Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐÍÐ Þriðjudagur 17. okt. 1950 J$t®rgsssiMaM& ÍTtg.: H.1. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Vaitýr Stefánsson (ábyrgðarm.j Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innnnWriff 1 lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura meS Lesboa. • Oviturlegar tillögur BÆÐI KOMMÚNISTAR og Alþýðuflokksmenn flytja nú frumvörp á Alþingi um breytingu á ákvæðum gengisbreyt- ingarlaganna um greiðslu uppbóta á laun. Miða tillögur þessara flokka að því að hleypa á ný í gang kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags, en í gengisbreytingarlögun- um er reynt að stöðva það og skapa jafnvægi í efnahags- málum landsmanna. Engum getur dulist að tillögur þessar eru hinar óvitur- legustu og fela í sjer mikinn háska fyrir launþega og þjóð- ina í heild, ef að lögum yrðu. Augljóst er að nýtt kapp- hlaup milli kaupgjalds og verðlags innanlands hlyti að leiða til nýrrar gengislækkunar. ★ íslenskir jafnaðarmenn hafa mjög annan hátt á í þesum efnum en flokksbræður þeirra í Bretlandi. Sir Stafford Cripps lagði ekki til að laun yrðu hækkuð um leið og hann feldi gengi sterlingspundsins um rúmlega 30 af hundraði. Hann skoraði þvert á mðti á launþegasamtökin að krefjast ekki kauphækkana. Slíkt hlyti að eyðileggja árangur gengis- breytingarinnar og þrengja þar með kosti útflutningsfram- leiðslunnar og launþega almennt. Bresku verkalýðssamtökin, sem stjórnað er af jafnaðar- mönnum, tóku fullt tillit til þessara óska flokksbræðra sinna í ríkisstjórn Bretlands. Þeir áfelldust stjórnina ekki z'yrir þá ráðstöfun hennar, að lækka gengi sterlingspunds- ins, heldur unnu með henni að framkvæmd hennar. Þeir vissu að launþegar, verkamenn og fólkið,, sem vann að út- flutningi iðnaðarvara, átti mikið undir því komið, að gengis- breytingin hefði tilætluð áhrif. Það er vitað, að gengisbreyting í Bretlandi hefur átt verulegan þátt í að örfa útflutning Breta síðan hún var framkvæmd. Er óhætt að fullyrða, að hún hafi orðið at- vinnulífi landsins að miklu gagni. Hún hefur einnig átt sinn þátt í því, að atvinnuleysi hefur verið sáraHtið í Bret- landi undanfarna mánuði. ★ Við íslendingar höfum verið mjög óheppnir með at- vinnulíf okkar síðan að við breyttum gengi gjaldmiðils okk- ar. — Okkur var mjög áríðandi að geta framleitt mikið til útflutnings fyrst eftir að krónan var lækkuð. Niðurstaðan varð hinsvegar sú, að vetrarvertíð var víða um land mjög ljeleg, sumarsíldarafli brást og togaraflot- inn hefur legið bundinn í höfn í hálfan fjórða mánuð vegna kaupdeilu. — Útflutningur okkar hefur því verið í allra minnsta lagi. Verðhækkunin af völdum gengisbreytingar- innar hefur þessvegna skollið á okkur mjög varnarlitla. En til viðbótar þeirri verðhækkun höfum við orðið að horf- ast í augu við aðra verðhækkun á fjölmörgum erlendum vörum, á sama tíma, sem verð á okkar eigin afurðum og þá fyrst og fremst sjávarafurðum hefur lækkað mjög í mark- aðslöndum okkar og sala þeirra orðið erfiðarL Allt þetta hefur skapað okkur margvíslega erfiðleika og dregið úr árangri gengisbreytingarinnar í bili. Hins ber þó engan veginn að dyljast, að ef gengi ísl. krónu hefði ekki verið brejrtt á s. 1. vetri, væri afkoma þess- arar þjóðar ennþá hrapalegri nú. Öll útgerð, hvort heldur <fcr vjelbáta eða togara, væri þá gjörsamlega vonlaus. Sjó- menn vjelbátaflotans fengju þá 45—50 aura fyrir fiskkílóið og trúlega sæi enginn útgerðarmaður sjer fært að gera út á síldveiðar, hvort heldur væri til bræðslu eða söltunar. Þetta er svo augljós staðreynd, að ekki er hægt að ganga á snið við hana. Þeir flokkar, sem voru gengisbreytingunni andvígir, lommúnistar og kratar, bentu heldur ekki á neinar aðrar ieiðir til þess að halda atvinnulífinu í gangi. En nú koma þessir flokkar og leggja fram tillögur um að hleypa skrúfu- gangi dýrtíðarinnar á ný í fullan gang!!! Það