Morgunblaðið - 09.10.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1949, Blaðsíða 5
{Sunnudagur 9. október 1949 MORGVlSBLAtlÐ S unnlaugur Tryggvi ónsson bóksali 'Mokkur minningarorð VINUR MINN Gunnlaugur Tryggvi Jónsson bóksali, var jarðsunginn á Akureyri í gær. Hann andaðist að heimili sínu á Akureyri kvöldi dags þ. 1. október. Hann varð 61 árs að aldri, fæddur á Akureyri 18. jan. 1888. Hann ól þar aldur' sinn mestan hluta æfinnar. — Nema hvað hann var vestur í Kanada í 13 ár, frá 1908—21, mest í Winnipeg á slóðum ís- íendmga. k Fyrir nokkrum vikum síðan kom hann hingað suður, til að Seita sjer lækninga. Kendi hann einkennilegs krankleika, gat ekki gengið upp stiga, ekki lyft íótunum, en var fullfær til gagns á jafnsljettu. Síðustu vikuna, sem hann lifði. ágerð- ist máttleysi hans, en þó örast síðasta daginn. Kom þá í ljós, að hann hafði mænusjúkdóm, lömun, sem fyrst lýsti sjer í því, að hann gat ekki lyft fótum. Færðist lömUmn upp eftir líkamanum. Og þégar hún kom í öndunar- færin, kafnaði hann. Nokkrum klukkutímum áður en hann andaðist, ráðgerði hann ferðalag, til að leita sjer lækninga, af hinum ókennilega sjúkdómi, sem brátt varð hans bani. Þannig endaði ævi þessa fjölgáíaða og vinsæla manns. Jeg kyntist Gunnlaugi Tryggva fyrsta veturinn sem jeg var óreglulegur nemandi í Akureyrarskóla 1904—05. Þá var hann verslunarmaður við eina af hinum dönsku verslun- um á Akureyri. Glaðsinna ung- lingur, og hvers manns hug- Ijúfi. Því veittu fáir eftirtekt þá, að bak við glens hans og gaman var alvarleg hugsun og athyglisgáfa, meiri en meðal flestra fjelaga hans. Tvítugur fór hann vestur um haf. Ástæðan hygg jeg, að hafi verið sú, að honum hafi furídist hann ekki fá verkefni við sitt hæfi heima, á Akureyri. Vestra fór hann beint í blaðamennsku, fyrir Islendinga í Winnipeg. — Var meðritstjóri og aðalrit- stjóri Heimskringlu. Á stríðsárunum fyrri þótti ’pað ekki hlýða, að skjóta sjer undan herþjónustu vestra, þeg- ar menn hefðu aldur til þess. í herþjóónustunni lenti hann m. a. í brjefaskoðun, sagði síðan í gamni og alvöru. að eftir lestur allra þeirra ástarbrjefa, sem inann hefði neyðst til að glugga S, hefði hann heitið því, að forð- ast slíkar sendingar sjálfur. Þegar Gunnlaugur Tryggvi Tkom heim nokkru eftir styrj- cddina, og hafði fengið nóg af útivistinni, settist hann að á Alcureyri. Svo samgróinn var ínann staðnum. að þar naut hann :sín best. Á uppvaxtarárum ’nans, var bærinn ekki fjölmenn ari en það, að hann átti alla foæjarbúa að kunningjum sín- um. Árið 1923 tók hann að sjer rit stjórn og umsjá „íslendings“. — ’Rækti hann það starf með hinni mestu nákvæmni og samvisku- semi. Meðfæddir blaðamensku- liæfileikar hans nutu sín þar ekki sem skyidi. Gunnlaugur Tryggvi var maður framúrskarandi friðsam ur að eðlisfari. Það var hon- um lítt að skapi, að deila á menn, nema þeir gæfu beint til- efni til þess. Vildi helst lifa í sátt og samlyndi við samtið sína. Gunnlaugur var eindreginn í stjórnmálaskoðunum og fylgdi fast fram frjálsu íramtaki og persónulegu frelsi í landinu. — Honum var það