Morgunblaðið - 03.09.1949, Síða 2

Morgunblaðið - 03.09.1949, Síða 2
MORGUTSBLAÐIÐ Laugardagur 3. sept. 1945.1 ; 2 iíommúnistar ætia dómsstólunum að vera verkfæri i höndum fiokks síns Fyrirlíta klutíausa frarakvæmd laga og sarma rjettvísi STUNDUM skyldu menn halda, að kommúnistar hjer á landi væri allra manna löghlýðnastir. Aðfinningar þeirra og umvand- anir við þá, sem þeir segja, að hafi brotið lögin, eru svo fjálg- legar, að hinn ærukærasti heið- ursmaður gæti ekki gert betur. Stónhelgi kommúnista Um margra ára bil áttu kommúnistar t. d. ekki nógu «terk orð yfir óheiðarleik og glæpsemi Alþýðuflokksforingj- anna. ,,Þjófnaður“ þeirra á eign uni verkalýðsfjelaganna hjer í Jteykjavík var ekki aðeins dag- legt umræðuefni í Þjóðviljan- um, heldur voru útsendarar flokksins látlaust hafðir til þess að fjölyrða um þetta á vinnu- Ætöðvum og annarsstaðar, þar sem þeir gátu fengið menn til að hlusta á sig. Amóta margmálir hafa komm únistar verið um áhuga sinn til að halda uppi baráttu gegn .skattsvikum, smygli og gjald- eyrisundanskoti. Af skrifum Þjöðviljans skyldu menn ætla, að enginn kommúnisti hefði nokkru sinni framið neitt slíkt afbrot. Afbrotamemi úr flokki kommúnista En það er einkennilegt, hvernig lítil atvik geta á ör- „skammri stundu gert mikið orðagjálfur að engu. Sjálfsagt hafa sumir framið stórfelldara smygi en Jón Aðalsteinn og al- variegra brot á innflutnings- og gjaldeyrislöggjöfinni en Is- leífur Högnason. Vitað er og, að ■fieiri hafa skotið undan mikl- um gjaldeyri og stórlega svikið „skatt en Halldór Kiljan. Fjöldi brota á þessari lög- gjöf er afgreiddur á ári hverju án þess, að þau veki sjerstaka athygli. En af hverju hafa þá jnái þessara manna orðið að ó- venjulegu umræðuefni? Um þau öll, er að vísu svo, að þótt sakarefni sjeu misjafn- lega mikilvæg. þá eru þau nokk uð sjerstaks eðlis og sum harla tortryggileg. • Ötaðreyndin er samt sú, að það eru kommúnistar sjálfir, sem um þau öll hafa gert sitt tii að gera þau að stórmálum. Hamagangur þeirra út af því, að þessir menn skuli hafa ver- ið látnir lúta landslögum, hef- ur vakið mesta eftirtekt á mál- unum. Dóraararnir eiga að vera hinir seku Asíæðan til þess er sú, að hinir seku eru allir úr innsta hópi. kommúnistaklík- urinar. Þessvegna telja komm- únistar, að það sje alger fá- sinna að ásaka „slíka“ menn. Ekki skipti máli hverjar at- haínir þeirra sjeu. Af því, að þeir eru forystumenn kommún- ista, á fyrirfram að vera vitað, að þeir geti ekki gert neitt rangt. Ef þeir eru dæmdir, þá er það ekki sök þeirra, heldur dómstólanna, sem . dæmir þá. i»að cru dómstólarnir og dóm- ararnir, sem þá eru hinir seku, en ekki þeir, er afbrotin frömdu. Ásakanir kommúnista ómerktar Með svipuðum hætti fór um deiluna út úr eignum verka- lýðsfjelaganna. Þrátt fyrir all- ar ásakanir sínar á Alþýðu- flokksbroddana, höfðu komm- únistar ætíð reynt að draga málarekstur út af eignum þess- um sem allra mest á langinn. Þeir vildu auðsjáanlega nota málið til áróðurs. En kærðu sig ekki um endanlega niðurstöðu. Ef til vill hefur þetta komið af því, að kommúnistarnir hafi innst inni vitað, að málstaður þeirra var ekki eins sterkur og þeir ljetu. Ef þeir hefðu haft sigurvissu, mundu þeir hafa sóst eftir málsúrslitum sem allra fyrst, gagnstætt því, sem þeir gerðu. Dómur gekk svo í málinu á s. 1. vori. Niðurstaða hans var sú, að kröfur kommúnista voru hafðar að engu og hinir marg- ákærðu Alþýðuflokksbroddar sýknaðir. Um hitt var auðvitað ekkert sagt, hvort aðgerðir Al- þýðuflokksmannanna hafi á sín um tíma verið skynsamlegar. heppilegar eða æskilegar. — Það er alt annað mál, en hitt hvort þær hafi verið löglegar. Kommúnistar