Morgunblaðið - 17.08.1950, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 17. ágúst 1950.
Bandalag íslenskra leikfjelaga DvaiarheimiN
AÐ UNDIRLAGI þeirra Ævars
Kvarans leikara, Lárusar Sig-
urbjörnssonar og Þorst. Einars-
sonar íþróttafulltrúa, var boðið
til undirbúningsfundar 12. júní
s. 1. til að stofna bandalag með
leikf jelögum og öðrum fjelögum
sem hafa á starfsskrá sinni að
sýna sjónleiki á landi hjer. Á
þeim fundi mættu fulltrúar frá
10 leikfjelögum, 9 ungmenna-
fjelögum, 1 íþróttafjelagi, 1
stúku og 1 hjeraðssambandi
ungmenna- og íþróttafjelaga.
Var samþykkt að boða til stofn
fundar Bandalags íslenskra
leikfjelaga (skammstafað: B. í.
L.), eigi síðar en um miðjan
ágúst og kosin undirbúnings-
nefnd til að ganga frá frum-
varpi til laga fyrir bandalagið.
í nefndinni áttu þessir fulltrú-
ar sæti: Ævar Kvaran formað-
ur, Lárus Sigurbjörnsson ritari,
Helgi S. Jónss. (UMF Keflavík-
ur), Sigrún Magnúsdóttir (Leik
fjelag ísafjarðar), Þóra S. Jóns
dóttir (Stúkan Framsókn,
Siglufirði), Sigurður Gíslason
(Leikfjelag Hafnarfjarðar) og
Pjetur Sumarliðason (UMF
Þórsmörk, Fljótshlíð). — Nefnd
in samdi lagafrumvarp, sem
var sent út með fundarboði til
stofnfundar 12. ágúst.
Á laugardaginn var komu
samkvæmt þessu saman í Bað-
stofu iðnaðarmanna í Reykja-
vík fulltrúar frá 15 leikfjelög-
um, 10 ungmennafjelögum, 2
stúkum, 1 íþróttafjelagi og 1
hjeraðssambandi ungmennafje-
laga. Auk þess tilkynnti eitt
leikfjelag um þátttöku síðar,
eitt fjórðungssamband og þrjú
ungmennafjelög áttu að þessu
sinni ekki fulltrúa, en höfðu
tilkynnt um þátttöku sína á
undirbúningsfundinum. Nokkr-
ir fulltrúanna höfðu þann fyr-
irvara um þátttöku sína, að fje
lög þeirra hefðu ekki gert al-
menna fundarsamþykkt um
þátttöku í bandalaginu að svo
komnu.
Fjelaga- og fulltrúatal: Þessi
fjelög áttu fulltrúa á stofnfund
inum: 1. Leikfjelög: Vestmanna
eyja, fltr.: Sigurður Scheving;
ísafjarðar, fltr.: Sveinn Elías-
son; Húsavíkur, fltr.: Skúli
Jónasson; Hafnarfjarðar, fltr.:
Sigurður Gíslason; Hveragerð-
is, fltr.: Herbert Jónsson; Hofs
óss, fltr.: Þorsteinn Hjálmars-
son; Eyrarbakka, fltr.: Guðjón
Guðjónsson; Akureyrar, fltr.
Sigurður Pálsson; Reykjavíkur,
fltr.: Þorsteinn Ö. Stephensen;
Templara, Rvík, fltr.: Freymóð
ur Jóhannsson; Akraness, fltr.:
Ævar Kvaran; Blönduóss, fltr.:
Kristín B. Tómasdóttir; Bol-
ungarvíkur, fltr.: Sigurður Frið
riksson; Dalvíkur, fltr.: Sigtýr
Sigurðsson; Bíldudals, fltr.:
Sæmundur Ólafsson; Sauð-
árkróks, sendi ekki fltr., en til-
kynnti um þátttöku síðar.
