Morgunblaðið - 09.10.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1949, Blaðsíða 1
24 siðiar 36. árgangur. 229. tbl. — Sunnudagur 9. október 1949. PrentsmiÖja Morgunblaðsins EINSTAKT GÓÐVIÐRI hefir verið undanfarna tvo daga og hafa ungir sem gamlir notað sjer þcssa „sumardaga“. Strákarnir draga fisk við bryggjurnar við liöfnina og einn hnokkinn hefir meira að segja farið úr skónum til að gæta að hvort vatnið í Tjörninni væri ekki nógu heitt til að vaða í jiví. — Myndirnar hjer að ofan al' þessum ungu Reykvíkingum, sem njóta góðviðr- isins, tók Ijósmyndari Mhl. við höfnina og Tjörnina. Æskan nýtur góðviðrisdaganna. Júgoslavar áfellast Ungverja r Agreiningurinn milli þessara tveggja jsjéða af mssneskum toga spuninn. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 8. okt. — Júgóslavar hafa nú gefið út orðsendingu til Ungverjalands, og er það fyrsta svar þeirra við árásum Rússa og leppríkja þeirra á dögunum, er þessi ríki rufu vináttusamn- ir.ga við Júgóslava og fjandsköpuðust.við þá á ýmsa aðra lund. Nægir þar að minna á rjettarhöldin yfir Rajk og hans kump- ánum. Fjandsamiegar aðgerðir. í orðsendingunni áfellast Júgóslavar Ungverja harðlega íyrir tiltæki þeirra, og ásaka ungverksu stjórnina um, að hún reyni að vekja hatur í garð Júgóslava. Segir í því sambandi að Ungverjar hafi haft í frammi „fjandsamlegar aðgerðir“ gegn júgóslavnesku stjórninni. Samkvæmt boði frá Moskvu. í þessari fyrstu orðsendingu jóslavnesku stjórnarinnar vegna vinátturofanna er harm- að, að til þeirra skyldi hafa komið. Segir þar, að ekki þurfi að fara í neinar grafgötur um, af hvaða toga fjandskapurinn er spunninn. Því verður ekki í móti mælt, að „ágreiningurinn milli þessara tveggja landa varð samkvæmt fyrirmælum frá Moskvu“. Landskjáíffakíppir í Hiðjarðarhafi LONDON, 8. okt.: — í dag varð vart landskjálfta á þrem eyjum í Miðjarðarhafinu. Frá Palermó á Sikiley berast þær fregnir, að stuttur en snarpur landskjálftakippur hafi geng- ið þar yfir í dag. Brotnuðu rúð- ur í húsum og fólk þyrptist í ofboði út á göturnar, af ótta við að húsin hryndu. Frá Möltu og annari nálægri eyju berast fregnir svipaðs efn- is. Talið var, að kippurinn ætti upptök sín um 200 km. frá Sik- iley. — Reuter. Hreinsanir í Búigaríu SOFÍA, 8. okt.: — Búlgarska ‘ stjórnin hefir lagt svo fyrir, að sett verði á laggirnar póli- j tísk stjórnarnefnd við flutninga máluráðuneytið. Hún hefir einn ig fyrirskipað algera endur- skipulagningu á stjórn sam- gangna landsins. . í gærkveldi var Georgi Tchan kov fjelagi í Pólítbureau skip- aður fultningamálaráðherra, en öðrum vikið frá ásamt aðstoð- armanni hans fyrir ódugnað. í kvöld var svo skýrt frá því, að fjármálaráðherrann, Zvetko Kunev, hefði verið leystur frá störfum ásamt varamanni sín- um. Búlgarska útvarpið, sem skýrði frá þessu, hefir ekki gef- ið nejtt í skyn, hvað sje hjer raunveruleea ura að ræða. Sýningum iýkur í Brefiandi LONDON, 8. okt.: — Að und- anförnu hafa staðið hjer yfir tvær miklar sýningar, bifreiða- sýningin, og útvarpssýningin, sem kölluð hefir verið radio Olympía. Sýningum þessum, sem hafa verið vel sóttar, lýkur í kvöld. Hafa um 400,000 manns sótt útvarpssýninguna Bifreiðasýninguna hafa sótt um 360,000 manna. Sfórfeldusfu heræfingar Breta síðan sfríðinu Iiuk Um 40,090 manna beriið tekur þáll í æf- ingum þ. á. m. iré bandamennum þeirra Nehru í London LONDON, 8. okt.: — Nehru, forsætisráðherra Hindustan, kom í dag til London á leið sinni til Bandaríkjanna, en bangað fer hann sem gestur Trumans forseta. Þetta .er fyrsta ferð Nehrus til Bandaríkjanna. Hann skýrði frjettamönnum svo frá í dag, að hann mundi dvelja í tvo daga í Bretlandi. Sagðist hann gera sjer vonir um að hitta ýmsa gamla kunn- ingja, þeirra á meðal Attlee, forsætisráðherra. —— Reuter. Hollensku risaskipi seinkar um 24 sfundir LONDON, 8. okt.: — New Amsterdam, 36,000 tonna far- þegaskip, sem er í eigu Hol- lendinga, kom í dag til Hol- lands frá New York. 24 klukku stundum á eftir áætlun. Skipið hrepti hið versta veð- ur á leiðinni — lenti í „aégileg- um stormi“, eins og sumir far- þeganna orðuðu það við frjetta menn í dag. Sjór komst í marga farþega- klefa og einn farþegi, banda- rískur þingmaður — slasaðist talsvert. — Repter. «—---------- q--------—u Morgunblaðið er 24 síður í dag, tvö blöð, merkt I og II — í blaði I er m. a. Reykjavíkurbrjef, bls. 9. Grein um frjálsa vcrslun og kommúnista á bls. 2, auk þess greinar um ýms efni, frjettir og fleira. í blaði II. er ræða Jónasar Rafnar lögfræðings, sem liann flutti við útvarpsum- ræður ungra manna 3. þ. m. Bókmenntir eftir Krist- rnann Guðmundsson, Hug- leiðingar um heilbrigðis- mál eftir Friðrik Einarsson lækni, eftirtektarverð grein um mikið vandamál. Þá er grein um unga íslenska söngkonu, sem er við nám í Kaupmannahöfn. Grein eftir Jón Pálmason ai- þingismann, síðarl greirtin um kvikmyndatökuna á Stromboli og fleira. Auk þess fylgir blað ungra Sjálfstæðismanna, Heim- dallur með blaðinu í dag. □-----------------------a Einkaskeyti til Mbl. LONON, 8. okt. — í dag hóf- ust á hernámssvæði Breta í Vestur-Þýskalandi umfangs- miklar heræfingar. Standa þær að líkindum yfir eina viku. Jafnframt munu annars staðar fara fram strandvarnar æfingar í þessari viku. ■ *.■ j Mestu heræfingar Breta frá stríðslokum. Heræfingar þær, sem breskur herafli hóf í dag á hernáms- svæði Breta í Þýskalandi eru þær mestu, sem þeir hafa haft frá því styrjöldinni lauk. Tek- ur þátt í þeim um 40,000 manna her. Ekki standa Bretar einir að heræfingum þessum, heldur tek ur þátt í þeim nokkur liðsafli frá bandamönnum þeirra, þ. e. Bandaríkjunum, Belgíu, Hol- landi og Frakklandi. Lýkur á föstudag. Gert er ráð fyrir, að heræfing um þessum ijúki næstkomandi föstudag, svo að þær standa yf- ir um viku tíma. Er það Rín- arher Breta, sem myndar kjarna þess liðs, er tekur þátt í her- æfingunum. Stran dvar nar æfingar við Plymouth. Jafnframt þessu fara fram starndvarnaæfingar heima í Bretlandi. Þessar strandvarnar æfingar munu að forfallaiausu hefjast næstkomandi þriðjudag, og er fyrirhugað að þær taki þrjá daga. Strandvarna-æfingarnar verða við Plymouth, sem er hafnarborg í Suður-Englandi. Hóimælafundur í Vesliir-Berlín BERLÍN, 8. okt.: — í dag var haldinn útifundur í banda- ríska hernámshlutanum í Ber- lín til að mótmæla stofnun austur-þýsku stjórnarinnar. —• Ekki kom til neinna óeirða í sambandi við fundinn, en tveir menn voru handteknir. Voru þeir úr æskulýðsfylk- ingu kommúnista. Þessir piltar rituðu hjá sjer nöfn þeirra íbúa rússneska hernámssvæðisins, sem voru viðstaddir fundinn. Var þeim sleppt að vörmu spori. — Reuter. Mænuveiki. LONDON — Að undanförnu hafa 34 veikst af mænuveiki í Berks- hire í Bretlandi, emkum börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.