Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. sept. 1949.
Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. ÍÍItT! JET
Framkv.stj.: Sigíúa Jónsson. „rii
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakiS, 71 aura meO LesbóS.
Stefna Sjálfstæðismanna
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur markað stefnu sína
í kosningunum. Hann leggur út í kosningabaráttuna með
ákveðin sjónarmið og djarfleg áform.
Meginsjónarmið flokksins eru:
Islendingar eiga í dag tækin, sem geta skapað vinnu fyrir
alla og blómlegt atvinnulíf. Sjálfstæðisflokkurinn hafði for-
ystu um nýsköpun atvinnuveganna í tíð fyrverandi ríkis-
stjórnar. Núverandi stjórn hefur haldið nýsköpuninni áfram
eftir fyllstu getu í fjárhags- og gjaldeyrismálum. „Þjóðfje-
lagsvjelin" (atvinnu- og framleiðslutæki til lands og sjávar)
er í samræmi við kröfur nýjustu tækni og afkastamikil. Þessi
vjel verður nú að fá að snúast eðlilega og frjálst, þannig að
þjóðinni hagnýtist þeir möguleikar, sem hún býr yfir.
Kosningaávarp flokksins mótar gangstillinguna á þessari
þjóðfjelagsvjel. Þar verður að rífa burt öll óþarfa „skipulags-
patent“ og höft, sem hindra ganghraðann og spilla afkasta-
getunni.
★
Frumskilyrði þess, að íslendingum geti farnast vel í landi
sínu eru, að athafnaþrá manna fái sem víðtækast verksvið,
en sje ekki reyrt í viðjar, svo sem gert hefur verið langt úr
hófi fram og í vaxandi mæli á undanförnum árum. — Það
er óumflýjanleg nauðsyn, að tafarlaust verði snúið af braut
ríkjandi ofstjórnar, losað um höft á verslun og athafnalífi,
. Reynslan hefur staðfest að styrkjastefnan er komin í þrot
Með því að styrkja atvinnuvegina sjálfa hafa þjóðartekjurn-
er í heild síst aukist, heldur aðeins verið látið í annan vasanri
það, sem tekið hefur verið úr hinum. Áframhald á þessari
braut hlýtur að leiða til stórhækkaðra skatta og nýrra álagna
á almenning.
★
Af þessari braut verður því að snúa yfir á raunhæfar að-
gerðir til úrlausnar í dýrtíðarmálunum. Þær verða að miðast
við, að atvinnuvegirnir geti starfað styrkjalaust. að jafnvægi
komist á í þjóðarbúskapnum, að búskapur ríkissjóðs sje
hallalaus og starfsemi lánastofnana í samræmi við það.
Mikilvægur þáttur í því að koma á jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum er að gera verslunina frjálsa. Girða fyrir svarta-
markað og okur með innflutningi nauðsynlegustu neyslu-
vara, sem í senn mundi bæta hag almennings og draga úr
verðbólgunni, enda þá hægt að afnema með öllu skömmtun
á slíkum neysluvörum.
Orsök hinna háu skatta og tolla eru hinir beinu og óbeinu
styrkir, sem veittir hafa verið til þess að halda uppi starf-
rækslu atvinnuveganna. Með því að hverfa frá styrkjastefn-
unni er hægt að ljetta af sköttum og tollum og draga þannig
úr þungum álögum á almenningi. Það leiddi og til þess að
draga úr ríkisbákninu og skapaði skilyrði fyrir traustari
íjármálastjórn.
Með framangreindum ráðum skapast ný og betri starfs-
skilyrði fyrir atvinnuvegina, sjávarútveg, iðnað og land-
búnað.
Um stefnuna í hinum einstöku þjóðfjelagsmálum hefur
LandsfundUr Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í fyrra,
ályktað, og ber að fylgja þeim leiðum á grundvelli þeirra
almennu sjónarmiða, sem kosningaávarp ílokksins mótar.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn nú boðar stefnu sína vekur
hann athygli á því, að framkvæmd hennar er að sjálfsögðu
undir því komin, hvert kjörfylgi flokkurinn fær.
Samstjórnarkerfi undanfarinna ára hefur sýnt veikleika-
merki sín. Það vantar festuna í framkvæmd mála og löggjöf.
Þetta er Ijóst, þótt annarra kosta hafi ekki reynst völ.
I ★
Nú skapast nýtt tækifæri í kosningunum að fela einum
flokki ábyrgðina á næsta kjörtímabili. Kjósandinn á aftur
valið eftir fá ár. Þá getur hann á ný vegið og metið. Breytt
um stefnu og breytt um flokk, ef miður hefur tekist, eða
ella uppskorið ávextina af öruggri stjórnarstefnu.
