Morgunblaðið - 10.02.1950, Síða 12

Morgunblaðið - 10.02.1950, Síða 12
yEÐURÚTLITlÐ. FAXAFLÓI: NA-stynningskaldi, eða ail- hvasst. — Skýjað. ________ HVAR eyða reykvísk börn tóm-< stundum sínum? Sjá grein á bls. 7- — _________________J Ungur piifur tirukknar á bátalegunni í Stykkishólmi Bróðir hans reyndi að bjarga honum. FRJETTARITARI Mbl. í Stykkishólmi, símaði í gærkvöldi, að þar hefði orðið mjög sviplegt dauðaslys í fyrrakvöld. Eínn hásetanna á vjelskipinu Hrímnir fjeli í höfnina og clrukknaði. Hann hjet Jóhannes Pjetursson og var aðeins 17 ára að aldri. «----------------- í árabát á leið út á leguna. Þetta gerðist eftir að myrkur var skollið á, milli kl. sex og sjö. — Jóhannes fór frá bryggju f árabát og ætlaði út í vjelskip- ið Hrímni frá Stykkishólmi. Með honum í bátnum var ungl- jngspiltur, Karl Torfason að nafni: Hrímnir lá á bátalegunni, skammt frá landi. Fjell aftur yfir sig * sjóinn. Er þeir koma að hliðinni á Hrímni, stendur Jóhannes upp, nær taki á borðstokknum og| um leið snarar Karl sjer upp^ á þilfar Hrímnis. Strekkingur var nokkur og bar bátinn aftur með skipinu og lendir hann inn undir „hekkinu“. Missir Jó- hannes þá takið á borðstokkn- um, hnýtur í bátnum og fellur iíðan aftur yfir sig út fyrir borðstokk bátsins. Hann var ó- eyndur. Eeynt að bjarga. Meðal skipverja á Hrímni er Hallgrímur, bróðir Jóhannesar. Var hann við borðstokkinn á ekipinu er Jóhannes fjell í sjó- jnn. Hallgrímur stökk þá í sömu andránni niður í bátinn og ætl- aði að reyna að bjarga bróður sínum, en bátinn bar svo hratt undan veðrinu, að Hallgrímur gat ekkert aðhafst í bátnum, en sjálfur var hann ósyndur. — Skömmu síðar sökk Jóhannes. Hjálp barst úr landi, en um seinan. Leitað hefur verið að liki Jóhannesar, en var ófund- ið í gærkvöldi. Jóhannes Pjetursson átti móð ur á lífi og systkini, heima hjá sjer að Naustum, Eyrarsveit í Gruridarfirði. — Faðir hans er Játinn fyrir nokkrum árum. Kaþólskir vilja sam- siarf við aðrar kirkjur RÓMABORG, 9. febr.: — Píus páfi XII. mun síðar í þessum mánuði gefa út mikilvæga til- ) :ynningu, varðandi samvinnu kaþólsk.u kirkjunnar við aðrar kirkjur kristinnar trúar. Er talið, að yfirlýsing þessi verði gefin út sem hirðisbrjef til ka- Jfólskra kennimanna um að vinna saman með öðrum kristn um trúarflokkum. Þykir þetta injög mikilvægt, því að fram til þessa hefir það einmitt ver- ið einangrun kaþólsku kirkj- unnar, sem hindrað hefir sam- starf kristinna manna. — Reuter. Viðgerðin á ,6eysi' slöðvasl Einkaskeyti til Mbl. K.HÖFN, 9. febr.: — „Land og Folk“ skýrir frá því í dag, að flugvjelavirkjar á flugvellinum í Kastrup hafi beðið íslenska starfsbræður sina að skýra frá afstöðu sinni til framkom inna fullyrðinga um, að þar eð viðgerð á ,,Geysi“ geti ekki far- ið fram á íslandi, eigi yfirstand andi verkfall þar ekki að ná til flugvjelarinnar. Blaðið bætir því við, að flug vjelavirkjar á Kastrupflug- velli muni ekki halda viðgerð- inni áfram, fyrr en svar liggur fyrir frá fjelagi