Morgunblaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 10
10 MORGV NBLAÐIÐ Föstudagur 10 febrúar 1950 FramhaSdssagan 33 TIONS-FOLKID Eítir Margaret Ferguson þá að te-ið sje enn heitt“. Sherida fór með brjefin, en sá ekkert af fnlkinu Simon stóð á fætur. „Jæja, jeg verð að fara. Ef þú sefur ekki vel, þá veistu að þú mátt taka eina svefnpillu í viðbót, tvær eða þrjár nætur að minnsta kosti“. „Kæri Simon“, hún brosti og bandaði frá sjer sígarettu- reyknum með hendinni. „Þið læknarnir eru alltaf svo sann- færðir um að það sje ekkert til í heiminum, sem ekki sje hægt að lækna með svefnmeð- ulum. Jæja, jeg vildi óska að svo væri. Jeg sje þig á morg- un“. Það brakaði í gírstönginni, þegar har.n setti bílinn af stað. Það var eitthvað að Leah. Hún hafði áhyggjur af ein- hverju og hann var, gramur sjálfum sjer, vegna þess að hann vissi ekki hvað það var. Að minnsta kosti ekki ennþá, en kannske seinna.... 16. KAFLI. Það mátti líkja vorkom- unni á Cornwall við lampa- kveik, sem illa gekk að koma upp ljósinu á, þangað til loks- ins að logínn er orðinn stöð- ugur. Stundum rigndi dögum saman og klettarnir urðu dökk ir og grasið rénnvott. Og aðra daga var allt landið hjúpað þjettri, ískaldri þoku. Einn slíkan dag lentu Logan og Catherina í þokunni uppi á heiðlöndunum, Um morguninn hafði himininn verið heiður og tær þegar þau lögðu af stað í bílnum. Þau skildu hann eftir á veginum og gengu upp á eina hæðina. Hún var grasi gróin neðst en þegar ofar dró tóku við stórgerðir hnullungar og möl á milli. Það var blæjalogn og vor- lpftið strauk blíðlega um vanga þeirra. Þessi hæð var hærri en hæðirnar í kring og þegar þau voru komin upp á toppinn, var útsýnið ví+t og fagurt. Ávalir ásar og hæðir skiptust á alla leið niður að ánni og á árbakk anum uxu kræklóttir bróm berjarunnar, eins og þjett kög ur. Neðst ? dalnum bevgði áin inn í lítinn beykiskóg, þar voru trjen hávaxin og spengi- leg og á greinunum sátu litlir fuglar og sungu söngva sína fullum rómi. Þau sátu í skjóli undir stór- um steini efst á hæðinni, borð uðu brauðsneiðamar og reyktu sígarettur. Þegar þau höfðu hvílt sig góða stund og notið útsýnisins, og bjuggust loks til heimferðar. sáu þau að þiettur þokubakki færðist hægt í átt- ína til þeirra, og skreið niðu.r dalina tvo, sem lágu út að ströndinni. ..Hver fjárinn", sagði Logan „Nú komum við of seint í te-ið og Leah var einmitt búin að bióða einhverjum gestum. Við skulum koma af stað“. Þau komu niður að bílnum rjett í sömu mund og þokan náði honum, og fyllti loftið vætu, svo a.ð úðinn settist í hár Catherinu. Bæði voru þau þaul kunnug veginum, en vissu líka bæði að kunnugleiki var engin trygging fyrir því að eitthvað gæti komið fyrir á þessari leið. Þokan og heiðlöndin höfðu sjer stakt lag á því að koma fram hefndum á fólki, sem ekki um- gekkst þau með nægilegri var- kárni og virðuleika. Bíllinn rann hægt af stað niður brattann. Catherina fylgd ist með vegarbrúninni á vinstri hönd, en Logan horfði til skipt- is á vegarkantinn sín megin og veginn framundan. Stundum ljetti þokunni snöggvast, en mest af var hún svo þjett að þau sáu varla spönn fram fyrir bílinn. Allt í einu kvað við hár hvellur. Bíllinn rann næstum fram af snarbröttum vegkant- inum á hægri hönd, en nam staðar. „Jeg var líka hræddur um að hjólbarðinn mundi ekki duga“, sagði Logan í uppgjaf- artón. „Við missum af te-boð- inu hjá Leah. Þú skalt sitja kyrr í bílnum á meðan jeg kippi þessu í lag“. „Já, sama er mjer. Jeg kann vel við mig hjerna“, sagði Cat- herina og kveikti sjer í sígar- ettu. „Það er bæði skuggalegt og leyndardómsfullt hjer í þoku. Jeg er ákveðin í því að reyna að mála mynd af Corn wall í þoku, og mjer skal tak ast það. Sjáðu ljósrákina þarna á klettinum. Þetta gæti verið rússneskt leiksvið úr ,,Mac- bet,h“. Á jeg ekki að hjálpa þjer?