Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. okt. 1950 ' Wajrmrnji FRÖ mike Efiir Nancy ag Banedicf Freedman ■wimmlHiiitniiiiiiiiiiiiiiiiMMiiiMiiiMiMiiiiiMiMliiiiiiiiiiMiniiiiiiiMiMiMMMMiMiiMMniiiiMiMMMiMMiMiiMHniniMiMMiliiiiiMJUiiM 1'H'HmmnH'i'iniiiiiiiiiiin* „Það eru til kastalar í Skot- Jandi“. sagði James súr á svip, „sem eru einskis virði. — Rott urnar mundu ekki greiða þrjú cent fyrir alla bygginguna“. — Hann gretti sig. „Jeg hefi það á tilfinningunni að það sje að- eins slíkur kastali sem við höf- um hlotið“. „Vel sagt af ný-krýndum jarli!“ þrumaði bróðir hans. — ,,En fjallið og dalverpið? Hvað um það?“ James handfjatlaði slitnu skyrtuna með sínum hvítu, fíngerðu höndum. „Fjall og dalverpi! Og hver heldurðu að kaupi fjall og dalverpi? — Hvaða eftirspurn er á fjölium? Fjall er svona mikils virði —“. Hann gerði smell með fingrun- um. _yÞetta er ekki f jall eins og þau eru í Yukon, auðug af silfrí og gulli. Þetta er skotskt íjaU, þar sem aðeins eru nokkr ar jurtategundir og fullt af villigeitum. Það er þess háttar íjall sem við eigum nú!“ „En þorpið, hr. McTavish“, skaut jeg inn í. „Heilt þorp með marga íbúa er nú einhvers virði!“ „Það er það, sem jeg reyni að segja honum um morgna, á kvöldin og um miðjan daginn“, sagði Alan. „Hversu mikils virði er •það?“ sagði James. „Á jeg að selja fólkið? Frú Flannigan. Skotskt þorp þýðir ábyrgð fyr- ir mig. Skóli, kirkja, fátækra- ^heimili — peningar úr mínum vasa, það er allt og sumt, pen- ingar úr mínum vasa“. „Hlægilegt“, sagði Alan. „Þú munt komast að raun um það, Alan. Þetta þorp verð ur ekki til annars; peningar úr tnínum vasa“. James McTavish jarl hristi höfuðið raunalegur á svip. Jeg var nærri komin á hans skoðun. „Ef til vill er það alls ekkert eftirsóknarvert að verða jarl“, sagði jeg. „Það hafa verið jarlar í Skot- landi, sem ráðið hafa yfir þús- undum manna. En þessir menn voru svo fátækir að þeir nofðu ekki efni á að borða nema eina skál af hafraseyði dag hvern“, sagði James og lagði áherslu á þessi orð. „Herra McTavish“, sagði jeg, „ef til væri það betra, ef þú færir alls ekki“. „Skylda mín, frú Flannigan, skylda mín gagnvart ættinni“. AUan greip fram í fyrir hon- um með því að hrópa: „Þetta er allt saman þvættingur! Hann er staðráðinn í að fara. Veistu vegna hvers þetta byrjaði, frú Flannigan? Það er allt vegna þessarar tötralegu skyrtu. Jeg vildi að hann eyddi fimmtán dollurum í Möntreal til að kaupa nýja skyrtu, það er allt og sumt, og hann segir að hann hafi ekki efni á því“. „Jeg á ekki svo mikla pen- inga til“, sagði James. „En það sem er í gamla kaffi- pcttinum?“ „Það er ekkert í gamla kaffi- pottinum umfram þá tuttugu dollara, sem verja á til greftr- unar okkar þegar við deyjum“. „Við verður jarlar áður en það skeður! Þú munt þá hafa eignast svo mikla peninga, að þeir myndu nægja til að grafa þig tuttugu sinnum“. Allan greip reiðilega skyrtuna úr höndunum á James. „Sjáðu, frú Mike, klæðnað jarlsins“, Það var satt, skyrtan var mjög bætt. Efnið í bótunum var hið sama og í skyrtunni, en illa var bætt og rákirnar í efmnu stóðust ekki á í skyrtunni sjálfri og bótunum. Jeg leit á James McTavish, en hann varð niður- lútur og muldraði fyrir munni sjer: „Jeg á ekki svo mikla peninga“. Svo það var úr að jeg bætti skyrtu jarlsins að