Morgunblaðið - 06.09.1950, Side 11
Miðvikudagur 6. sept. 1950
MORGUNBLAÐIÐ
11
Manneldi og heilsu-
far í fornöld
Manneldi og heilsufar í
fornöld. Eftir próf. Skúla
Guðjónsson, dr. med. Útg.:
Isafoldarprentsmiðja h.f.
VITAMIN og vaneldissjúkdóm-
ar eru nú á tímum orð á allra
vörum. Fermingarbörnin kunna
jafnvel mörg meira hrafl úr
fjörefnafræðum en úr fræðum
Lúthers. Sú var tíðin, og hún
er ekki langt að baki, að þessi
nöfn voru óþekkt öllum almenn
ingi, og jafnvel læknarnir vissu
varla, hvað átt var við með
þeim. Þegar við Skúli Guðjóns-
son vorum að lesa læknisfræði
við Háskóla íslands á fyrsta
áratugnum, sem sú virðulega
stofnun starfaði, lásum við líf—
eðlisfræði 5—800 blaðsíður á
lengd, en þar af var rúmlega
hálf blaðsíða helguð þeim dul-
arfulla flokki cfna, sem kölluð
nst vitamín og menn vissu þá
lítið annað um en það, að nafn-
ið var til orðið af misskilningi,
þessi efni áttu ekkert skylt við
amínósýrur, eins og höfundur
þess hafði haldið. Síðan eru lið-
In þrjátíu ár og á þeim tíma
hefur svo mikið verið um þessi
efni ritað, að fylla myndi heila
bókahlöðu og hana stóra og staf
rófið allt frá A til Ö endist varla
til að aðgreina þau.
Það fjell í hlut Skúla Guð-
íjónssonar, bóndasonar norðan
úr Hegranesi, að verða einn
þeirra smiða, sem drógu að og
telgdu til efnið í þessa nýju
vísindagrein, fyrst sem læri-
sveinn og samverkamaður próf.
Fredricia í Kaupmannahöfn,
síðan upp á eigin spýtur sem
prófessor í heilbrigðisfræðum
við háskólann nýja í Árósum.
Hann hefur mótað líf margra
kynslóða eftir strangari reglum
en nokkur Stalin eða Hitler, en
að vísu hafa þegnar hans ver-
Ið naggrísir, rottur og hvítar
mýs, sem óneitanlega eru með-
færilegri tilraunadýr heldur en
mannskepnan En tilgangur
allra slíkra rannsókna og til-
rauna er þó miðaður við hana,
þroska hennar og framtíðar-
heill, enda eru áhrif mismun-
andi manneldis lokastig allra
fjörefnafræða
Dr. Skúli hefur staðið fyrir
stórfelldum rannsóknum á nú-
tíma manneldi einkum á Fær-
eyjum, en sem sannur niðji sögu
þjóðarinnar skilur hann það
manna best, að fullnaðarsvar
við ýmsum spurningum mann-
eldisfræðinnar fæst ekki nema
með rannsókn, sem nær yfir
aldir og tekur til áhrifa sams-
konar mataræðis kynslóð eftir
kynslóð. Til þess þarf mjög
mikla og viðtæka þekkingu á
eögulegum heimildum, glög.g-
skyggnt auga og ímyndunar-
afl, sem skapar sjer heilsteypta
mynd úr slitróttum dráttum.
Hin ný.ia bók dr. Skúla um
manneldi og heilsufar í forn-
61 d á Norðurlöndum sýnir það
Ijóst, að höfundurinn hefur alla
þessa kosti til að bera. Jeg efast
Um, að fram hjá honum hafi
farið nokkurt það atriði í öll-
um íslenskum fornbókmenntum
sem snertir mataræði, matar-
geymslu, matreiðslu og borð-
siði, en um allt þetta fjallar
bók hans. Að vísu hefur hann
staðið að því leyti betur að
vigi en flestir aðrir, sem nú
hefðu 'tekið sjer sams konar
verk á hendur. Hann er alinn
upp á íslenskum sveitabæ, þar
sem enn var fylgt aldagömlum
venjum um allt. sem mataræði
snertir, enda vitnar hann um
þetta oft til berskuheimilis síns.
