Morgunblaðið - 28.10.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAftlfl Föstudagur 28. okt. 1949. Útg.t H.f. Árvakur, Reykjavfk. Frámkv.stj.: Sigfus Jónssoru Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla' Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóE. 1F Dómur þjóðarinnar DÓMUR sá er þjóðin kvað upp við þessar kosningar varð kunnur í gær. Atkvæðamagn það, sem flokkunum var greitt, er mælikvarðinn á, hvaða flokki hver einstakur kjósandi vill fela stjórn landsins. Breytingarnar á kjörfylginu urðu ekki miklar frá því sem það var árið 1946. Sjálfstæðisflokkurinn íiekk ofurlítið hærri prósenttölu atkvæðanna en áður, hafð’ 39,4%, en fjekk nú 39,5%. Framsóknarflokknum jókst aftur á móti fylgi, úr 22,1% 1946 í 24,5% nú. En þess ber þá að geta, að kjósenda prósenta Framsóknarflokksins lækkaði árið 1946 í 23.17Ó úr 26.6%, er hann fjekk við kosningarnar 1942. Alþýðuflokkurinn fjekk nú 16,5% atkvæðanna, en hafði við síðustu kosningar 17,8%. En kommúnistafl. stóð alveg í stað við þessar kosningar, fjekk 19,5% árið 1946 og nú. Þannig skiftast kjósendurnir í flokka. En þingmannatalan er, eins og rrænn vita, ekki í samræmi við þetta, þar sem færri kjósendur eru á bak við hvern þingmann Framsóknarflokksins en hinna flokkanna. Við þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið 17 kjördæmakosna þingmenn, og fær tvo uppbótarþing- menn. Það verða frú Kristín L. Sigurðardóttir og Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður, er fjekk 11 atkvæðum færra en frambjóðandi Framsóknarflokksins í Dölum og kemur á þing sem uppbótarþingmaður, með hæsta prósentu kjósenda í kjördæmi sínu. Jón Kjartansson sýslumaður er fjekk 5 atkvæðum færra en frambjóðandi Framsóknar í Vestur- Skaftafellssýslu hafði afsalað sjer uppbótarþingsæti. Annars hefði hann hlotið þetta sæti. Þingsætin þrjú, sem Framsóknarflokkurinn hlaut til við- bótar við fyrri þingfulltrúa sína, fjekk hann frá Alþýðu- fiokknum tvo, og einn frá kommúnistum. Þetta eru þær breytingar, sem orðið hafa á skipun Alþingis við þsssar kosningar. Á öðrum stað hjer í blaðinu er birt ummæli Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins, um úrslit kosninganna, þar sem hann m. a. kemst svo að orði, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stefnt að því, að öðlast meirihlutavald á Alþingj, til þess að „takast mætti að leiða þjóðina farsællega í örðug- leikunum“. „Hið mikla kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins ér eitt út af fyrir sig ánægjulegt,“ segir hann, „en það raskar ekki því meginatriði, að þjóðin hefur ekki veitt Sjálfstæðisflokknum umboð til að reyna að ráða fram úr örðugleikunum, eftir þeim leiðum, sem flokkurinn benti á í stefnuyfirlýsingu sinni.“ Eins og mönnum er í fersku minni, ætlaði kommúnista- ílokkurinn að þessu sinni að fleka kjósendur, sem annars fylgja öðrum flokkum, að kjósa frambjóðendur flokks síns með þeim forsendum, að hjer færi í raun rjettri fram sú þjóðaratkvæðagreiðsla, sem Fimtuherdeildarmenn heimtuðu að fram færi í vor, út af þátttöku íslendinga í Atlantshafs- bandalaginu. Kosningar þessar leiddu í ljós, að alt fimbulfamb þeirra um það, að í þessu máli ættu þeir að fagna fylgi annara flokka eða flokksmanna en þeirra, sem eru í hinni skipu- lögðu flokksdeild þeirra, hefur reynst gersamlega staðlausir stafir. Næst þegar kommúnistar fá tækifæri til þess að sýn? kjörfylgi sitt, vita menn, að þeir geta ekki teflt fram öðrum en sínu trygga fjarstýrða liði, sem annaðhvort er í Fimtu- herdeildinni, eða fylgir henni að málum. Kosningarnar eru traustsyfirlýsing lýðræðisflokkanna til stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum. Þetta er óhrekj- anleg staðreynd. Yfir þessu kvartar Þjóðviljinn í gær í ámátlegri grein En harmakvein hans