íslenskra flug- vjelavirkja. — Páll. Afstaða dönsku flugvjela- virkjanna mun vera sú, að þeir hyggi ekki á samúðarverkfall, nema sannað sje, að hægt sje að gera við „Geysi“ hjer heima. En eftir því sem Mbl. hefir frjett, munu íslensku flug vjelavirkjarnir nú hafa til- kynnt, að viðgerðin hefði getað farið fram hjer undir venjuleg- legum kringumstæðum. Flutningaskip fér frá Vopnafirði á meðan á úlskipun slóð í FYRRADAG lá flutninga- skipið ,,Anny“ á Vopnafirði og var að taka þar gærur. Er líða tók á daginn kulaði svolítið, en fermingu samt haldið áfram. Allt í einu skeður það svo, er tveir flutníngabátar lágu við skipshliðina. annar rneð full- fermi en hinn nær tómur, að skipið ljettir akkerum fyrir- vara(laust og íheldur til hafs með bátana í eftirdragi. Bátverjum tóicst að losa þá við skipið, þót.t slíkt væri ekki hættulaust og komust þeir heilu og höldnu til lands. — En skipið fór með níu verkamenn, sem voru að vinna um borð í því. Síðar um kvöldið kom skipið svo aftur inn í Vopnafjörð, en þá hafði sjór aukist nokkuð. — Það lagðist þó ekki við festar, heldur sneri enn til hafs með Vopnfirðingana innan borðs., „Anny“ kom til Seyðisfjarð- ar síðdegis í gær og lá þar á höfninni í gærkvöldi, en hafði ekki lagst að bryggju. Svona leii Jörundtir úl í HINU nýja bindi af íslands- sögu Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafjelagsins, er dr. Þorkell Jóhannesson hefir skrifað, birtist í fyrsta sinn mynd af Jörundi hundadaga- kóngi. Er myndin í eigu Þjóð- minjasafnsins. Stjúpdóttir Matthíasar Þórð- arsonar þjóðmenjavarðar, frú Sigrid Holbech, fjekk þessa frummynd að gjöf, hjá ættingja Jörundar Næs að nafni, er átti heima á Helsingjaeyri. Móðir- amma hans var systir Jörund- ar. Myndin er eftir Jörund sjálf- an, og er skopmynd, eins og aðr ar myndir, sem hann gerði, t_d. myndin af dansleiknum hjer í Reykjavík, þar sem hárkolla af hefðarkonu einni er í dansinn gekk, hjekk föst í Ijósakrónu. Ekki er vitað, að önnur mynd sje til af Jörundi, en þessi. Kvöldskemlanir fyrir siarfsfólk D-listans ÞAÐ HAFA þegar verið haldnar tvær kvöldskemmt- anir fyrir starfsfólk D-list- ans við síðustu bæjarstjórn- arkosningar. Þriðja kvöldskemmtunin verður haldin n. k. mánudag í Sjólfstæðishúsinu og hafa allir miðar verið afhentir á hana. Það hefir komið í ljós, að þessar þrjár skemmtanir hafa ekki getað fullnægt eft- irspurninni og allir komi«:4 að. Hefir því verið ákÝeðið að halda fjórðu skemmtun- ina miðvikudaginn 15. þ. m. í Sjálfstæðishúsinu. Verða fluttar þar stuttar ræður en „Bláa stjarnan“ annast skemmtiatriði. Síðan verður dansað til kl. 1 e. m. Aðgöngumiðar á þessa fjórðu skemmtun verða af- hentir í Sjálfstæðishúsinu eftir hádegi næstkomandi mánudag. Refur veiddur í Washington. WASHINGTON —• Silfurrefur, sem enginn veit hvaðan komið hefur, skaut nýlega upp höfðinu í miðri höfuðborg Bandaríkjanna. Eftir um klukkustundar eltingar- leik, náðist hann lifandi við hús fjármálaráðuneytisins. Myndir af refnum á harða