Morgunblaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 1
Kosningabaráttan á Bret- landi fer síharðnandi , Einkum er deilt um þjóðnýtingu. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 9. febrúar: — Kosningabaráttan í Englandi er nú að komast í hámark enda aðeins hálfur mánuður fram að kosn- ingum. Eru geysifjölmennir stjórnmálafundir haldnir á hverj- um degi í London og umræður harðar. Helsta baráttumálið er þjóðnýting stáliðnaðarins, sem verkamannaflokkurinn hefir hótað. Margir telja að fjöldi fylgismanna verkamannaflokks- ins í kosningunum 1945 hafi snúið baki við þeim, vegna þess, að þeir telja, að þjóðnýtingartilraunir flokksins hafi verið dýrt spaug á erfiðum og hættulegum tímum Churchill : Attlee. Stóru mennirnir 1 kosningum þessum eru auðvitað Attlee, nú- verandi íorsætisráðherra og Churchill; foringi íhaldsflokks- ins. Munu þeir, hvor um sig, halda geysimargar kosninga- ræður. Óvenju stórir fundir. Churchill hefur undanfarið ferðast um suðvestur England og í dag hjelt hann ræðu í Dev- onport á Cornwallskaga, fyrir geysimörgum áheyrendum. — Hann mun halda ræður í Lon- don í næstu viku. Heimsækir iðnaðarhjeruð. Attlee talaði í London um sið ustu helgi. en ferðast nú um iðnaðarhjeruðín á Mið-Eng- landi. Hefur hann þegar talað á sjö fundum þar og meðal ann- ars gert grein fyrir þjóðnýting- afáformum verkamannaflokks- ins. Verða leyndarmál kjarnorkunnar birt! LONDON, 9. febr.: — Nokkrir breskir, kanadískir og banda- rískir kjarnorkusjerfræðingar eru nú saman komnir á fjög- urra dag'a ráðstefnu í bresku kjarnorkustöðinni í Harwell í Berkshire. Vísindamennirnir ræða um það, hvort hæfilegt sje að birta nokkur kjarnorku- leyndarmál með tilliti til þess, að talið er, að Rússar viti nú þegar hvernig á að framleiða kjarnorkusprengjur. Geysimikil varúð er viðhöfð á ráðstefnu þessarri og meðal annars er vísindamönnunum skylt að brenna öllum minnis- miðum að loknu dagsverki. — Reuter. Rússar hafa seilst til valda í 4 hjeruðum Kína Var s.irí um aS ivara WASHINGTON: — Hinn 12.* janúar s. 1. bar Acheson, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Rússum á brýn, að þeir hefði lagt stór hjeruð Kínaveldis und ir sín yfirráð. Lengi vel var eins og þessi staðhæfing Ache- sons stæði í Vishinsky, utanrík- isráðherra Rússa, því að hann svaraði ekki fyrr en 20. janúar. Þegar svarið loks kom, þá var sýnþ að snextur hafði ver- ið viðkvæmur blettur á sálar- tetri ráðherrans. Að vísu er ekki að því hlaupið fyrir rúss- néskan utanríkisráðherra að. lýsa reiði sinni og fyrirlitningu nú orðið — til þess eru öll gíf- uryrði orðin of .vanaleg í þeirra munni. Orð, sem fyrir öld mundu hafa komið af stað styrj öld, ef utanríkisráðherra hefði bórið þau sjer í munn, eru nú orðin svo töm Rússum, að þau hafa misst allan mátt. ásökunum Achesons. Það sýnir annars best, í hve miklum vandræðum Vishin- sky hefir vei’ið, er hann reyndi að hrekja staðhæfingu Ache- sons, hversu langt hann seilist til raka. Hann segir, og ber sjálf an sig fyrir því, að 3 þeirra fjögurra hjeraða, sem um ræð- ir, „halda áfram að vera í Kína og eru lífrænir hlutar þess lands“. Þessi hjeruð eru Manc- huria, Suður-Mongolia og Sinkiang. Þessi rökleiðsla ráðherrans er athyglisverð af því, að Norð ur-Mongólía er ekki talin með hipum 3_ Reynir Vishinsky að láta líta svo út sem hún sje sjálf stætt „alþýðulýðveldi". — En viðleitni hans í að sanna þetta er svo ábótavant, að hún hefir þveröfug áhrif við það, sem henni er ætlað. Bonn stjórnin ver 500 miljónum mnrkss til verklegro irnmkvæmdn Sendiherra Mao Tse Tung Gagngerar athafnir til útrýmingar atvinnuleysi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. EONN, 9. febrúar. — í dag var rætt í þýska þinginu um atvinnuleysi. Voru umræðurnar harðar og spunnust lit af ályktunartillögu jafpaðarmanna um að stjórnin skyldi gera áætlun yfir afnám