Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. okt. 1950 MORGUNBLAÐIÐ Minnisvurði Stefáns Stefáns- sonar skólameistara reistur við Menntaskóla Akureyrar VAR AFHJÚPADUR Á SUNNUDA6INM i AD VIÐSTÖDDU FJÖLMENNI Frá frjettaritara vorum. IAKUREYRI, 16. okt. — Minnismerki Stefáns Stefánssonar, Bkólameistara við Menntaskólann á Akureyri, var afhjúpað á sunnudaginn var. Hefir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari, gert líkneski þetta. — Stendur það á skólalóðinni norðan- jverðri, framan við feið nýja heimavistarhús, en austar á Sóðinni er búist við að nýtt skólahús verði reist, er stundir Síða. Á þessum rúmgóða grasvelli, umhverfis styttuna, er eetlast til að gerður verði trjálundur. — Ætlar að framieiða perlur úr islensku síldarhreistrii Frásögn Aage Schiöffi iyfsafa á Síglufirði. i BBYNLEIFUB TOBIASSON ' tJM STEFÁN SKÓLAMEISTARA Athöfnin í skólanum hófst kl. 1,30 e. h. og hófst með því, að skólameistari, Þórarinn Björnsson, ávarpaði viðstadda S hátíðasal skólans, c-n þar voru komnir allmargir af nemend- um Stefáns heit. Stefánssonar, auk kennara og nemenda skól- ans. Alls mun þar hafa verið um 400 manns. Þvi næst flutti Brynleifur Tóbíasson, mennta- skólakennari, ýtarlegt erindi um Stefán skólameistara, þar sem hann rakti æfiatriði hans S fáum dráttum. Lýsti honum sem skólamanni og gerði grein fyrir öðrum störfum hans. Var lýsing Brynleifs gagnorð og skýr, enda hafði hann náin persónuleg kynni af hinum látna skólameistara, var m. a. kennari við skólann síðustu æfiár Stefáns. NÁTTÚRUFBÆÐ- INGUBINN Næstur tók til máls Stein- cdór Steindórsson, menntaskóla kennari, er um alllangt árabil liefur verið náttúrufræðikenn- ari við skólann. Lýsti hann einkum vísindastörfum Stefáns Stefánssonar, grasafræðirann- sóknum hans og aðalriti hans, Flóru íslands, og hvaða þýð- íngu það vísindarit hefur fyrir snáttúrufræði landsins. Hann rakti einnig fóðurjuríarann- sóknir hans og lýsti grundvelli iþeim, er hann lagði að fræði- orðakerfi íslenskrar grasafræði. FORSAGA MINNIS- VABÐANS, ER SIGURJÓN ÓLAFSSON HEFIR GERT Að loknum þessum ræðum tók Valtýr Stefánsson til máls. Þakkaði hann skólameístara og ræðumönnum þann heiður, sem þeir hafi sýnt minningu Stef- áns. Vjek hann nokkrum orð- f m að upphafi minnisvarðans. Ýmsir nemendur og velunnarar Stefáns hefðu eindregið óskað eftir að mynd hans yrðí reist við skólann, en ekkert varð úr íramkvæmdum í þvi efni, fyrr @n 1931, að Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari, gerði litla mynd af honum, er ætlast var til að yrði reist í trjágarðinum fram- an við núverandi skólahús. Þegar til kom voru menn ekki allskostar ánægðir með það fyrirkomulág. En árið 1946, er Sig- urjón kom heim eftír styrj- öldina, tók hann að sjer að gera aðra mynd og stærrx, sem nú er reist. Vjek Valtýr nokfcrmn orð- um að framtíð skógræktarinnar hjer á landi, en þess er vænst, að í trjáreitnum utan um mynd Stefáns verði ræktaðar þær trjátegundir, sem búast má við að mest kveði að í skógrækt ís- lendinga í framtíðinni. Bar hann síðan fram sínar bestu óskir til Menntaskóla