Morgunblaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. febrúar 1950 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)' fWiS, Frjettaritstjóri: ívar Guðmunasson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á niánuði, innanlands, í laiisasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Vesturveldin og Mao Tse-tung HIN OPINBERA yfirlýsing bresku stjórnarinnar í byrjun þessa árs um viðurkenningu Bretlands á stjórn Mao Tse-tung í Peking vakti mikla athygli og undrun. Ástæður þess að margir undruðust viðurkenningu Breta á hinni kínversku kommúnistastjórn voru fyrst og fremst þær að með því spori bresku stjórnarinnar skapaðist nokkuð ósamræmi í utanríkisstefnu hinna vestrænu lýðræðisþjóða og ennfrem- ur var um að ræða viðurkenningu á kommúnistiskri upp- reisnarstjórn. Síðan að yfirlýsing Breta um þessi efni varð kunn hafa málin skýrst og augljóst hefur orðið, hversvegna breska stjórnin taldi sjer nauðsynlegt að taka þessa afstöðu. Eng- land hefur riðið á vaðið með að taka afleiðíngunum af því, að stjórn Chiang Kai-shek hefur tapað borgarastyrjöldinni á meginlandi Kína. Hagsmunir Breta hafa knúð stjórn þeirra til þess að viðurkenna þessa staðreynd. Hafnbann það. sem Chiang Kai-shek stjórnin heldur uppi á margar hinna gömlu hafna Kína ógnar hagsmunum breskrar verslunar og sigl- inga. Það eru þannig fyrst og fremst hagsmunaástæður, sem hafa valdið viðurkenningu Breta á sjórn Mao Tse-tung. Þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta á hinu víðlenda kínverska meginlandi. Með því að halda áfram að viðurkenna stjórn, sem raunverulega hefur engin völd í landinu, var þessum hagsmunum stofnað í fulikomna óvissu. Um afstöðu Bandaríkjanna til Kína hefur verið nokkur óvissa. Síðari hluta s. 1. árs leit út fyrir að þau ætluðu sjer að styðja stjórn Chiang Kai-shek á Formósu. En hinn 5. janúar lýsti Truman forseti því yfir við fulltrúadeild Banda- ríkjaþings að hernaðarleg hjálp til Chiang Kai-shek kæmi ekki til mála. Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að blanda sjer í hina kínversku borgarastyrjöld. Virðist sú skoðun nú orðin ofan á meðal bandarískra stjórnmálamanna, enda þótt enn sjeu uppi allharðar kröfur um bandarískan stuðning við þjóðernissinnastjórnina. Hinsvegar virðist ekki líta út fyrir að Bandaríkin muni á næstunni viðurkenna stjórn Mao Tse-tung. Síðan að Bretland viðurkennd; stjórn hans, hafa ýms ríki, þar á meðal Noregur og Danmörk, viður- kennt Pekingstjórnina. Viðurkenning á nýju ríki þýðir það að stjórnmálasam- band er tekið upp við stjórn þess og rjettur skapast til þess að senda þangað diplomatiska fulltrúa og taka á móti slíkum fulltrúum þaðan. í viðurkenningunni þarf hinsvegar alls ekki að felast sið- ferðileg viðurkenning á stjórnarstefnu þess lands, sem við- urkennt er. Viðurkenning Breta, Dana og Norðmanna á Pekingstjórninni felur þessvegna engan veginn í sjer minnstu samúð með kommúnismanum og hinum kommún- istiska einræðisherra Mao Tse-tung. Þessi ríki leggja ekk- ert mat á kínversku borgarastyrjöldina og þær aðferðir, sem hún hefur verið háð með. Þau viðurkenna aðeins þá staðreynd, að það er í bili Mao Tse-tung, sem hefur sigrað og xæður ríkjum á mestum hluta hins kínverska meginlands. Margt bendir til þess að kommúnistastjórnin kínverska muni verða í vasanum á Rússum. Milli Moskva og Peking hafa undanfarið átt sjer stað víðtækar samningagerðir. Leið- togi kínverskra kommúnista hefur dvalið langdvölum í Moskva. Um það verður að vísu ekki fullyrt, hversu langæ hin nána vinátta Kína og Rússlands kann að verða. Það mun tíminn og þróun málanna leiða í ljós. Á það hefur ver- ið bent að Kínverjar hafi löngum verið á varðbergi gagn- vart Rússum og trúlegt sje að sú hefðbundna afstaða þeirra kunni enn að koma í ljós þrátt fyrir hin nánu tengsl hinna ýmsu deilda hins