Á einu furðar mig þó í því
sambandi. Hann virðist aðeins
þekkja mjólkurbyttur, en ekki
trog, sem jeg hygg, að eigi sjer
miklu lengri sögu en bytturnar.
Úr þeim var rennt rneð því að
halda rjómanum eftir með
handarjaðrinum.
Hinn mikli vísindamaður og
spekingur Alexis Carrel efast
um það í bók sinni ,.Man the
Unknown", að ýmis þau mat-
væli, sem framleidd eru með
nútímaaðferðum. sjeu jafngild
að hollustu þeim sams konar
tegundum, sem áður fengust úr
skauti náttúrunnar án þess, að
mennirnir gripu fram í rás henn
ar með því að þvinga hana til
aukinna afkasta og örlætis. Dr.
Skúli færir að því margskonar
rök, að þessi efi sje ekki á-
stæðulaus. Niðurstöður hans
eru í stytstu máli þær, að for-
feður vorir hafi vfirleitt fengið
nóg af öllum fjörefnum í þeirri
daglegu fæðu, sem þeir bjuggu
við, og að hörgulsjúkdómar hafi
verið fátíðir í venjulegu ár-
ferði. Hann bendir rjettilega á
það, að Norðurlandamenn vík-
ingaaldarinnar sigldu skipum
sínum yfir sollin höf og brutust
til valda eða stofnuðu nýlend-
ur á Bretlandseyjum, Nor-
mandí, Sikiley. tslandi og í Vest
urheimi, auk þess sem þeir
lögðu leið sína í Austurveg
þvert yfir meginland Evrópu.
Slík afrek hefðu varla verið
unnin af aukvisum, veikluðum
af margra alda vitamínskorti
og hverskyns hörgulsjúkdóm-
um.
Dr. Skúli hefur í meira en
aldarfjórðung alið aldur sinn í
framandi landi og ritað alla
jafnan á erlendu máli. Þó er
hann einn af snjöllustu rithöf-
undum á íslensku., skrifar meitl
að fallegt mál, oft með skáld-
legum tilþrefum, enda er hann
góður hagyrðingur. Bók hans er
því ekki þurt og strembið
vísindárit, heldur blátt áfram
skemmtileg af'estrar, og á ekki
aðeins prindi til þeirra, sem
ihafa magann fyrir sinn guð,
heldur og allra þeirra, sem
unna þjóðlegum fræðum og
þekkingu á lífi liðinna kyn-
slóða.
P. V. G. Kolka.
Páll Bergsson: Minningarori
Mótmæli.
ÍNEW YORK
Pólland hefur
| borið fram mótmæli við S. Þ.
I vegna sprengjuárása þeirra í
Kóreu.
mgreiislnsfilkn
na
óskast strax.
ilaiACjin cryCinJl
Skúlagötu 51
in
Sími 2063
i»
«*■
F. 11. febr. 18U. D. 11. júní 1949.
Kveðja frá Ólafsfirði.
ÞVÍ fer víðs fjarri, að jeg þykist
þeirn vanda vaxinn að skrifa um
þann merkismann, sem hjer er
um að ræða, svo sem hann verð-
skuldar. Vil þó gera tilraun að
minnast hans að nokkru, þótt
seint sje. Veldur því vanheilsa
mín.
Páll Bergsson er fæddur í
Svarfaðardal, sonur Bergs bónda
og konu hans, Guðrúnar Páls-
dóttur, sem lengi bjuggu á Hær-
ingsstöðum. Var Páll elstur sjö
sona þeirra hjóna. — Snemma
bar á vitsmunum og námfýsi
hans, en vegna fátæktar mun
hann ekki hafa sjeð sjer fært.aS
ganga skólaveginn fvrr en hann
tvítugur að aldri fór i Möðru-
vallaskólann, 1891, og útskrifað-
ist þaðan 1893.
