Morgunblaðið - 27.10.1951, Page 6

Morgunblaðið - 27.10.1951, Page 6
MORGVTS BLAÐIÐ r c Laugardagur 27. okt. 195Í. Kriskðnn Gafandsson skrifar um BÓKMENNTIR Mikil næði eftirspurn eftir jarð í byggðahverfum SVÖRX VERÐA SÓL- SIiIN — Eítir Guðmund Frímann. — Akureyri. LJÓÐABÓK ÞESSI er fögur að líta og skreytt teikningum eftir höf. sjáifan. Er þetta fjórða kvæðasafn hans. Komu „Nátt- 6Ólir“ fyrst, síðan „Úlfablóð'1, þá „Störin syngur“ og nú „Svört yerða sóiskin." — Bókin hefst á góðu kvæði, er Iiefnist: „Haust við Blöndu“, og fæ jeg ekki betur sjeð en að það sje besta ljóð sem Frímann hef- ur gert. Því miður minnir það öálítið á hið meistaralega kvæði tTómasar: „Fljótið helga“, — en Stenst þar, að öðru leiti, engan samanburð. — Vel er þó af stað farið: „Ef leynislóð úr fjarlægð finn á fund þin, stör í mýri. Hvort blundar ekki bragur þinn í b’.óði mínu enn? Þau heilla ennþá huga minn þín hljóðu æfintýri, er dyngir mjöll á draumafjöll Og dimma tekur senn.“ Fallegt, en ekki laust við hálf- volæðislegan tepruskap, sem fer jjlla aldurflokki skáldsins! „Ó, syngdu stör! Mín flóttaför er fyrir löngu hafin.“ Haustleg, veikgerð lýrik, falleg ar pastelmj'ndir af deyjandi sumri og hallandi æfi, listræn fágun máls og hendinga, — er styrkur bókarinnar. Og stundum nær skáld tærri fegurð: „Jeg heyri kjörrin kveðast á af kappi í heiðarásnum við felulæki, er læðast hjá tim laundyr allt í kring. Ó, heiðavindur, villtu strá á veg minn haustsins djásnum? Lát kliða dátt úr hverri átt þín kvæði, söngvalyng!“ í þessu erindi hefur skáldskap Fi'ímanns borið hæst. Það minn- ir á Hölderlín. — En galli er það á allmörgum ljóðanna, að þau eru of löng, lítið efni teygt svo að lesandinn geispar. Og bölsýni höf. er einnig helsti leiði- gjarnt. Manni verður á að tauta fyrir munni sjer: Hvaða skrambi er maðurinn mæddur; hann sjer ekkert í svæsarostinum nema götin! „Frá sjáifum þjer á flóttans heiði há þú hvarfst — en ekkert þín að lokum beið“. : Fui'ða var! — Þetta er eymd- arvæl, og vantar þó í það alla tragík, — lesandann grunar að það sje uppgerð og skáldinu líði í rauninni ágætiega, — hafi allt- af liðið alltof vel! Það er ekki Svona bragð að sönnum harmi, hann barkar betur, lasm! Þetta er raunarolla manns, sem enn hefur ekki sjeð syrta verulega í álinn. — Sönn er aftur á móti angur- Værð skáldsins yfir sumrinu sem haliar og lífinu sem líður. Það ber mikið á vetrarkvíða og hausthrolli, og höf. túlkar þetta hvorttveggja með ágætum: „Ó, sjáðu hvernig eyðingarundr- ín miklu gérast, hve allar gjafir sumarsins hverfa viönámslaust, gr kveðjuorð og torrek milli bergmálsfjalla berast, sem boða nótt og haust.“ Gott er kvæðið: „Vísa um gleð- 5na, vorið og þig“, — enda þörf á hressingu eftir allar harmtöl- Urnar! Og viti menn: Skáldið á í fórum sínum fleira sem bend- ir til að haust og dauði sjeu ekki hans aðaláhugamál. Það er ó- svikið vor í kvæðinu „Sunnan- átt": „Að vitum mínum berðu bjarka- remmu, blóðbergsþef og lyngsins angan- föng. Ó, kveddu vorsins vatnsdælinga- stemmu, og verði drápan eilíflöng. Af heiðum leystu martröð hvttra mjalla, lát mikil vötn í drottins nafni falla til sævar fram með söng!