Norður- lands. Á undan ræðuhöldunum á Salnum og eins að þeim lokn- um, söng söngflokkur nemenda skólans undir stjórn Björgvins Guðmundssonar, tónskálds, skólasöngvana, „Vor skóli verði sannnefnd sól“, eftir Pál Árdal og „Lyft þjer sól“, eftir Matthías Jochumsson. Á SKÓLATÚNINU Þórarinn Björnsson, skóla- meistari, þakkaði ræðumönn- um. Bað síðan alla viðstadda að ganga út að styttunni. Meðan gestir gengu út úr skólanum ljek Lúðrasveit Ak- ureyrar undir stjórn Jakobs Tryggvasonar nokkur lög. Því næst tók Snorri Sigfússon, námsstjóri, til máls og afhenti Menntaskólar.um minnisvarð- ann fyrir hönd gamalla nem- enda Stefáns og komst þannig að orði: IIVATNING TIL ÆSKUNNAR „Herra skólameistari, hátt- virtu áheyrendur! Undir þess- ari hulu er svipmót Stefáns Stefánssonar, skólameistara, í málm meitlað sterkt og fast og óhreyfanlegt. Þetta svipmót hefur oss nemendum hans og aðdáendum aldrei úr minni lið- ið, því að eigi aðeins birtir oss það í töfrandi glæsileik sjálfs formsins, sem vjer dáðumst að, heldur snart oss þó enn dýpra hið ólgandi og leiftrandi líf, er það birti oss, hinn mikli lífs— kraftur þess, lífsvilji og lífs- gleði, er hafði djúptæk áhrif á oss. Þetta svipmót, já maður- inn allur, hinn óviðjafnanlegi kennari, hinn glæsilegi forystu maður og æskumaður er oss og verður ógleymanlegur, og vjer höfum jafnan fundið, að vjer stöndum í mikilli þakkar- skuld við minningu hans, sem jafnan yljaði oss um hjartaræt- ur og hvatti til dáða. Vjer nemendur hans all- margir og unnendur höfum því með mikilli aðstoð barna hans látið gera þetta minnis- merki og fengið það sett á þenn an fagra stað á lóð hins end- urreista Menntaskóla Norður- lands, er hinn mikla skólamað- ur, kennari og skólameistari helgaði krafta sína og unni hug ástum. Hjer skal það standa um alla framtíð. — Stefán skóla- meistari hafði mikil áhrif frá ræðustól, hjer á þessum stað, umvafinn af dásamlegum gróðri, þeim hinum glæsileg- asta. er Flóra íslands, hans ást- argyðja, mun í framtíð veita honum, mun hann á sínu þögla máli hvetja skólaæskuna til drengskapar og dáða, minna hana á skyldurnar við skólann og ættjörðina, skyldurnar við gróðurmögnin á landi og í lundu. minna hana á skyldurn- ar við sjálfan sig og lífið. á „eflingu andans og athöfn þarfa“. Fyrir hönd okkar gefenda, afhendi jeg nú Menntaskólan- um á Akurevri þetta minnis- merki um Stefán Stefánsson, skólameistara, til ævarandi eignar og ævarandi verndar. — Megi lífsins guð blessa minn- ingu hins mæta manns. — Bið ieg svo frú Huldu skólastjóra, Stefánsdóttur, að afhjúpa minn ismerkið“. AFHJÚPUNIN Því næst gekk frú Hulda að styttunni og afhjúpunin fór fram. Síðan ljek lúðrasveitin hátíðasöng skólans „Undir skól ans menntamerki" ,eftir Davíð Stefánsson. MINNISVARÐINN OG KEPPINAUTUR IIANS Þó tók Þórarinn Björnsson, skólameistari, til máls, og fór- ust orð á þessa leið: „Um leið og jeg fyrir- hönd Menntaskólans á Akureyri tek á móti þessari fögru gjöf, vil jeg þakka gömlum nemendum Stefáns skólameistara fyrir höfðingsskáp þeirra og menn- ingarlega ræktarsemi við minn ingu látins