2. UMF: Baldur, Flóa;
Skallagrímur, Borgarnesi og
UM Sambarid Norður-Þingey-
inga, umboð fyrir öll: Lárus
Sigurbjörnsson; Ásahrepps,
fltr.: Hermann Guðjónsson;
Keflavíkur, Eyjólfur Guðjóns-
son- Hrunamanna og Gnúp-
verja, umboð fyrir bæði: Emil
Ásgeirsson; Hvöt, Grímsnesi,
fltr.: Böðvar Stefánsson; Dreng
ur, Kjós, fltr.: Haukur Hannes-
son; Afturelding, Mosfellssveit,
fltr.: Jón Guðmundsson; Skeiða
manna, fltr-: Þorsteinn Eiríks-
son. Án fulltrúa, en höfðu til-
kýnnt þátttöku 12. júní: Sam-
Hyggð, Gaulverjabæ; Reyk-
dæla; Þórsmörk, Fljótshlíð og
UM og íþróttasamband Austur-
lands.
3. önnur fjelög: íþróttafjelag
ið Grettir, Flateyri, fltr.: Svein
björn Jónsson; St. Framsókn,
Siglufirði, fltr.: Þóra Jónsdótt-
ir og St. Vík, Keflavík, fltr.:
Jón Tómasson.
Lög og starfssvið: Fundur-
inn hófst kl. 4 síðd. og stóð til
kl. 9.30 síð. Var Ævar Kvaran
leikari fundarstjóri, en fundar-
ritari Guðmundur Þorláksson
kennari frá Eyrarbakka. — Fór
mestur fundartíminn í umræð-
ur um frumvarp til laga fyrir
bandalagið, sem er mikill bálk-
ur, enda verksvið þess ærið
víðtækt. Breytingartillögur
komu fram frá nokkrum full-
trúum og var frumvarpið að
lokum samþykkt með nokkrum
breytingum.
Helstu greinar laganna eru
þessar:
Tilgangur bandalagsins er að
vinna að eflingu íslenskrar leik
listar (2. gr.). Þessum tilgangi
hyggst bandalagið að ná með
því: a. að samræma starf allra
leikfjelaga eða leikhópa í
bandalaginu, b. að beita sjer
fyrir samræmingu í byggingum
leiksviða utan Reykjavíkur, c.
að gangast fyrir fræðslu og
kennslu í leiklist fyrir fjelaga
bandalagsins, d. að efna til leik
listarmóta í höfuðstaðnum eða
annars staðar, þegar tiltækilegt
þykir, e. að framkvæmdarstjóri
bandalagsins í Reykjavík sje
umboðsmaður allra f jelaga þess
og annist fyrir þau innkaup á
ýmsum nauðsynjum til leikstarf
seminnar, útvegun leikrita,
leikstjóra og önnur þau erindi,
sem reka þarf í höfuðstaðnum
fyrir fjelögin vegna leikstarf-
semi þeirra, f. að gæta í hví-
vetna hagsmuna fjelaga banda
lagsins, bæði menningarlega og
fjárhagslega, og styðja eftir
föngum starfsemi þeirra. (3.
gr-þ
Þátttaka. Öll fjelög áhuga-
manna, sem hafa leiklist á
stefnuskrá sinnj, geta orðið
þátttakendur í bandalaginu, þó
þannig, að sje starfandi banda-
lagsfjelag eða fjelög í bæ eða
byggð, fær nýtt fjelag í sama
byggðarlagi ekki upptöku án
meðmæla frá því bandalagsf je-
lagi eða fjelögum, sem þar eru
fyrir. (4. gr.).
Fjármál. Bandalagið aflar
sjer starfsfjár a. með styrkjum
frá opinberum aðiljum, b. með
árstillögum bandalagsfjelaga.
Árstillag til bandalagsins mið-
ast við sætafjölda, sýningar-
fjölda og verð aðgöngumiða á
hverjum stað, þannig: — Fyrir
hverja leiksýningu, sem banda
lagsfjelag heldur og stendur
yfir a. m. k. hálfa aðra klukku
stund, greiðist: a. fimmfallt
meðalverð eins aðgöngumiða í
samkomuhúsum með allt að 200
sætum. Sjöfalt meðalverð eins
aðgöngumiða í samkomuhúsum
með yfir 200 sætum og allt að
400 sætum, c. tífallt meðalverð
eins aðgöngumiða í samkomu-
húsum með yfir 400 sætum.
(8. gr.).
