Morgunblaðið - 24.02.1951, Side 1

Morgunblaðið - 24.02.1951, Side 1
38. áraaneui 46. tbl. — Langardagur 24. febrúar 195t Prentsmiðja Morgunbiaðslnt. Farfíee^r «g flugvielaráhöfn sem fórst með Glitfaxa Ólafur Jóhannsson Olga Stefánsdóttir Garðar Gíslason Jón Steingrímsson Magnús Guðmundsson María Hjartardóttir Ágúst Hannesson Guðm. Guðmundsson Guðm. Guðbjarnarson • Gunnar Stefánsson Herjólfur Guðjónsson Hreggv. Agústsson; Sigurbj. Meyvantsson Sigurj. Sigurjónsson Snæbj. Bjarnason Ólafur Jónsson Páll Jónsson Sigfús Guttormsson Minningar* afhöfnin í dag MINNINGARATHÖFN um þá, sem fórust meS „Glitfaxa“ verður í Dómkirkjunni og hefst: kl. 2 e. h. Aathöfr.in hefst með því að dr. Páll Isólfsson leikur forleik á ofgel, dótnkirkjukór- inn syngur „Á hendur fel þú honum". Sjera Bjarni Jónsson, vígslubiskup flytur ræðu úr I predikunarstóli. Strengjakvart- I ett leikur Largo eftir Handel. Sr. Bjarni les nöfn hinna látnu úr kórdyrum. Karlakórinn Fóst bræður syngur „Guð er minn hirðir“, eftir Schubert. Dóm- kirkjukórinn syngur sálminri, „Jeg lifi og jeg veit“. Sjera Bjarni lýsir blessun. Dómkirkju kórinn syngur „Kom huggari'8 og loks þjóðsönginn. Öll sæti niðri í kirkjunni eru frátekin fyrir nár.ustu aðstand endur hinna látnu, að undan- teknum nokkrum fremstu bekkjpnum sunnar.megin, sem iætlaðir eru ríkisstjórninni, þing forsetum, erlendu.: sendiherr - um og forráðamönnum flug- málanna. Eingungis þeir, sem fengið hafa aðgöi ;umiða geta fengið sæti niðri í kirkjunni. | Verslanir allar og skrifstof- ur verða lokaðar frá því að minningarathöfnin hefst. At- höfninni verður rtvarpað. Á morgun fer fram fninningarat- höfn í Landaki'kju í Vest- mannaeyjum um þá Vesí- mannaeyinga, sem fórust með flugvjelinni. Síra Jón Ihorarensen: i*eir kvödde líM í nicndómi, 1 I) A G minniít hin íslenska: þjóð þeirra tuttugu manna, sem hún missti svo óvænt og skyndilega, þegar flugvjelin ,,Glitfaxi“ forst. Þetta er mikið og djúpt sár, sem gengið hefir svo inn að hjarta þjóðarinnar, að því fá engin orð lýst. Tjónið er mik- ið fyrir litla þjóð, söknuð- urinn sár í. hjörtum ástvin- anna, og sköfðin svo stór í mörgum heimilum. FLUGLIÐIÐ sjálft var ungt og glæsilegt, sem hafði búið síg undir það, að gegna þjóðnýtu lífsstarfi, efla ísl. framtak og téngja þjóðina sem best og fljótast við alla þá staði, inn- lenda og erlenda, þar sem at- vinnulíf, menninct og mann- dómur er í mestum vexti og framförnm. FARÞEGAR voru líka í þessari för, vegna þess, að stai'fið o.f skyldan kallaði, vertíðin, bjargræðistíminn var að byrja. Allt. þetta fólk var því vígt starfi, dugmVi og fram- taki á hinurn ý nsu sviðum þjóðlífsins. Þa5 stóð mitt í hita og þunga < . anndómsins og var því meðal hinna dýr- mætustu þcrna þjóðarinnar og merkisberar þess hluta hennar, sem mestar vonir eru við tengdar. ÞESS VEGNA verður það aldrei vegið nje metið hví- líkt feikna tjón það er.fyrir þjóð vora, þegar af sjálfum vaxtarbroddi hennar er höggvjð, þegar stór hópur af starfandi, framsæknum og þróttmiklum mönnum hverf- ur, sem ekki aðeins hefur helgað sig skyldunum fyrir ástvinina heima, heldur einn- ig vígst árvekni og alið háar