Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 2
 2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. okt. 1950 Húsmæðrafjelag Reykjavíkur ræðir ýms vandamál húsmæðra Á FUNDI í Húsmæðrafjelagi Reykjavíkur nýlega, var mikið rætt um umbúðaskortinn og vöruþurðina á brýnustu nauð- synjum heimilanna. Viðvíkjandi pappírsskortin- um, hafði framsögu frk. Guð- rún Eiríksdóttir, er sagði meðal nnnars, að engri átt næði að viðkvæm matvæli, eins og skyjr, brauð og fiskur, væri af- greidd umbúðalaust eða í prent- pappír, því það striddi á móti Jágmarkskröfum um heilbrigð- íseftirlit. ís og rjómakökur og ýms óþarfa varningur virðist þó ekki skorta umbúðir og nóg væri þar á boðstólum, þó ekki fengist smjörklína utan skömmt. unar. Væri þó ólíkt hollara brauð og smjör en rjómakök- ur og ís. Væri þarna vítavert öfug- tstreymi á ferðinni, er sýndi jafn framt fyrirhyggjuleysi þeirra, er ættu að sjá málum þessum bc-rgið með hag og heilsu al- mennings fyrir augum. Fleiri konur tóku í sama titrenginn, Eftirfarandi tiilaga var sam- þykkt í einu hljóði: „Húsmæðrafjelag Reykjavík- ur lýsir megnri óánægju yfir því ófremdarástandi, sem nú er f ílestum brauða- og mjólkur- uölubúðum vegna umbúða- nkorts. Telur fjela'gið að af- igreiðsla á brauðum, kökum, tikyri, einnig fiski og öðrum matvælum, eins og nú fer fram, gGÍí S'ctiiii y iúí>l ictrxiai KS- kröfum um heilbrigðiseftirlit, auk þess sóðaskapar og sýking- arhættu, er slíkri afgreiðslu: fylgir. Skorar fundurinn því á inn- flutningsyfirvöld og forráða- tnenn brauða- og mjólkursölu- búða. að úr þessu verði bætt hið ítrrol o ncí t i rvi r>or> dr)or Vn i cCívi lófn --- *UU1 ar ganga fyrir nauðsynlegum umbúðum strax“. Þessu næst var rætt um vefnaðarvöruskort heimilanna, ejerstaklega álnavöruna og þá miklu erfiðleika er heimilin hafa við að stríða, til að geta bjargað sjer sjálf. Hafði þar orð fyrir formaður fjelagsins, frú Jónína Guðmundsdóttir, er taldi að heimilin hefðu verið tnjög afskift í þessum efnum, ejer til mikils óhagræðis og aukakostnaðar. Aðrar konur er tóku til máls, voru form. fyllilega sammála og komu með dæmi máli sínu tii sönnunar. Þessi tillaga var samþykkt af ólium fundarkonum, er fer hjer á eftir: „Fundur haldinn í Húsmæðra fjelagi Reykjavíkur 11. okt. 1950, lýsir óánægju sinni yfir þvx, hversu erfitt er að fá keypt ofni í ýmsar flíkur, sem venja hefir verið að sauma á heim- ilunum. Virðist áberandi hvað tnikið af slíkum efnum er látið ^anga í gegnum saumastofur og önnur verkstæði, í stað þess að gefa heimilunum tækifæri til að spara sjer þessa aðkeyptu vinnu. Skorar fjelagið á verslanir að gæta meira hófs í þessu en ver- ið hefir og eiga innflutnings- yfirv. að setja strángar höml- ur við því, að hinn takmarkaoi innflutningur á slíkum efnum verði notaður á þennan hátt“. Einnig var rætt um þurrk- uðu ávextina og þau mistök er þar hafa átt sjer stað. Var eftirfarandi till. samþ. oinróma: „Húsmæðrafjelag Reýkjavík- ur.leyfir sjer að beina þeirri áskorun til Fjárhagsráðs, að af þeim gjaldeyrir, sem ætlaður er til innflutnings á ávöxtum, þá verði eins stórum hluta og hægt er, varið til kaupa á þurrkuðum ávöxtum, svo sem sveskjum og eplum. Telur fje- lagið að með innflutningi þess- ara ávaxta, sje betur sjeð fyrir þörfum heimilanna, heldur en innflutningi annara tegunda ávaxta“. Form. skýrði vetrarstarfið. Fjelagið hefur þegar gengist fyrir matreiðslu- og sauma- námskeiði og er að hefja mán- aðarnámskeið í saumum og matreiðslu og hyggst einnig að bæta þar við handavinnunám- skeiði fyrir ungar stúlkur. Hafa námsskeiðin mælst vel fyrir og gengið ágætlega. Form. bazarnefndar, frú Guðrún Eylífsdóttir, minnti á basarinn er myndi verða um miðjan nóvember að forfalla- lausu. Bað fjelagskonur að leggja honum liðsinni eftir mætti. Form. íjelagsins sagði ferða- þátt frá Noregi. Ungfrú Gerður Hjörleifs- dóttir las upp við ágætar undir- tektir. Kennaraiundur í Sivkkishólmi KENNARAR á námsstjóra- svæði Stefáns Jónssonar áttu fund með sjer í Stykkishólmi dagana 6.