ráðast á hæstarjett Kommúnistar ljetu þettta þó ekki á sig fá. Með þessu var að vísu af æðsta dómstóli þjóðar- innar ómerktur margra ára róg burður þeirra En kommúnistar láta sjer ekki bregða við slík smávægileg óhöpp. Úrræði þeirra var það, að í stað þess, að áður höfðu þeir ráðist á Alþýðuflokksbrodd- ana eina og ákært þá um óheið arleik og þjófnað. þá bættu þeir nú nýjum við í hóp hinna á- kærðu. Þeir settu nú dómendur hæsta rjettar á ákærðra bekkinn og sögðu, að hæstirjettur hefði kveðið upp „stjettardóm", sem að engu bæri að hafa eftir rjett- um lögum. Þjóðviljinn var ekki lengi að finna þessa skýringu. Og til frekari áherslu var full- trúaráð verkalýðsfjelaganna kallað saman og það látið sam- þykkja yfirlýsingu þessa efnis. Nú er það svo, að í fulltrúa- ráði verkalýðsfjelaganna er ýmislegt af skaplegum mönn- um. Samt mun allur þorri Is- lendinga betur treysta dómur- um hæstarjettar til að segja, hvað lög sjeu á Islandi heldur en ■ fullírúaráðinu. Hvorum treysta menn betur? Sigurður Guðnason er áreið- anlega allra besta skinn. Allur almenningur mun þó betur treysta gerhygli og rjettdæmi Jóns Ásbjörnssonar en Sigurð- ar Guðnasonar. Eggert Þorbjarnarson er um margt skeleggur maður og hef- ur mjög lagt sig eftir lærdómi í hinum kommúnistisku fræð- um. Hann hefur m. a., gengið á skóla í Moskva til að full- komna sig í hinum marxistiska visdómi. Flestir íslendingar munu samt fremur treysta lög- fræðilærdómi Gissurar Berg- steinssonar og óhlutdrægni til að komast að rjettri niðurstöðu um lögfræðileg efni. Hannes Stephensen er gamal- reyndur áróðursmaður komm- únista og furðu slyngur til að finna afbötun á óhæfuverkum þeirra. Enginn efi er samt á því, að Þórður Eyjólfsson er mun slyngari í lögfræðinni og kann betur skil á því en Hannes hver lagaákvæði koma til greina í þeim málum, sem fyr- ir hæstarjett koma. Á að setja myndskoðun- armanninn yfir hæstarjett? Guðmundur J. Guðmundsson sýndi .óneitanlega mikla hug- kvæmni í öflun klámmyndanna til skoðunar á skrifstofu Æsku- lýðsfylkingarinnar, og ekki skorti hann vilja til að sýna fram á, hvaðan myndirnar væru upprunnar. Jónatan Hall- varðsson mun hinsvegar hafa ólíkt meiri æfingu í öflun þeirra sakargagna, sem þýðingu hafa og almenningur treystir dóm- greind hans um, hver raunveru- lega sje sekur, mun betur, en myndskoðunarmannsins úr Æskulýðsfylkingunni. Björn Bjarnason er mætis maður og hefur unnið mikið af- rek, skv. því, sem Þjóðviljinn einu sinni sagði, er hann steypti fleiri kirkjukerti en nokkur annar íslendingur fyrr og síðar. Ekki mun hann þó um samviskusemi taka fram Árna Tryggvasyni, og margra ára reynslu Árna við dómsstörf mun koma að meira haldi við að finna rjettar niðurstöður mála, en öll æfing Björns við kirkjukertasteypuna. Rjettvísin á að vera flokkstæki, segja kommúnistar Auðvitað vita kommúnistar eins og aðrir, að þótt þessir full- trúaráðsmenn: sjeu um sumt ekki verri en gengur og gerist, þá er fásinna fyrir þá, að ætla að setja sig í sess háyfirdómara yfir sjálfum hæstarjetti þjóðar- innar. En kommúnistum finnst þetta ekki skipta máli. Þeir líta á lög og rjett með allt öðrum augum en aðrir menn. Þeir telja, að rjettvísin hafi þann einn tilgang að þjóna flokkshagsmunum þeirra. Þeg- ar hún gerir þ,að ekki, þá er hún einskis virði. Þá er hún í hópi hinna seku, sem ber að fordæma og fótum troða. Það er engin tilviljun, að kommúnistar líta þannig á. — Fræðikenningar þeirra segja, að svona sje málið vaxið. Og úr því að Lenin og Marx hafa haldið þessu fram, dirfast kommúnistasprauturnar hjer ekki að hafa á því aðra skoðun. Enda er framkvæmd rjettvís- innar með þessum hætti