hugleiknara, að reka blaðamensku sem frjetta- og fræðslustarf, heldur en standa í deilum, sem oft vill verða aðalatriði í stjórn blaða, sem hafa takmarkað rúm. ★ Árið 1936 stofnaði hann bóka verslun á Akureyri, sem hann átti og rak til dauðadags. í grein, sem Sigurður Guðmunds son skólameistari skrifaði .um Gunnlaug Tryggva hjer í blað- ið, lýsir hann því, hvernig Gunnlaugur undi hag sínum sem bóksali hvernig hann varð hjálparhella fátækra nemenda Mentaskólans. og hve ljúft hon um var að geta rjett ungu náms fólki hjálparhönd. En í ræktarsemi hans til skól ans kom það fram, á skemti- legan hátt hversu mikils hon- um þótti um vert að hann ung- ur naut fræðslu við þenna skóla, sem að vísu var þá ekki nema gagnfræðaskóli. Sem ungur nemandi þessa skóla, lærði hann að meta gildi menta, og komst þar að því, hvers virði mentun varð honum og mann- gildi hans. ★ Jeg gerði mjer vonir um, að Gunnl. Tryggvi myndi geta orðið allra manna elstur, og gæti átt góða elli í sínu kæra umhverfi á Akureyri. Hann hefði, betur en flestir aðrir. get að orðið tengiliður milli liðna tímans og hins nýja, því svo vel þekkti hann Akureyri og það sem þar gerðist, um og upp úr aldamótunum, þegar höfuð- staður Norðurlands virtist vera frjórri akur merkra nýjunga í Íþjóðlífinu en Reykjavík. J Sem sjálfstæður atvinnurek- andi og velmegandi, hefði hann junað sjer vel, og getað átt eft- ir að verða mörgum nýgræðingi já menntabrautinni að liði, vin- margur og elskulegur eins og jhann var alla tíð. ! Hann kunni líka svq vel við ■ sig innan um bækur. Sem fá- tækur verslunarmaður tók hann að safna dýrmætum bókum, og gerðist vinur þeirra, á -þann hátt, sem þeir einir geta orð- ið, er unna vísindum og fögr- um listum, og sækja auðlegð í sígildar bókmenntir, Ungur Akureyrarstúdent sagði, er hann heyrði lát Gunn- laugs Tryggva: — Úr því nann er farinn, þá verður ekkert gam an að koma til Akureyrar. Á svipaðan hátt munu marg ’ir af kunningjum hans og vin- !urr k , gsa sem ætíð höfðu á- ■n- af að sjá hann og hitta. En þyngstur verður söknuður !aldraðrar móður hans, sem hefir mist ástúðlegan, um- hyggjusaman son sinn. V. St. Framsóknarmenn viljo hneppa Reykvíkinga í sömu einokunar böndin og sveitamenn ÞAÐ ER stefnuskráratriði Fram sóknarmanna nr. 1 að gera skömmtunarseðlana að gjaldeyr isleyfum. Mcð því að koma á slíku fyririkomulagi er ætlun- in að hneppa verslunina í sömu viðjarnar og Framsóknar- menn eru búríir að reyra við- skiptin í út um landið, þar sem þeir hafa yfirráðin og hafa náð einokunaraðstöðu. Með því að drepa það sem eftir er af frjálsum verslunar- háttum og viðhalda haftafarg- aninu, skömmtunarseðlunum og öllu því, sem þar með fylgir, ætla Framsóknarmenn að ná því kúgunartaki á Reykjavík, sem þeir hingað til aldrei hafa getað náð. Ef það verslunarkerfi, sem Framsóknarmenn vilja lögleiða, er athugað, sjest hvernig þeir hugsa sjer að nota skömmtun- arseðlana, hvernig kerfi þeirra mundi verða í framkvæmdinni hjer í Reykjavík og víðar. Neytandinn ofurséldur. Kerfi Framsóknarmanna ger ir ráð fyrir að neytendur af- hendi