Morgunblaðið - 03.09.1949, Síða 8

Morgunblaðið - 03.09.1949, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. sept. 1949. 11 lÍtorgpnÞMilf Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Takmark Framsóknar ÆFINTÝRAMENN Tímans hafa nú fengið fram vilja sinn, að kosningar eru ákveðnar fyrsta dag næsta vetrar. Munar þá ekki mikið um einn snúning, frá fyrri afstöðu. Þeir liafa snúist í flestu öðru, en andstöðu gegn haustkosningum. Nú hefir hringferðin í því efni bæst við alla hina hringina. Enn hvað vilja mennirnir? spyr maður mann um landið þvert og endilangt. Þeir segjast hafa rofið samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn, og eftir öllu þeirra fram- íerði að dæma vilja þeir allra síst hafa samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. Hann sverta þeir og rógbera meira en alla aðra, eins og lengstum áður. Meiri hluti Alþýðuflokksins er líka kominn á svarta listann hjá Tímanum og dóti hans. — Einkum er þó formaður Alþýðuflokksins illa sjeður í þeim herbúðum. Honum eru valdar ófagrar lýsingar. Stöku sinn- um kastar Tíminn smáhnútum í áttina til kommúnista, en auðsjeð er, að við þá er þó Tímaliðunum einna skárst. Með þeim geta þeir sjáanlega helst hugsað sjer að koma braski sínu fram enn um stund, ef verða mætti, að þeir gætu á þann hátt gert upptækar eignir einstaklinga og einkafyrir- tækja, sem þeir hata meira en pestina. í leiðara Tímans 19. ágúst eru Alþýðuflokknum sendar ó- nota kveðjur út af andstöðu við stjórnlagaþingið, sem Tíma- menn vilja stofna. Þar segir svo meðal annars: „Framsókn- arflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu þá getað staðið saman og hefðu auðveldlega átt að geta fengið fleiri þing- menn en Sjálfstæðisflokkurinn. Til þess má Alþýðublaðið kannske ekki hugsa, því að það virðist altaf vilja hafa and- stæðinga íhaldsins sundraða.“ Og ennfremur í sömu grein: „Hinsvegar getur það átt eftir að rætast fyrr en varir á öðrum sviðum, að andstæðingar íhaldsins taki höndum sam- an og minki þannig völd þess, hvort sem hinum afturhalds- sömu foringjum Alþýðuflokksins líkar betur eða ver“. Menn verða að gera sjer grein fyrir því, að Tímadótið kall- ar Sjálfstæðisflokkinn hjer sem oft áður „íhaldið“, enda þótt allir viti, að Framsóknarliðið á það nafn miklu fremur skil- ið samkvæmt verkunum. En þarna eru það einkum „hinir afturhaldssömu foringjar Alþýðuflokksins“, sem ve'rið er að storka. Þeim er hótað því, að brátt muni þeir verða í minni hluta í flokki sínum, og þá geti draumurinn ræst, að allir endstæðingar Sjálfstæðisflokksins gangi saman um stjórn eftir hinar bráðnauðsynlegu haustkosningar. Þetta getur tkki verið öllu gleggra. Það er bein yfirlýsing frá sjálfu höfuð málgagni Framsóknarflokksins um það, að til þess sieu kosningarnar stofnaðar nú, að koma því til leiðar, að allir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sameinist á eftir. Þetta hefir að vísu verið kunnugt áður bak við tjöldin, en flestir munu hafa búist við því, að svo berorðar yfirlýs- ingar um tilganginn yrðu ekki gefnar fyrir kosningar. Fyrst að þær koma svona ákveðið, lítur út fyrir, að búið sje að semja um málið við alla leiðtoga liðsins meðal bænda og annara flokksmanna Má þó undarlegt teljast ef svo er, því svo hefir virst sem ekki væri öllum Framsóknarmönnum geðfellt, að ganga til sængur með kommúnistum. Hitt verð- ur þó að muna, að margir þessir menn eru ekki frjálsir menn. Þeir láta segja sjer fyrir verkum. En formaður Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson, „sterki maðurinn“ með „ráðherrapestina“ hefur sett sjer og flokki sínum þetta takmark, hvað sem hinir óbreyttu liðs- menn segja. Þess vegna hefur hann þrjú s.l. ár stutt stefnu kommúnista í utanríkismálum í öllum stærstu málum, sem komið hafa til kasta Alþingis. Laun hans fyrir þann stuðn- ing við hagsmuni