“ Frímann er skáld, — en þegar jeg lít nú yfir fyrstu bók hans: „Náttsólir", þá finnst mjer að enn sje hann alls ekki búinn að efna það, sem þar er lofað. Vera má að ýmsar aðstæður lífs hans hafi varnað honum þess? Og vera má að hann hafi ekki fært skáld- gyðjunni þær fórnir, sem einar duga til að ná hylli hennar í fullri alvöru? — Hún er afbrýð- issöm gyðja og einkum er henni lítið gefið um, að tekið sje fram hjá henni með fastlaunaðri borg- aralegri stöðu og átta vinnu- stundum dag hvern. Þó kemur fyrir að hún setur sigurkrans á höfuð svo ótrúrra vina, ef þeir helga henni allt sem afgangs verð ur — og hjartablóð sitt að auki! Eitt er víst: Hún lítur engu síður hírt til þeirra, sem fárnir eru að reskjast. Og haustið er hreint ekki lakasti tíminn til að yrkja. Það útheimtir aðeins karl- mannlegri tök á viðfangsefnun- um en vorið! — Það er von mín að þetta verði Frímanni ljóst innan tíðar, — og að hann kveði betur en nokkru sinni fyrr, þeg- ar líður að veturnóttum! „MEÐ HLJÓÐSTAF" Eítir Jón úr Vör. Reykjavík. Jón úr Vör hefur valið úr tveimur fyrstu ljóðakverum sín- um og bætt við nýjum kvæðum að helmingi, í þessa bók. Hún er því allstór, — og vel frá henni gengið. Hjer er ekki á ferðinni. neitt- stórskáld; en laglega gáfu hefur Jón og verður oft talsvert úr litlu. Hann kann þá erfiðu list, að þjappa efninu saman, vera stuttorður — og stundum gagn- orður. í versum hans er enginn mælgi og lopinn hvergi teygður um of. — Eftir því sem ráða má af þessari bók, er hann í fram- íör, hvað snertir starfsleikni og efnismeðferð. En honum virðist ekki liggja mikið á hjarta, — minnist reyndar eitthvað á atóm- bombur, og eftir því sem jeg kemst næst, mun hann vera mót- fallinn styrjöldum. — Bestur er hann í látlausum versum um einfalda hluti. Þegar hann ætl- ar að skrifa áróður, er líkt og hann hafi fimm þumlfingur á hverri hendi. Eða hvað er að segja um svona skáldskap: „Mig varðar ei neitt að vestan. — Hvað villt þú oss Ameríka? — Og flestir Bretarnir farnir. — Hvort fara ekki hinir líka?“ En rjett skal vera rjett. Jón úr Vör hefur orkt eitt lítið kvæði, sem er meðal bestu áróðursljóða, ‘er jeg hef lesið, — og það er besta kvæðið hans, — heitir „Rukkaravísur“: „Borgin, hún hlær af glaumi, alls kyns glysi, gráta þó hennar börn af svengd og kulda. — Drukknar mitt Ijóð í dagsins ysi og þysi, dyra jeg kveð og rukka þá, sem skulda. Borgin, hún hlær, ^þó geisi grimmir kuldar, geta má enginn hennar dýpstu sorga. Hverjum er færð sú feikna eymd til skuldar? Fer ekki að koma stundin til að borga?“ Framh. á bls. 12 TÍÐINDAMAÐUR Morgunblaðs- ins ræddi í gærdag við Pálma Einarsson, landnámsstjóra, og spurði hann m.a. frjetta af fram- kvæmdum á liðnu sumri við hin ýmsu byggðahverfi, sem nú eru að rísa upp víðsvegar um landið. MIÐAR VEL ÁFRAM — Hvernig hefur ræktunin gengið í byggðahverfunum í sum ar? — I sumar hefur verið unnið að undirbúningi lands í öllum byggðahverfunum, sem nú eru orðin 7 að tölu. Verkinu hefur miðað vel áfram enda höfum við haft til umráða stórvirkar jarð- vinnsluvjear. A vegum nýbýla- stjórnarinnar var í sumar unnið með 5 skurðgröfum, 6 beltisdrátt- arvjelum og nokkrum öðrum smærri vjelum á öllum lands- svæðunum, og er nú svo komið að byggingarframkvæmdir eru þegar hafnar í þrem hverfum, sem skiptist þannig, að byrjað er að reisa 3 býli í byggðahverf- inu í Ölfusi, 1 á Þinganesi í Horna firði og 2 á Hvolsvelli, en þar er þegar eitt býli fullbyggt. Síðastliðið vor var gengið frá fullnaðarræktun á 60 hekturum lands í Ölfusi og sáð var í ca. 20 hektara í forræktun af græn- fóðri. Afraksturinn af því hafa svo þeir landnemar hirt, sem þegar eru þar á veg komnir með byggingarframkvæmdir. LÖND AFHENT Á NÆSTA ÁRI — Hvar er undirbúningur lengst á veg kominn? — Framkvæmdir hófust fyrst í Ölfusinu, enda er nú lengst á veg komið þar og á Þinganesi í Horna firði. Þá miðar verkinu og