Guðmundur skáld Friðjónsson,
sem var bekkjabróðir Páls, fer
um hann, meðal annars í skóla-
minningum sínum, svofelldum
orðum: ,,Dúxinn í mínum bekk
— nema við eitt próf — var Páll
Bergsson, fátæks bónda í Svarf-
aðardal------Páll var vel undir-
búinn skólag'öngu, rjeði yfir
miklu og góðu heilabúi og sló
ekki slöku við námið------
Svo sagði mjer Stefán kennari
(síðar skólameistari), að Páll
rjeði mestu í sýslunefnd Eyfirð-
inga, þegar Guðlaugur sá mælski
var oddvitinn, og var hann þó
aðsópsmikill. Páll bauð sig eitt
sinn fram til þingmennsku í
Eyjafjarðarsýslu, en háttvirtir
kjósendur mátu aðra frambjóð-
endur meira. Páll mun ekki hafa
kunnað að veiða kjósendur, eða
eigi viljað beita við þá þeim fag-
urgala, sem veldur veiðni. En tíu
hafði hann vitin í kollinum á við
suma menn, sem setið hafa á lög-
gjafarþingi voru“. Svo mörg eru
orð skáldsins frá Sandi, og má
fullyrða að hjer sje ekki um of-
lof að ræða.
Að námi loknu fjekkst Páll
eitthvað við kennslu á vetrum —
fyrst um sinn, enda afbragðsvel
til þess starfs fallinn og rfiun hafa
langað til að verða kennari; en
að gera barnakennslu í útkjálka-
sveitum að æfistarfi sínu var
ekki lífvænlegt fyrir fjölskyldu-
menn í þá ciaga, og reyndar alla
leið til 1919.
Árið 1897 flutti Páll — þá
kvæntur — til Ólafsfjarðar or
settist að í Ólafsfjarðarhorni —
eins og það þá var kallað.
Þar crak hann verslun og út-
gerð af miklum dugnaði og for-
sjá í 19 ár uns hann fluttist hjeð-
an alfarinn 1916 — til Hríseyjar.
Keypti Syðstabæ og bjó þar
lengi góðu búi, og var hrepp-
stjóri Hríseyjar þar til hann flutt
ist. þaðan til Akureyrar, þá nokk
uð aldurhniginn, en þó ern og
hraustur.
Það var mikill og góður feng-
ur fyrir Ólafsfjörð að fá Pál, jafn
bráðvelgefinn mann og áhuga-
saman um allt, sem miðaði til al-
menningsheilla og þjóðþrifa.
Og verkefnin voru nóg, hjer
sem anparsstaðar, og Páll ótrauð-
ur. Hann vildi lyfta þjóðinni o'
atvinnuvegunúm á hærra stig,
mennta fólkið og bæta efnahag
bess og liðan alla.
Af sjálfu leiðir, að bráðlega
hlóðust' á Pál. ýmis trúnaðar-
störf. Hann var jengi hrepps-
nefndaroddviti, síðar hreppstjóri,
formaður skólanefndar og sýslu-
nefndarmaður lengi. Margt fleira
var hann viðriðinn, svo sem heil-
brigðismál og landbúnaðarmál o:
sáttasemjari flestöll ár sín hjer.
Hann ljet sjer ekkert' mannlegt
óviðkomandi.
Fyrir síðustu aldamót var
barnafræðslan — hjer sem víðar
— eingöngu í höndum heimil-
anna og sóknarprestsins, nema s
árunum 1893—’96; þá höfðu
nokkrir áhugasamir bændur á-
samt sóknarprestinum í broddi
fylkingar, fengið hingað kennara.
Var kennt á nokkrum bæjum
þrjá vetrarparta á þessum árum.
En af einhverjum ástæðum fjell
þessi kennsla niður veturinn
næsta áður en Páll kom hingað.
Hann tók upp merkið þar sem
það hafði niður fallið og vildi
stofna fastan heimangöngubarna-
skóla hjer í kauptúninu. En þar
var við ýmsa erfiðleika að stríða,
fátækt, enginn kennari og ekk
ert skplahúsnæði.
