Morgunblaðið - 07.11.1951, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1951, Blaðsíða 2
M ORGVIS BLAÐIÐ Miðvikudagur 7. nóv. 1951 ] « 2 ¥ififif-skipstiórí svlptur skip= stjórnur- og sðýrimunnsr jettindum Dómur síglingadóms i máfí hans Bretar hafa nú mjög styrkt varnir sinar við Suez-skurðinn með því að flytja hersveitir þangað loftleiðis. Á efri myndinni sjást hermcnn ganga inn í herl'lutningaflugvjei en neðri myndin er tekia í flugvjelinni sjálfri. , Gylfi Þ. Gðs!as@n fagnar till. um launaskerðingu opinberra starfsmanna í GÆR voru fundir í báðum deildum Alþingis. í Nd. Urðu all« miklar umræður um staðfestingu á bráðabirgðalögum, sem gefin voru út í sumar um að greiða fulla vísitöluuppbót' á laun opinberra starfsmanna. Imiá^ í SIGLINGADÓMI er genginn <3ómur í máli Gisla Bjarnasonar Ækipstjóra á Patreksfirði. Hann var skipstjórinn á togaranum Verði, er hann fórst í hafi út af Vestmannaeyjum 29. janúar 1950. Gisli skipstjóri var dæmdur til missis skipstjórnar- og stýri- mannsrjettinda í eitt ár. — Þá var hann dæmdur til að greiða 5000 Itr. sekt til ríkissjóðs. Honum var og gert að greiða allan máls- kostnað. Það er ákæruváldið sem mál þetta höfðaði gegn skipstjóran- tlm. Akæruskjalið var gefið út í júlímánuði. í því skjali segir m. a.: ÁKÆRUSKJALIÐ Gísli Bjarnason, Patreksfirði, áður skipstjóri á togaranum Verði B. A. 142 ákærist hjer með fyrir siglingalagabrot og manns- bana af gáleysi, samkvæmt 261. gr. siglingalaga nr. 56 1914 og 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19. 1940, með því að hafa ckki gætt þess, sem skipstjóri á togaranum Verði B. A. 142, er leki hafði komið að skipinu á hafi úti á leið þess til Englands hinn 29. jan. 1949, að hefjast handa um björgun skipshafnar togarans yfir í togarann Bjarna Ólafsson, sem kominn var á stað- inn, fyrr en togarinn Vörður sökk um kl. 18,45, með þeim af- leiðingum, að 5 menn af skips- höfninni drukknuðu. FORSAGA MÁLSINS Forsögu þessa sjóslyss er al- menningi kunnugt um. — Togar- ,inn Vörður var á leið til Bret- lands er slysið varð. — Hreppti hvassviðri, 8—9 vindstig, og mik- inn sjó. — Togarinn lagði af stað fimmtudaginn 26. jan. Snemma. á sunnudagsmorgun, 29. janúar, verða skipverjar þess varir að togarinn er tekinn að hallast ó- cðlilega á bakborða og taka á sig ■évenjumikla sjói, í ekki verra verði en var um morguninn, 5—6 vindstig. Þegar farið var að birta, um kl. 7,30 um morgunirm, voru menn sendir. fram í skipið til eftirlits. — Kom þá í ljós að ixeðri hásetaklefinn, en þar bjó f>á enginn, var hálffullur orðinn Æif sjó, og einnig var sjór kominn í netalest. — Hófust nú tilraunir skipstjóra og skipshafnarinnar til þess að bjarga togaranum. Togarinn Bjarni Ólafsson, sem bjargaði skipbrotsmönnum af Verði, kom á vettvang kl. 2,30 á sunnudaginn. Hjelt kyrru fyrir allan daginn, en Vörður sökk um kl. 6,45 um kvöldið. í forseiidum dómsorða sigl- ingadóms segir m. a. svo: FORSENDUR DÓMSORBA Ákæran á hendur ákærða er, „að hafa ekki gætt þess .... að hefjast handa um björgun skipshafnar togarans yfir í tog- arann Bjarna Ólafsson, sem kom- ir.n var á staðinn, fyrr en togar- inn