Morgunblaðið - 28.10.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1949, Blaðsíða 12
VEÐURUTLIT — FAXAFLOI: SUÐ-AUSTAN stynningskaidl, eða allhvasst. Rigning öðru hverju. BYGGING bæjarsjúkrahúss kallandi__nauðsynjamál.___Sjú grein á blaðsíðu 7. 246. tbl. — Föstudagur 28. október 1949. Faimenn rn fiskimenn koma Frú Begir® ssmliherra heiðursdoktor [Aðalfbndur Fisk mmmmmm&mm* , * wmmmmrnamtmm » * ■ ■ saman á þlng hjer í hæ í dag Fullfrúðr á 2. þús. sjómanna ræða hagsmunamál sír ÞING landssamtaka farmanna og fiskimanna, sem telur innar: vjebanda sinna hátt á annað þús. meðlima, kemur saman til xundar hjer í ReyRjavík í dag: — Þetta er 13. þingið, serr haldið hefur vcrið. Liggja fyrir því allmörg mál er af eðiilegum ástæðum varða allflest hagsmuni sjómannastjettarinnar. Ný stjórn. <*>- Það liggur og fyrir þessu 13. þingi Farmanna- og fiskimanna sambandsins, að kjósa nýjar. forseta og stjórn þess. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri á strand- ferðaskipinu Hekla ,er nú for- seti þess, en kjörtímabili hans og stjórnarinnar lýkur nú. Þingið mun verða haldið í Tjarnarcafé, en það sækja milli 30 og 40 fulltrúar 16 sambands- fjelaga innan vjebanda Far- manna- og fiskimannasam- bands íslands. Helstu málefni þingsins. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Farmanna- og fiski- mannasambandsins þá eru eft- irtalin mál er lögð verða fyrir þingið, talin þau helstu og merkustu: Öryggismál sjó- manna. Hafnarmál Reykjavík- ur. Skattamálin. Dýrtíðar- og atvinnumálin. ÁstandiS í versl- unarmálunum. — Síldveiðarn- ar og síldariðnaður. — Þá kom^ landhelgismálin, fiskveiðar við Grænland, staðsetning Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna og skipulagið kringúm Sjómanna- skólann og loks mun þingið taka til umræðu yfirstjórn vita og hafnarmálanna. Eiitn fjallvepr er fepptur SAMKVÆMT þeim fregnum cr vegamálaskrifstofunni höfðu borist í gær, þá mun enn sem komið er, aðeins einn fjallveg- ur vera orðinn ófær yfirferðar vegna snjóþyngsla. Þessi vegur er Austurlands- vegur og það eru mikil snjóa- lög á Möðrudalsöræfum, sem lokað hafa þessari leið. — Þó einkennilegt megi virðast, þá er Siglufjarðarskarð víst enn fært bílum. tífich von Mansfein „man ekki" HAMBORG, 27. okt. — Erich von Manstein marskálkur skýrði í dag frá því fyrir breska herrjettinum, sem nú f jallar um stríðsglæpamál hans, að hann hefði ekkert gert til þess að koma af stað ófriði. Hann tók fram, að hann gæti ekki mun- að, hvort hann hefði útvegað 150 pólska einkennisbúninga handa þýskum stormsveitar- mönnum, sem látnir voru ráðast á útvarpsstöðina í Gleiwitz — (Árásin á útvarpsstöðina, semi kennd var Pólverjum, var ein af afsökunum Hitlers fyrir a? í.tgja Póllandi stríð á hendur). DJÚPAVÍK, fimmtudag: Það hörmuléga slys vildi til hjer í gærdag, að lítill drengur drukknaði hjer við bryggju. Drengurinn hjet Guðbjartur og var aðeins þriggja ára. — Guðbjartur litli var einn að leik er hann sffst síðast. — Það Var faðir drengsins, er kom auga á hann, þar sem hann flaut skammt frá bryggjunni. Drengnum var þegar bjarg- að og í fimm klst. látlaust voru gerðar á honum lífgunartil- raunir, en þær báru ekki ár- angur. Guðbjartur var sonur hjón- anna Guðrúnar Guðbjarnad.ótt ur og Jóhanns Guðbjartssonar, verkstjóra hjá h.f. Djúpavík. Reglulegar flugferð- ir SÍÐASTLIÐINN miðvikudag lenti Douglas flugvjel í fyrsta skipti á hinum nýja flugvelli við Sauðárkrók. Var þetta flug vjel frá Flugfjelagi íslands, en áður höfðu smærri flugvjelar lent á vellinum. Ein flugbraut hefur nú verið lögð þarna á melum við þorpið, en ráðgert er að koma annari upp eins fljótt og auðið er og lengja sömuleiðis þá braut, sem nú hef ur verið tekin í notkun. Flugfjelag íslands mun á morgun hefja reglubundnar flugferðir til Sauðárkróks, og verður flogið þangað á mið- vikudögum og laugardögum. Douglas flugvjelar verða not- aðar til þessara ferða, og fljúga Jþær um Blönduós til Sauðárkróks. Umboðsmaðyr F. í. á Sauðárkróki verður Val- garð Blöndal, kaupmaður. Ferðir þessar verða mikil samgöngubót fyrir íbúa Sauð- árkróks og nærliggjandi sveita, einkum þó á vetrum, þegar snjóar tálma samgöngur á landi og erfiða mjög alla að- flutninga. Franco kominn heim MADRID, 