Þá sýndi Páll að skólamálið
var hans hjartans mál, og til
þess að það skyldi ekki stranda
gaf hann kost á sjálfum sjer til
þess að kenna og ljeði auk þess
stórt herbergi (sem hann gat þó
varla misst). í íbúðarhúsi sínu,
fyrir skólastofu.
Þahna kenndi Páll 2 vetur,
1897—’98 og 1898—’99. Börnin
gengu í skólann af næstu bæjum.
Og þar með var lagður grund-
völlurinn að föstum heiman-
göngubarnaskola í Ólafsfjaraðr-
kauptúni.
Sumarið 1899 var bj'ggt hjer
hið fyrsta barnaskóianús, sem
einnig var notað sem þinghús
hreppsins. Mun Páll hafa átt
drýgstan þátt í byggingu þess.
Haustið 1908 var kosið í hina
fyrstu skólanefnd. Varð Páll
formaður hennar og var það jafn
an síðan, meðan hann dvaidi
hjer. Var honum ætíð mjög annt
um skólann og stuðlaði til þess,
að hann gæti þrifist sem allra
best. Má hiklaust fullyrða að
Páll hafi verið andlegur leiðtogi
manna hjer allan þann tíma, sem
hann dvaldi í Ólafsfirði.
Eins og kunnugt er var sími
lagður hingað til landsins 1906.
Tveim árum síðar, haustið 1908,
var síminn opnaður til afnota í
Ólafsfirði. Fyrir því þurfti að
hevja harða baráttu, með Pál í
broddi fylkingar. Talið var að
tap mundi verða á Ólafsfjarðar-
síma, en Páll var víðsýnni or
sýndi fram á, að svo yrði ekki.
Var þá krafist að Ólafsfirðingar
gengju í ábyrgð fyrir símann. ■—
Var því fullnægt. Og síminn lagð
ur hingað.
Páll átti mikinn og góðan þátt
í stofnun bátaábyrgðar við Eyja-
fjörð. Einnig beitti hann sjer mik
ið fyrir bættum samgöngum við
Ólafsfiörð. Fyrsti póstbáturinn
gekk hjer á milli hafna sumar-
mánuðina 1906.
Páll var gæddur ríkri list-
hneigð, skrifaði fagra rithönd,
var söngelskur og hafði góða
söngrödd, og þá hafði hann ekki
farið varhluta af kýmni — og
leikgáfu og unun var að heyra
hann lesa upp, bæði bundið ör
óbundið tnál En því miður hafðj
hann ’ítinn tíma til að sinna þess
um hugðarmálum síhum, |ieim-
ilið var stórt og krafðist krafta
hans óskiptra á atvihnusviðinu.
Páll var kvæntur Svanhildi.
dóttur Jörundar Jónssonar,
bónda og útgerðarmanns ájSyðsta
bæ í Hrísey, hins mikla sjósókn-
ara, sem víða var kunnur á sinni
tíð. Hún var mesta atgervis- og
rausnarkona og verða mannkost-
ir hennarllengi í minnum hafðit
hjer í sveit, og þó víðar. — Var
mjög jafnt á komið með þeim
hjónum fyrir ýmsra hluta sakir.
Þau voru bæði fríð og höfðinp
leg ásýndum, einörð og kjark-
mikil, og bæði gáfu þau jafnan
hina sömu drengskaparraun, þá
er til þess kom að hjálpa og lið=
sinna, en það var oftar en svo.
að jeg kunni skil þar á. — Þau
voru samtaka í öllu, að heita
mátti, að æ vildu það bæði, er
annað vildi. Sambúð þeirra var
hin besta, uns dauðinn aðskildi
þau. Lifir Svanhildur mann sinn,
rúmlega sjötug og er enn væn
yfirlitum og hin hressilegasta.
Páll Bergsson var vel meðal
maður á hæð, vöxturinn var
þykkur og þreklegur, hann var
þjettur á velli og þjettur í lund.