Vörður sökk um kl. 18.45. í þessu felst, að áliti dómsins, að ákærða sje gefið að sök, að hann hafi látið hjá líða að gera rr.uðsynlegar ráðstafanir ski.p- höfn sinni til bjargar, eftir pð togarinn Bjarui Ólafsson kom á vettvang, og hefir vörnum ver- 4ð haldið uppi á þeim grund- vtlli. GAT EKKÍ SJÁLFUR RANN- SAKAÐ ÁSTAND SKIPSINS Þegar það varð Ijóst, að hin djúpa lega skipsins að framan og bakborðs halli þess, stafaði af.leka að framan, hefði verið rjett, að áliti hinna siglingafróðu dómenda, að beita afturenda íkipsins upp í sjó og vind og taka nær af alla ferð þess, en ir.eð því mcti hefði verið hæg- ara að athafna sig fram á skip- ími, Ákærði rannsakaði ekki sjálf ur ástand skipsins fram á, eftir að lekans varð vart. Ekki gekk hann heldur eftir því, að reynt væri að mæla vatnsmagnið í botn hylkinu undir hásetaklefa nje ljet athuga, hversvegna vjeldæl- an dró ekki meiri sjó úr því. Hefir ákærði borið fyrir sig í j þessu efni, að hann hafi staur- fót um ökla, skipið oltið mikið og hann því ekki treyst sjer fram á, en auk þess hafi hann fylli- lega treyst bæði 1. stýrimanni, sem fylgdist með ástandi skips- ins að framan og 1. vjelstjóra, sem stóð fyrir austrinum með vjeldælunni. Loks telur ákærði að það hafa verið skylda sin að vera á stjórnpalli og stjórna sigl- ir.gu skipsins. Er ekki efni til að sakfella ákærða fyrir aðgerð- arleysi hans í framangreindum efnum. Þeir skipverjar á togur- unum, sem um það hafa verið spurðir, eru allir sammála um það, að ekki hafi verið hægt e:ða mjög vafasamt, að koma bát á flot óbrotnum frá Verði, eftir að Bjarni Ólafsson kom á vett- vang. Eins og á stóð, verður á- kærði því heldur ekki sakfelld- ur fyrir að reyna ekki að koma skipverjum sínum á bátum um borð í togarann Bjarna Ólafs- son. ÞAÐ VAR HÆGT AÐ FLYTJA MENNINA Á FLEKUM Samkvæmt 48. gr. siglingalag- anna er skipstjóra skylt að gera allt, er hann má, til bjargar skipi, ef það kemst í sjávarháska, og má ekki hverfa frá því meðan nokk- ur von er um björg þess. Ber ?.ð hafa þetta í huga, þegar kann- að er, hvort ákærði hafi of seint bafist handa um a<5 flytja skips- böfn sína um borð í togarann Bjarra Ólafsson. Upp er komið í málinu, að tveir lit'lir korkflek- ar voru í báðum afturreiðum „Varðar“ og einn stór timbur- fleki á aftanverðu bátaþilfari. Einnig er leitt í Ijós, að hægt hafi verið að koma línu milli togar- anna, meðan bjart var. Er það álit hinna siglingarfróðu dóm- er.da, að eins og veðri, sjó og öðr- um aðstæðum var háttað, hafi verið gjörlegt að flytja skipshöin Varðar á korkflekunum yfir í Bjarna Ólafsson meðan birta hjelst, og rjett að freista þess allt fram til kl. 18.00. Þegar litið er til þess, að veður fór vaxandi a. m. k. eftir kl. 17.00 að skips- höfn „Varðar“ mun hafa verið orðin mjög þreytt eftir að hafa staðið í austri og kolamokstri frá því snemma morguns, að austurinn mun lítinn sem engan árangur hafa borið og allt óvíst um orsök hins alvarlega leka, þá lítur dómurinn svo á, að ákærða hafi borið að hefjast handa fyrst og fremst meðan birtu naut, og allt fram til kl. 18.00 að freista þess að þjarga skipverjum á korkflekunum um borð«i