mjög vel áfram á Hvolsvelli, þannig að gera má ráð fyrir, að löndin, verði afhent öll á næsta ári á þessum þrem stöðum og nokkur hluti býlanna í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði. Þegar er búið að afhenda 3 býli, en byggingarframkvæmdir eru þó aðeins hafnar á 7 þeirra eins og áður greinir. Alls er búist við, að í þeim 7 byggðahverfum, sem unnið hef- ur verið að, verði i framtíðinni 50 býli. # 1600 IÍEKTARAR GIRTIR — En hvað er að segja um vegagerð og girðingar? — Unnið hefur verið að vega- gerð á Hvolsvelli og þar iagður vegur að hverfinu. Verður hann um 2 km á lengd. Því verki er þó ekki að fullu lokið ennþá. Þá hafa verið undirbyggðir! vegir á ræktunarsvæði byggða- hverfisins að Reykhólum i Reyk- hólasveit. Girt hafa verið byggðahverfis- stæði á Hvolsvelli, í Ölfusi, Skinnastöðum í Húnavatnssýslu og Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði. Landssvæði það, sem girt 'hefur verið, er um 1600 hektarar og er girðingalengd á öllum svæðunum rúmir 30 kílómetrar. — Hversu stórt svæði hafið þið til umráða á hverjum stað? — Svæðin eru næsta misstór, en segja má að rýmst muni verða um okkur í Ölfusinu, þar sem við höfum þegar til umráða 500 hekt ara lands, úr Hvamms- og Hvols- löndum, en þar er kostur aukins jarðnæðis, sökum þess, að nokkr- ar aðliggjandi jarðir þar, eru í eigu ríkisins. A Skinnastöðum í Húnavatns- sýslu höfum við 700 hektara at- hafnasvæði, 500 hektara á Þinga- nesi, 400 hektara í Ljósavatns- hreppi í Þingeyj arsýslu, 300 hektara á Hvolsvelli og svo nokkru minna á hinum stöðun- um. STADARVAL — Hver hafa verið aðalsjónar- mið við staðarvalið? — Það hefur að sjálfsögðu verið nokkrum erfiðleikum bund Unnið að ræktun um vsðsvegar ur Pálmi Einarsson landnámsstjóri. ð að finna byggðahverfunum heppilega staði, sökum þess að ekki þýðir að taka undir byggða- hverfi nema stór landssvæði, en þeirra er ekki alls staðar kostur, þar sem heppilegir staðir eru fyr- ir byggðahverfi vegna þess að jarðirnar eru ekki ávallt falar. Yfirleitt nægir ekki landrými einnar jarðar. Við staðsetningu byggðahverf- anna hefur það verið stefna ný- býlastjórnarinnar, að hafa til umráða lönd, sem væru undir- búin til' býlastofnunar og afhend- ingar til þeirra aðila, sem ekki hafa getað útvegað sjer sjálfir jarðnæði í þeirri sveit eða sýslu, sem um er að ræða. Hefur verið reynt að velja byggðahverfunum staði í aðal- landbúnaðarhjeruðunum, með tilliti til þess, að tryggð verði af- koma slíkra býla, og jafnframt leítast við að dreifa þeim nokkuð milli hinna ýmsu landshluta. STÆRRI BYGGÐAHVERFI — Hvað munduð þjer telja heppilegasta stærð slíkra byggða- hverfa? — Að ýmsu leyti væri heppi- legast að hafa athafnasvæðin sem víðáttumest, þannig að reisa mætti 50—100 býli í sama byggða hverfi, en til þess þyrfti allt að því 4—5000 hektara lands, sem endurskipuleggja mætti alger- lega án tillits til landamerkja þeirra býla, sem fyrir eru á því landssvæði. Með því mundi að sjálfsögðu hagnýtast miklum mun betur hinn stórvirki vjelakostur og væntanlega mundi slíkt fyrir- komulag draga til muna úr und- irbúningskostna'ði vegna hag- kvæmari framkvæmdaaöstöðu heldur en næst þegar um stofn- un færri býla er að ræoa. Þó verðum við að hafa í huga, að stærð byggðahveríanna hlýtur að takmarkast af því, hverja þætti landbúnaðar hagstæðast er að leggja megináherslu á, á hverjum stað og tíma. En að sjálf sögðu er enn ekki fengi.i sú reynsla af þessu fyrirkomulagi, sem sýnt geti hvernig heppilegast er að skipuleggja byggðahveifi hjer