Morgunblaðið - 13.09.1949, Side 14

Morgunblaðið - 13.09.1949, Side 14
:i4 MORGUNBlAfil Ð Þriðjudagur 13. sept. 1949 ira Arqunovo Eftir Ayn Rand „Heyrðu, gamli vinur“, sagði Timoshenko, „áttu nokkuð að drekka?“ ,,Nei“, sagði Andrei. ,,Og þú drekkur alt of mikið, Step- han“. „Jæja, geri jeg það?“ Timoshenko hló og skugginn af höfði hans dinglaði eins og pendúll fram og aftur á veggn- um. „Jæja, drekk jeg of mikið? Og ég hefi víst enga ástæðu til að drekka? Nú skal jeg segja þjer nokkuð“. Hann stóð á fæt ur. Hann var óstöðugur á fót- unum, en hann var hár og þrek vaxinn og skugginn hans náði alveg upp í dúfurnar undir loft mu. „Nú skal jeg segja þjer hversvegna jeg drekk, og þeg- ar jeg er búinn að því, þá hugsa jeg, að þjer finnist jeg als ekki drekka nóg, hvolpur- inn þinn. Við skulum sjá, hvað þú segir“. Hann togaði peysuna, sem var altof lítil á honum, betur niður og klóraði sjer á bakinu og byrjaði síðan að tala þrum- andi raustu: „Það var einu sinni í fyrnd- inni að við hófum byltingu. Við sögðum, að við værum orðnir þreyttir á að vera lúsugir og soltnir og vinna erfiðisvinnu. Og þess vegna skárum við menn á háls og útheltum blóði . .. .okkar eigin blóði og hinna, .... og með blóðsúthellingun- um við að ryðja veginn til frels is. Og líttu nú í kringum þig. Líttu í kringum þig. Þú hefir vex-ið í flokknum síðan 1915. — Rjerðu við hvað fólk á að búa. — fólkið, — bræður okkar? Hefirðu nokkurtímann sjeð konu kasta upp blóði á götunni og deyja úr súlti? Það hefi jeg. Hefirðu sjeð luksus-bifreiðarn- ar aka af stað á kvöldin? Hef- irðu sjeð, hverjir sitja í þeim? Jeg man eftir einum, einstak- lega huggulegum náunga í flokknum. Þú þekkir hann kannske. Hann heitir Pavel Syerov. Sniðugur ungur ná- ungi. Framtíðin blasir við hon- um, blómum stráð. Hefurðu nokkurntímann sjeð hann taka upp peningaveski sitt og borga kampavínsflösku? Hefur þjer nokkurn tímann dottið í hug, hvaðan hann fær alla þessa1 peninga? Hefurðu nokkurntím| ann komið í veitingasalinn á þakinu á Hótel Evrópu? — Jeg þori að veðja, að^það er þá ekki oft. En ef þú hefðir komið þang að, þá hefðir þú getað sjeð borg ara Morosov háma í sig kaviar. Og hver er hann? Bara venju- legur eftirlitsmaður í matvæla- sölu ríkisins .. . .í hinni rauðu matvælasölu hins sósíalistiska lýðræðis. Við erum forystu- raenn öreigaríkisins, sem á að breiða sig út yfir allan heim- inn og við eigum að færa hinu þjáða mannkyni frelsi. En líttu í eigin barm. Littu á flokkinn okkar. Líttu á hina trúlyndu flokksmeðlimi. Blekið er varla orðið þurt ennþá á flokksskír- teinunum þeirra. Sjáðu, hvern- ig þeir skera upp af þeirri jörð, sem eitt sinn var ötuð blóði . okkar. En við erum ekki nógu rauðir. Við erum ekki bylting- arsinnaðir. Okkur er útskúfað , sem svikurum. Okkur er spark að út og við kallaðir Trotzky- istar. Okkur er sparkað út af því að við glötuðum ekki sam- ' viskunni og hæfileikanum til að sjá með rjettum augum, þeg ar Czarinn glataði krúnunni, — þeirri samvisku og því sjón arafli, sem gerði það að verk um að hann glataði henni. — | Okkur er Tcastað út, af því að i I við hrópuðum til þeirra, að þeir. hefðu beðið ósigur, kæft bylt-j j inguna og selt þjóðina fyrir ' völd. Þeir vilja ekki haía okk-! ur. Hvorki þig nje mig. — Það er enginn staður til á öllu jarð ' ríki fyrir menn eins og þig,! Andrei. Jæja, þú getur ekki skilið það. Það þykir mjer gott. En jeg vona bara, að jeg verði ekki viðstaddur þann dag, sem það rennur upp fyrir Þjer“. | Andrei stóð þegjandi með krosslagðar hendur. Timos- I henko tók jakka sinn og fór í hann. „Hvert ætlarðu að fara?“ spurði Andrei. „Hvert? Það er svo sem I sama. Jeg vil ekki vera hjer lengur“. „Stephan, heldurðu að jeg sjái þetta ekki lika? En það þýðir ekki að væla og veina. Og það þýðir heldur ekki að drekka sig í hel. Það er vel hægt að berjast ennþá“. „Já, halt þú bara áfram. — Mjer kemur það ekki við. Jeg fer út og fæ mjer eitthvað að drekka“. Andrei virti hann fyrir sjer, meðan hann hneppti að sjer jakkanum og setti upp stjörnu- lausu húfuna. „Stephan, hvað ætlarðu að gera?