togar- ann Bjarna Ólafsson. Það gerði ákærði ekki. Engar ráðstafanir gerði hann heldur í þá átt að hafa fleka tiltækilega við skipshlið. ENGIN LÍNA MILLI VINDU OG IIVALBAKS Þar sem mikill leki hafði komið að skipinu, bar ákærða að leggja svo fyrir í tæka tíð, að skipverj- ar tækju á sig björgunarvesti eða belti, sjerstaldega þeir, sem stóðu í austrinum fram á, en um þetta er ekki hugsað, fyrr en í þann mund, að skipið er að sökkva. Loks vanrækti ákærði að láta strengja línu milli vindu og hval- baks til öryggis þeim skipverj- um, sem unnu að austrinum. Það verður því að telja, að orsök þess, að framangreindir fimm skip- verjar ljetu lífið, megi að nokkru leyti rekja til þeirrar vangæslu ákærða, sem hjer er lýst, enda getur það ekki baft áhrif í þessu sambandi, þótt ákærða hafi mjög missýnst um ástand skipsins og ekki gert sjer grein fyrir, hve alvarlegar horlurnar voru. DÓMURINN Hefur ákærði því brotið gegn þeim ákvæðum, sem greind eru í ákæruskjalinu. Þykir refsing hans eftir öllum atvikum hæfi- h ga ákveðin fimm þúsund króna Sfckt til ríkissjóðs, er afplánist íneð 40 daga varðhaidi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo ber og að svifta akærða i'jetti til skip- stjórnar og stýrimennsku um 1 ár samkvaemt groindum ákvæðum í ákæruskjalinu. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostn aðar, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verj- anda, Dóm þenna hafa kveðið upp Einar Arnalds, formaður dóms- ins, og samdómendurnir Haf- steinn Bergþórsson, forstjóri, Jón Kristófersson, skipstjóri, Jón O. Jónsson, sjóma’ður og Þorsteinn Loftsson, vjelfræðiráðunautur. Hlðskéladetld við báða menntaskólana MAGNÚS Jónsson, Gísli Guð- mundsson, Jónas Rafnar, Jón Pálmason, Stefán Jóh. Stefáns- son, Sigurður Bjarnason, Gylfi Þ. Gíslason og Jón Sigurðsson flytja allir í Nd. frv. til laga um breytingu á lögum um menntaskóla, svohljóðandi: „Ríkisstjórninni er heimilt að láta tveggja ára óskipta mið- skóladeild starfa við menntaskól- ana á Akureyri og í Reykjavík, ef húsrúm og aðrar ástæður leyfa. Utanbæjarnemendur lærdóms- deildar sitji fyrir heimavist í skól anum á Akureyri." FRV. VARÐ EKKI ÚTRÆTT íIYRRA í greinargerð segir á þessa leið: Á síðasta Alþingi var borið fram frumvarp þess efnis, að tvö næstu ár skyldi starfa miðskóla- deild við Menntaskólann á Akur- eyri, ef húsrúm leyfði. Neðri deild gerði þá breytingu á frum- varpi þcssu, að ríkisstjórn skyldi heimilt að láta starfa tveggja ára óskipta miðskóladeild við mennta skólann á Akureyri og í Reykja- vík. Þannig breytt fór frumvarp- ið til efri deildar, en fjekk þar ekki endanlega afgreiðslu, svo sem kunnugt er. Nú er málið fram borið að nýju, en með þeim breytingum, er Alþi.ngi hafði gert á því áður en meðferð þess stöðvaðist á síð- asta þingi. Tímatakmarkið 1953 er þó fellt niour, enda hefur mál- ið nú tafist um eitt ár. Einsætt virðist, að húsrúm sje ekki látið ónotað, og það því fremur sem menntaskólarnir báðir, bæði á Akureyri og í Reykjavík, telja skóla og nemendum hag í því, að nemendur—eða einhverjir þeirra að minnsta kosti — komi sem yngstír í menntaskólana. Mun það