á landi. EFTIRSPURN EFTIR JARÐNÆÐI — Hefur eftirspurn verið mikil eftir jarðnæði í byggðahverfun- um? — Já, mjer er mikil ánægja að geta sagt, að eftirspurnin hefur verið afar mikil og virðist fara í vöxt. Einkum er það athyglis- vert, að eftirspurn eftir jarð- næði hefur verið áberandi mikil frá fóíki í Reykjavík og' kaup- stöðum og stærri kauptúnum úti um land. Virðist þetta bera vithi um vaxandi áhuga kaupstaðafólks á landbúnaðarstörfum, en margir þeirra, sem leitað hafa eftir jarð- næði hjá nýbýlastjórninni eru og menn, sem tekist hefur að safna 3 7 byggðaSiverf- n landið í sumar sjer nokkru fje við sjávarsíðuna og kjósa nú að verja því til bú- skapaf í sveit af ótta við at- vinnuástandið í bæjunum, sem víða hefur brugðist á undanförn- um árum sökum fiskleysis, eink- um norðanlands. Auk þeirra nýbýla, sem stofnað er til í byggðahverfunum, hafa á undanförnum 4 árum verið leyfð um 200 önnur nýbýli, en af þeim leyfði nýbýlastjórn 36 býli á þessu ári, og eru framkvæmdir hafnar á flestum þeirra. FLÓTTINN STÖÐVAÐUR Það er mikið gleðiefni að heyra að öll líkindi sjeu nú til þess, að hinn óheillavænlegi flótti úr sveitunum sje nú st'öðvaður og jafnvægi sje að færast á, milli aðalatvinnuvega þjóðarinnar. — Það virðist greinilegt af því sem Pálmi Einarsson hefur upplýst um hina miklu eftirspurn eftir jarðnæði í byggðahverfunum, að ein öflugasta leiðin til þess að efla landbúnað á landi hjer, er einmitt sú, sem nú hefur verið upp tekin að leggja megináherslu á nýfingu hins byggilegasta og lífvænlegasta lands, sem kostur er að fá í blómlegum landbún- aðarsveitum, þar sem afkomu- möguleikar eru tryggðir. St. H. Fjeísg í>!. rafvirkja 25 ára 4 Á ÞESSU ári eru liðin 25 ár frá stofnun Fjelags íslenskra raf- virkja, en fjelagið var stofnað 4. júní 1926 og hjet þá Rafmagns- virkjafjelag Reykjavíkur. Fje- lagið nær r.ú yfir allt landið og er meðlimatala þess nú nálægt 200. Fjelagið gerði fyrst samn- inga um kaup og kjör meðlima sinna árið 1927, og var tímakaup rafvirkja þá kr. 1.70 pr. klst. og vinnuvikan 60 stundir. Nú er tímakaup rafvirkja kr. 16.23 pr. klst. og vinnuvikan 43 st., en greidáar 48 stundir á viku. Fje- lagið hefur nú samninga við Fje- lag löggiltra rafvirkjameistara, Vinnuveitendasamband íslands, Eimskipafjelag íslands og Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Auk hinna almennu hagsmuna- mála stjettarinnar hefur fjelagið haft afskipti af rjettinda- og fræðslumálum stjcttarinnar, beitt sjer fyrir uáínskeioum og unnið að því að bæta verklega og bók- lega fræðslu nemenda. Fjelagið gefur út Tírr.arit rafvirkja. Þá hefur fjelagið annast innkaup og sölu verkfæra til fjelagsmanna, sem seld hafa verið á kostnaðar- verði. Fyrstu stjórn fielagsins skip- uðu: Formaður: Hallgrímur Bach mann, ritari Guðmundur Þor- steinsson og gjaldkeri Ögmund- ur Sigurðsson. Núverandi stjórn fjelagsins skipa: Formaður Ósk- ar Hallgrímsson, varaformaður Ragnar Stefánsson, ritari Magnús Kristjánsson, gjaldkeri Kristján Sigurðsson cg aðstoðargjaldkeri Guðmundur Jónsson. í tilefni af aímæli fjelagsins hefur verið gefið út sjerstakt hefti af Tímaiiti rafvirkja og birtast þar ýmsar greinar um starf fjelagsins á liðnum aldar- fjórðúngi. í dag (laugardag) minnist fje- lagið afmælisins með hófi í Sjálf- stæðishúsinú. (Fjfclag íslenskra rafvirkja). Til Bandaríkjanna HAAG. — í ráði er, að Júlíana, Hollandsdrottning, og Bernhard, maður hennar, fari í heimsókn til Bandaríkjanna í apríl að ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.