—7. og 8. október s.l. Voru þar flutt erindi og rædd ýmis mál, er snerta störf kenn- ara. Fundinn sátu 35 starfandi kennarar, skólanefndin í Stykk- ishólmi og sr. Sig. Ó. Lárusson form. fræðsluráðs í Snæf. og Hnappadalssýslu. Ólafur Ólafs- son kristniboði var og gestur fundarins. Erindi fluttu. Dr. Broddi Jó- hannesson, Jakob Kristinsson, fyrrv. fræðslumálastjóri, Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi og Stefán Jónsson, námsstjóri. Þeir dr. Broddi og Jakob Krist- insson fluttu sitt erindið hvor fyrir almenning í kirkjunni. Hreppsnefnd Stykkishólms bauð öllum fundarmönnum til kaffidrykkju á laugardaginn, og þann dag óku fundarmenn að Helgafelli, skoðuðu hinn sögu- fræga stað og gengu á Helga- fell. j 1 sambandi við umræður á [fundinum voru þessar ályktanir samþykktar: j 1. Fundurinn telur að hið mesta vandræðaástand ríki með útvegun á skólavörum, kennslu- tækjum og handavinnuefni, og skorar á stjóm fræðslumála, að gangast fyrir umbótum. Telur fundurinn, að heppilegt væri að sjerstök stofnun í samvinnu við Ríkisútgáfu námsbóka annaðist innflutning og dreifingu á þess- um vörum. 2. Fundurinn álítur að hús- næði Kennaraskólans sje orðið ■rnjög ófullnægjandi og telur ! brýna nauðsyn að hafist verði [handa um byggingu nýs og vand aðs skólahúss. Áætlað er að næsta haust verði fundur á Akranesi, og var stjóm kosin í samræmi við þá áætlun. Kosnir voru í stjórn: Friðrik Hjartar, skólastjóri, Guðmundur Björnsson og Hálf- dán Sveinsson kennari. Allir á Akranesi. Miss £. Arnol Roberlson, heldur fyrirlesfra hjer HINGAÐ TIL LANDSINS eru komin á vegum Anglíu, fjelags enskumælandi manna, og breska sendih., miss E. Arnot Robertson, kunnur rithöfund- ur og kvikmyndagagnrýnandi. Kom hún hingað frá Noi’egi, þar sem hún var í fyrirlestrarferð og mun ílytja hjer tvo fyrir- lestra. Sá fyrri verður 18. þ. m. í Tjarnarcafé og verður eingöngu fyrir fjelaga Anglíu. Nefnist hann: „Fólk, sem enginn rit- höfundur getur notað“. Síðari fyrirlesturinn verður haldinn á vegum Háskólans. Efni hans er „Breskir nútíma- höfundar“. Miss Arnot Robertson er ensk og hóf ritstörf, er hún var að- eins níu ára að aldri. Byrjaði hún þá á ljóðagerð, en átti í svo miklu basli með rímið, að hún ákvað að halda sjer að ó- bundnu máli í fi’amtíðinni og hefir gert það síðan. Fyrstu verk hennar komu út á meðan hún enn var í skóla. Er skólagöngu hennar lauk, fjekk hún stöðu sem tískurit- stjóri við blað eitt í London, en kveðst aldrei hafa haft minnsta áhuga á fötum. Vann _hún að þessu starfi á meðan hún skrif- aði fyrstu skáldsögu sína. Meðan á stríðinu stóð, vann hún að kvikmyndagerð fyrir bresku stjórnina, en varð síð- ar kvikmyndagagnrýnandi við dagblaðið Daily Mail og BBC- útvái'pastööma. Fjeick hún þá boð frá her- og flotamálaráðu- neytinu breska um að takast á hendur fyrirlestrai’ferð um ýms lönd, og tók því. Er miss Arnot Robertson mjög víðförul og hef- ir ferðast og haldið fyrirlestra víða um heim. Miss Robertson hefir verið mjög skorinoi'ður gagnrýnandi og höfðaði Metro-Goldwyn Mayer kvikmyndafjelagið mál á hendur henni fyrir gagnrýni um myndina „The Green Years“, sem hún flutti í breska útvarpið. Varðaði málshöfðun- in það, hve mikið