skömmtunarseðla sína fyrirfram, enda yrði það óhjá- kvæmileg afleiðing. Með því móti yrði neytandinn bundinn við eiría verslun. Við afhend- ingu seðlanna fyrirfram til einn ar verslunar er neytandinn of- urseldur. Hann á þá allt undir því hvernig til tekst um vöru- kaup þeirrar verslunar, sem seðlana fær. Framáóknarmenn hafa gum- að af því að seðlakerfi þeirra mundi gera neytendurna frjálsa. Þeir gætu þá „valið á milli verslana“ eins og Tíminn — blað frk. Rannveigar Þor- steinsdóttur — orðar það. Hið gagnstæða yrði reyndin. Neyt- endurnir mundu tilneyddir að afsala sjer því frjálsræði, sem þeir hafa, og fá ekkert nema óvissuna í staðinn. Húsmóðir keinur í búð. Það er reyndar ekki auðvelt að gera sjer grein fyrir hvern- ■ ig seðlakerfi Framsóknar mundi j verka í einstökum atriðum, því , ruglingurinn, flækjurnar og vit J leysan, sem það mundi hafa f för með sjer er óútreiknanleg. | Þó er hægt að gera sjer hug- mynd um nokkra aðaldrætti. Húsmóðirin mundi afhenda þeim vefnaðarvöfukaupmanni, ( sem henni dytti helst í hug, alla , vefnaðarvöruseðlana. Jafnframt því yrði hún að afhenda pönt- j ungrseðil, þar sem tiltekið væri nákvæmlega hvað hún hugsaði 1 sjer að fá út á seðla sína á skömmtunartímabilinu. Þar með er húsmóðirin búin að j binda sig fyrirfram um hvað hún ætlar að kaupa, því þótt ’ eitthvað óvænt kynni að koma fyrir, þannig að hún óskaði að breyta til, fá til dæmis til- búinn fatnað einhverju tagi í stað efnir, í föt, nærfatnað í stað sængurvers, eða annað slíkt, þá er ekki hægt fjfrir hana Frk. Rannveig og blaðið hennar. að breyta til, því kaupmaðurinn hefði þá gert pöntun sína og gæti ekki síðar leyft húsmóð- urinni að breyta pöntunarseðl- ínum. Húsmóðirin yrði að gæta þess að hafa afrit af pöntunarseðl- inum til hliðsjónar við síðari viðskipti. Kaupmaðurinn bókar og pantar. Kaupmaðurinn eða kaupfje- lagið yrði nú að bóka pöntun húsmóðurinnar, og þegar pant- anir, sem einhverju nema, væru komnar fram, býr versl- 1 unin til einn allsherjar pönt- unarseðil handa þeirri heild- verslun, sem skipt er við. Heild- verslunin yrði að gera eina mikla pöntunarskrá hjá sjer, en ekki skal út í það farið hjer, hvernig heildverslanir yrðu að starfa eftir þessu kerfi. Það yrði i saga fyrir sig. Þegar vörur koma. Þegar vörur kæmu til þéirr- ar verslunar, sem húsmóðirin afhenti seðla sína, getur far- ið á ýmsan hátt um það hvern ig viðskiptin tækjust. Verslun- in yrði þá að bóka nákvæmlega hjá sjer hvert smáræði, sem hún ljeti húsmóðurina hafa og hús- móðirin yrði líka að skrifa hjá sjer allt, sem hún fengi mjög nákvæmlega. í hvert skipti, sem húsmóðirin kæmi í verslunina, yrði sá, sém afgreiðir að yfir- fara vandlega alla fyrri úttekt húsmóðurinnar til þess að gá að því, hvað hún hefði fengið, því ekki mætti afhenda einum við- skiptavin of mikið af takmörk- uðum birgðum. Verslunin yrði líka að gæta þess vandlega að selja engum öðrum en þeim, sem hafa afhent seðla fyrir- íram, nema hún hafi fengið meira af vörum en nægir til að fullnægja pöntunarseðlunum, sem ekki er líklegt að mundi koma fyrir. Afleiðingin