er ástæðulaust. Þareð foringjar Fimtu- herdeildarinnar geta hampað því framan í húsbændur sína, að hvergi með vestrænum lýðræðisþjóðum hafi kommún- istum eða Fimtuherdeild Moskvavaldsins tekist að blekkja kjósendur til fylgis við sig eins lengi og í eins stórum mæli og hjer á landi. Þetta hlýtur að vera fjöður í þeirra hatt Hvernig þessi vitnisburður skartar á þjóðinní í augurn annara lýðfrjálsra þjóða er svo annað mál. Uílwerji ólripar: UR Dani talar um Island í'New York C.A.C. BRUN, fyrveraridi sendi herra Dana á íslandi, er nú einn af háttsettustu embættismönn- um utanríkisráðuneytisins danska. Þegar Gustav Rasmus- sen utanríkisráðherra fór til Ameríku í haust, fór Brun með honum, sem ráðunautur hans. Um það leyti, sem þeir voru í New York hjelt danska fje- lagið þar í borg samkomu og fjekk Brun til að tala. Hinn kunni danski Grænlandsfari, Peter Freuchen, hefir lýst fund inum og ræðu Brun’s í grein í Politiken og þar sem hún snert ir okkur íslendinga, þykir rjett að segja frá henni hjer. Stærsta skrcfið til varðveislu friðarins RÆÐUMAÐURINN mintist á samvinnu Norðurlanda og sagði að það væri langt frá því, að dregið hefði úr henni upp á síðkastið Nefndi hann dæmi máli sínu til sönnunar. Þá gat hann þess, að Norðmenn og Dan ir væru sem kunnugt er aðil- ar að Atlantshafssáttmálanum, og þar með hefðu Danir fallið frá þeirri stefnu, sem þeir hefðu haldið í utanríkismálum frá 1814, en hún var að ganga ekki í bandalög við aðrar þjóð- ir. — En Atlantshafssáttmálinn, sagði Brun, er stærsta skrefið, sem tekið hefir verið til varð- veislu friðarins í heiminum. slendingar hefðu haldið há- tíð er Danmörk var frelsuð, en hinsvegar hafi verið hundur (Danskerne var sure) í Dönum vegna þess, að íslendingar hefðu sagt upp sambandinu við þá. En sterk vinátta getur skap- ast milli þjóðanna. En það veltur á Dönum, bætti Brun við. ViII afhenda handritin „TSLENDINGAR vilja fá gömlu handritin sin heim“, bætti Brun við. , Það þýðir alt fyrir íslendinga, en hefir ekki minstu þýðingu f-yrir Dani. — Spyrjið almenning í Danmörku og hann veit ekki að til eru 15 bækur osr nokkur hundruð hand rit í Háskólasafninu. En allir Islendingar vita þetta. — Þeir vilja fá þetta“ Og Brun gerðist talsmaður þess. að íslendingum yrðj skilað handritunum. Við Danir höfum svo marga minjagripi frá gamalli tíð, byggingar og fleira, en á þeim tíma. sem Danir rjeðu á ís- landi, var ekki reist eitt einasta mannvirki með listrænu gildi“. „Látið íslendinga fá handritin“ „VIÐ EIGUM að láta íslend- inga fá handritin. Vísindin eru alþjóðleg og það geta allir al- veg eins stundað sitt nám og rannsóknir í Reykjavík eins og Kaupmannahöfn. Á íslandi eru og færir vísindamenn. Þótt Danir kunni að hafa lagalegan rjett til að halda handritunum, þá hafa Islend- ingar þann siðferðilega rjett til þéirra verka, sem orðið hafa til i landi þeirra. Þann rjett eigum við að virða“. Drengilega mælt ÍSLENDINGAR munu telja að Brun fyrverandi sendiherra Dana hjer á landi, hafi vel Islendingar glöddust — en hundur í Dönum í ERINDI sínu talaði Brun itar- lega ,um sambandið milli Dan- merkur og íslands, enda hefir hann góða þekkingu á þvi máli, þar sem hann hefir verið sendi herra á íslandi. Sagði hann að samkomulag væri hið ákjósan- legasta milli þjóðanna og gæti verið — ef Danir vildu. mmmmimimmmmMmMmii iiMmmmMmMimmifrMn MEÐAL ANNARA ORÐA .... mælt og drengilega í New York. Við, sem þektum Brun per- sónuiega, erum ekkert hissa á þessari afstöðu hans. Við þekkt um hvern hug hann bar í okkar garð og að hann myndi aldrei sýna Islendingum annað en vin áttu og láta þá njóta sann- mælis. Síðast er jeg hitti Brun og konu hans var á aldarafmæli =tiórnarskrárinnar dönsku. — Bæðí híó^in lietu ánæviu sína í liós yfir pð hafa hitt íslend- inCTa og báðu