Morgunblaðið - 17.08.1950, Qupperneq 14
14
MORGIJTSELAÐIÐ
Fimtudagur 17. ágúst 1950. í
■miiiiiiiiiiiiiiiii
Framiialdssagan 11
ail]|]lll«IIIIIIIIIHIIIllllHIIIIIIIUIllllIlllltinnnNSNIHllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllll»IUIII"»»»*|
FRÚ MIKE
Effir Nancy og Benedicl Freedman
^niMlUllllU»llllllllllll!llllHllllIH!lll»HHlllllllllllllimiMIN]ntMWniHtH.MMI»l»lllllll»,,l,,llllHI,»H,,.»,M»,i,,»»»l»,»,»,»»»»»»»»»»,»,,,,,»»»*,»»»»»»»»»»'
Nótt í Nevada
Orð, aftur voru það algeng
orð. Eða kannski var þetta allt
íaman hugarburður í mjer. Jeg
liafði skyndilega orðið óham-
ingjusöm, en nú gagntók mig
einhver gleðitilfinning. — Jeg
iiugsaði um þetta dálitla stund.
Orð, sem jeg vissi hvað merktu,
Og önnur, sem jeg vissi ekki
hvað merktu, voru undirrót
allra tilfinninga, sem menn
finna til.
„Mike spurði um þig“. í>essi
orð voru svo dásamleg, að þau
l*ófu mig upp í skýin.
„Gerði hann það?“
„Já, og honum finnst þú vera
-fijerstaklega lagleg“.
„Er það? Sagði hann það?“
„Hann sagði það ekki beint.
En hann sagðist ekki hafa sjeð
neina kvenlega veru, sem
hefði fallegra hár“.
Jeg varð fyrir dálitlum von-
brigðum.
„En Mildred. Þó hann hafi
fiagt þetta, þá er ekki víst að
honum finnist jeg vera lagleg.
Honum finnst bara að jeg hafi
mikið og fallegt hár. Og svo
finnst mjer „kvenleg vera“
evo ósmekklegt orðalag“.
„Hvað finnst þjer ósmekk-
legt við það?“
„Það er kannski ekkert. Það
er eins og verið sje að tala um
dýr“.
Mildred hló. „Þú ættir að
vera ánægð með þetta, því
að þetta sýnir, að hann gælir
ekki við hvaða stúlku sem er.
Því ef hann gerði það, mundi
hann kunna betur að koma orð-
um að því“.
Mjer fannst þetta rökrjett
hugsað og ástúð mín til Mild-
red óx mikið.
„Hann sagði einnig dálítið
meira“.
„Hvað?“
„Hann sagði, að augu þin
væru eins grá og dúfubrjóst“.
Þetta var skáldlegt og mjer
fjell það vel í geð.
„Sagði hann þetta í raun og
yeru, Mildred?“
Mildred hikaði. „Já. hann
sagði að þau væru grá eins og
whisky-jói“.
„Eins og hvað?“
Hún leit á mig og virtist í
vandræðum með að skýra
þetta fyrir mjer. „Whisky-jói,
það er einnig fugl“.
„En ekki dúfa?“
Hún fjellst á að það væri
ekki dúfa, heldur þjófóttur og
hrekkjóttur fugl.
„Hversvegna í ósköpunum
var honum gefið þetta nafn?“
spurði jeg.
„Það stafar af hljóðinu, sem
hann gefur frá sjer. Það
hljómar eins og þegar menn
biðja um whisky á veitinga-
húsi“.
Jeg var í vafa um, hvort mjer
f jelli í geð það, sem Mike hafði
sagt um mig. Auðvitað varð að
taka það til greina, að hann
var kominn frá skógivöxnu
landi og það mundi vera honum
eðlílégt að gera samanburð á
stúlku og þeim hlutum, sem
hann sá daglega. Ef til vill hafði
hann aldrei sjeð dúfu, en
whisky-jóa sá han-n á hverjum
*degi. En jafnvel þó jeg reyndí
að setja mig í hans spor, gat
mjer ekki geðjast að þessum
isamanburði. En skyndilega
greip mijg skelfileg tilhugsun,
og eg léit á Mildred. — Hvers
vegna hafði hann farið að minn
ast á augu mín, nema. ...
