Morgunblaðið - 07.11.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1951, Blaðsíða 6
MORCTJHnLAfílÐ Miðvikudagur 7. nóv. 195 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Augtýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 76 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Norskii' siMvoaðiimozin SwöföMmðiz aðla sinn í Mikið gæfuspor UM það er oft rætt að við ís- lendingar sjeum deilugjarnir menn og okkur skorti þann stjórnmálaþroska, sem lýðræðis- þjóðfjelag verði að byggjast á. Verður því engan veginn neitað að stundum brestur okkur gæfu til þess að greina kjarnann frá hisminu og vinna saman að lausn þýðingarmikilla mála. — Þess vegna hendir það, að persónuleg- ar deilur og væringar móta um of svip íslenskrar þjóðmálabar- áttu og gefa þröngsýni og klíku- skap byr undir báða vængi. í raun og veru er þetta ekki óeðlilegt enda þótt það sje ekki æskilegt. Við eigum að vísu elsta þjóðfjelag veraldar. En þingræði okkar og lýðræði er engu að síð- ur ungt. Við byggjum þar að auki örfámennt land, þar sem allir þekkja alla. Af þessu leiðir að þjóðmála- baráttan mótast um of af ná- víginu og ýmissa barnasjúkdóma verður vart í lýðræðisháttum okkar. Fram hjá þeirri staðreynd verður þó ekki gengið að í hin- um þýðingarmestu málum hefur þessi þjóð borið gæfu til þess að standa saman. Á það ekki hvað síst við urti frelsismál hennar. Um stofnun lýðveldis á íslandi skipaði öll þjóðin sjer í eina fylkingu. í baráttunni fyrir þeim mikilsverða áfanga komu allir íslendingar samtímis að mark- inu. Síðan lýðveldi var stofnað á íslandi hafa margvíslegar breytingar orðið í alþjóðamál- um. Cíanríkis- og öryggismál þjóðanna hafa stöðugt orðið þýðingarmeiri og snarari þátt- ur í öllu lífi þeirra og starfi. Lýðræðisflokkana hjer á landi hefur greint á um menn og málefri. Engu að síður hefur samvinna þeirra og samstarf um þessi mál orðið nánari með hverju árinu, sem leið. Er nú svo komið að um utanríkis- stefnuna ríkir fullkomin ein- ing milli þeirra þriggja stjórn málaflokka, sem byggja starf sitt og stefnu á trúnaði við hugsjón lýðræðisins. — Sjálf- stæðisflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn hafa þannig orðið sameinaðir um þessi mál án tillits til þess, hverjir þeirra hafa farið með stjórn í land- inu. Þetta er mikið gæfuspor og spáir góðu um vaxandi þjóð- málaþroska íslendinga. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks ins var með samhljóða atkvæð- um samþykkt yfirlýsing, þar sem lýst var yfir eindregnum stuðn- ingi og trausti Sjálfstæðismanna á núverandi utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssyni, og þeirri stefnu, sem hann hefur markað í utanríkismálum Islendinga. Fer vel á samþykkt slíkrar yfirlýs- ingar. Enginn maður hefur ver- ið svívirtur oftar og meira af fimmtu herdeild kommúnista hjer á landi en einmitt Bjarni Benediktsson. Það er órækasta sönnun þess þjóðholla starfs, sem hann hefur unnið. Engum er heldur gert rangt til þó sá sannleikur sje sagður að núverandi utanríkisráðherra hafi átt drýgstan þátt í að laða öll lýðræðissinnuð öfl í landinu til samstarfs um þessi örlaga- ríku mál. Barátta hans fyfir því samstarfi og sá árangur, sem hún þegar hefur borið mun bera ávöxt