Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 12
18 MORGUTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. okt. 1950 - Sfefán skóla- ! Skólamóf í frjálsum Churchill heiðursdskfor í Höfn meisiari Sfefánsson Frh. af bis. 9. ; horft á myndina af Stefáni, sem hann geymcli um góðar minn- ingar frá gamalli tíð. 1 Varðinn Cx því ekk aðeins auðfúsusendiixg Menntaskólan- um á Akureyri, heldur og mörg um bæjarbúum. FORDÆMl STEFÁNS SKÓLAMEJSTARA Að endingu vil jeg .óska tvenns í sambandi við nem- endur Menntaskólans á Akur- eyri og þonnan minnisvarða. Jeg vildi að varðinn minnti unga nemendur á þá þakkar- skuld, sem æska landsins á hverjum tíma stendur í við þá, sem rutt hafa brautina á undan henni og Ijett henni gönguna áfram, hærra. Þjer nemendur, sem nú eruð staddir hjer, meg- ið renna að því þakklátum huga, að þjer njótið enn í dag ríkulega ávaxtanna af frjóu menningarstarfi Stefáns skóla- meistara Stefánssonar. Jafnframt óska jeg þess, að varðinn megi verða vður og þeim, sem á eftir yður koma, örvandi, mjer liggur við að segja ögrandi, tákn þess, að skuld yðar fáið þjer best gold- ið með því að verja lífi yðar og kröftum eins og hinir gerðu á undan yður, til að búa í hag- inn fyrir óbornar kynslóðir. — Slíkt forddæmi hefir Stefán skólameistari gefið oss öllum. Gefi það heilög regin, að nemendur Menntaskólans á Ak ureyri megi rerða menn til að fylgja því fordæmi“. Að lokinni ræðu skólameist- ara Ijek lúðrasveitin þjóðsöng- inn, og var þar með athöfninni lokið. íþréttum KVÖLDSAiViSÆTI MEÐ RÆDuHÖLDUM Á sunnudagskvöldið efndi skólameistari til kaffisamsætis í salarkynnum Menntaskólans, er nemendur höfðu undirbúið af miklum rnyndarskap. Gengu piltar úr hópi nemenda þar um beina. Nemendum Stefáns skóla- meistara var boðin þátttaka, svo og núverandi nemendum skólans. Var þar svo margt fólk, sem frekast gat komist þar að. Þórarinn Björnsson setti sam komuna með ræðu, þar sem hann mintist á skólastjórn Stef- áns og heimilis hans. En því næst tók hver ræðumaður við af öðrum, rema hvað sungið var á milii þess, sem ræður voru fluttar. En þeir, sem tóku til máls, viku að ýmsum end- urminningum frá skólaárum sínum og því er þeim fanst ver- ið hafa vansn gt um Stefán Stef- ánsson fyr um daginn, skóla- stjórn hans og önnur störf. Nemendur og aðrir velunn- arar Stefáns Stefánssonar fengu þar I ærkomið tækifæri til að rif ja upp margt um hann. En hið unga skólafólk, sem nú stundar nárn við skólann og hafði tækifæri til að fylgjast með þesum hátíðohöldum, fekk tækifæri tií aukinna kynna, af þeim þætti i sögu skólans, sem gerðist undir stjórn Stefáns heitins. Samsæti þetta stóð fram yfir miðnætti og var öllum þátt- takendum hið ánægjulegasta. BERLÍN, 1G. okt.: —Ein milj. manna sótti vörusýninguna í V.-Berlín, sem lauk í gær. Um tveir þriðju gestanna voru frá! A.