“ ,.Núna?“ „Nei, næstu árin“. „Næstu árin?“ Timoshenko kastaði höfðinu aftur á bak og skellihló. „Þetta var dálagleg spurning.....Næstu árin. Ertu nokkuð viss um að þau komi?“ Hann hallaði sjer að Andrei og deplaði öðru auganu íbygginn á svip: „Hefir þú nokkurntím- ann hugsað út í það, fjelagi Taganov, hvað undarlega marg ir flokksbræður okkar deyja af ofreynslu? Þú hlýtur að hafa lesið það í blöðunum. — Enn á ný er dýrðleg fórn fallin í bar- áttunni fyrir hugsjónum bylt- ingarinnar.....líf hefir slokn að í þrotlausri baráttu...Þú veist sjálfsagt hvernig hefir farið fyrir þessum fjelögum, sem hafa átt i þrotlausri bar- áttu? Þeir hafa framið sjálfs- morð. Það er nefnilega það. — Bara framið sjálfsmorð. En það er ekki hægt að vera að setja það í blöðin. Það er hreint lýgi- legt. hvað margir fremja sjálfs morð upp á síðkastið. Mjer þætti gaman að vita, hvernig stendur á því“. „Stephan“, sagði Andrei og tók um stóra, þvala hönd hans. „þú ert þó ekki að láta þjer detta í hug......“ „Jeg læt mjer yfirleitt ekki detta neitt í hug. Fjandakornið. Það eina sem jeg hugsa um. er að fá eitthvað að drekka. Og ef jeg læt mjer detta það í hug einhvern tímann seinna, þá máttu treysta því að jeg komi fyrst til þín og kvelji þig. Jeg lofa því?“ Hann var kominn fram að dyrunum þegar Andrei stöðv- aði hann aftur. „Stephan, viltu ekki búa hjerna hjá mjer dálítinn tíma?“ Stephan Timoshenko sló út hendinni með miklum virðu- leika, hristi höfuðið og skjögr- aði fram á stigapallinn. „Nei. Ekki hjer. Jeg vil ekki sjá þig, Andrei. Jeg vil ekki þurfa að horfa á fordæmt andlit þitt. Því að, sjáðu til .... jeg er eins og gamalt fúið og ryðgað herskip, sem á hvort eð er að fara að höggva upp. Þetta snertir mig svo óendanlegá lít- ið. Og jeg vildi geta gefið hvert tangur og tetur, sem eftir er af þessu gamla skipi, til þess að hjálpa eina manninum, sem eft ir er í heiminum .... og það ert þú. En gallinn er bara sá, að þó að jeg gæti tekið innvols- ið úr. mjer og boðið þjer það .. þá mundi það samt ekki frelsa Þig“- VII. Kira var að horfa á hús, sem verið var að byggja. Rauða múrsteinsveggina bar við gráan himininn. Það var farið að halla degi. Á vegg- brúninni voru verkamennirnir önnum kafnir. Hamarshöggin bergmáluðu yfir götuna. Það hvein í vjelum og hvíta gufu lagði upp einhversstaðar á milli trjebjálkanna og vinnupall- anna. Kira horfði stórum aug- um upp eftir veggnum og bros ljek um varir hennar. Ungur maður, dökkur á hörund, með pípu í öðru munnvikinu gekk hröðum skrefum eftir mjóum bitunum. Hreyfingar hans voru eins snarar og ákveðnar og hamarshöggin. Hún vissi ekki, hvað hún hafði staðið þarna lengi, og í meðvitund hennar var þessi eina mynd ljóslifandi eftir. En alt í einu fór hún að skynja, hvað var að gerast í kringum hana. Og á þessu augnabliki fanst henni hún sjá með nýjum augum í nýjan heim, — sjá öðruvísi en hún hafði tamið sjer síðustu árin. Hún undraðist að þetta skyldi ekki vera hún sjálf. sem gekk þarna um uppi á vinnupöllun- um og skipaði fyrir verkum, en ekki þessi maður með píp- una í munnvikinu. Og hún fór að velta því fyrir sjer, hvað það væri sem hafði hindrað það. að hún gæti sökkt sjer nið ur í vinnu sína, — lífsstarfið, sem altaf hafði verið hennar einasti draumur. En þetta stóð aðeins stutt augnablik, svo að hún varð þess ekki vör, fyrr en augnablikið var liðið hjá. Hún sá aftur heiminn, eins og hún var orðin vön að sjá hann, og mundi aldrei fá að stunda það eina staif, sem hana nokkurn tímann hafði langað til. Og hug ur hennar varð gagntekinn tómleika, sem hugsanirnar höfðu skapað með orðunum: — „Kannske .... einhverntímann seinna .... í útlöndum". Hönd var lögð á öxl henn- ar. — „Hvað ert þú að gera hjerna, borgari?