hlaupum birtust í mörgum amerískum blöðum. i Á SUNDMÓTINU í gærkveldi setti Þórdís Árnadóttir, Á, tvö íslandsmet og Hörður Jóhannesson, Æ, eitt. Þórdís synti 100 m. bringusund á 1.29,3 mín. og 50 m. bringusund á 41,1 sek., en hvorttveggja er nýtt met. Bætti hún hvort þeirra um 1/10 sek. — Hörður synti 200 m. baksund á 2.45,0 mín_, en fyrra metið var 2.52,7 mín., og átti Guðmundur Ingólfsson það. BHreiSarslys á Flókaplu í gær Rannsóknarlögregan óskar eft- ir vitnum. LAUST FYRIR KLUKKAN 7 í gærkvöldi, var tilkynt á lög- reglustöðiiia. að fcifreiðarslys hefði orðið fyrir framan húsið nr. 4 við Flókagötu. Átta ára drengur, Eggert Böðvarsson Flóbagötu 6, hafði orðið þar fyrir vörubifreið, blágrænni að lit. Bifreiðarstjór- inn stöðvaði ekki bíl sinn við slysið, en ók áfram og beygði suður Snorrabraut. Rannsólmarlögreglan biður bifreiðarstjórann vinsamlegast að gefa sig fram starx. Og einnig biður hún sjónarvotta og aðra, sem einhverjar upplýsing- ar geta gefið í máli þessu, að gefa sig fram sem fyrst. Eggert litli var fluttur í Lands spítalann. Hafði hann lær- brotnað á báðum lærum. Samkomudagur reglulegi Alþingii 195C RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær frumvarp fyrir neðri deild, um að reglulegt Alþingi 1950 skuli koma saman 10. október, ef forseti íslands hefir ekki til- tekið annan samkomudag fyrr á árinu. í athugasemdum fyrir frum- varpinu segir: Alþingi, er nú situr, mun eigi ljúka störfum fyrir 15. febrúar þ. á. Ber því nauðsyn til að ákveða með lögum ann- an samkomudag reglulegs Al- þingis 1950 en ráðgerður er í 35. gr. stjórnarskrárinnar. Er lagt til, að þingið verði kvatt til fundar eigi síðar en 10. okt. næstkomandi. Frv. var tekið til 1. umræðu í gær og fór umræðulaust til 2. umr., og allsherjarnefndar. Nýtt heimsmet NEW YORK, 9. febr.: — Bob Branwer, tuttugu ára gamall stúdent frá Princetown, setti í gær nýtt heimsmet í 400 m. bringusundi. Tíminn er 5.35.4 mínútur. Fyrra heimsmetið var 5.40 2 mínútur. — NTB frá Reuter. * Pjetur Kristjánsson, ungur drengur úr Áramnni, vakti sjer staka athygli á mótinu í gær- kveldi. Hann synti 50. m. skrið- sund á 27,8 sek., en íslandsmet- ið þar er 27,2 sek. og á Arí Guðmundsson það. i Sigurður Jónsson, KR, vann 100 m. bringusundið á 1.19,2 mín., en Atli Steinarsson, lR, var fast á eftir honura. Synti á 1.19,5 mín. Kolbrún Ólafsdóttir vann 50 m. skriðsund kvenna, Ari Guð- mundsson 300 m. skriðsund karla og Ármann bæði 3x50 m. þrísund kvenna og 4x50 m. skrið sund karla. 50. m. bringusund drengja vann Gunnar Jónsson, Á, 100 m. baksUnd drengja Guðm. Guðmundsson, Æ, og sveit Æg- is vann 3x50 m. þrísund drengja. Áigrímur Áigeirnon leflir fjölfefli við itúdenla ÁSMUNDUR Ásgeirsson, fyrr- verandi íslandsmeistari í skák, teflir fjöltefli við 30 stúdenta að Gamla-Garði næstkomandi laugardag þ. 11. þ. m„ kl. 2 eftir hádegi. Aðeins stúdentar og þeim, sem boðið kynni að verða, hfaa aðgang að keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.