Stalins er yfirlýsing „Þjóðviljans“ um pólitískt öryggi hans í Strandasýslu. En ætli að það sje ekki einsdæmi í heiminum um þessar mundir að kommúnistar lýsi yfir eindregnum stuðningi við formann flokks, sem segist vera „milliflokkur“? Það er það áreiðanlega. Á sama tíma, sem allir frjálslyndir flokkar í heiminum berjast harð- skeyttri baráttu við fimmtuherdeildir kommúnista gerir fprmaður Framsóknarflokksins á íslandi gælur við bá og íær traustsyfirlýsingar þeirra í staðinn! Hvílíkur „milliflokkur“!! (ÁLuerjl óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Dánarauglýsingar , SÍRA ÁRELÍUS NIELSSON heíir skrifað mjer brjef um efni, sem langt er síðan að þörf var að minnast á. Það er vel, að það skuli vera prestur, sem lætur skoðun sína í ljós í því efni. Þarf svo ekki fleiri orð um það og brjefið er á þessa leið: „Það líður enginn dagur svo, að ekki sjeu fleiri og færri dán- atauglýsingar í blöðunum og útvarpinu. Þessvegna er það hreinasta undur, að þjóðin yfirleitt skuli ekki fyrir löngu hafa lært að orða þessar auglýsingar á ein- faldan og smekklégan hátt“. • Eru jafnvel hlægilegar „EN ÞAÐ er nú öðru nær. Bæði í blöðum og útvarpi misbjóða slíkar auglýsingar smekk og tilfinningu hlustenda og les- enda. Þær geta jafnvel verkað svo hlægilegar, að hreinasta hneyksli sje að. Því auðvitað eru þær oftast í sjálfu sjer efni til alvöru íhugunar og sorgar. o Er tíska TÖKUM til dæmis, þar sem sagt er: Tengdafaðir minn. eig- inmaður og afi, fósturbróðir og vinur andaðist o. s. frv- Und- irskriftin er svo eitt konunafn,. eða í besta tilfelli heil syrpa af nöfnum, sem virðast eiga það eitt erindi í blaðið, að sjást á prenti. Engum myndi detta í hug að hafa þetta svona, ef ekki væri það tíska. • „Sem andaðist fyrir annara hönd“ „ÞÓ ER enn ankannalega að heyra um alla, sem samkvæmt útvarpinu andast „fyrir hönd ættingja og vandamanna", eða eru „jarðaðir vegna ættingja og vina“. Orðin „fyrir hönd einhverra, eða „vegna“ eru algjörlega ó- þörf og misbjóða allri hugsun í þessu sambandi. í flestum tilfellum er nóg að tiltaka ein vensl, eftir at- vikum, til dæmis „eiginmaður11 eða ,,eiginkona“, „faðir eða móðir“ og þá eitt nafn undir en sje um látin börn, eða yngra fólk að ræða, þá nöfn beggja foreldra. 0 Mörg nöfn smekkleysa .ANNARS eru mörg nöfn algjör smekkleysa. — Sem sagt ein- faldast og fegurst er að nán- asti ástvinur, foreldrar, eða til dæmis, elsta barn, eða ná- komnasta, auglýsi nafn hins látna, heimilisfang og dánar- dægur. „Ekki fyrir hönd „neins, eða „vegna einhvers“. Sje um slíkt að ræða segir það sig sjálft. „Enginn vill gera sig bros- legan, síst í sorg sinni og raun- um“. 0 Gott að vita það ÞETTA var þarfur pistill hjá síra Árelíusi og mun verða með þökkum tekið. Það er alveg rjett, að orðalag dánarauglýs- inga er tíska. Fæstir, sem þurfa að auglýsa lát nákomins ættingja, eða ást- vinar, eru vanir að skrifa aug- auglýsingar og leita því til fyr- irmynda úr blöðunum. Ekki ætti að vera mikill vandi að breyta þessu til batn- aðar og spái jeg að svo fari eft ir þessi skrif. 0 Þegar apað er eftir ANNARS er gaman að sjá, hve menn apa eftir öðrum í auglýs- ingum, ekki einungis í dánar- og útfarartilkynningum, heldur venjulegum og blátt áfram til-. kynningum. Fyrir nokkrum árum tók ein hver frumlegur farandsali upp á því, að auglýsa, að „áskilinn væri rjettur til að taka hvaða boði sem er, eða hafna öllum“. Vitanlega hafði maðurinn þenna rjett og datt engum í hug, að taka hann af honum, þótt hann auglýsti eign til sölu. En viti menn, síðan hefir þessi tilgangslausa setning geng ið eins og rauður þráður gegn um auglýsingar í blöðum og útvarpi. 