velgerðarmanns. Minnisvarði þessi er hinn veglegasti, enda sæmdi ekki annað höfðinglegum glæsibrag Stefáns skólameistara. En þó að jeg óski og voni að varðinn megi standa um áratugi og ald- ir og prýða þennan reit, get jeg ekki stillt mig um að geta þess, að hann á skæðan keppi- naut. Stefán skólmeistari var sá hamingjumaður, að hann hefur sjálfur reist sjer þann minnis- varða, sem reynast mun óbrot- gjarnari flestum öðrum. — Jeg ætla, að Flóra íslands, muni standa á meðan íslensk grös gróa. En varðinn er jafn vel- kominn fyrir því og söm þeirra gerð, er hjer lögðu hönd að. Þeim sje öllum þökk. Þá vil jeg þakka bæjarstjórn Akureyrar fyrir það, hve fús- lega og greiðlega hún varð við beirri ósk að afhenda skólanum til fullrar eignar og afnota lóð þá, er varðinn stendur á. Áður en jeg óskaði þess við bæjarstjórnina, hafði jeg geng- ið á fund gamals manns, sem býr í húsinu hjer í túnjaðrin- um og spurst fyrir um, hvort honum væri til meins ,að túnið yrði tekið undir mynd og minn- ismerki, sem reisa ætti af Stef- áni skólameistara. Hann kvað það öðru nær. Sjer væri miklu fremur ánægja að þvi að geta Framhald á bls. 12. MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því s. 1. fimmtudag, að tveir danskir efnafræðingar hafi fundið upp aðferð til þess að framleiða sjerstakt efni úr síld- arhreistri, sem notað er í skaut perlur og aðra skartgripi. Morg unblaðinu var þá ekki kunn- ugt um, að nokkrir Islendingar hafa unnið að því að koma sams konar framleiðslu af stað und- anfarið, eru það þeir Sturlaug- ur Böðvarsson útgerðarmaður, Akranesi og Aage Schiöth lyf- sali, Siglufirði. Munu þeir hvor í sínu lagi hafa unnið að því að koma þessari framleiðslu af stað. Blaðið hefir átt tal við A. Schiöth, sem nú er staddur hjer í bænum og farast honum þannig orð: Safnaði hreystri á Siglufirði „Fyrir rúmu ári las jeg í norsku blaði, að fyrirtækið Bröderne Jangárd í Álasundi, Noregi, hefðu hafið framleiðslu á svokölluðum „perluessence". Var frá því skýrt, að amerískt fyrirtæki stæði að nokkru leyti að þessari nýjung á sviði nýtingar sjávarafurða. Mjer var einnig kunnugt um, að Þjóð- verji nokkur hafði dvalið í 3 sumur á Siglufirði 1925—’27 og hafði með sjer efni þetta frá Siglufirði til Þýskalands. Hafði hann með sjer sýnishorn af skartperlum þeim, er framleidd ar voru úr þessu efni þar í landi og gaf ýmsum kunningj- um og vinum á Siglufirði. Framleiðsluaðferðin leyndarmál í fyrravetur tók^jeg mjer ferð á hendur til Álasunds í Noregi og átti þar viðræður við Bröderne Jangárd. Vakti fyrir mjer að koma á samvinu við þetta fyrirtæki og Bandaríkja- menn þá, er að því stóðu, en hvorttveggja mistókst. Fram- leiðsla á svokölluðum „perlu- essence“ er leyndarmál og framleiðsluaðferðin lögvernd- uð. Var því ekki um annnað að ræða en annaðhvort að gefast upp við þessa hugmynd mína að framleiða þetta umrædda efni úr íslensku hreistri eða reyna sjálfur að komast að leyndarmálinu. Hefir leyst vandann Hefi jeg unnið að þessu síð- an jeg koma heim í apríl s. 1. og hefir árangurinn að þessu starfi orðið sá, að mjer hefir tek ist að framleiða þetta svokallað „perlu-essence“. Vjelsmiðjan „Hjeðinn“ hefir smíðað fyrir mig vjelar, sem nota þarf til framleiðslu þessarar, en Síld- arverksmiðja Siglufjarðar- kaupstaðar hefir lánað mjer nokkuð af vjelum, sem jeg þarf að nota“. Söfnun síldarhreisturs „Með hverju móti hafið þjer hugsað yður að auðveldast sje að safna síldarhreistri til þess- arar framleiðslu?