„Mildred, þú hefir þó ekki
sagt honum það?“
„Sagt honum hvað?“ spurði
hún þegar í stað, eins og hún
hefði engu að leyna. En nú
hafði þessi grunur gagntekið
mig, jeg varð að fá vissu um
það. „Þú manst, að jeg sagði,
að augu hans væru svo djúp
og blá, að hægt væri að synda
í þeim“.
Það var eins og jeg hefði
sært Mildred. „Katherine Mary,
þú veist að jeg mun aldrei
segja orð af því, sem við tölum
um í trúnaði. Fyrr mundi jeg
bíta tungu mína úr mjer“.
Hún sagði þetta á þann hátt,
að jeg skammaðist mín fyrir
að hafa spurt hana þannig. og
mjer fannst jeg vera óverðug
vináttu hennar. En ennþá gat
jeg ekki varist tilhugsuninni
um það, að mjer fannst undar-
legt, að hann skyldi minnast á
augu mín.
Mildred svaf hjá mjer þessa
nótt. Við höfðum ráðgert, að
«jeg fylgdi henni heim um morg
uninn. en við sváfum framundir
hádegi.
Johnny tók byssuna sína og
fór út í gilin. Þetta var ágætt
tækifæri og við ákváðum að
baka nokkrar eplakökur. Jeg
kunni það, því mamma hafði
einu sinni sýnt mjer, hvernig
fara átti að því. Jeg ætlaði að
baka 12 stykki, og ætlaði að
eiga tvær sjálf.
„Það er til fullur kassi af
eplum, Mildred. Hvað heldurðu
að sjeu mörg í kassanum?“
„Á að giska 30 pund“, sagði
Mildred.
Jeg gægðist ofan í kassann og
tók upp óásjálegt stykki.
„Er þetta epli?“ spurði jeg
Mildred.
„Auðvítað, þetta er þurrkað
epli“.
Jeg hafði aldrei notað þurrk-
uð epli áður og jeg reiknaði
með að þau væru notuð á sama
hátt og venjuleg ný epli eins
og þau, sem mamma keypti í
Boston. Jeg setti þessi 30 pund
í vaskinn til að bleyta í þeim.
Síðan setti jeg þau yfir eldinn.
„Ertu ekki með allt of mikið
af eplum?“ spurði Mildred
þegar hún horfði á mig fylla
hvern pottinn af öðrum og
setja á eldavjelina.
„Gleymdu ekki, að jeg er að
baka ofan í 10 karlmenn“,
sagði jeg. Og nú spurði hún
ekki fleiri spurninga.
Jeg' kunnj ekki við þögnina,
svo að jeg sagði: „Jeg geri ráð
fyrir, að þú sjert vön mat-
reiðslukona sjálf, Mildred“.
„Jeg eldaði handa Dick
mörgum sinnum, þegar hann
kom að heimsækja mig. Jeg
held að það sje ein ástæðan
fyrir að hann bað mín“. Hún
hló, en þagnaði svo skyndilega.
Það voru tár í augum hennar.
„Ó, Kathy. Jeg veit ekki, hve-
nær víð Dick getum gift okk-
ur“.
„Hversvegna?“ spurði jeg, og
tók utan um hana annarí
hendi. „Hvað er að?“
„O, það /er ekkert. Það er
aðeins það — það er erfiðara
að gíftast lögfræðingi en lög-
regiumanni í fjallahjeruðun-
um“.
„Hvað er svona erfitt við
það?“
„Lögregluþjónninn getur
kvænst þegar hann hefir gengt
þjónustunni í fimm ár. — En
lögfræðingurinn getur ekki
gifst fyrr en hann hefir komið
sjer það vel fyrir, að hann get-
ur sjeð fyrir sjer og konu sinni.