“ AI ítríttmW\4tö*ws HALLI HEIMSKI SAGA FRA KRÓATÍU ÞAÐ VAR einu sinni kona sem átti son. Hann hjet Halli og var kallaður heimski. Hún hafði aldrei annað en tár og Ijón af honum, því að Halli var svo óttalegt flón, að hann gerði allt þveröfugt við það sem hann átti að gera. Annars var hann ósköp góðlyndur, strák greyið. Einu sinni fór móðir hans í kirkju, en sagði við soninn áð- ur en hún lagði af stað: — Vertu nú heima, Halli minn og gættu að ef súpan fer að sjóða upp úr. Og Halli stóð við eldavjelina og horfðu stöðugt ofan í pott- inn, og þegar súpan fór að sjóða upp úr pottinum, þá hljóp hann allt hvað hann kunni beinustu leið til kirkjustaðarins, opnaði kirkjudyrnar upp á gátt í miðri messu og hrópaði svo hátt. að þakið ætlaði að rjúka af húsinu: — Nú er súpan farin að sjóða upp úr, mamma. Konan roðnaði af blygðun yfir því, hvernig drengurinn hegðaði sjer í miðri ræðu prestsins. Og hún gekk út úr kirkj- unni. Auðvitað ávítaði hún hann harðlega fyrir þetta en bætti við: Það var svo sem aldrei við öðru af þjer að búast, Halli minn, því að þú ert svo skelfilega heimskur. En mundu nú það sem jeg segi þjer: Ef svona lagað kemur fyrir í annað sinn, þá áttu ekki að koma svona inn í kirkjuna með hróp- um og köllum, heldur verðurðu að læðast inn í kirkjuna og hvísla því að mjer. Hún vissi nefnilega ekki, hvað yrðu.næstu skilaboðin, sem Halli heimski ætlaði að segja henni. En mikið var þessi vesl- ings kona óhamingjusöm. Svo kom annar sunnudagur. Konan fór í kirkju og þegar leið á messuna kom Halli og læddist hljóðlátlega inn. Hann læddist alveg að móðir sinni og hvíslaði lágt að henni: — Mamma, húsið okkar er að brenna. Hann hafði misst neista niður í spónahrúgu, og þannig hafði eldurinn komið upp. Þegar konan heyrði þetta hrökk hún við og sagði fólki, hvað væri að gerast. Allir stukku á fætur og frá messunni. ASTILL Y*r " r I>að er með þessa nýju híla, að }>eir eru eins í báða enda og því veit maður ekki hvort voðinn vof- ir yfir, eða er rjett um garð geng- inn. ! * Ekki lil í Paradis | — Pabbi, hvað hjet tengdamamma Adams? | — Ekki neitt. Það var engin tengdamamma til í Paradís. ! . * Smáleikrit | Hjónaband er leikrit i þremur þáttum. 1 fyrsta þætti hlustar hún á hann. 1 öðrum þætti hlustar hann á hana og í þriðja þætti hlusta ná- grannai-nir á þau bæði. 1 ★ Harmleikur | Maðurinn skilur ekki konuna. Það er harmleikur hans. Konan skilur manninn, það er líka harmleikur hans. 1 k Misskipt gæðum I Lítill drengur sem átti ennþá minni tvíburabræður komst einu sinni í heimspekilegar hugleiðingar og sagði: I — Hvernig stendur á þvi. að það eru tvö stykki af þeím en ekki nema eitt stykki af mjer? Forfeður og bíleigendur Forfeður vorir myndu ekki trúa sínum eigin augum, ef þeir sæju bílinn, sem hægt er að setja í gang aðeins með þvi að ýta á einn takka. O — Margir bileigendur myndu heldur ekki trúa þvi. ★ Hetja dagsins Viðskiptavinurinn: — Jeg þori. ekki að láta rakaralærlinginn raka mig. Rakarinn: — Og svo ætlið þjer að telja mjer trú um, að þjer hafið tek- ið þátt í tveimur heimsstyrjöldum. ★ Nóg af ástæðum Kennslukonan: Hvers vegna kem- urðu með aðra skýringu núna Raggí en áður. á þvi, að þú komst cf seint í kennslustundina? Raggi: Jú, þú vildir ekki trúa fyrstu skýringunni. ★ Ráðlegging Kennarinn hafði skilað stílunum. leiðrjettum og fór að ræða nánar um þá og skamxna nemendurna fyrir illa gerða stila. Allt í einu rjetti Albert hendina upp. -— Hvað er það, Albert, sagði kenn arinn. — Þjer hafið skrifað einhverja at- hugasemd út á spássíuna og jeg get ekki lesið hvað það er. Kennarinn kom að borðinu og leit í bókina. — Jeg hef skrifað þar: Skrifaðu greinilegar. ★ Flóð og fjara Ósk mannkynsins um frið á striðs- timum er í mannkynssögunni eins og flóð og fjara. ★ Allt hægt Maður getur það sem maður vill, en iðni þarf til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.