“ „í Noregi safna unglingar hreistri á söltunarstöðum og höfðu þeir margir hverjir góð daglaun við þessa atvinnu s. 1. vetur. Tel jeg, að vel megi not- ast við þessa aðferð hjer á , landi en svo sem kunnugt er, brást síldveiðin hörmulega á | Norðurlandsmiðum í sumar og íihefir það eðlilega tafið fyrir þessum rannsóknum mínum. Hraðfrystihúsin á Siglufirði og Akureyri hafa eínnig aðstöðu til að safna síldarhreistri. Með því að þvo síldina, sem ætluð er til frystingar, í þvottaker- um með tvöföldum botni er auðvelt að safna hreinu hreistri til umræddrar vinnslu, en A því veltur mjög um gæði fram- leiðslunnar, að hreistrið sje ekki blandað slori og öðrum óhrein- indum þegar það er sett 1 vinnsluvjelarnar. Enginn efi er á því, að sjó- menn hafa góða aðstöðu til atf safna síldarhreistri, bæði ú snurpu- og reknetaveiði. Þá er einnig fullvíst, að talsveri hreistur fer forgörðum mei> blóðvatni síldarverksmiðja oi> er eflaust hægt að handsama eitthvað af því hreistri, sera annars fer í sjóinn“. Hreistursöfnun hjer syðra „Hafið þjer athugað mögu- leika á því að fá hreistur til þessarar vinnslu hjer á Suður- landi?“ „Já, jeg hefi haft sambanct við nokkur hraðfrystihús og söltunarstöðvar, en því miður er ekki hægt að gefa upp á- kveðið verð fyrir hreistrið, og bíð jeg eftir verðtilboði á sýnia hornum, er jeg hefi sent til útlanda. Jeg er að setja upp vjelar norður á Siglufirði til þess af) vinna úr því hreistri, sem mjer hefir þegar borist en vonír standa til, að hægt verið að skipuleggja söfnun á hreistri í vinnslu á „perlun-essence“ fyr ir næsta sumar.________ Úfvegsmannafjel. 1 Keflavíkur og Garðs skora á rfkisstjórn KEFLAVÍK, 16. okt. — Síðast- liðinn föstudag hjeldu útvegs- mannafjelög Keflavíkur og Gerðahrepps sameiginlegan fund og ræddu um söluhorfur sjávarafurðanna. Samþykkti fundurinn einróma áskorun til fisksölusamlaga, Keflavíkur og Gerða að taka til rækilegrar athugunar saltfisk- sölumálin. Þá var einnig sam- þykkt eindregin áskorun til ríkisstjómarinnar, að stuðla a3 því, að unnt verði að frysta Faxasíld til útflutnings, því að ef veiði heldur áfram, verður mjög fljótlega fyllt upp í það magn, sem nú þegar er selt af saltaðri Faxasíld._____ Flugherinn hefur laskaS 1000 skriðdreka LUNDÚNUM, 16. okt.: — Að- stoðarflugmálaráðherra Bret- lands er kominn heim til Lundúna ‘frá Austurlöndum. Hefir hann gert að umtalsefni þann veigamikla þátt, sem flugherinn hefir átt í hernaði S. Þ. í Koreu. Ráðherrann skýrði svo frá, að engjr skrið- drekar yseri svo öflugir, að þeir stæðist árás flughersins, enda hefir rúm 1000 þeirra orðið fyrir. fyrir verulegum skakka- föllum af völdum hans. Þar af hafa um 550 gerónýttst. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.