hugsjónir í starfinu fyrir þjóðina og fósturjörðina. ÞESS VEGNA getum vjer hvorki skilið nje sætt oss við bað, að það sje farið, horfið. En hinn mikli lokadagur get- ur ávalt runnið upp á hvaða stað og stundu, sem er t ÞESSARI miklu og alvarlegu siglingu — lífinu — höfum vjér flest þreifað á því og fundið það, hve lítil og van- máttug. vjer erum, þegar brotsjóir hinna miklu ör.laga ríða að. Vjer finnum þá, hve kjölfestan er lítil og ennþá minni skilningur vor og þróttur, að geta tek.ið þeim örlögum, sem oss finnast heiðri og sæmd hvorki tímabær nje rjett og á allan hátt ofviða vorum veika fórnarvilja. ÞESS VEGNA leitum vjer til trúarinnar og í Heilagri Ritningu lesum vjer að Guðs vegir eru ekki vorir vegir og eins og himininn er hærri en jörðin, eins eru Hans ráð æðri vorum skilningi. Út frá þessu felum vjer Guðs for- sjón þennan atburð og af- leiðingar hans fyrir þá, sem fóru og fyrir hina, sem eftir lifa. Og vjer biðjum að hans hjálp og styrkur megi koma til heimilanna mörgu, sem eiga hjer hlut að mál.i, að eftirlifandi ástvinum megi leggjast líkn með þraut og að Guðs blessun og handleiðsla megi fvlgja þeim öllum á óförnum brautum. Og í sam- bandi við ástvinamissinn megi það verða huggun mitt í hörmum, að þessi hópur manna kvaddi lífið í mann- dómi, heiðri og sæmd, trúr skyldu sinni og köllun til síðustu stundar. og minning- in um þá er því svo bualiúf og yfir henni mun ávallt ríkja sá bjarmi um elskulegt og þróttmikið fólk, sem aldrei getur dáið. i i i í ! I 1 l i ) I * Þorsteinn Stefánsson Sautjándi farþeginn var fimm mánaða sonur Maríu Hjartardóttur, Bjarni að nafni. Breska stjórnin í minni hluta LONDON, 23. febr. — Breska stjórnin beið lægri hlut við atkvæðagreiðslu í neðri mál- stofunni í gær, er greidd voru atkvæði um tillögu stjórnar- innar að einkafyrirtækjum skyldi heimilt að annast flutn- inga sína í allt að 100 km veg'a- lengJ í str.ð 40 bm áður. Til- lagan var felld með 242 atkvæð um íhaldsmanna og frjáls- lyndra gegn 234. atkvæðum stjórnarmanna. Talsmaður stjórnarinnar ljet svo um mælt að stjórnin lyti ekki á atkvæðagreiðslu þessa sem vantraust á sig. — NTB—Reuter. Æskja sjerfuðó!- legrar aðsfcðar WASHINGTON, 33. febrúar: Fimm lönd í Suðúr-Evrópu hafa farið þess á leit við ECA, efnahagsstofnun S. Þ., að fá sjerfræðinga í kornrækt til að rannsaka og gera tillögur um endurbætur á ræktunaraðferð- um i því skyni að auka megi afraksturinn. Lönd þessi eru Frakkland, Grikkland, Ítalía, Portugal og Tyrkland. Er gert ráð fyrir að sjerfræðingarnir hafa um 4 mán. viðdvöl í löndum þessum. Júní í reynsiufcr ígær í GÆRDAG fór hinn nýi tog- ari Háfnarfiarðarbæjar, ,.Júni“, í reynsluför, cn hann er byggð- ur í Aberdeen Reynsluförin -var farin ár- degis í gær og tókst vel. Tog- arinn gekk 13,4 sjómílur. Þann 27. þ. m. mun togari Patreksfirðinga, „Andvari“, fara í reynsluför. ,.Andvari“ er að því leyti frábrugðinn togur- um. sem nú eiu í smíðum, að hann verður með hraðfrysti- rúm í fis\ilest:nni. Hefur ver- ið hugsað, að nota það við fryst- ingu kola og ýsu, þegar togar- inn er á saltfiskveiöum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.