alþjóðlega kommúnistaflokks nú. Vitað er að Rússar hafa freklega blandað sjer í innanlandsmál j Kína undanfarin ár, þrátt fyrir íhlutunarleysissamning þeirra við Chiang Kai-shek frá árinu 1945. Takmark Rússa í Kína nú er að sjálfsögðu það sama og á dögum zarsins, að tryggja aðstöðu sína meðal hinnar fjölmennu en sundur- leitu kínversku þjóðar, til þess að víkka út áhrifasvæði hins rússneska heimsveldis í Austur-Asíu. Vá ar óhri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Allt er víst stærst . . . KUNNINGI Daglega lífsins hefur sent því úrklippu úr amerísku blaði, í tilefni af því, sem í gær var sagt í þessum dálkum um sívaxandi kostnað við sviðsetningu leikrita. Úrklippunni fylgdi eftirfar- ■andi lína, vjelrituð: „Allt er víst stærst í henni Ameríku". • Dýrir hattar Á ÞESSARI úrklippu er sagt frá nýju gamanleikriti, sem nýverið hóf göngu sína í Zieg- field-leikhúsinu í New York. Leikritið heitir „Gentelmen Prefer Blondes“ og er byggt á samnefndri bók Eftirfarandi upplýsingar eru birtar sem dæmi um það, að ekki hafi það kostað neinar smáupphæð- ir að sviðsetja leikinn. „Eitt atriði gerist í París (segir á úrklippunni) og við það tækifæri koma fram fimm dansmeyjar með mjög svo nýstárl. hatta. Hver liattur er 30 punda þungur og hefur sex feta „vænghaf", en tvær að- stoðarstúlkur þarf til að að- stoða dansmeyjarnar við að koma á sig höfuðfötunum. Hattarnir og það litla, sem þeim fylgir, kosta 1,000 doll- ara stykkið“. Litli og stóri ENDA þótt Tito hafi gert bylt- ingu gegn Stalin, breytir það í engu þeirri staðreynd, að júgóslavneski marskálkurinn er einræðisherra, og það af verri tegundinni. Hann heldur völdum með stuðningi leyni- lögreglu sinnar og hers, en því fer fjarri, að hann hafi meiri- hluta júgóslavne^ku þjóðar- innar að baki sjer. Tito verður líka að láta sig hafa það, að um hann eru sagðar kuldalegar skrítlur, líkt og um aðra einræðisherra. — Skrítlurnar um litla einræðis- herrann, sem gerði uppreisn gegn stóra einræðisherranum í Kreml, ganga svo mann frá manni í Júgóslavíu, leynilög- reglu landsins til mikillar ar- mæðu en almenningi til nokk- urs hugarljettis. • Sjálfsmorðinginn HJER er ein: „Júgóslavneskur borgari var orðinn svo leiður á lífinu, að hann ákvað að stytta sjer ald- ur. Fyrst datt honum í hug að skjóta sig, en þá átti hann enga byssuna, þar sem almenn ingi í Júgóslavíu er bannað að eiga vopn. Þá fór hann í lyfjabúð og bað um eitur, en lyfjafræðing- urinn benti honum raunamædd ur á tómar hillurnar og sagði, að hjer fengist ekki neitt, hvorki hressandi nje drepandi. • Heiliaráð EN Júgóslavinn gafst ekki upp og fór frá lyf jafræðingnum staðráðinn í að hengja sig. Og enn voru þó öll sund lokuð Hann átti ekki kaðal- spotta til í eigu sinni og ekki gat hann keypt hann, nema með sjerstöku og torfengnu leyfi yfirvaldanna. Svo hann settist niður og hugsaði og hugsaði, og svo hló hann allt í einu með sjálfum sjer, stóð á fætur og tók á sprett í áttina að höll Titos ein- ræðisherra. Honum hafði dott- ið það snjallræði í hug að hrópa svívirðingar um Tito beint framan í lífvörð hans, þá mundi varla standa á þVí, að hann fengi byssukúlu í haus- inn. En einnig þetta brást. Vesa- lings máðurinn hopaði að visu hvergi, þegar á hólminn var komið, heldur grenjaði: „Nið- ur með einræðisherrann!" og „Tito er þorpari!“, beint undir gluggum hans. En lífverðirnir, sem heyrðu þetta, fleygðu frá sjer vopn- unura og föðmuðust og hróp- uðu hástöfum: „Hermenn Vest urveldanna hljóta að vera komnir! Lengi lifi lýðræðið!