Áætlanir og nálægustu verk-
efni: í umræðum á fundinum
kom það greinilega í ljós ,að
menn hugðu gott til starfs
bandalagsins, einkum fjelög í
kaupstöðum og sveitum, sem
verst eru sett hvað snertir verk
efni og leikstjórn. Var augljóst
að árstillög fjelaganna myndu
hrökkva skammt til að standast
kostnað við útvegun leikrita og
leikstjóra. en hjá því verður
ekki komist, að bandalagið ráði
fastan leíkstjóra. sem ferðast á
milli bandalagsfjelaga og segir
Framh. á bls. 10.
Fiskveiðar Japana
aldraðra sjómanna
AÐEINS örfá orð vegna seinni
greinar hr. Þorvaldar Björnsson-
ar, þ. 28. júlí síðastliðinn.
í fyrri gerin minni legg jeg
eindregið til að háttvirt Sjó- J
mannadagsráð taki landssvæði
það er stendur til boða á Laugar- |
ásnum, undir dvaiarheimilið, á ’
meðan að því er óráðstafað, til í
annarra nota, í stað þess að,
þvinga í gegn að það fái mjög i
þrönga lóð á Laugarnesinu, þar, !
sem dvalarheimilið gæti á engan 1
hátt notið sin. Þetta segir hr. Þ.!
B. að þýði það að jeg haldi því '
fram að Sjómannadagsráð hafi
þegar hafnar Laugarásnum.
Þegar jeg segi frá því og hefi
í öllum aðalatriðum orðrjett eftir,
hr. verkfræðingi Þór Sandholt,
að búið sje að ráðstafa öllu Laug-
arnesinu í framtíðinni fyrir iðnað
arsvæði og geti þar aldrei orðið
um að ræða nema mjög takmark-
aða lóð undir dvalarheimilið, sem
sje til athugunar hvort hægt sje
að veita. Og þegar jeg að fengn-
um þessum upplýsingum held því
fram að slík stofnun, sem dvalar-
heimilið eigi ekki heima innan
um allskonar fiskiðjuver eða
verksmiðjur, þá er því snúið við
og sagt að jeg haldi því fram að
verksmiðjur og geymsluhús eigi
að staðsetjast þarna og hvergi
annarsstaðar, eins og það væru
mín einkasjónarmið, þó jeg þar
skýri aðeins frá þeim staðreynd-
um er yfirmaður skipulagsmál-
anna var svo vinsamlegur að
skýra mjer frá.
Ef nokkur leið væri að fá mein
ingu út úr slíkum málflutningi,
sem þessum, þá er hún helst sú,
að hr. Þ. B. ætlisti til þess að
þetta landssvæði verði skipulagt
með tilliti til dvalarheimilisins
og horfið frá því, sem þegar hef-
ur verið fyrirhugað, með þetta
landssvæði. Þar er jeg ekki sam-
mála hr. Þ. B. Jeg held því fram,
að slíkri stofnun, sem dvalarheim
ilinu beri að velja stað með til-
liti til hins fyrirhugaða skipu-
lags og helst með sem mestri
framsýni. Jeg tel ekki aðalatriði
að staðurinn sje fast við sjó, en
jeg tel það aðalatriði, að þar
sje nóg landrými og umhverfi
hans fagurt og með nægum mögu
leikum til ræktunar og hollrar
útivistar fyrir heimilismenn. —
Alla þessa kosti tel jeg Laugar-
ásinn hafa og því aðeins hefi jeg
mælt með honum, en alls ekki til
að verja þá aðila, sem boðið hafa
upp á Laugarásinn, því að það
boð tel jeg þeim til sæmdar og
þurfi því alls ekki að taka upp
vörn fyrir það.
Jeg læt svo staðar numið með
skrif um Laugarásinn og stað-
setningu dvalarheimilisins og
mun ekki ræða þetta mál meira
við hr. Þ. B. eða hans nóta opin-
berlega, en hlýt að endingu að
þakka honum fyrir þá framúr-
skarandi „háttvísi“ og „prúð-
mensku“, er hann hefur sýnt í
skrifum sínum og ef hann trúir
i því, að hann hafi öðlast einhvern
J „helgihjúp" með slíkum mál-
j flutningi, er þar kemur fram, þá
i ma hann lifa í þeirri sælu trú
óáreittur af mjer.
Reykjavík, 10. ágúst 1950.
Þorkell Sigurðsson, vjelstjóri.