kvikmynda- gagnrýnandi mætti segja um myndir. Miss Robertson vann málið í fyrstu umferð. en tap- aði svo í yfirrjetti og lávarða- deild. Kveðst hún auðvitað vera leið yfir því, að hafa tapað, en í raun og veru ánægð yfir að þetta mál kom upp, þvi að þetta væri spurning, sem brynni á vörum allra kvikmyndagagn- rýnanda, og þeir vildu fá leyfi til að segja allt álit sitt, en ekki aðeins hluta af því. Miss Robertson er gift H. G. Turner, sem vinnur að ritstörf- um við ýms blöð og tímarit og eiga þau 11 ára gamlan son. Eftir hana hafa komið út fimm bækur og ein er í smíðum nú sem stendur. Hafa tvær sögur hennar verið | kvikmyndaðar og ein kosin bók mánaðarins í Bandaríkjunum. Miss Arnot Robertson fer hjeðan næstkomandi þriðjudag. „Polyteknikkojen Kuoro" . :í’:í 1 m Finnskj karlakórinn sjest hjer á myndinni syngja við mót-< tökurnar á Reykjavíkurflugveili. Söngstjóri er Ossi Elokas. Á myndinni sjest ekki nenxa nokkur hluti kórsins. (Ljósm.s Þorv. Ágústsson). rjypunnar ALÞINGI mun þurfa að endur skoða afstöðu sína til friðunnar rjúpunnar og hefir menntamála ráðuneytið skrifað þingmönn- um um málið. Á s.l. Alþingi vár ályktað að skora á ríkisstj., að koma á r<l rf/M-ví Ai 1 VI iivvi c. » A. ivUii LAX ll U ára skeið. Menntamálaráðuneytið fjekk þessa ályktun þingsins til með- ferðar og leitaði það álits dr. Finns Guðmundssonar fugla- fræðings. í ýtarlegri álitsgerð, er Finn ur Guðmundsson ljet frá sjer fara um málið og menntamála- ráðuneytið hefir sent þingmönn um, segir hann, að algjör frið- un rjúpunnar muni engin áhrif hafa á vöxt og viðgang rjúpna- stofnsins. Það er með tilliti til þessa álits dr. Finns Guðmundssonar, að menntamálaráðuneytið hefir skrifað alþingismönnum, og er þess óskað, að með hliðsjón sf álitinu, sje nauðsynlegt að fram komi á ný vilji þing- manna. Dr. Finnur Guðmundsson mun halda fyrirlestur á vegum Náttúrufræðifjelagsins, um fnð un rjúpunnar, þann 30. októ- ber næstkomandi. Frá álþingi í gær Á FUNDI Sameinaðs þings 1! gær, var tekin fyrir tillagsi þeirra Jóns Pálmasonar og Bjarna Ásgeirssonar um friðun rjúpu. Tillagan er svohljóð- andi: Alþingi itrekar ályktun sína frá síðasta þir.gi um alfriðurt rjúpu næstu 5 ár. Svo segir í greinargerð: Síðasta Alþingi samþykktS samhl'jóða að fela ríkisstjórn- inni að alfriða rjúpuna hjer á landi næstu 5 ár. Þó að undarlegt megi virð- ast, hefur þetta mál verið setfc undir menntamálaráðuneytið, og hefur alþingismönnum bor- ist brjef frá menntamálaráð- herra, dags. 20. sept. s. 1., þar sem neitað er að taka þessa samþykkt tjl greina, nema hún sje endurnýjuð á þessu þingi. Eru þær einar ástæður færð- ar til, sem þingmönnum voru, kunnar, þá er samþykkt Al- þingis var gerð á síðasta vorl. Þótt leiðinlegt sje og óvanalegfc að taka fyrir mál, sem svo greinilega og ágreiningslaust var samþykkt á síðasta þingi, þá neyðast flutningsmenn til að fara þá leið. Ákveðið var, að um till, skyldi fara fram ein umræða. Sáffmáli Bandaríkja nn IndÁnon'ii WASHINGTON 16 .okt.: — í dag var undirritaður í Dja- 1 karta, höfuðborg Indónesíu, samningur Bandaríkjamanna og Indónesíumanna. Með hon- um skuldbinda Bandai’íkin sig til að iáta Indónesíu margskon- ar hjálp í tje. — Reuter. ■ "" 1 —mmmímmimmmmm...ímir..... . ..... - NORSKA skipið Poiarbjörn frá Álasundi, kom hingað í gær og voru með skipinu franskir Grænlandsfarar ur leiðangri Emii Victors. Skipið flutti ýmislegt af jöklatækjum þeim, er Victor notaði við rannsóknir sínar, m. a. snjóbíla, sem eru á beltum, — Hefur heyrst að þeir verði notaðir við jöklarannsóknir lijer4 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.