mundi verða sú, að öll afgreiðsla í búðum yrði svo seinfær, að slíks hefðu eng- in dæmi þekkst áður. Húsmóðurinni mundi ekki þýða að kvarta við verslunina í sambandi við útlit vöru eða gæði. Verslunin væri nú búin að panta og það yrði ekki aft- ur tekið. Húsmóðirin yrði að taka við því, sem að henni væri rjett án allrar möglunar. Einokanirnar úti á landi. Þetta er aðeins svipmynd af því, sem gerast mundi í versl- unum hjer í Reykjavík og vit- anlega miklu víðar, ef verslun- arkerfi Framsóknar yrði lög- leitt. Þeim sem þetta lesa, mur finnast þessi lý^ng fjarstæðu- kennd og óraunveruleg á allan hátt, en hún er það ekki, þv: þetta fyrirkomulag viðgengst víða á laiidinu, þar sem versl- I unin er einokuð af kaupfjelög- um. Þar verður fólkið að taka því sem til er, kaupa það, sem því er fengið eða fá ekkerí að öðrum kosti. Á síðari árum hafa margir úr dreifbýlinu leitað til versl- ana lengra burt til að losna úr einokuninni heima fyrir. Þétta er ein ástæðan fyrir því, 'nve mikið er verslað í Rej'kjavík af fólki víðsvegar um land, en það er aftur ein ástæðan íyrir því hve birgðir verslana í Reykjavík endast illa. Fólk víðvegar um land, sem ekki un- ir verslunarháttum kaupfjslag- anna, heima fyrir, þar sem ekk- ert úrval er, lætur vini og kunn ingja kaupa út á miða sína í Reykjavík eða öðrum stærri bæjum. Til að breiða yfir það óíag einokunarinnar, sem Framsókn armenn hafa leitt yfir fólkið út um land, til að styrkja versl- tínaraðstöðu sína þar, reyna þeir í Tímanum að telja fólki tm um, að heildsalar í Reykjavfk eigi sök á verslunarólaginu! Frk. Rannveig og blaðið hennar. Blað frk. Rannveigar hefir misseri eftir misseri hamrað á því að gera skömmtunarseðlana að gjaldeyrisleyfum, i^ð þeim afleiðingum, sem það hlyti að hafa. I þeim bæjum eða hjer- öðum, þar sem kaupfjelög hafa einokun, mundi ástandið lítið versna, þótt þessi óskapnað- ur yrði lögfestur, því verslun- in er svo bágborin þar nú beg- ar, að naumast gæti hún verri orðið. En á stöðum eins og Reykja- vík, þar sem almenningur er vanur að geta verslað þar sem honum sýnist í mörgum versl- unum, yrði kerfi Framsóknr.r- manna til þess að leggja öll við- skipti gersamlega í rúst. Blað frk. Rannveigar skriíar ekki að jafnaði fyrir Reykvík- inga ncma þegar það mælir með frambjóðanda sínum hjer í bænum rjett fyrir kosningar. Það er eins í þetta skipti og alltaf áður, að Tíminn brosir nú framan í Reykvíkinga rjett fyrir kosningarnar. Fjórða hvert ár er hlaupaár í póliíík Framsókparmanna og hlaup- ársdagurinn er kosningadsgi»r- inn, þegar biðlað er til fylgls Reykvíkinga. Alla hina dagana er svo í Tímann skrifaður þrot laus rógur um Reykjavík og allt, sem hennar er. Reykvískar húsmæður nturtu svara Framsóknarmönnum fyr- ir sig á kosríingadaginn. Þær kæra sig ekki um að þeim flokíd takist að leiða yfir þennaí* íj® sama einokunarástandið cg þs ir hafa leitt yfir bæi og byggSa - lög víðsvegar úti á landi. Húsmæðurnar hjer í Reykja- vík þekkja frá fornu fari hvað að þeim snýr þar sem Tíma- Frh á bls '2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.