að heilsa öllum sínum vinum oa kunningjum á landi. Er bví skilað hjer með bótt seint sje. • Vaiirækt örvegi=ráðstöfun FLUGMENN eru sammála höf- undinum, sem skrifaði hjer í blaðinu um þá vanrækslu, sem átt hefir sier stað í sambandi við loftsialingaöryggi hjer við baeinn. Lagt var til að loft- skeytastengurnar á Melunum yrðu lækkaðar, eða rifnar með öllu og rök færð fvrir þessu. Sakast var við flugráðið í þéss ari grein. Flueráðið mun þó ekki eiga sök að máli hjer, heldur fvrst og fremst stjórn landsímans, sem þrjóskast við, að taka til- lögur flugmanna og flugráðs til greina og á þann hátt er sjálf- sögð öryggisráðstöfun van- rækt. • Eki farið að lögum MEIRA, að segja hefir nýlega verið rokið til og loftskeyta- stengurnar málaðar gráar, en ekki eins og fyrirskipað er í alþjóðalögum um öryggi, rauð- ar qg hvítar. Sennilegt er að loftskeyta- stöðin gamla á Melunum sje alveg orðin óþörf og best væri að flytia það, sem þar er eftir af tækjum og annað og rífa stenpurnar á Melunum, sem vissulega eru búnar að vinna sitt gagn og mega nú hverfa. Fyrsti hjónabandsskóli heimsins í Kaupmi nnahöfn Eftir Charles Croot, frjettaritara Reuters. KAUPMANNAHÖFN: Hjóna- bandsskóli hefir verið opnaður hjer í Kaupmannahöfn, og mun hann vera fyrstur sinnar teg- undar. Kjörorð skólans er: „Betra er heitrof en hjónaskilnaður“. — Markmið hans er að veita ung- um mönnum og konum þá þekk ingu og þá reynslu. sem gerir þeim unt að standast erfiðleika hjónabandsins eða eftir atvik- um komast hjá þeim. • • KUNNIR MENN STYÐJA SKÓLANN Margir kunnir Danir teljast tíl kennaraliðs skólans. Þektur doktor, frægur kvenlögfræð- ur, formaður danska húsmæðra sambandsins og .handlæknir, svo að dæmi sjeu nefnd. For- stöðumaður skólans er sjera Carl Edward Dam-Hendriksen. Þessi kunni kennimaður leggur áherslu á, að skólinn starfi á eins breiðum grundvelli og unnt sje. • • ENGIN ÁVÍSUN „Vandamái hjónabandsins verður ekki leyst með því, að þylja upp ritningarstaði“, segir hann. „Menn geta hvarvetna lært næstum því allt milli him- ins og jarðar. En eftir því, sem jeg best veit, þá geta menn ekki lært að vera góður eigin- maður eða eiginkona, nema á einum stað, og það er í Kaup- mannahöfn". Skólinn miðar að að komast til botns í vandamálum hjóna- bandsins. — Hugmvndin er þó ekki sú, að gefa ungu fólki ávís- un á farsælt hjónaband. Þess konar ávísun er engin til. En námskeiðunum er ætlað að gefa mönnum reynslu og þekkingu, sem mun hjálpa þeim til að komast gegnum þá margskonar erfiðleika, sem geta skotið upp kollinum í hjónabandi þeir"ra“. • • MARGVÍSLEG FRÆÐSLA Allverulegur hluii kenslunn- ar verður helgaður því, að æfa ungar konur í matargerð. Hinir matelsku Danir ganga þess ekki duldir, að farsælt hjóna- band getur aðeins verið sam- fara góðum mat,, sem er vel fram reiddur. I skólanum fer og fram vís- indaleg fræðsla um kynferðis- mál, sem skifta einnig miklu máli um sambúð hjóna. Sál- fræði og hjálp í viðlögum, er og ætlað nokkurt rúm, svo og kurt eisi og háttvísi, sem seint verð- ur ofbrýnd fyrir hjónum. Má raunar segja, að raktir sjeu sundur hinir mörgu þætt- ir hjónabandsins og þeir skoð- aðir hver fyrir sig. • • MARGIR ÞARFN- AST LEIÐBEIN- INGA Öll hnígur fræðslan i þá átt, að reyna að fá „nemendur“ til að leggja eitthvað af möfkum sjálfa. Dam-Hendriksen sagði, að námskeiðið næði ekki settu marki, nema þátttakendurnir tæki afstöðu til málanna og sýndu vilja til samstarfs. Skólinn er heimill bæði gift- um og ógiftum. Tvær ekkjur eru í hópi nemenda fyrsta nám- skeiðsins. Dam-Hendriksen telur, a,(5 brýn þörf sje fyrir hjúskapar- skóla. Of mörg hjónabönd hafa farið út um þúfur, segir hann, vegna þess, að ungir karlar og konur áranna eftir stríðið hafa FramhaJö á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.