nýju og hann lagði af stað til krýningarinn- ar. Jeg ætlaði að fara að baða Mary Aroon og það var þó nokkuð verk. Oh-Be-Joyful helti heitu vatni úr katlinum í balann. Jeg athugaði með oin- boganum hvort það væri of heitt, en Mary Aroon sat álengd ar og horfði á allan þennan und irbúning. Hún vissi að verið var að undirbúa það fyrir hana. Það gladdi hana að sjá okkur tvær hlaupa um í þeim til- gangi. Þegar mjer loks fannst vatnið mátulega heitt setti jeg hana ofan í balann. Hún hló og buslaði og baðaði út höndunum. Henni fannst gaman í baðinu, kannski vegna þess að þá vor- um við alltaf í kringum hana og að kjassa við hana. — í þetta skipti var það Oh-Be-Joyful, sem ljek við hana. Hún þyrlaði vatninu upp og Mary Aroon saup hveljur og bablaði eitt- hvað á sínu óskiljanleg^ máli. Hún var bústin hraustlegt barn sem sparkaði hraustlega með fótunum. Litla bakið hennar var orðið það sterkt, að hún gat setið ein í balanum. Jeg var hálfbúin að þvo henni þegar Indíáni þeytti upp dyrunum, svo kaldann gustinn lagði inn í húsið. „Lokaðu dyrunum!“ hrópaði jeg. En hann skeytti því engu, svo jeg hljóp til og skellti þeim aftur. i „Mike, undirforingi, Mike, undirforingi!“ sagði Indíáninn með skelfingu í röddinni. „í skrifstofunni“. „Hann er þar ekki“. Maður- inn opnaði dyrnar á ný. „Hvað er að?“ kallaði jeg. „Larry Carpentier lenti í bjarnargildru“. Hann var horf- inn út í hríðina og fokið í spor hans. Jeg settist niður og hugs- aði. Larry, sonur Söru! —■ Þeir myndu fara með hann heim til hans. Oh-Be-Joyful tók Mary Ar- oon upp úr balanum og vafði handklæði um hana. Hún kom til mín með barnið á hand- leggnum. „Ætlar þú að fara?“ spu^oi hún. „Já‘.. Jeg fór í skinnfötin. „Heldur þú að hann sje mik- ið meiddur?“ spurði Oh-Be- Joyful. „Jeg veit það ekki. Klæddu barnið, Oh-Be-Joyful. Gefðu henni að borða klukkan fjög- ur“. Jeg gekk í snjósokkunum út á hvítt og svalt hjarnið. Him- inninn var vetrarlegur, grár og úfinn. Trjen stóðu lauflaus eins og minnisvarðar sumar- gróðursins og íshrönglarnir slúttu niður af greinum þeirra. Jeg reyndi að flýta mjer, en snjórinn var mjúkur og jeg vildi ekki reyna um of á niig, Veslings SCarah. Sautján börn o gsex komust upp. Og nú kom þetta! Bjarnar gildra. Þær fengust í versluninni. •— Hræðilegir hlutir. Tvær járn- klémmur með sex tommu löng um tönnum sem fjellu saman, sem bitu, sem hjuggu í sund- ur. Jeg reyndi að vera ekki að hugsa um Larrý, eða nokkurn þann sem lenti í slíkri gildru. Jeg hugsaði um birnina sem gengur í gildruna, þegar klærn ar eru spenntar. Fjörutíu pund vógu þessar sem fengust í versl uninni. Jeg skalf þó jeg væri dúðuð í margföld skinnklæði, því jeg sá fyrir mjer er tenn- urnar læstust um hold og bein Larry Carpentier. Þetta var þó einkennilegt. Nú var ekki árs- tíð býarnanna. Þetta hlýtur að hafa verið gömul gildra sem einhver hefir gleymt eða ekki fundið er veiðunum lauk síð- ast. Og endilega þurfti það að vera sonur Söru. Hún var að vísu stór og sterk en hafði líka orðið að þola þungar raunir. Og Larry. Mjer hafði alltaf fundist hún tala meira um hann heldur en hina syni sína. Hann var blíðlyndur ungur maður um það bil tuttugu og fimm ára gamall. Hann klófesti vilta hesta við Yellow Pass og tamdi stærstu og sterkustu hundana hjerna norður frá. — Hann átti góða