er þeirra bjargráð. Verðminni króna, versnandi lífskjör og þverrandi atvinnuöryggi. Það er hið fyrirheitna land þessara skamm- sýnu manna. Vikve^iijkri^ ýR daglEGA LÍMNU VISSARA AÐ LÆSA FYRIR nokkrum kvöldúm bar það við hjer í miðbænum, að tveir menn höfðu skilið eftir bifreiðar sínar, frekar seint að kvöldlagi, á götunni. Báðum mun hafa láðst að læsa bif- reiðunum, eða ganga svo frá þeim, að ókunn- ugir ættu óhægt að komast inn í þær. Afleið- ingin varð sú, að kveikt var í öðrum bílnum, en frakka stolið úr hinum. Fyrir snarræði manna, sem komu að bílnum, sem kveikt hafði verið í, tókst að bjarga vagn- inum frá stórskemmdum, en það var ekki skemmdarvörgunum að þakka. — Það er viss- ara að læsa. • EINS Á FLEIRI SVIÐUM ÞANNIG er þetta á mörgum öðrum sviðum. — Ekki er óhætt að skilja eftir opnar íbúðir, ef menn vilja ekki eiga á hættu að fá þjófa inn til sín. Jafnan er stölið miklu verðmæti hjer í bænum úr opnum forstofum í húsurh, og ætlar að ganga seint að kenna fólki að loka húsum fyrir þjóíum. Margir eru svo elskulegir við þjofana, að þen- skilja eftir lykla að íbúðum undir gólfmottum, eða hengja þá á snaga undir hatt í forstofunhi. • TALSTÖÐVAR LANGFERÐAMANNA EINAR MAGNÚSSON menntaskólakennari kom á dögunum með skýringu, sem hann bað að birta. Er það í sambandi við talstöðvar fyrir ferðamenn. Einar skrifar á þessa leið: „Kæri Víkverji! — f dálkum þínum hefir nokkrum sinnum verið vikið að því, að nauð- synlegt sje að bifreiðar í öræfaferðum hafi tal- stöðvar, en leyfi til þess hafi ekki fengist. — í viðtali við frjettastofu útvarpsins um ferð okk ar um Suður-Öræfin 14.—20. sept. s. 1., vjek jeg fyrst að þessu með þeim ummælum: — „Leyfi til þess að hafa talstöðvar í bílum, sem fara í Öræfaferðir, nefir enn ekki fengist“. • BYGGT Á MISSKILNINGI „MEÐ ÞVÍ“, segir áfram í brjefi Einars, „að þessi ummæli mín hafa valdið nokkrum mis- skilningi, vildi jeg skýra þetta nokkru nánar. Jeg, og jeg held fleiri, töldum að samkvæmt reglum Landsímans, kæmi það ekki til mála að hafðar yrðu talstöðvar í bílum. En nokkrum dögum áður en við iögðum af stað átti Guð- mundur Jónasson bílstjóri tal við landsíma- stjóra, Guðmund Hlíðdal, og orðaði það við hann, að við fengjum talstöð í ferðalag okkar. Landsímastjóri tók málaleitan hans vel og lof- aði að athuga málið“. • HÆGT AÐ FÁ TALSTÖÐVAR EINAR segir siðan frá því, að Guðmundur bíl- stjóri hafi ekki gengið frekár eftir því hjá land símanum að fá talstöð. Síðan Einar s<endi þetta brjef, hefi jeg átt tal við Einar Pálsson skrifstofustjóra Landsímans, og fullyrðir hann, að engum manni, sem sótt hafi um að hafa taistöð í leiðangra inn í óbygð ir hafi verið synjað um leyfi til þess. Skylt er að hafa það, sem sannara reynist, stendur þar. • HELICOPTER OG ÞYRILL MÖNNUM finnst vanta nafn á helicopter flug- vjelar vegna þess hve hið erlenda nafn sje erf- itt og ljótt fyrir íslenska tungu. — Flugvjelin, af þessari sjerstöku gerði, sem hjer var í fyrra, kölluðu margir „Kopta“. Uppástungur komu fram um, að kalla vjelina þyrilvængju, eða þyrilflugu. Einn af lesendum daglega lífs- ins leggur til, að helicoptervjelin verði hrein- lega kölluð Þyrill. Því ekki það, eða bara rella? Rælt við skipstjóra á dönsku hvalveiðiskipi DANSKT hvalveiðiskip kom hingað til Reykjavíkur í gær- dag til að taka kol, en það er á leið til Kaupmannahafnar, af hvalveiðivertíð við Grænland. Skip þetta á Grænlandsverslun in í Höfn. Skipið heitir Sonja, með 300 hestafla vjel og er aðeins 130 tonn. Mbl. átti stutt samtal við skipstjórann Johanes Larsen, í gærdag. Sagði hann þetta vera fimmta sumarið, sem hann væri á Grænlandsmiðum við hvalveiðar og hefði vertíðin í sumar gengið erfiðlega sakir slæmrar veðráttu. Grænlendingar fá allt kjötift Hvalveiðarnar eru aðallega í því fólgnar, að Grænlending- ar sjálfir hagnýta allt kjötið til matargerðar. Er lögð á það á- hersla að hafa