atvinnuleysisins á næstu árum, en skýrsl- ur hafa komið fram um að nú sjeu um tvær milljónir at- vinnuleysingja í Þýskalndi. Mao Tse Tung, forsætisráð- herra kínversku kommúnista- stjórnarinnar, sem undanfarið hefur dvalist í Moskvu, til við- ræðna við stjórnarvöldin þar. Vísindamönnum á Suöur- skauti biargað SANTIAGO, Chile, 9. febrúar: Fregnir hafa borist frá leið- angri, sem floti Chile gerir út til Suðurheimskautslandanna, að leiðangursmenn hefðu bjarg að fimm breskum vísindamönn um á Stonington-eyju. Vísinda menn þessir hafa dvalist á eyju þessarri í meir en ár_ — Reuter. ^Jafnaðarmenn vilja auka þjóðnýtingu. Prófessor Nölting, þingmað- ur jafnaðarmanna, hjelt fram- söguræðu og gagnrýndi harð- lega aðgerðir Bonn stjórnarinn- ar í efnahagsmálum. Sagði hann, að lítið eða ekkert hefði verið gert til að tryggja menn gegn atvinnuleysi og hjelt því fram, að aukin þjóðnýting myndi bæta úr atvinnuleysinu. Endurreisnin hefur gengið hratt. Erhard efnahagsmálaráðherra varð fyrir svörum af hendi stjórnarinnar. Hann vísaði flest um ásökunum jafnaðarmanna á bug. Sagði að aukin þjóðnýt- ing væri heimskuleg, líkast til yrði hún til ills eins, en hins- vegar gætu menn sjeð árangur- inn af frjálsu framtaki nú þeg- ar í Þýskalandi. Þess þekktust engin dæmi, hve endurreisnar- Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. starfið í Vestur-Þýskalandi ASMARA, ERITREU; 9. febrúar: — Undanfarna mánuði hafa hefði gengið hratt eftir að það ræningjaflokkar vaðið uppi 1 hálendinu í Suðurhluta Eritreu, var hafið. hinnar gömlu nýlenda ítala/ Hefir það gengið svo langt, að 1 ræningjarnir hafa brennt heil þorp til kaldra kola, rænt og ruplað íbúana, og tekið kvikfjenað. •— Ferðamenn hafa heldur ekki getað ferðast óhultir um hjeruð þessi. Ævintýrafeg herferö gegn ræningjum Ettingaleikur í Erifreu í 2500 melra hæð Tvær herdeildir ^ Var ekki lengur við þetta un- andi og hóf breska setuliðið í landinu herferð í síðustu viku gegn ofbeldismönnunum. — Eru tvær breskar herdeildir í tak- inu. Erfiðar aðstæður Hjer er um erfiða herferð að ræða. Landið liggur í 2500 metra hæð yfir sjávarmál, þar eru vegleysur og hinar mestu ófærur. Ræningjarnir eru hins vegar varir um sig og eiga mörg skjól. Það hefir þó hjálp að liðssveitunum, að almenning ur í landinu kærir sig ekkert um að fela bófana. Sprenging á Mars. TOKYO — Japanskur stjörnu- fræðingur skýrði nýlega frá því, að hann hefði orðið var við ,,geysi mikla sprengingu" á Mars. Vildi ekki bera ábyrgð á glæpum kommúnista BERLÍN, 9. febrúar: — Paul Berger, sem verið hefir yfirmað ur sakamálalögreglunnar á rúss neska hérnámssvæði Berlínar- borgar, gaf sig í dag fram við lögreglu Vestur-Berlínar. •— Kvaðst hann hafa sagt skilið við rússneska hernámssvæðið vegna þess, að hann vildi ekki bera ábýrgð nje taka þátt í glæpaverkum þeim sem þar væru framin í skjóli hernáms- liðsins. Berger er gamall kom- múnisti og meðal annars hátt upp stilltur í hinni kommún- istiska sameiningarflokki. .— Reuter. Orsakir atvinnuleysis. Þá minntist hann á það, hverj ar væru meginorsakir atvinnu- leysisins. Einkum væri það, að á rúmlega einu ári hefði um 500,000 stríðsfangar snúið heim og flóttamannastraumurinn frá Austur-Þýskalandi væri um 600.000 manns. Gagnaðgerðir stjórnarinnar. Hann sagði, að eina ráðið til að hindra atvinnuleysi væri að auka atvinnuna. Stjórnin gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess, en þjóðina skorti fjár- magn. A næstu mánuðum myndi Bonn stjórnin samt verja yfir 500 miljónum marka til sjer- stakra framkvæmda fyrir utan þær 300 miljónir, sem erú til íbúðabygginga. Þetta, ásamt því, að heimflutningum stríðs- fanga fer nú að linna, kvað hann gefa góðar vonir um að hægt myndi að sigrast á at- vinnule> sinu. Þjóðnýtingin til ills eins. Þjóðnýtingin, sem jafnaðar- Fiiamh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.