-Berlín. I SKOLAMOTIÐ í frjálsíþrótt- um hófst á íþróttavellinum í gær. Veður var kalt og vont til keppni. Hefir það að sjálf- sögðu haft sín áhrif á árangur- inn: 110. m. grindahlaup: — 1. Ingi Þorsteinsson, M, 15,8 sek., 2. Rúnar Bjarnason, M, 16,5 sek., 3. Valdimar Örnólfsson, M, 19,3 sek. og 4. Jón Böðvars son, M. Stangarstökk: — 1. Ásgeir Guðmundsson, K, 3,25 m., 2. Baldvin Árnason, GV, 3,15 m., 3. Bjarni Guðbrapdsson, GV, 3,15 m. og 4. Valdimar Örnólfs son, M, 3,05 m. 1500 m. hlaup: — 1. Sigurð- ur Guðnason, GA, 4.38,2 mín., 2. Þórir Ólafsson, M, 4.41,6 mín., 3. Eiríkur Haraldsson, M, 4.57,4 mín. og 4. Magnús Aspe- lund, M., 4.59,6 mín. 100 m. hlaup: — 1. Óalfur Örn Arnarson, M, 11,2 sek., 2. Rúnar Bjarnason, M, 11,3 sek., 3. Þorvaldur Óskarsson, GV, 11,5 sek. og 4. Baldur Jónsson, H, 11,6 sek. — Rúnar, Þorvald ur og Baldur hlupu allir á 11,2 í undanrás. Hástökk: — 1 Gunnar Bjarna son, GA, 1,70 m., 2. Eiríkur Haraldsson, M, 1,70 m., 3. Jafet Sigurðsson, M, 1,65 m. og 4. Árni Guðmundsson, K, 1,60 m. 1000 m. boðhlaup: — 1. A.- sveit M, 2.07,8 mín., 2. H, 2.11,3 mín., 3. B.-sveit M, 2.13,8 og 4. GA 2.14,1. Spjótkastið vann Halldór Sig urgeirsson, H, með 55,05 m. —> Annar var Sverrir Ólafsson, H, 3. Ólafur Þórarinsson, F, og 4. Bragi Friðriksson. Kringlukast vann, Sigurður Júlíusson, H, kastaði rúml. 41 m. Annar var Bragi Friðriks- son, H, 3. Sverrir Ólafsson, H, og 4. Kristján Sigurðsson, M. Rússar vildu fækka slarfsliðinu LAKE SUCCESS, 16. okt.: — Fyrir skömmu báru Rússar fram tillögu um að minnka framlag S. Þ. til upplýsinga- þjónustu þeirra í Moskvu. — Var tillagan felld í fjárveitinga nefndinni með 28 atkvæðum gegn 5..— 11 sátu hjá. Síðan 1948 hefir 7 manna flokkur starfað í Moskvu fyrir S. Þ. — Hefir hann aflað sjer vinsælda með bókalánum og blaða og eins kvikmyndasýningum og fleiru. MYNDIN VAR tekin er Winston Churchill var sæmdur heið- úrsdoktorsnafnbót við Kaupmannahafnarháskóla á dögunum. Mól Sjálfsfæðis- manna í Húna- valnssýslu MÓTIÐ hófst með kaffisam- sæti í leikfimisai barnaskólans á Blönduósi og sátu það um 250 manns. Konráð Diomedesson kaupm. setti mótið og bauð gesti vel- komna. Þar næsi. flutti Jón Pálmason alþingismaður snjalla ræðu. Talaði hanu um viðhorf þjóðmálanna fyrr og nú og kom víða við. Auk hans töluðu Guð- brandur ísberg sýslumaður, Agúst Jónsson bóndi, Hofi o. fl. Var gerður góður rómur að ræð um þeirra. Milli ræðuhaldanna var sung ið og fluttir gamanbættir. Har- aldur Á Sigurðsson, Alfreð Andrjesson og Soffía Karls- dóttir önnuðust þá við mikla hrifningu áhevienda. Allt var mótið með hinum mesta glæsibrag og til hins mesta sóma forstöðunefndinni og flokknum. Síðar um kvöldið endurtóku leikararnir skemtiþættina í samkomusal kaupfúnsins fyrir troðfullu húsi * Vsr því næst stiginn dans. Var ánægja mótsgesta mikil og almenn. Mun engin flokks- samkoma hjer ha'a verið jafn fjölmenn og með jafnmiklum myndarbrag sem þessi. Mótsgestur. Ræða Trumans um utanríkismál HONOLULU, 16. okt.: — Tru- man forseti kom hingað frá Wake-ey seint á laugardags- kvöld (Hawaii-tími) og lagði af stað heimleiðis á mánudag. Þeim tíma, sem hann var hjer um kyrrt, varði hann að mestu til hvildar og til að búa sig und ir ræðu þá, sem hann hyggst halda í San Francisco á þriðju dagskvöld. Ræðan á að fjalla um utanríkismál, og má búast við, að í henni taki hann til rækilegrar meðferðar ýmis þau. atriði, sem hann gat um í til- kynningu sinni að loknum \ið- ræðum þeirra McArthurs á laugardaginn. Fjekk heiðursmerki. WAKE-EY — Þegar fundum þeirra McArthurs og Trumans bar saman á laugardag, veitti