austan járntjalds. Þar eru lög og rjettur að engu höfð, Dómararnir verða þar að gerast þjónar einræðisherranna. Ef þeir gera það ekki, er þeim miskunnarlaust vikið frá. Þeir settir í þrælavinnu ásamt hin- um verstu glæpamönnum. Hvarvetna vaxandi andúð á kommúnistum íslendingum geðjast ekki því- líkir stjórnarhættir og slíkar aðfarir munu aldrei ná hylli hjer á landi. Ein af ástæðunum fyrir fylgishruni kommúnista í öllum frjálsum löndum er sú, að almenningur hefur áttað sig á þeirri lítilsvirðingu, scm kommúnistar berá fyrir lög- hlýðni, rjettlátum dómum og hlutlausri lagaframkvæmd. Sú afstaða kommúnista mun heldur ekki afla þeim fylgis hjer á landi. Þvert á móti mun hún verða þeim til samskonar áfellis hjer sem annars staðar. Sendinefnd fil Ausfurlanda LAKE SUCCESS, 2. sept. — Trygve Lie, aðalritari S. Þ. sagði í dag, að nefnd sú, sem á næstunni fer til hinna nálæg- ari Austurlanda til að fjalla um efnahagsmál, væri skipuð ýms- um færustu sjerfræðingum heimsins. Hann sagði ennfrem- ur, að Gordon Clapp formaður sendinefndarinnar mundi fara þangað austur hinn 7. sept. —Reuter. Herskipaheimsóknir LONDON, 2. sept. — Ákveðið hefur verið, að bresk herskip heimsæki fjölmargar erlemlar hafnir á næstunni. Þau munu meðal annars koma til Frakk- lands, Ítalíu, Portúgal, Corsíku og Alsýr. — Reuter. • • -<H Staksteinar Úr Hafnarfirði ÖLLUM fregnum úr Hafnar - j firði ber saman um það, að fylgi Sjálfstæðisflokksinc fari þar mjög vaxandi. —• Hefur almenn sókn verið hafin þar fyrir kosningu Ing- ólfs Flygenrings, sem er mjög vinsæll meðal Hafn firðinga, enda hinn mesti mannkostamaður. Þekking hans á atvinnumálum er hin viðtækasta og óhætt er að ' fáir menn kunni betur skil á hagsmunamálum Hafnfirð inga. Það þykir sjerstaklega áberandi, hversu Sjálfstæðis- flokkurinn á áberandi vax- andi fylgi að fagna meðal unga fólksins í Hafnarfirði. Spáir það góðu um framtíð flokksins þar. Klofningur í Alþýðuflokknum í ALÞÝÐUFLOKKNUM í Hafnarfirði ríkir um þessar mundir mikil óánægja og klofningur. Þykir flokknum hafa farnast hrapalega stjórn bæjarmálanna undaníarið ■ kjörtímabil. Eru forystu- menn flokksins orðnir mjög 1 sundurþykkir og hefur tog- i streyta þeirra haft lamandi ; áhrif innan flokksins. Á allt þetta ríkan þátt í að vcikja flokkinn við þessar kosning- , ar. Hinn endemislegi rekst- : ur Hafnarfjarðarvagnanna undir stjórn þingmanns kjör i dæmisins, sem situr í ráð- ! herrastóli hefir einnig mælst mjög illa fyrir, enda bakað 1 bæjarbúum aukin útgjöld og óþægindi. 1 Undarleg bændavinátta BÆNDAVINÁTTA Tímans og Framsóknar lýsir sjei oft á mjög einkennilegan hátt. Það má heita undantekning- 1 arlaust, að þegar einhver and stæðingur Tímans talar af 1 skilningi og vinsemd í garð bændastjettarinnar, þá rýk- ur blaðið upp með svívirð- ingum um hann og telur hann hinn versta mann. Hvernig stendur á þessu? Astæðan er einfaldlega sú, ! að Tíminn hefur alla æví 1 sína logið því að fólki í sveit- um, að allir stjórnmálaflokk ar nema Framsókn, sætu á S-vikráðum við hagsmuni ■ þess. Það er hræðslan við að ' bændur sjeu hættir að trúa j þessu, sem að knýr Tímann til þessara asnasparka. — En j bændur eru áreiðanlega ! hættir að trúa því, að Sjálf- I stæðisflokkurinn og forystu- 'j menn hans berjist gegn hags- munum þeirra. Reynslán sýnir þeim hið gagnstreða. ' Hún sýnir það, að aldrei hef- ur verið tekið raunhæfar á j hagsmunamálum bænda i stjettarinnar en einmitt síð í an að áhrif Sjálfstæðismanna j á stjórn landsins tóku ac j vaxa. Bifreiðaslys Bretlantli | LONDON — í júnímánuði s.I« voru 16,082 bifreiðaslys í Brett landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.