27. okt. — Franco einræðishorra er nú kominn heim úr fimm daga heimsókn sinni til Portúgal. Þetta er í fyrsta skipti frá því spönsku borgarastyrjöldinni lauk fyrir 10 árum, sem einræðisherr ann fer til útlgnda. — Reuter. I FRÚ RODIL BEGTRUP, sendiherra Dana á íslandi, var nýlega sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Smith CoIIege í Massachusetts j fylki í Bandaríkjunum ásamt frú Elanor Roosevelt og nokkrum ! öðrum konum, sem getið hafa sjer orð fyrir mannúðarstörf. Á j myndinni sjást þær frú Roosevelt og frú Begtrup við athöínina í skólanum. iiosningalalningin lagði of mikið á hitaveituna AÐFARANÓTT þriðjudagsins notuðu bæjarbúar það mikið hita- veituvatn, að vatnsbirgðirnar í geymunum á Eskihlíð þraut rnjög. Þessa nótt fór heitavatnsnotkunin upp í á þriðja hundrað lítra á sekúndu og vjð það bættist að næsta morgun var komið hörkufrost. í gær hafði ekki tekist að safna fyrir á ný eðlilegum vatnsbirgðum í geymunum. Var ekki nema 5 metra vatnsborð í þeim, en þarf að vera 7.20 svo vel sjc. Minna vatn frá Reykjum. Ekki hefur það heldur bætt úr erfiðleikum hitaveitunnar undanfarna daga, að minna vatn hefur fengist frá Reykjum nú en áður. Mun það stafa af auknu vatnsmagni í Re.vkja- hlíð. Hægt er sem kunnugt er, að auka vatnsmagnið með loft- dælingu, en ekki er gripið til þess ráðs, nema nauðsynlegt sje vegna þess að vatpið kólnar við dælinguna. Eitthvað hefur vara stöðin við Elliðaárnar verið not- uð til að snerpa á vatninu. en það er mjög dýrt og heldur ekki notað, nema í neyð. Fyrsta kuldakastið erfiðast. Annars er það reynsla und- anfarinna ára, að fyrsta kulda- kastið á haustin er ávalt hita- veitunni erfiðast. Þá verður notkunin tiitölulega mest. Enn einu sinni er fólk minnt á, að láta ekki renna heitt vatn að nauðsynjalausu og eins að loka fyrir á nóttunni. Vatn tekið af hverfum. Búast má við, að vatn verði ,nú á næstunni tekið af þeim j hverfum í bænum, sem aðeins hafa hitaveitu á sumrin, en þau eru nokkur, sem kunnugt er. Mun það mál koma fyrir bæj- arráð innan skamms. í sumum hverfum fær fólk þó væntanlega kranavatn, þótt ekki verði hægt að láta það fá vatn á miðstöðvarofnana. Sundhöllin mun verða opnuð um miðjan nóv. HORFUR eru á, að Sundhöllin verði opnuð á ný. kringum miðjan nóvember, en sem kunnugt er, hefur farið fram viðgerð á húsinu og það allt málað. Aðalviðgerðin fór fram á þaki hússins, er farið var að leka svo, að miklar skemmdir höfðu af því hlotist. í ráði var að setja koparplötur á þakið, en fjárfestingarleyfi fyrir plöt unum fjekkst ekki. Varð því að fara fram bráðabirgðavið- gerð, sem ekki mun endast öllu lengur en fram á vor, en þá verður nauðsynlegt að setja kopar á þakið. Þegar komið er inn í Sund- höllina nú, er engu líkara en hún sje alveg nýtt mannvirki. — Allt nýmálað í hólf og gólf. Vestmannaeyja Sföðin losaði sig viS Hsloa Benedikfsson og Ó(af Kristjánsson i AÐALFUNDUR Fiskvinnslu- .stöðvar Vestmannaey.ia var haldinn þar í fyrradag. Tekur stöðin til því nær 87 % af báta- flotanum í Eyjum og er verk- efni hennar að veita fiskinum móttöku úr bátunum, salta og frysta og selja til útflutnings, eftir því sem þörf er á á hverj- um tíma. J Þetta er umsvifamesta fyrir- . tæki Eyjamanna sem ptendur. og er nær öll útgerðin bátt,- takandi. | í stjórn fiskiðjuversins voru þar til á nýafstöðnum aðal- fundi: Jóhannes Sigfússon út- gerðarmaður (formaður), Sig- hvatur Bjarnason skipstjóri, Ársæll Sveinsson útgerðarmað- ur, Helgi Benediktsson lcaup- maður og Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri. Samkvæmt lögum fjelagsins, átti í þetta sinn að draga tvo stjórnendur út með hlutkesti og kjósa tvo að nýju, en í fundar- byrjun var borin upp tillaga um breytingar á fjelagslögunum, þannig, að öll fjelagsstjórnin skyldi kosin að nýju á fundin- um. Sú tillaga var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Því næst fór stjórnarkosning fram fyrir í hönd farandi ár, og voru þessir kosnir: Jóhannes Sigfússon formaður, Sighvatur Bjarnason, Ársæll Sveinsson, Jónas Jónsson útgerðarmaður og Guðmundur Vigfússon skip- stjóri. Þeir Helgi Benediktsson og Ólafur Kristjánsson náðu þvi ekki kosningu í stjórnina aftur. ©C59 • .MTchiD-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.