Höfuðið var mikið og fallegt,
ennið stórt og gáfulegt, svipur-
inn hreinn, augun mild hvers-
dagslega og oft með kýmni-
glampa, en gátu orðið hvöss, er
því var að skipta. Hárið var mik-
ið og ljóst. Og að öllu leyti vai
hann vel á sig kominn.
Fyrstu kynni mín af Páli voru
þau, er jeg tvítugur að aldri var
sendur úr Hjeðinsfirði á fund
hans einhverra erinda á útmán-
uðum 1902. Bað jeg hann þá að
taka mig i kaupavinnu næsta
sumar, en hann kvaðst hafa íull-
ráðið. Sagði jeg honum þá, að
mig hefði lengi langað í Möðru-
vallaskólann, en þess væri eng-
inn kostur, vegna fáíæktar. Þá
breyttist viðhorf hans skyndilega,
hann kvaðst ætla að athuga málið
til morguns, og sagði mjer þá að
finna sig, hvað jeg fúslega gerði.
Þá gerði hann mjer atvinnuti'i-
boð, sem jeg strax gekk að, einn-
ig bauð hann mjer að sækja um
skólann. Jeg þóttist hafa himin
höndum tekið. Isinn var brotinn.
Jeg komst í skólann. Síðan hef-
ur mjer þótt vænt um Pál Bergs-
son.
Síðan var jeg svo lánsamur að
eiga heima á heimili þeirra
hjóna samtals þrjú ár, þar af tvö
síðustu,ár þeirra hjer.
Jeg kynntist því heimilislífinu
nokkuð og ætla að fara um það
fáeinum orðum, eins og það korn
mjer fyrir sjónir.
Heimilið var mannmargt. eink-
um vfir sumarið, er aðkomufólk
bættist í hópinn. Þá var nóg aö
starfa, bæði til lands og sjávar,
og líf og fjör á ferðinni, og allt
gekk vel undir ágætri stjórn hús-
bændanna. Heimilið var til fyrir-
myndar, þar var skemmtilegt og
gott að vera. Þar var mikil gest-
risni, enda oft gestkvæmt. Var
allur beini veittur af hugkvæmni,
rausn og alúð. Stóð frú Svanhild-
ur fyrir því að sínum hluta af
mikilli prýði, skörungsskap og
röskleik, sem henni er eiginlegt.
Páll Bergsson var hamingju-
maður. Hann var heilsuhraustur
fram á síðustu ár, var kominn af
góðu og velgefnu fólki, átti aí’-
bragðskonu og með henni mörg
elskuleg og mannvænleg börn —-
svo af bar — sem voru honurn
til gleði alla stund. Þungur harm-
ur var kveðinn að þeim hjónum,
er þau misstu fjögur börn sín,
þar af tvö hin elstu, bæði full-
orðin. Níu börn þeirra eru í lífi,
flest eða öll búsett í Reykjavík.
Barnauppeldi þeirra hjóna var
með afbrigðum gott, bæði aiid-
lega og líkamlega; allt var gert
til þess að vitka og bæta börnin,
að gera þau að siðmenntuðum
mör.num — í þess orðs bestu
merkingu — að sem allra best-
um og nýtustum þjóðfjelagsborg ■
urum. Samkomulag barna og for-•
eldra var ágætt. Þetta setti sinn
svip á heimilislífið, gerði það un-
aðsríkt og fagurt. Þar sat hinn
góði andi að völdum.
Eins og áður er getið flutti
Páll hjeðan 1916. Hygg jeg varla
ofmælt að Ólafsfirðingar hövm-
uðu burtför hans og söknuðu
mjög þeirra hjóná beggja.
Kveð svo Pál með virðingu cg
þakklæti.
Ólafsfirði í júlí, 1950.
Grímur Grímsson.
Vaktaráðskona óskast
á matsölu- og veitingahús. — Stuttur vinnutími. Herbergi
fylgir, ef vill. — Upplýsingar um fyrri störf leggist inn á
afg'reiðslu blaðsins fyrir 15. sept., merkt: , Starf“ —0937.