um langan aldur. Hún hef- ur átt ríkan þátt í að treysta sjálfstæði og öryggi þessarar þjóðar, afla henni góðvildar og álits meðal frjálsra þjóða. Hún hefur ennfremur stuðlað að auknum menningarbrag og þjóð- málaþroska í meðferð mikilvæg- ustu hagsmunamála landsmanna. Yfir þessu er vissulega ástæða til að gleðjast. Við íslendingar þurfum að halda áfram að sigrast á barna sjúkdómum lýðræðis okkar. Sá sigur, sem við höfum unn- ið á sjálfum okkur með ná- inni samvinnu allra lýðræð- isflokkanna um utanríkis- og öryggismál gefur miklar von- ir um víðtækari samvinnu þeirra, þroskavænlegri þjóð- málabaráttu og heiðarlegri vopnaburð í umræðum um opinber mál, en við höfum átt að venjast til þessa. Sósíalismínn á undanhaldi HINN 25. októbers.l.gekk breska þjóðin til kosninga. Baráttan stóð milli tveggja höfuðandstæð- inga: Jafnaðarmanna undir for- ystu Clement Attlee og íhalds- manna undir forystu hins aldna stjórnmálaskörungs, Winstons IChurchills. Úrslitin urðu eins og kunnugt er þau að flokkur hins síðar- nefnda bar sigur úr býtum, að vísu nauman en nægilega mik- inn til þess að geta myndað sæmi lega trausta ríkisstjórn í landínu. ) Sósíalisminn er á undanhaldi í heiminum. Um það getur engum blandast hugur. Innan breska samveldisins höfðu Ástralía og Nýja Sjáland áður velt sósíal- demokrötum frá völdum. í Kan- ada og Suður-Afríku fara and- stæðingar sósíalismans með völd. í Frakklandi, Belgíu. Hollandi, Vestur-Þýskalandi, Ítalíu og Danmörku sömuleíðis. Má nú segja að aðeins í Svíþjóð og Nor- egi hafi jafnaðarmenn stjórnar- forystu. Sænskir jafnaðarmenn , hafa þó nýlega talið nauðsynlegt að mynda samsteypustjórn með einurn hægri flokkanna í landinu. ÁstæSa þessa undanhalds jafnaðarinanna er vafalaust sú að þjóðirnar hafa tekið stefnu einkaframtaks fram yfir ríkis- ofríki og haftastefnu sósíal- ismans. Ber þó engan veginn að sniðganga þá staðreynd að í mörguin löndum hafa jafnað- armannastjórnir unnið mikil- vægt umbótastarf. En þær hafa lagt of mikla áherslu á- framkvæmd rykfaliinna fræði- kenninga sósíalismans. Þess vegna hafa þjóðirnar svipt þá völdum. í sambandi við úrslit bresku kosninganna er sjerstök ástæða til þess að minnast þess að með Clement Attlee hverfur mikil- hæfur og ágætur stjórnmálamað- ur frá stjórnveli Stóra-Bretlands. Á snið við þá staðreynd verður heldur ekki gengið að stefna hans á rík ítök í hugum breskra kjós- enda þar sem flokkur hans fjekk fleiri atkvæði en flokkur Churc- hills. En jafnaðarmenn eru samt í minnihluta í Bretlandi þegar at- kvæði Frjálslynda flokksins eru talin með. Kommúnistar hafa hinsvegar verið þurrkaðir þar gjörsamlega út. HINIR norsku fiskifræðingar, .sem unnið hafa að rannsóknum á síldar- göngunum á s.l. sumri, hafa nú skýrt norskum blöðum frá árangr- inum af rannsóknum þeirra og ýmsum ólyktunuin, sem af þeim verða dregúar. Finn Dcvold Fyrir nokkru hjelt Finn Devold fyrirlestur í Bergen um sildarrann- Isóknir Norðmanna í hafinu milli ’Noregs og Islands. Hann hefur á jundanföraum árum verið einn hinn mikilvirkasti fiskifræðingur vð rann- sóknir þessa máis. I Hann skýrði m.a. frá því hvenær Norðmenn fóru fyrst að hugleiða nauðsynina á því, að rannsaka göng- ur síldarinnar í hafinu, er