hlöðu og naut- gripi og á sumrin keyptu veiði mennirnir það sem hann rækt aði, sjerstaklega sveskjur og jarðarber. Svartan reyk lagði upp frá húsinu hans Carpentier. Reyk- urir\n sást langar leiðir að, því hann stakk mjög í stúf við hið gráa umhverfi: Öskur, hræði- legt vein heyrðist innan úr hús inu, og stuttu síðar hljómaði annað eins í eyrum mjer. Jeg reyndi að leysa af mjer snjó- sokkana. Hendur mínar skulfu og vettlingarnir voru óþjálir af kuldanum. Aftur kváðu óhljóð in við. Karlmannsvein eru hræðileg. Hjartað barðist í brjósti mjer en jeg ýtti hurð- inni ákveðin upp, en nam stað ar og gapti. Larry lá á borðinu umflotinn að því er mjer virtist í öllu sínu blóði. Gildran hafði lokast um fótlegg hans frá ökla og upp að hnje. Stáltennurnar höfðu höggið fótinn algerlega sundur á þrjátíu mismunandi stöðum. Tala og Túlsí 18. Og þegar karfan var tóm, hentist Tala að háa palma- trjenu, þar sem Tamali var í búrinu. Þegar hún kom þangað, var Túlsí í þann veginn að setja lykilinn í skrána, og Tamali hoppaði um fyrir innan og hrópaði af ákefð: „Flýttu þjer, flýttu þjer, Túlsí, annars kemur hvíti maðurinn og lætur þig í búrið hjá mjer, og svo verðum við bæði send yfir djúpa hafið.“ Og Tala hrópaði: „Fljótur, fljótur, Túlsí, því að hvíti maðurinn er búinn að komast að því að lykillinn er farinn, og hann hlýtur alveg að fara að koma.“ Og allt í einu heyrðu þau konu hvíta mannsins kalia: Herbergi j éskast fyrir reglusaman pilt. Til | boð sendist blaðinu fyrir föstu- | dagskvöld merkt: „X — 829“. SÖLLBtJÐ, VIÐGERÐW VOGIR I Reykjavtk og nu^renni lánuaa við ajálfvir^ar búðarvogi. á meðan á viðgerð stendur. ólafur GísUuon & Co. /, Hverfisgötu 49, sími 81370 S’~r\r „Sæll, elskan, jeg skal segja þjer j>að, að nýja gólfbónið cr gott.“ ★ Dóra: „Davið, mig langar til að spyrja þig að nokkru.“ Davíð: „Hvað er það?“ Dóra: „Segðu mjer, ef þú hefðir aldrei sjeð mig, myndirðu elska mig samt sem áður?“ ★ Piltur: „Geðjast þjer í raun og veru eins vel að menntuðum karl- mönnum eins og hinum?“ Stúlka: „Hvaða hinum?“ ★ Unga stúlkan var mjög rik, og ungi maðurinn var fátækur og hrein- skilinn. Henni geðjaðist vel að hon- um, en það var allt og sumt, og hann vissi það. Kvöld nokkurt hafði hann verið í blíðara skapi en venju- lega. I „Þú ert afar rík,“ vogaði hann sjer ' að segja. | „Já,“ svaraði hún, „jeg er milljón dollara virði.“ „Viltu giftast mjer?“ spurði hann. „Nei.“ „Jeg bjóst ekki við því heldur.“ „Hvers vegna spurðirðu mig þá?“ „Ó, mig langaði bara til að vita, hvernig manni líður, sem missir eina milljón dollara.“ ★ Dobbs: „Jeg ætla að setja gildru fyrir konuna mína.“ Hobbs: „Drottinri minn dýriS Hvem tortryggirðu?“ Dobbs: „Það er hún, sem er tor- tryggin. Það er mús í búrinu.“ ★ Sigga: „Veistu af hverju jeg vil ekki giftast þjer?“ Viggi: ,Jeg veit ekki, nei.“ Sigga: „Þú giskaðir strax á það.“ lllll••lll•■lll•lllllllllll•••lm» 1 Góð gleraugu eru fyrir öllu. I Afgreiðum flest gleraugnarecept | Au»turstræti 20. og gerum við gleraugu. | Augun þie» hvilið með gler- | sugu frá ItLI H.F. UMIIIIIIIIimwillllllllllMIMIIIIIIIII KAUPI GULL OG SILFUR hæsta verði. Sigurþór, Hafnarstrætl 4. IIIIMIIU"lllll""""""""lMliaU Kauphöllin er miðstöö verðbrjefaviðskipt- anna. Simi 1710.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.