Það segir Dick að minnsta
kosti. Og það er svo erfitt að
byrja".
„Það mæta manni alltaf ein-
hverjir erfiðleikar, þegar mað-
ur er ungur“, sagði jeg, og jeg
sagði margt annað, sem við
höfum heyrt fólk segja. Þetta
virtist hughreysta hana. Ekki
þau orð, sem töluð voru, heldur
það, að hún vissi, að mjer þótti
leiðinlegt þetta með hana og
Dick, og að jeg vonaði, að þau
gætu gift sig sem fyrst.
Mildred tók svuntuna af
sjer í skyndi. „Komdu“, sagði
hún. „Þetta er nóg. Fylgdu
mjer heim núna“.
Við háðum keppni yfir sljett
engilandið, og það virtist hafa
hressandi áhrif á Mildred. En
jeg hugsaði sífellt um dálítið
sem hún hafði sagt, að lög-
regluþjónn í fjallahjeruðunum
gætj ekki kvænst fyrr en hann
hefði verið í þjónustunni í fimm
ár. Hvað skyldi Mike vera bú-
inn að vera þar lengi?
Jeg stansaði ekkert á bú-
garði MacDonald, vegna þess
að jeg var að sjóða eplin. — Á
heimleiðinni ljet jeg Rosie að-
eins fara fetið. Jeg tók í taum-
ana, þegar hún stansaði til að
taka niður, en það gérði hún
eins oft og hún sá sjer færi á.
Skyndilega tók jeg svo harka-
lega í taumana, að við sjálft lá,
að höfuð hennar rækist í mig.
Þetta var ekki viljaverk, en
allt í einu hafði jeg tekið eftir,
að nokkru fyrir norðan mig var
ríðandi maður á ferð,
HlMMlllllllllllllllinilllllllllttllllMlllllllllllllllllinilllllJ
\ Klukkan
f Auglýsingar, |
scm birtast eiga í
f sunnudagsblaði |
I í sumar, þurfa að vera :
komnar fyrir |
jklukkan 6 j
| á föstudögum.
s- *
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiinHiiiiiiiiiiiiiiiMiiiini*
wiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiuiuai
Ibúð
3 3
1 Reglusamur miðaldra maður ósfc i
| ar eftir að fá leigt 1—2 her- |
| bergi og eldhús. Tilboð sem' íil- |
| greini leiguupphæð leggist inn :
I á afgr. blaðsins fyrir hádegi á !
: laugardag merkt: „Einbúi — : j
1 637“.
E s l
Frásögn af ævintýrum Roy Rogers
17.
Farrell raknaði úr rotinu. Roy sýndi honum lögreglumerki
ið togaði hann á fætur og sagði að hann væri handtekinm.
Svo lögðu þeir af stað að Silfurborg.
Þegar kom á lögreglustöðina tóku þeir til við að yfir-
heyra Farrell, en hann fjekkst ekki til að játa neitt. Hanm
sagðist hafa verið á gangi fram hjá húsvagninum, þegar
hann sá einhvern vera að fikta á gasgeyminum. „Jeg hjelt
náttúrlega, að þessi maður væri þjófur eða einhverskonar
fantur“, sagði Farrell, „en svo reyndist það vera Roy“.
Farrell hafði beðið lögreglumennina að kalla á Jason lög-
fræðing og hann kom líka innan stundar. Hann fjekk skýr-
ingu á öllu, sem gerst hafði.
— Þetta virðist vera mikill misskilningur, sagði Jason.
— En jeg vil reyna að leiðrjetta þennan misskilning. Að
vísu veit jeg ekki, hver reynt hefur að myrða stúlkurnar
með gasi, en eitt er jeg viss um, að það var ekki þessi
maður, því að nú skal jeg gefa hin sterkustu rök fyrir því.