varð til þess að norski vísindamaðurinn Jo- han Hjort sigldi skipi sínu á haf út til þessara rannsókna árið 1900. — Rannsóknir hans báru fyrst í stað I ekki þann árangur, sem menn væntu sjer. t LeiS síldarinnar til íslands j Devold skýrði frá því, að norskir síldveiðimenn hefðu fyrir all löngu síðan orðið þess varir að framan af sumri væri sild í nánd við Færeyj- ar. Árið 1949 veittu norsk útgerðar- fjelög 50 þús. kr. norskar til síldar- . rannsókn.a í þeim tilgangi að fiski- fræðingarnir kæmust að raun um hvernig síldin hagaði göngum sin- um yfir sumarið. Upp úr því fengust sönnur á að sildin sem er við Færeyjar framan af sumri er á leið til Islands. Devold segir að á vesturgöngu sinni hliðraði sildin sjer hjá að fara i kalda sjóinn, sem flytst með pól- straumnum suður í haf fyrir austan ísland. Flýr lilýjan sjó er hún sveltir Kemur það heim, eftir frá- , sögn hans við kenningu rússneska fiskifræðingsins Glebow, er færði rök að því árið 1938 að sildin hagi | göngum sinum eftir því, hveraig hitastigið er í sjónum. Styðst hann ■ við rannsóknir á síld í hafinu fyrir utan Murmansk strönd. I Hafði hann komist að raun um, að þegar hitastigið hækkar þar i sjón- um flýr sildin inn i firðina í kald- ara vatn þa.r. | Kenning hans er í aðalatriðum þessi: Á sumrin er sildin að fita sig, I tekur til sin mikla átu og kann best jvið sig í sem hlýjustum sjó, þar sem i efnaskipti verða örari. En þegar hún hættir að vera í átunni er best fyrir hana að vera i sem köldustum sjó, þar sem efnaskiptin eru hæg- ari, svo hún haldi sumarholdunum, sem lengst. Antabus falíð nauð- synlegt lyf í DÖNSKUM blöðum segir frá því, að á stórstúkuþingi NIOGT, sem nýlega var haldið í Odense á Fjóni, hafi verið skýrt frá því, að með hinni nýju skipun um læknislyf þar í landi sje nú gert ráð fyrir því að ofdrykkjumenn geti fengið hjálp til þess að losa sig úr viðjum áfengisnautnarinn- ar. í hinni nýju lyfjaskrá er „Anta bus“ sett ,á bekk með lífsnauð- synlegum meðulum, en það þýð- ir sama sem að sjúkrasamlögin verða framvegis að greiða % af andvirði þess, en sjúklingar aðeins 14. Með þessu hefir „Anta- bus“ fengið verðskuldaða viður- kenningu, er byggist á reynslu þeirri, er Danir þafa fengið af því að lækna drykkjusjúklinga, en jafnframt er sjúklingunum gert hægra um vik að léitá Sjer lækningar, þar sem sjúkrasam- lögin greiða mestan hluta lyfja- kostnaðarins. Drykkj usjúklingar eru venjulega mjög illa setíir fjárhagslega, en nú verður auð- veldara fyrir þá en áður að rjetta við. snmor fiyz ir istgear frá Sars Eftir því sem Finn Devold segir norskum blcoum Finn Devold. Á grundvelli þcssara rnnnsókna gátu norsku fiskifræðingarnar t.d. í fyrravetur fundið, að síldin hjelt sig um 100 sjómílur út frá ströndinni á Mæri, svo þeir gátu með vissu reiknað út hvenær hún kænii upp að Landinu. Leiðbeiningar G.O. Sars í sumar Devold hefur sagt hlaðamönnum í Qsló frá því í aðalatriðum hvernig skípshöfnin á rannsóknarskipinu norska, G.O. Sars, leiðbeindi norsk- unr sndveiðimönnum er voru hjer við land í sumar. 