“. „Nei, nei. Vefðu teppinu um þig ef þjer er kalt“. Hún sat inni í bílnum á með an hann skipti um hjól undir bílnum og henni leið betur en henni hafði liðið lengi. Hún varð gagntekin þægilegri ör yggiskennd, þarna þar sem þau voru næstum innilokuð tvö ein í þokunni. Bastions var horfið í fjarska. Það var eins vel hægt að tela sjer trú um að Bastions væri alls ekki til „Jæja, þá er þetta búið“, sagði Logán um leið og hann settist upp í bílinn aftur og fjekk sjer sígarettu. „Er þjer kalt?“. „Nei, ekki vitund. Sjáðu það er að ljetta til þarna. — Mjer finnst alltaf gaman, þegar sjer aftur í bláan himin eftir þjetta þoku. Það er eins og endur- skin af einhverju innra með manni“. „Mjer er nákvæmlega sama um bláan himin eða listrænar hugmyndir þínar, Catherina", sagði Logan næstum hrana- lega. „Jeg kom hingað til þess að tala alvarlega við þig, og það hefur tekið mig allan þenn- an tíma að telja kjark í sjálfan mig, en það skal verða sagt .... og sennilega í síðasta skiptið. Viltu giftast mjer ... og hvenær?“. Það hafði slokknað í sígar ettunni hennar, en hún hafði ekki tekið eftir því, og hjelt áfram að sjúga hana, en fleygði henni svo burt. Hún leit und an, svo að hann sá ekki fram- an í hana, en hann sá að hún varð föl yfirlitum. Hann lagði hönd sína á hönd hennar. ,,Catherina“, sagði hann. „Það er eitt, sem þú verður að skilja. Mjer þykir vænt um Leah. Jeg ber virðingu fyrir henni og jeg dái hana. En það er hreint ekki ætlun mín að láta hana ráða gerðum mínum fyrir mig. Ef hún getur ekki tekið þjer, eins og þú ert og eins og jeg vil hafa þig, þá hika jeg ekki við að yfirgefa Bast- ions fyrir fullt og allt. — Jeg elska þig. En jeg verð að fá að vita vissu mína. Ef þú segir nei. býst jeg við að jeg fari eitt hvað burt, en jeg segi það ekki til að hafa áhrif á ákvarðanir þínar. Jeg get bara ekki þolað þetta ástand lengur, og jeg held að þú þolir það ekki held- ,.Nei“, sagði hún lágt „Það er satt, Logan. En ertu viss um að þú viljir hætta á. ... “. „Hætta á hvað?“. „Að giftast mjer, eins og jeg er .... eða eins og jeg get átt eftir að verða. Jeg skil vel sjónarmið Leah“. „En mjer er sama um sjónar mið Leah, vegna þess að það vill svo til að jeg á líka mín eigin sjónarmið. Catherina, hvað heldur þú að geti komið fyrir, þó að þú vitir ekki ná kvæmlega af hvaða fólki þú ert komin? Geturðu ekki hugs- að þjer sjálfa þig sem sjálf- stæðan einstakling? En jeg skal kenna þjer það, þó svo að það taki mig alla ævina. Jeg segi þjer það fyrirfram, svo að þú vitir á hverju þú mátt eiga von“. Um leið og hann var búinn að ljúka setningunni, fann hann að hún mundi láta undan Hann fann það líka á hönd hennar, sem hann hjelt um. Hún hefði beðið þess, að hann tæki einhverja ákveðna af stöðu og hann hafði verið slík- ur heimskingi að láta það drag ast vikum saman. Hún fór allt í einu að hlæja og þegar hann leit undrandi á hana, sagði hún: „Mjer datt í hug, hvað þetta er líkt þjer, Logan. Við höfum verið saman svo marga góð- viðrisdaga, og horft saman á fagurt og rómantískt