Sjálfstæðisflokkurinn biður kjósendur landsins að gefa
sjer tækifæri við þessar kosningar til þess að geta eftir þær
sýnt í framkvæmd sína stefnu. Til þess að svo megi verða
tarf ílokkurinn að öðlast meirihluta á Alþingi.
víhver'ji ólrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Illa notað tækifæri
MÖNNUM þykir illa notað
tækifærið, sem Slysavarnar-
f jelaginu gafst á dögunum til að
nota helikopterflugvjelina. —
Það hefði svo sem legið í aug-
um uppi að þegar gangnamað-
urinn viltist og leit var hafin,
þá hefði verið sjálfsagt að reyna
björgunarflugvjelina nýju.
I stað þess var send venjulejg
flugvjel, sem fann ekki mann-
inn, en þótt hún hefði fundið
hann, var ekki hægt að taka
hann upp í, þvi þessi leitarflug-
vjel gat ekki lent upp á heið-
um.
Utbúnaður
gangnamanna
NÚ A að kenna mönnum að
nota áttavita og ekki sleppa
þeim út fyrir túnfótinn að elta
nokkrar skjátur, nema að þeir
hafi lært að þekkja að minsta
kosti höfuðáttirnar og setja
þær út á kort.
Hvað ætli komi næst. Ætli
það verði ekki gert fjárleitar-
mönnum að skyldu að hafa á
sjer ljós framan og aftan og
svo þurfa þeir að sjálfsögðu að
hafa með sjer rakettur, til þess
að láta leitarflugvjelarnar vita
af sjer!
Allur er varinn góður.
Eintóm vitleysa
NUDDIÐ um gulu strikin á
götunum hefir farið í taugarn-
ar á mörgum, sem von er, því
sannleikurinn er sá, að þau eru
óþörf og blátt áfram stórhættu-
leg. Þau ná ekki tilgangi sín-
um, eru til skammar. — Hefðu
aldrei átt að vera sett upp. því
hugmyndin um gagnsemi þeirra
er á misskilningi byggð og það
að það ætti að þurka þau út hið
fyrsta.
Gagnslaus, nema
umferð sje stjórnað
AFMARKAÐIR gangstígar yf-
ir umferðargötur eru gjörsam-
lega óþarfir, nema þar sem
umferð er stjórnað, annaðhvort
með ljósum, eða lögregluþjónn
gerir það.
Og það er ekki nóg með að
þessir gangstígar sjeu gagns-
lausir í þvöguumferð eins og
er hjer á götunum, heldur blátt
áfram hættulegir. Gangandi
menn eru margir þeirrar skoð-
unar, að meðan þeir halda sig
innan þessara gulu merkja, sje
þeim óhætt. Þar megi ekkert
farartæki koma.
Misskilnineur, slúður og
bull alt saman.
Bílarnir á gulu
strikunum
ÞAÐ ER sífelt verið að nudda
í bifreiðarstjórum, að þeir aki
inn á þessi gulu strik Vitan-
lega gera þeir það til þess að
komast leiðar sinnar.
Ef bifreiðarstjórarnir ækju
ekki yfir gulu strikin. þá
myndu þeir ekki geta sjeð fyr-
ir hornið hvort bifreið er á
ferðinni og mættu því bíða til
eilífs nóns handan við gula
strikin, vegna þess að umferð-
inni er ekki stjórnað.
•
Burt með strikin,
eða umferðarstjórn
ÞAÐ ER staðreynd, að afmörk
uðu gangstígarnir, sem ætlaðir
eru fótgangandi yfir umferðar-
götur eru tilgangslausir — og
jafnvel hættulegir — nema að
umferðinni sje stjórnað með
ljósum, eða öðru. Reiturinn inn
an gulu _strikanna eru ekki
nein heilög vje, þar sem fót-
gangandi geta staðið eftir vild
og gónt upp í loftið, eða gengið
blindandi yfir í þeirri von, að
ekki verði á þá ekið. Það geta
þeir ekki fyrr en farið verður
að stjórna umferðinni. — Þá
fyrst koma strikin að gagni og
fyrr ekki — og þangað til eiga
þau ekki að sjást.
o
Heimur versnandi
fer
í GAMLA DAGA var ekki ver-
ið að hugsa um, hvaða dagur
vikunnar væri, ef koma þurfti
briefi. eða orðsendingu milli
bæja. Ef maður var á ferðinni
var hann beðinn fyrir brjefið,
eða skilaboðinn, hvort, sem það
var mánudagur eða laugardag
ur.
P;ett er það. að oft voru brief
in lengi á leiðinni, þótt ekki
væri nema bæiarleið á milli,
eða það mátti bíða dögum sam-
an eftir að ferð fjelli.
En tækifærin voru ekki látin
ónotuð þá eins og nú.