0 L",iðinlf!rur Ieikur ATVINNUBÍLSTJÓRI hefir skrifað mjer langt mál um, hvernig fólki hefir gaman af að gabba bifreiðastjóra að húsum. Segir bílstjórinn frá einni sögu, sem kom fyrir hann hjer um kvöldið, en því miður er hún of löng til að hægt sje að birta hana hjer. Þetta er ljótur leikur, en sem mun koma niður á þeim, sem hann leika, því ekki fer hjá því að bifreiðástöðvarstjórar kynnist fljótt hvaða fólk það er, sem leikur sjer að því að gabba og vitanlega verður ekki send- ur bíll frá þeirri stöð aftur að sama húsi. 0 Ótugtarskapur ÞETTA er sami ótugtarskapur- inn, sem lýsir sjer í svo mörgu hjá okkur. Og svo jeg komi að því einu sinni enn, alveg er það merkilegt, að umferðarmerkin nýju skuli ekki fá að vera í friði fyrir skemmdarvörgum. Annaðhvert skifti hefir ver- ið beyglað? eða brotið á aðalgöt um bæjarins. Þetta er molbúaháttur. MEÐAL ANNARA ORÐA .... MmmmMMMM»MMMMMMMMMmMMMMmMmMMmMmmmMI»MM»,,,l,IIMII,l»,M,,l,,,,M,l,,l,»t»»»»IMmmmMMMMl!» Tito eignast bandamenn í Beríín NÝR FLOKKUR TVÆR vikur eru liðnar síð- an blöðin fyrst skýrðu frá því, að stofnaður hefði verið komm- únistaflokkur í Berlín, sem hefði þá yfirlýstu stefnuskrá að taka ekki við fyrirskipunum sínum beint frá Moskvu, líkt og þeir kommúnistaflokkar ut- an Rússlands, sem starfað hafa undanfarin ár. Flokkurinn í Berlín ljet það verða sitt fyrsta verk að senda Tito í Júgóslaííu skeyti, þar sem lýst var yfir stuðningi við baráttu hans gegn tilraunum Rússa til að koma honum á knje. 0 0 __________-•■w- v .-.u-.+j FIMMTIU MENN. ÞAÐ voru fimmtíu kommún- istar í Berlín, sem stóðu að stofnun hins nýja flokks, en leiðtogi þeirra er Karl Heinz Scholz, kommúnisti, sem hvað eftir annað hefur lýst yfir and- stöðu sinni við heimsveldis- stefnu rússnesku valdamann- anna. Hinn nýi flokkur var upphaflega stofnaður síðastlið- inn vetur, en í janúar höfnuðu hernámsveldin umsókn hans um opinbera viðurkenningu. — Hernámsstjórar Vesturveld- anna munu nú hinsvegar hafa breytt afstöðu sinni, en Rússar að sjálfsögðu ekki. ATBURÐIR UNDAN- FARINNA ÁRA KOMMÚNISTAFLOKKURINN nýi í Berlín neitar því ekki, að hann telji fáa fjelaga. En leið- togar hans hafa látið það boð út ganga, að þeir geri sjer von- ir um að flokkur þeirra geti orðið til að saméina alla þá kommúnista, „sem vísa á bug rússnesku heimsyfirráðastefn- unni“. Einn af talsmönnum flokksins hefur skýrt frjetta- mönnum svo frá, að flokks- stofnunin hafi verið loka- ákvörðun, sem á rót sína að rekja til þeirra atburða, sem orðið hafa undanfarin ár“. 0 0 AUSTUR ÞÝSKA- LAND. SKÆÐASTI andstæðingur hins nýstofnaða flokks verður auð- vitað kommúnistaflokkurinn í Austur-Þýskalandi, sem í öllu lítur vilja Rússa. Samtök frjálsu kommúnistanna, eins og þeir kalla sig, hafa að sjálfsögðu verið bönnuð á rússneska her- námssvæðinu, enda þótt telja megi það víst, að þau eigi þar leynilega áhangendur. Hjer er með öðrum orðum á ferðinni flokkur, sem. telur sig kommúnistiskan, en neitað þó að tilbiðja rússnesku ráðamenn- ina, sem foringja kommúnista- flokka allra landa. Leiðtogar hins nýja flokks eru því „Tito- istar“ í augum Stalins og fje- laga hans, og engum blöðum er um það að fletta, að þeir munu beita sjer af alefli fyrir því, „þurkaðir út“. o 0 MEFGUR MÁf.SINS ENGU SKAL um það spáð, hvort þetta tekst. Það er jaínvel ekki aðalatriðið. Hitt er merg- ur málsins, að böðulstak rúss- nesku kommúnistanna á þjóð- unum austan járntjalds, er ekki eins traust og þeir vilja vera láta. Tito hefur riðið á vaðið, og ef Stalinstjórninni tekst ekki að koma honum fyrir katt- arnef, er enginn vafi á því að ýmsir af fyrrverandi stuðnings- mönnum Rússa eiga eftir að fara að dæmi hans og krefjast aukins sjálfstæðis. Ssmkomulag LONDON, 2. sept. — Creech Jones, nýlendumálaráðherra Breta, ræddi enn við forsætis- ráðherra Malta í dag Stóð fundur þeirra yfir i eina klukku stund. 0» Samkomulag mun hafa náðst um, að fresta um tvo mánuði uppsögn þeirra verkamanna á Malta, sem starfa hjá breska flotanum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.