Flýr „sælu"
kommúnismans
BERLÍN, 15. ágúst — Dr. Sieg-
fried Wijte, fyrrum fjármála- j
ráðherra í þýska smáríkinu
Mecklenburg á rússneska her- '
námssvæðinu flýði í dag frá ,
rússneska hernámssvæðinu til
V-Berlínar, þar sem honum var ,
veitt hæli sem pólitískum flótta
manni. Austur-þýskir komm- i
únistar höfðu 1 hyggju að hand-
taka hann og senda í hermd-
arfangabúðir, vegna þess, að
þeim þótti hann ekki nægileg
undirlægja Moskvavaldsins.
ALLIR þeir, sem eitthvað
þekkja til fiskframleiðslumála
heimsins, vita það, að Japanir
hafa verið afkastamestir á því
sviði, má t. d. nefna að á ár-
unum 1934—1938 var fiskfram
leiðsla þeirra árlega um það bil
þrisvar sinnum meiri heldur
en Norðmanna ^ sama tíma,
enda þótt skipakostur
Japana og allur útbúnaður hafi
að mestu leyti verið mjög frum
stæður á Norðurálfu mæli-
kvarða. En þessi miklu veiði-
afköst Japana vaxa þó ekki eins
mikið í augum, þegar þess er
gætt, að í Japan er rþmlega
ein miljón manna sem stundar
fiskveiðar. Hinsvegar er ekki
óeðlilegt að menn reyni að
gera sjer grein fyrir hvað þessi
eina miljón fiskimanna getur
afkastað með nýjum og full-
komnari tækjum og fullkomn-
ari skipulagningu framleiðsl-
unnar, en það er einmitt það,
sem nú er að gerast í Japan,
að unnið er af miklu kappi að
nýskipan fiskframleiðslu lands-
ins með aðstoð Bandaríkja-
manna. I norska fiskiveiðiritinu
„Fiskaren“, birtist fyrir nokkru
allýtarleg grein um þessi mál,
og er hún hjer að mestu í laus-
legri þýðingu.
— Styrjöldin hafði að sjálf-
sögðu mikil áhrif á fiskiðnað
Japana, en með núverandi að-
stoð Bandaríkjanna, er verið
að byggja mikið af nýjum skip-
um, þannig, að í stað þeirra
skipa og báta, sem eyðilögðust
í styrjöldinni, kemur atnnað
nýtt og fólkinu fjölgar aftur
sem við þessi störf vinnur. —
Helstu erfiðleikarnir við endur-
skipulagninguna er skorturinn
á veiðarfærum, svo sem reknet
um, nótum og togi, sem nær
því eingöngu var útbúið úr inn
fluttu hráefni. Til endurnýjun-
ar á gömlum og útslitnum veið-
arfærum varð því að hefja stór-
feldan innflutning, og árið 1948
var flutt inn 86 milj. pund af
manillu og bómullarþræði og
einnig 2% miljón tunnur af
steinolíu.
Þörf landsins fyrir fiskimenn,
fiskiskip og veiðarfæraútbúnað,
fer langt fram úr því, sem þekk
ist hjá öðrum þjóðum, það er t.
d. talið, að við framleiðsluna
sem náðist 1949 hafi starfað
1.250,000 fiskimenn á 450.000
skipum og bátum. En til þess
að viðhalda veiðarfæraþörf
flotans og halda honum gang-
andi, er talið að með núverandi
fyrirkomulagi þurfi ca. 39 milj.
pund af manillaþræði, 26 milj.
pund af bómullarþræði og 3V2
milj. tunnur af steir.olíu.
Við .endurskipan sjávarút-
vegs Japana, hefir matvæla-
ástand landsins batnað að stór-
um mun, með tilliti til þess, að
fisknotkun almennrar fjöl-
skyldur nemur allt að 8-12V2%
af heimilisútgjöldunum.
