimilið og rjeði mestu um heimilisand- ann. Er nú stórt skarð fvrir skildi, er hin glaðværa og glæsi lesa húsmóðir er horfin. Hinum fjölmörgu vinum fjölskvldunn- ar verður nú hugsað til Gunn- ars Björnsonar, barna h ans og tengdabarna og óska þes, að þau finni huggun í hinum liúfu endurminningum um hina látnu merkiskonu. Þórhallur Ásgeirsson. Maður óskar eftir að kynn l ast stúlku á aldrinum 30 | —45 ára. Sú, er hefði i ; huga ráðskonuátöðu eða í húshjálp, ætti að senda L tilboð helst með mynd, | sem yrði endursend, til = afgreiðslu Mbl-, fyrir föstu í dagskvöld, merkt „Ábyggi | leg—8“. óskar eftir að fá leigt nú i þegar sæmilegt herbergi § (mætti vera í kjallara), § helst í austurbænum. — § Skilvís greiðsla, og fyrir- | fram efíir samkomulagi. § Sá, sem gæti leigt her- f bergi, láti vita í síma 2703 | eða 6702 fyrir laugardags j kvöld. I SKI PAUTtitRC RIKISINS Esja fer skemtiferð til Stykkishólma laugardaginn 27. þ. m. klukkan 1 eftir hádegi. Frá Stykkis- hólmi á sunnudagskvöld. Með an skipið stendur við í Stykk- ishólmi, geta þeir farþegar sem hafa tryggt sjer pláss á far- rýmum skipsins, búið um borð og fengið þar keypt fæði. Far- seðlar verða seldir á skrifstofu vorri í dag og á morgun meðan rúm leyfir. Herðubreifj austur um land til Siglufjarð- ar hinn 27. þ.m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, —• Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, —• Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, — Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Rauf arhafnar Flateyjar á Skjálf anda og Ólafsfjarðar, í dag og [árdegis á morgun Pantaðir far- seðlar óskast sóttir á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.