for- setinn hershöfðingjanum feiki- lega eftirsóknarvert heiðursmerki með viðeigandi ummælum. — Einnig sendiherra Bandaríkjanna í S-Kóreu, sem kom til fundar- ins, fjekk sitt heiðursmerki. U Á L F L IJI NINGS- uum •TOFt Einar B. Giv'mundsson. Ausnirstræti 7. Sínuv 3202 2002 GuSlaugur Þorláksson, <knfstnfutimj U. 10—12 og 1—N Hlmnafðr Harfu meyjar gerð að trúaralriði PÁFAGARÐI, 16.'okt.: — Tal- ið er að Píus páfi XII. muni hverfa frá sumarsetri sínu til Rómar seinustu dagana í okt. Að morgni 3. nóvember ætlar hann að lýsa því yfir í St. Pjeturskirkju, að himnaför Mariu sje gerð að trúaratriði. Um 500 þús. pílagríma hiýða á, en 40 kardínálar og 700 biskupar. hvarvetna að úr heim inum verða að líkindum við- staddir athöfnina. Daginn eft- ir tekur páfipn á móti biskup- unum og kardínálunum í Vatí- kanhöllinni. Verða þar komnir saman fleiri kirkjuhöfðingjar en nokkru sinni á seinni tímum. — Reuter. — Minninprorð Framh. af bls. 11. konum á að skipa og var hún ein þeirra. Hún var glæsilegur fulltrúi fje- lagsins, fíngerð og falleg, gáfuð og góðviljuð og bjartsýn svo að af bar. Þrátt fyrir vanheilsu síðustu ára, var hún alltaf glöð og hress, örugg og ákveðin og hennar ráð- um gott að hlýta. Hún átti bæði til hugkvæmni og áræði og 4bil- andi trú á mátt hins góða, enda var hún trúkona mikil. Er nú fjelaginu mikill vandi á höndum og stórt skarð þar sem hennar missti við. Síðasta áhugamál hennar í fje- láginu var að fjelagið beitti sjer fyrir því, að sem flest veikluð börn á aldrinum tveggja til sjö ára, gætu fengið ókeypis ljós. — Hugsaði hún sjer það þannig, að þau yrðu styrkt af fjelaginu fjár- hagslega, en síðar meir inni fje- lagið að því, að eignast sjálft ljósastofu. Nú hefur fjelagið ákveðið að stofna sjóð í þessum tilgangi og helga hann minningu hinnar látnu. Verður meðal annars það sem inn kemur fyrir minningar- spjöld fjelagsins látið renna £ þennan sjóð. Er hjer á öðrum stað í blaðinu auglýst hvar þau spjöld fást. Vonum við Hvíta- bandskonur að þessi sjóður geti orðið einhverjum til blessunar og verðug minning hinnar látnu á- gætis konu. Með þakklæti í huga og björt- um endurminningum kveður Hvíta-bandið sinn fallna for- mann. Og öllum* ástvinum henn- ar og vandamönnum má það vera mikil huggun, að hennar bjart- sýna trú vann bug á þjáningum síðustu stunda og örugg og ó- kvíðin hvarf hún inn til hins ó- þekkta, sem allra bíður. Helga S. Þoigilsílóííir. it^rimiirmmiimm' W’ruifliilllitHtMi'llllllMIIVtiiUiHlllt'mi Tne OLO RESTINS PLACE, LOST CANOE LAKfc', GLEAAAS BELOVV ANO C OUKE ANO HIS LITTLE BANO GLIDE GRACEFULLY DOVVN THE i SlÁlRWAy OP THE WIND/ 1) Gamall áningarstaður álft anna. Bátsendavatn blikar fyr- ir neðan og Hertogi og hópur- inn sem hann stjórnar svífa DlRECTLY OVER THE TREACHEROc SNARES, DU-<E AND SNOW m;s BEGíf-J FEEDíNG ON TH6 VVILD CELERy/ 2) Úr leynistað í kjarrinu l 3) )Álftahjónin Hertogi og horfir Börkur á álftirnar. jMjallhvít synda inn að bakk- — Það verður ekki langt anum til þess að jeta sefið. Þau þangað til. Jeg er viss um, aðjeru nú rjett við snörurnar. tignarlega niður móti vindin- iþað verður ekki meira en fimm um og setja^t á vatnið. P íminuiur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.