tíðkast víða um heim og þykir heppilegt, að sá háttur sje á hafður, ef því verður við kom- ið. Sem stendur mundi þetta eink- um koma til greina í Mennta- skólanum á Akureyri, þar sem verið er að reisa heimavistarhús, sem er vel við vöxt, eins og sjálf- sagt var. Mun fjögurra ára menntaskóli ekki þurfa um sinn allt það rúm (fýrir 160—170), sem þar verður. Virðist eðlileg- ast, á meðan svo er, að húsrúm- ið sje notað fyrir miðskóladeild og þá einkum fyrir þá nemend- ur, er síðar hyggjast stunda þar stúdentsnána. STOBVA VERÐUR VÍSITÖLUSKRÚFUNA Jón Pálmason forseti sam. þings hafði borið fram breyt- ingartillögu við frv. um að á árinu 1952 skuli miða verðlags- uppbót til opinberra starfsmanna við vísitöluna eins og hún reyn- ist 1. des. 1951. Skal á árinu 1952 greiða verðlagsuppbót á 50 prósent þeirrar hækkunar á vísitölu, sem orðið hefur 1. des. frá því að gengislækkunarlögin gengu í gildi. Benti Jón Pálmason á, í um- ræðunum í gær, að ef m%nn vildu einhvern tíma spyrna við fótum og stöðva dýrtíðina, þá yrði að stöðva vísitöluskrúfuna. Mifcill hluti af tekjum ríkis- sjóðs færi í laun til opinberra starfsmanna og því væru þeir nú þungur baggi á ríkissjóði. Auk þess taldi hann aðstöðu fastlaunamanna betri en annars launafólks, og því ekki rjettlátt, að laun þess hækki þótt bættur sje hlutur verkalýðsins. GYLFI FAGNAR I.AUNALÆKKUN Næstur tók til máls Gylfi Þ. Gíslason og fagnaði mjög afstöðu Jóns Pálmasonar um að lækka laun opinberra starfsmanna. Kvaddi Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra sjer þá hljóðs og sagði að sig undraði mjög fögn- uður Gylfa Þ. Gíslasonar. Það væri einkenniiegt að þingmaður flokks sem teldi sig í fyrirsvari fyrir launafólk gæti sjeð ástæðu til að fagna því að borin væri fram tillaga um slcerðingu á kjör um launafólks. Það væii síst af öllu fagnaðarefni heldur fremur áhyggjuefni. Engir gætu fagnað tillögunni nema þeir sem vildu rýra kjör launafólksins. 1 RÁBHERRAR SJÁLFSTÆDIS- FI.OKKSINS EINHUGA GEGN I.AUNALÆKKUN Lýsti atvinnumálaráðherra þvl yfir að allir ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins stæðu einhuga sam- an um að staðfesta bráðabirgða- lögin frá í sumar. Þótt margir tcldu að ríkissjóður Jhefði ekki efni á því að greiða þessa verð- lagsuppbót á laun opinberra starfsmanna, væri það engu ac§ síður skoðun ráðherra Sjálfstæð- isflokksins að það mætti alls ekki bitna á þessu launafólki. Það hafi síst betri kjör en aðrir, og því alls ekki rjettlátt að skerða hlufc þess. j ------------------- f t Flugvjelar í vínberja flutningi i FLUGVJELAR Loftleiða voru t gær í allmiklum vínberjaflutn- ingum út á land. — Flugvjelar fjelagsins fluttu tvö tonn aí vín- berjum til Akureyrar og önnur tvö til Vestmannaeyja. — í dag munu enn önnur tvö tonn verða flutt til Eyja og einnig vestur á ísafjörð. _J ------------------í'í j Á eftir áætlun BUDAPEST — Námumálaráð- herra Ungverjalands hefir sagS frá því í ræðu, að kolaframleiðsla þessa árs væri þegar orðin 500 þús. smál. á eftir áætlun. Tald! hann iðnaði landsins stefnt í bráS an voða vegna þessa seinagangs*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.