sólarlag. en þú bíður, þangað til okkur tekst að lenda í þjettri og ís kaldri þoku efst uppi á gróð- urlausu hæðardragi, og þá finnst þjer rjetta augnablikið til að taka ákvarðanir“_ „Þú sagðir að þú kynnir vel við þig í þoku, og jeg vonaði að þú værir komin í mátulega gott skap. Þú ert líka oft skrít- in. Þú hrífst ekki endilega af sólarlagi og stjörnuskini, eins og flestir aðrir“. Hann lagði handlegginn þjett um herðar hennar og þrýsti henni að sjer. „En nú hættum við allri vit- leysu. Við segjum öllu fólkinu frá því, sem við höfum ákveð- ið, um leið og við komum heim“. „Beint inn í te-boðið hjá Leah? Jæja, þá það“, bætti hún við, þegar hann leit á hana með hnyklaðar brúnir. „Jeg- ætla ekki að þrátfa við þig framar, Logan og heldur ekki við sjálfa mig. Og það er líka orðið Svartar hanafjaðrir Eftir AMELIE GODIN 8. Nú skildi Friðrik, að fyrst gamla konan'hafði ekki skrokv- að að honum einu, þá myndi hitt líka vera satt. Hann stakk :>ví brauðskorpunni og spjöldunum í vasa sinn og gekk glaður áleiðis út úr skóginum. Hann varð að vísu að ganga berfættur á hörðum og sárum skógarreinunum, því að ræn- ingjarnir höt'ðu tekið allt af honum nema skyrtuna og bux- urnar. Það gerði annars ekki svo mikið til, því að hann hafði oft vanist öðru eins og því meðan hann var í hernað- inum. Hann hafði gengið rúmlega í klukkutíma, þegar hann sá skóginn opnast og fyrir framan hann lá breið .sljetta, en þar var háreist höll beint fyrir framan hann. Allt umhverfis höllina var þykkur veggur, sem aðeins eitt opið hlið var sjáanlegt á. Friðrik stóð nokkur augnablik hikandi fyrir framan hlið- ið. Hann horfði inn í haliargarðinn, sem var lagður með silfurhvítum steinum. Hann sá, að það var rjett, sem gamla konan hafði sagt honum, að þarna blasti beint við honum gripahús með sjö dyrum á, sem allar voru opnar, í einu afhúsinu voru hestar, í öðru hundar, svo voru þarna kýr og geitur. Öll þessi dýr gáfu frá sjer margskonar hljóð, svo að þar var óstöðvandi seimur af hneggi, bauli, gelti og jarmi og skepnurnar voru á stöðugri hreyfingu fram og aftur í húsunum og til skiptis að stinga hausunum út. Friðrik sinnti þessu engu, en hann horfði stöðugt á mið- dyrnar, því að inni í því húsi sá hann að var margs konar fiðurfje, bæði hænsni, gæsir, kalkúnar, dúfur og fleira. Á þröskuldinum stóðu þrír hrafnsvartir hanar hver við hliðina á öðrum og voru reigingslegir eins og lífvarðar- sveitarmenn. Þetta var allt eins og gamla konan hafði sagt Friðrik. Hann leit í kringum sig og hlustaði. Enginn maður var sjáanlegur og ekkert hljóð utan lætin í skepnunum. Þá stökk hann að hönunum, lyfti þeim upp hverjum á fætur öðrum með föstu taki og kippti einni stjelfjöður úr Orðsending TIL FJELAGSMANNA KRON Annað skemti- og fræðslukvöld fjelagsins verður í Flug- vallarhótelinu, laugardaginn 11. febrúar og hefst klukkan 9 síðdegis. Skemmtiatriði: Upplestur: Þórbergur Þórðarson, Fræðsluerindi: Baldvin Þ. Kristjánsson. Dans (gömlu dansarnir). Jónas Guðmundsson og frú stjórna. Ferðir frá Ferðaskrifstofu ríkisins klukkan 8,45 og 9,15. Aðgöngumiðar í bókabúðinni í Alþýðuhúsinu, bús- áhaldabúðinni, Bankastræti 2 og á skrifstofunni, — Skólavörðustíg 12. K R O N . Jokkasaumar Stúlka vön jakkasaum, óskast. Upplýsingar í síma 5028. 4 11 l MJOLKUROSTUB frá Mjólkursamlagi Borgfirðinga ávallt fyrirliggjandi. JJ^ert ^JCriótjánóóon, &> CJo. h.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.