“ • Gölluð vara ÞAÐ kemur sjaldan fyrir, að kvikmyndahúsin sýni myndir, sem orðnar eru svo gamlar og slitnar, að kaflar úr þeim — stuttir kaflar að vísu — eru alveg ónýtir. Þó hefur þetta hent sig og það oftar en einu sinni. Við þessu verður ekki am- ast — ef bíógestirnir fá að vita það fyrirfram. En er ekki verið að selja þeim svikna vöru, ef bíóstiórinn lætur undir höfði leggjast að skvra frá því í aug- lýsingum sínum, að tiltekin mynd hafi skemmst í meðferð- inni, heilir kaflar jafnvel eyði- lagst og fallið burtu? • Fitt sjest aldrei JEG minnist á þetta hjer, sök- um þess að jeg veit, að undan- farna daga hefur kvikmynd verið sýnd hier þegjandi og hljóðalaust, enda þótt hún sje tæknilega mikið gölluð. Jeg veit það fyrir víst, að eitt at- riði þessarar mvndar — og eitt það skemmtilevasta — kemur aldrei fvrir siónir áhorfend- anna, einfaldlega vegna þess, að það ónvttist og hefur verið klippt frá. Það er ef til vill of sterkt tek ið til orða. að kalla þetta vöru- svik, en svo mikið er víst, að bíógesturinn hefur hjer ekki fengið að sjá aUt það fyrir pen- inga sína. sem hann rnátti fyllilega búast við. • <iiiMiiiiniimrmii«iitiiifuii[(iiciuiimr«Ti 11111 iiii Mifim ........................................... lllllllllim MEÐAL ANNARA ORÐA . Hvar eru bein Kristéfers Kolumbusar nfður kominf Eftir Henry Buckley, frjettamann Reuters. MADRID — Blaðafrjett frá eynni Santo Domingo í Cara- bíahafinu hefur orðið til að koma af stað nýrri þrætu Spánverja og S.-Ameríku- manna um, hvar jarðneskar leifar Kristófers Kólumbusar sje niður komnar. • • FUNDUST 1877 NÚ þegar 400 ár eru liðin frá dauða hans eru bein hans engu minna þrætuefni en lík Benitos Mussolini, einræðisherra frá 20. öld. Blaðafrjettin, sem hefur vak ið upp núverandi deilu birtist í Ciudad Trugillo, höfuðborg Santo Domingo. Blaðið segir fyrst frá því, að afhjúpa eigi minnismerki Kólumbusar í borginni á þessu ári og bætir svo við: ,;Undir minnismerkinu verða grafin bein hins mikla landkönnuðar“. Frjettin átti við bein, sem fundust í Santo Domingo 1877 og hafa verið þar síðan. Þar til bærir aðilar hafa þó aldrei viðurkennt, að þarna væri um að ræða bein Kólumbusar. Spænska sagn- fræðifjelagið hefur til að mynda tvívegis skoðað þessi mál niður í kjölinn án nokkurs úrskurðar. • • SPÆNSKIR SAGNFRÆÐ- INGAR Á ÖÐRU MÁLI FLESTIR spænskir og ýmsir s.-amerískir sagnfræðingar eru enn þeirrar skoðunar, að raun- verulega sjeu bein mannsins, sem fann Ameríku, í gröf „Kristófers Kólumbusar" í dómkirkjunni í Seville. Aðrir sagnfræðingar bæði á Santo Domingo og annars staðar eru því hlynntir, að viðurkennt verði, að bein hans hafi verið þau, sem fundust í dómkirkj- unni í Giudad Trjuillo 1877. Þeir, sem þessu eru fylgjandi neita þeirri rökleiðslu andstæð inga sinna, að beinin, sem fundust þar 1877 hafi verið bein annars Kristófers Kólum- busar, sonar-sonar landkönn- uðarins_ • • LEIFAR EINKENNISBÚNINGS ÞEIR, sem telja, að bein þaú, sem fundust í Santo Domingo sjeu af sonar syni landkönnuð- arins, færa fram «þau rök, að með þessum beinum hafi fund- ist leifar sjóliðsforingjabún- ings. Þeir segja, sem er, að landkönnuðurinn hafi ekki ver ið grafinn í einkennisbúningi sínum, heldur í búningi Frans- iskusarreglunnar. • • LÁ EKKI KYRR KRISTÓFER Kólumbus ljest 1506 og var grafinn í Valladol- id. Seinna var lík hans flutt til Seville og loks í dómkirkjuna í Santo Domingo um 1540. Við friðarsamninga Frakka og Spánverja í Basel 1795 hlutu Frakkar nokkuð eyjarinnar Santo Domingo, svo að Spán- verjar rieðu af að flvtja bein Kólumbusar til Kúbu, og var það gert 1795. Aftur voru bau flutt frá Kúbu til Seville 1898, er Soánn missti Kúbu eftir styrjöldina við Bandarík- in. — • • SÖGUGÖGN í ÞESSU sambandi vitna spænsk blöð í söguleg sk^jöl, sem varðveitt eru í skjalasafni V.-Indía í Selville. Þessi skjöl hafa að geyma frásagnir um málið, eftir ýmsum samtíðar- mönnum þeirra atburða, sem hjer hefur verið greint frá. Spænskir sagnfræðingar vitna í þéssi skjöl til að sýna, að flutningur beinanna til Kúbu kostaði miklar vánga- veltur með borgaraleg um og Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.