•
Ameríkunóstur
á föstudögum
MAÐUR, sem hefir nokkur við-
skifti við Ameríku og skrifast
á við márea þar, spurði að því
hvernig á því stæði að brjef
hans væru þetta lengi á leið-
inni, alt upp í vikutíma og leng
ur, þótt hann setti á þau flug-
frímerki.
„Við sendum ekki Ameríku-
póst nemá á föstudögum11, var
svarið. ,.Ha? einu sinni í viku“,
spurði maðurinn undrandi og
það eru ferðir vestur um haf
á hverjum einasta degi með
flugvjelum og það stundum oft
á dag“.
Já, það má nú segja. — Til
hvers er tæknin, hraðinn, ef
menn færa sjer það ekki í nyt?
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Rjeftarfar kommúnista opinberast enn
í MAÍ s. 1. var sagt frá því í
ungverskum blöðum, að utan-
rikisráðherra landsins Laszlo
Rajk hefðí verið hylltur af
bændum í kjördæmi því, sem
hann var þingmaður fvrir. Þá
var hann talinn til valdamestu
manna í hinni kommúnistísku
stjórn Ungverjalands aðeins
einn maður'talinn standa hon-
um framar að völdum Rakosi.
• •
5 klst. játningarræða.
En þetta var í maí og nú í
september, fjórum mánuðum
seinna stóð Laszlo Rajk í rjett-
arsalnum, ákærður um landráð.
Hann hjelt fimm klst. ræðu fyr-
ir rjettinum, og alveg eins og
áður í rjettarhöldum Mindszen-
tys var ræða sakborningsins
ekki til varnar, heldur var hún
„játning”.
Ræða Rajks var eintóm iðr-
un og játning. Hann skýrði frá
því, að i 18 ár hefði hann verið
leynimaður fasista innan ung-
verska kommúnistaflokksins.
Hann endurtók margsinnis, að
hann væri, svikari, njósnari og
samsærismaður. Hann hrópaði
upp, að hann hefði verið njósn-
ári fyrir öll fasistaöflin. Fyrst
hefði hann gengið í þjónustu
hermdarlögreglu Horthy stjórn
arinnar í Ungverjalandi, sem
Hetenyi lögregluforingi var fyr
ir.
Síðan sagðist Rajk hafa geng
ið í þjónustu Gestapo, bví n«est
í bandaríska leyniþjónustu og
síðast í þjónustu Rankovic inn-
anríkisráðherra í Tito-Júgó-
slavíu.
• •
Enn eitt dæmið um
hryllingsrjettarfarið.
Ef menn þekktu ekki fleiri
dæmi úr kommúnistísku rjett-
arfari, þá kæmi mönnum þessi
rjettarhöld einkennilega fyrir
sjónir. Nú verða málin yfir
Laslo Rajk og nokkrum fleiri
ungverskum kommúnistum
mönnum ekki sjerstakt undrun
arefni. Þau eru aðeins eitt dæm
ið enh, sem sagnfræðingar fram
tíðarinnar hafa til þess að sýna
meðbræðrum sínum um hryll-
ing svörtu aldar kommúnism-
ans yfir nokkrum hluta Evrópu.
• •
Skjalið mikla með
undirskrift Rajk.
Hver sagði Laszlo Rajk svo að
væri ástæðan til að hann glæpt
ist út á þessa braut njósna og
landráða? Var það, að hann
væri andvígur kommúnisman-
um? Nei ekki var hann látinn
„játa“ það. heldur var „játn-
ingin“ stíluð á annan veg.
Það byrjaði allt þannig, að
hann var látinn „játa“ að 1931,
þegar hann var 22 ára hafi hann
gengið í ungversku hermdar-
verkalögregluna og ritað undir
inntökuskjalið. Var sagt í því,
að hann hefði tekist á hendur
að eyðileggja kommúnistaflokk
Ungverjalands. Svo liðu 10 ár.
Rajk gerði engar tilraunir til að
eyðileggja kommúnistaflokkinn
en völd hans í flokknum jukust
stöðugt. Þá komu fulltrúar
Gestapo að máli við hann. Þeir
vildu fá hann í sína þjónustu.
Hann neitaði í fyrstu. en þá
kom í ljós, að Gestapo mennirn-
ir höfðu ljósmynd af skjalinu
með undirskriftinni og hótuðu
að birta það og eyðileggja
þannig stöðu hans í kommún-
istaflokknum, ef hann ekki
vildi halda áfram að „eyði-
leggja“ kommúnistaflokkinn!-!
• •
Allir höfðu skjalið undir
höndum!!
Þannig voru ódæmi þessi
skrifuð. Og áframhald .játning
arinnar“ var á sömu lund. Bæði
franska leýhiþjónustan banda-
ríska leyniþjónustan og Rank-
ovic innanríkisráðherra Titos
höfðu ljósmynd af skjalinu og í
hvert skipti var það notað til
Framhald á bls. 12