kjötið sem nýj- ast þegar það er afhent Græn- lendingunum og er þessvegna aldrei dreginn að landi nema einn hvalur í senn. Reynt er að dreifa lönduninni niður á Grænlendingaþorpin, en sjálfir annast þeir hvalskurðinn. Ým- ist vindþurrka þeir kjötið, salta það eða borða það 'iýtt. Grænlendingar taka nýtt nval kjöt fram yfir dilkakjöt, ;ágði Larsen skipstjóri. Hvalspikið, sem Grænlend- ingarnir nota ekki nema lítið eitt, er ljettsaltað og látið í föt, sem síðan eru send til Kaupmannahafnar en þar er brætt úr þvi hvallýsi. Skip Larsens skipstjóra, Sonja, er nú orðið 41 árs og fullnægir því eðlilega ekki þeim kröfum sem nú eru gerð- ar til hvalveiðiskipa. — Sagðist skipstjórinn búast við að Græn landsverslunin hafi nú tryggt sjer miklu stærra skip og betra til hvalveiðanna, sem hún mun haida áfram við Grænland. Dilkahausar Á þilfari skipsins lágu nokkr ir dilkahausar er virtust vera af ísl. dilkum, jafnvel úr Slát- urfjelaginu. En svo var þó ekki. Valdimar Sigurðsson, sem veitir forstöðu fjárbúi Grænlandsstjórnar, gaf Larsen skipstjóra hausana, er hann fór frá Julianehaab, en þar hefir Valdimar nú dvalið í 12 ár og veitt fjárbúinu forstöðu, en fjárstofn þess er af íslenskum stofni. Dilkarnir í Grænlandi vógu í ár 17—22 kg. Þorskveiðarnar ganga vel Um þorskveiðarnar við Grænland sagði Larsen skip- stjóri, að þær hefðu gengið mjög vel í sumar og öfluðu skip in í hlutfalli við það. Skipin eru nú flest öll farin heim, en frjett hefi jeg af því, segir Lar- sen, að í aftaka veðri, við Grænlandsstrendur fyrir fjór- um dögum, hafi norska skipið Rusken farist en mannbjörg varð. Skipið var í samfloti /ið önnur norsk fiskiskip og tókst þeim við illan leik að bjarga áhöfninni. í dág heldur Larsen skip- stjóri ferð sinni áfram til Hafnar á hinu 41 árs gamla skipi sínu. Jón Halldórsson læfur af söngsfjórn JÓN HALLDÓRSSON, sem hef ir verið söngstj. Fóstbræðra frá stofnun kórsins hefir nú látið af því starfi samkvæmt eigin ósk. í stað hans hefir Jón Þórar- insson yfirkennari við tónlist- arskólann í Reykjavík tekið að sjer söngstjórnina, og æfir kórinn nú fyrir næsta samsöng undir stjórn hans. Stjórnarfrv. vísaS ttl 2. umræðu Á FUNDI neðri deildar Al- þingis í gær voru f jögur stjórn- arfrv. til 1. umr. Fyrsta dag- skrármálið var frv. um breyt- ingar á lögum um hlutatrygg- ingasjóð bátaútvegsins og fylgdi Ólafur Thors, atvinnumálaráð- herra, því úr hlaði. Einnig tók Finnur Jónsson til máls, en aðrar umræður urðu ekki um málið. Var því vísað til 2. umr. og nefndar. Þá voru og á dag- skrá Nd. frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina um að inn- heimta ýmis gjöld 1951 með viðauka, frv. um tekjuskatts- viðauka árið 1951 og frv. um framlenging á gildi III. kafla dýrtíðarlaganna frá 1944. — Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra gerði grein fyrir öllum þessum málum, og var þeim vísað til 2. umr. og nefndar án frekari umr. Fundur í Ed. Á dagskrá Ed. voru 3 mál. Fyrst frv. um breyt. á vegal. og gerði Hermann Jónasson, landbúnað- arráðherra grein fyrir því. Þá frv. um breytingu á lögum um bann við botnvörpuveiðum og fylgdi Bjami Benediktsson, dómsmálaráðherra, því úr hlaði. Gat hann þess, að sekt- irnar, sem lögin ákvæðu, væru svo háar, að þær hefðu ekki verið innheimtanlegar. Taldi ráðherrann hins vegar, að ófært væri að hafa í lögum fyrirmæli, sem enginn treysti sjer til að fylgja fram og væri því rjett að lækka sektirnar. Loks var frv. um breyt. á lögum um með- ferð einkamála í hjeraði, sem dómsmálaráðherra gerði og grein fyrir. Það fer fram á, að forsetaritari hafi sama rjett til embættisgengis og starfsmenn þeir, sem lögin ná yfir, en það embætti var ekki til, er lögin voru sétt, svo að hjer er nánast um sjálfsagða leiðrjettingu að ræða. Öllum þessum frv. var vísað umræðulaust til 2, umr. og nefnda. ____

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.