Farrell er í rauninni faðir Línu, rjetta nafn hans ec
Andrjes. . 1 |
Farrell hrökk við, þegar Jason sagði þetta, en tók sig á
og samþykkti allt sem Jason sagði. — Já, hann sagðist vera
íaðir Línu, Þegar hann var ungur maður, þá hafði hanm
brotið af sjer, verið settur í fangelsi. Þegar hann losnaði
úr fangelsinu hafði hann svarið þess dýran eið, að móðir
Línu skyldi aldrei fá að vita, að hann hefði setið í fangelsi.
Þessvegna hafði hann breytt um nafn og farið að kalla sig
Farrell. — Og jeg vildi helst ekki, að Lína kæmist að því.
að jeg væri faðir hennar.
Hann tók upp slitið veski Andrjesar, með öllum skjölum
og myndinni af Línu, þegar hún var ungbarn. — Skiljið
þið ekki, sagði hann og hafði æst sig upp, — hversvegna
jeg var þarna niður frá hjá húsvagninum. Jeg var þar til
þess að halda vörð yfir dóttur minni, sem jeg elska í raun-
inni mikið. En helst vil jeg, að þið segið henni samt ekki,
að jeg er faðir hennar.
En peningana, sem hún kallar arf eftir föður sinn, skal
hún fá þegar í stað. Jeg á aðeins eftir að ganga frá formleg-
um skjölum, sagði Jason lögfræðingur.
TllohQumJuúl'A
ASTLLL
„Þú sagSist vera svo hrifimi af
fótbolta á sunmidög«m.“
★
Viðurkenninga ?
Dómarar hafa oftast síðasta orðið,
en .við vitum samt um eina undan-
tekningu. Lögfræðingur nokkur leyfði
sjer að þræta við dómara um laga-
bókstaf, en varð að láta í minni pok-
ann fyrir ofureflinu. Hann gafst upp
með píslarvættissvip og sagði: „Já,
já, herra, jeg er alveg sammála. Þjer
hafið á rjettu að standa og jeg hef á
röngu að standa, eins og þjer hafið
venjulega.“ Og dómarinn sat eftir í
þönkum,
★
Taugaóstyrkur bílstjóri: „Talið þið
nú ekki við mig í augnablik. Það er
símastaur að koma á móti okkui.“
★
Hógværð,
Tveir menn unnu að því að gera við
þjóðveg. Maður nokkur, sem fór þar
hjá, varð svo skelfdur að heyra orð-
bragðið, sem þeir notuðu, að hann
sendi vinnuveitanda þeirra kæru.
Mennimir voru spurðir um þenrian
atburð og beðnir að senda skriflega
skýrslu. Annar þeirra skrifaði: „Kæri
herra! Það var svona. Bill Smith lá
niðri í skurði og var að leggja þar
vír, þegar jeg missti ofurlítið gló-i
andi blý niður á hálsinn á honum.
Þá kallaði Bill: „Georg, þú verður
að fara varlegar með blýið“.“
★
Fólk fer í styttri brúðkaupsferðir
nú en áður fyrr, en það fer í fleiri.
★
Tvennt til.
Viðskiptavinur settist í stólinn hjá’
rakaranum. Rakarinn leit á höfuð
hans og sagði: „Hvort viljið þjer heldl
ur, herra, láta klippa yður eða
fægja?“
★
Það var hringt til skólastjórans,
Rám rödd sagði: „Öli litli getur ekki
komið í skólann í dag, hann er kvef-
aður.“
„Nú, jæja,“ sagði skólastjórinn.
„Hver talar?"
Svarið kom þegar í stað: „Pabbá
minn.“
I
^aiterdine-
dragt
I brún eða svört óskast. Uppl. í
j síma 4080,
FINNBOGI KJARTANSSON
SkipamiSlun
Austurstræti 12. Simi 5544.
. Símnefni: „Polcoal‘\