Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 11
Ullarmatsmenn sem starfa fyrir ístex víðsvegar um landið meta ullina og er hún síðan flutt í þvottastöðina í Hvera- gerði. Um 40% ullarinnar er þó metin af starfsmönnum Istex í Hveragerði. Eftir þvott er ullin flutt í bandverk- smiðjuna í Mosfellsbæ, þar sem fram- leitt er úr henni fjölbreytt úrval af bandi. Framleiðslan fer þannig fram, að fyrst er ullin sett í tætara og sjálfvirkar blöndunarvélar. Þessi hluti framleiðslunnar er al- sjálfvirkur og vinnur einn maður í dag starf sem unnið var af 7 mönnum áður. Frá blöndunarvélunum fer ullin í kembivélar þar sem hún er kembd og kembunni deilt upp í lopaþræði. Eftir kembingu er lopinn spunnin í band og hluti af bandinu síðan tvinnað. Að lok- um er bandið spólað á kóna eða hes- pað, dokkað og pakkað. Þá má geta þess að Istex litar ull eða band í öllum mögulegum litum, allt eftir óskum við- skiptavina. Markaðir Istex selur vélprjóna- og vefnaðar- band til innlendra prjóna- og vefnaðar- fyrirtækja. Lopi og handprjónaband er selt til verslana hérlendis og til út- flutnings um allan heim. Til að selja lopann, eru gefnar út fjölbreyttar og vandaðar prjónabækur með fallegri hönnun, sem Védís Jóns- dóttir hönnuður ístex og Guðríður Ás- geirsdóttir textílfræðingur útfæra af einstakri vandvirkni og smekkvísi. Mjög vaxandi þáttur í starfsemi Istex er útflutningur á gólfteppabandi til Englands og þykir bandið og teppin alveg einstök að gæðum. Hver man ekki eftir gömlu góðu Álafoss teppun- um sem voru nánast óslítandi. Á þessu ári var kynnt sérstakt gæða- merki fyrir íslenskar ullarvörur. Þetta merki fékk verðlaun sem besta ís- lenska vörumerkið 1999 á hátíð sem haldin var í Háskólabíó fyrr á árinu á vegum ÍMARK. Reksturinn Á fyrsta starfsári Istex voru tekjumar um 272 milljónir og fór salan jafnt vaxandi allt til árs- ins 1997 þegar tekjumar náðu tæpum 400 millj- ónum. Afkoman var ágæt á þessum árum og fyrirtækið festi sig í sessi. En eins og áður sagði var mikill sam- dráttur vorið 1998 og dróst salan saman um 25% á ársgrundvelli. Afkoma félagsins var því afar slæm árið 1998, en er nú óðum að rétla sig af og er gert ráð fyrir lítilsháttar tapi í ár. Vegna aukinnar sölu er gert ráð fyrir að reksturinn verði kominn í jafnvægi á næsta ári og er útlitið bjart framundan. Ullariðnaður hefur starfað óslitið í Mosfellsbæ í rúm 103 ár og var mikil uppbygging í sveitarfélaginu í kring um Álafoss hér á ámm áður því mikill fjöldi manns hafði atvinnu af þessari grein. ístex byggir tilvem sína og framtíð á mjög góðu starfsfólki, sem margt hef- ur áratuga staifsreynslu í ullariðnaði og það sem mest er um vert, hefur ánægju af sinni vinnu. Nú við lok þessarar aldar er skemmtilegt að líta yfir farinn veg ungra manna, fjölskyldna þeirra og trúfasts staifsfólks, en þessu fólki tókst að reisa rekstur gamla Álafoss úr rúst- um og hefja hann til flugs á ný undir merkjum ISTEX. Gylj't Guðjónsson. Bjarni Indridason undirbýr ullina frá Hveragerði undir band- vinnslu. Þrúður sölustjóri og Guðríður textíltceknijrceðingur. Bjarni á Hraðastöðum við spóluvél. Þráitm við kembivél, þar sem lopinn er undinn upp á stokka. Jóhanna Hrcins, við pökkun á lopa. Anna ogAxel við stöf á skrifstofunni. Mosfeltaltluðið 0

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.