í árslok 1848 var fiskifloti
Japana talinn vera 452,142 skip
af allskonar tegundum, samtals
að stærð 1.093,532 brúttó smál.,
samkvæmt japönskum fisk-
veiðaskýrslum. En betur en
nokkuð annað útskýra þó eftir-
farandi tölur hvernig flotinn er
samansettur. Stálskip með vjel
eru 964 br. stærð 217,597 tonn.
trjeskip með vjel eru 104.618 og
brúttóstærð 563,386 tonn, trje-
úti fyrir ströndinni, og um rjett
indi þessi giltu sömu reglur eins
og um persónulegan eignar-
rjett. Það mátti telja þau sem
landseign, hægt var að selja,
leigja og veðsetja þau eftir því,
sem menn kærðu sig um, og þau
voru arfgeng. Afleiðing þessa
fyrirkomulags varð sú, að þessi
rjettindi söfnuðust smátt og
smátt á fárra hendur. Þetta
fyrirkomulag hefur nú verið
afnumið með lögum, sem sett
voru á síðastliðnu vori og taka
gildi í þremur áföngum, sá síð-
asti í mars 1952. Lögunum er
ætlað að vinna það hlutverk að
færa umráðin yfir fiskveiðun-
um í hendur þeirra, sem aðal-
lega fást við þær. En áður höfðu
verið sett lög, sem auðvelduðu
fiskimönnnum að mynda sam-
vinnufjelög og talið er að í árs-
lok 1949, hafi verið búið að
stofna um 5000 slík fjelög með
samanlagðri meðlimatölu um 1
milj. manna.
Hvað viðvíkur fiskirannsókn
um o. fl., hafa Japanir síðan
styrjöldinni lauk, sent menn til
Bandaríkjanna til þess að
kynna sjer nýjustu tækni ann-
ara þjóða og fyrirkomulag um
fiskmeðferð. Fyrir styrjöldina
lögðu Japanir mesta áherslu á
að finna ný fiskimið og einbeita
veiðunum að heimamiðunum og
einnig á niðurstöðu fiskafurða
og nokkuð aðrar aðferðir. Sjer-
staklega lögðu þeir áherslu á að
reyna að vinna fiskinn strax,
sem fenginn var á fjarlægum
fiskimiðum, en minni áhersla
var lögð á að halda uppi af-
köstunum á hinum stöðugt
plægðu heimamiðum.
Eftir styrjöldina hefur verið
breytt um í þessu efni, sjer-
staklega hvað viðvíkur fjarlæg
um fiskimiðum. Það er einnig
lögð áhersla á að Japanir breyti
til um fyrri aðferðir sínar og
brjótist ekki inn á fiskveiða
verksvið annara þjóða án þess
að taka tillit til þeirra.
I fiskveiðiritinu Commercial
Fisheries Review hefur nýlega
verið skýrt frá fiskimjölsfram-
leiðslu Japana, sem fróðlegt er
að veita athygli, en þar segir
að í landinu sjeu alls 5800 fiski
mjölsverksmiðjur og meðal árs
framl. á hverja verksmiðju sje
um 100 tonn af fiskimjoli. Að-
eins 202 af þessum verksmiðj.
geta afkastað meira en 4.4
tonna framleiðslu á 10 klukku-
stundum. Aðeins örfáar allra
nýjustu verksmiðjurnar geta
tekið á móti og unnið úr 35 til
50 smál. af hráefni á sólarhring.
Flestallar verksmiðjurnar eru
reknar sem heimilisiðnaður og
útbúnaður allur mjög frumstæð
ur. Ekki hefur reynst mögulegt
að gera neinar nákvæmar
skýrslur um hráefnisnotkun eða
smærri fyrirtækja er, heldur
liggja aðeins fyrir lauslegar á-
ætlanir.
Japanir eiga eina fljótandi
fiskimjölsverksmiðju og eru árs
afköst hennar um 3000 smálest-
ir af mjöli. Hámarks fram-
leiðslumöguleikar .Tapana á
fiskimjöli árle.ga samkvæmt
hve mikil framleiðsla þessara
þessum skýrslum eru taldir
vera um 20.000 smálestir.
brúttóstærð 312,549 tonn.
Hvað viðvíkur fiskveiðunum
var það fyrirkomulag og gildir
að nokkru leyti enn þá, að
nokkrir einstaklingar fengu
einkaleyfi á því að veiða á sjer-
Kafbátur í Marmarahafi.
skip vjeiarlaus eru 346,560 og •KONSTANTINOPEL. — Nokkr-
staklega afmörkuðum svæðumþar.
um sinnum hefur orðið vart við
kafbát á Marmarahafi. Hefur' bát
ur þessi komið snögglega úr kafi.
Marmarahaf er einskonar út-
víkkun á Dardanellasundi og er
j kafbátum samkvæmt alþjóða-
samningum óheimilt að dyljast