'Skipið kom til Seyðisfjarðar 8. ágúst. Þá höfðu norsku sildveiðiskip- in fengið þetta 100—200 tunnur á skip. Alls höfðu þau meðferðis til síldveiða hjer við land 200 þús. tunn ur. Svo langt var þá líðið á síldar- vertiðina, að margir síldveiðimenn 'hugsuðu sjer, eða voru komnir á fremsta hlunn með, að snúa aftur til Noregs með sama og enga veiði. Liiðheiningar frá G.O. Sars- skipshöfninrii urðu til þess, að norski sildveiðiflotnn kom heim með sæmi- lcga góða vciði, eða alls 150 þús. tunnur. Segir Devold, að helming af þesum afla hafi hinir norsku sild- veiðimenn beinlinis fengið fyrir leið beiningar frá G.O. Sars, um það hvar síldin hjeldi sig. , Væntanlcg samvinna næsla snmar Ennfremur hefur hann skýrt blöð- um frá því, hvernig eigi að hafa samvinnu fiskifræðinga á næsta sumri, til þess að enn fáist meiri vitneskja um göngur síldarinnar í hafinu. Norðmenn, Danir og Islendingar taka þátt í þessari væntanlegu sam- vinnu, er byrjar 20. maí. Þá fara skip frá öllum þjóðunum til að rann- saka skilyrðin í hafinu og þá eink- um hitastigið, seltu hafsins og afla sjer yfirlits um það, á öllu svæðim* frá Noregi til Islands, og allt norður á 73. breiddargráðu. Að þessum rannsóknum loknum mæta þeir allir á fundi, er haldinn verður hjer á landi, til að bera sam- an ráð sin. Vænta fiskifræðingar sjer mikils af samvinnu þessari. Enda væri það óskandi, ekki síst fyrir okkur Islend- inga, að hún kæmi að tilætluðum notum. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ii Annar gleiður, hinn fúll. EILL og sæll, elsku vinur“, sagði kunningi minn, og sló kumpánlega á öxlina á mjer, þar sem jeg rakst á hann á götunni. „Sæll“, sagði jeg. Kunninginn Ijek á alls oddi og blaðraði um alla heima og geima. Jeg aftur á móti gaut til hans hornauga og var fúll. Hann hafði sýnilega gleymt því, að seinast þegar hann kom heim til mín, hafði hann burt með sjer dýrmætustu bók- ina mína. Það er nú orðið langt síðan. Hann gekk á átíinni. ÞEGAR jeg varð úrkula vonar um, að hann nefndi bókina á nafn, þá rjett ýjaði jeg í það, hvort hann gæti nú ekki farið að skila henni, Hann varð hvumsa við og það slumaði í honum, en hann var þó fljótur að átta sig og sagðist þá hafa lánað hana manni, sem jeg þekkti varla af afspurn, hvort hann hefði ekki skilað mjer henni. Jeg hjelt nú ekki. Þegar hjer var komið hafði jeg veður af, að kunninginn ætti erindi við einhvern einhvers staðar, og fyrr en varði var hann horfinn út í buskann. A Eigandann tekur þó sárt til bóka sinna. F því að þetta er besti strák- ur, þá hálfvegis furða jeg |inig á, að hann skyldi ekki skila bókinni, þegar hann hafði lesið ;har.a. Nú hefi jeg gengið úr skugga um, að bókin mín er glöt- !uð fyrir fullt og allt. ) En svona er það, skilvísustu . mei in og grandvörustu virðast jeklcert sjá athugavert við það, þó> að þeir skili ekki bók, sem þeii fá að láni. Þetta er lenzka. jMt'gir mundu heldur svelta, en ski i ekki brennivínsflösku, sem be • fá lánaða. en að skila aftur bó nei, fjandinn hafi það! Sáttanefndin fyrr og nú. ÐUR fyrr þótti það mikil. virðingarstaða að vera í sátta nefnd, og enn er það vegsemd með áhangandi vanda. Vegur sáttamanna er þó hvergi nærri sá, sem hann áður var. í sveit- inni þykir hlýða að presturinn eigi sæti í sáttanefnd, og hefur það tíðkast um langan aldur. En smám saman hefur ljómi starfans fölnað, og þeim málum fækkað, sem undir sáttamenn skulu koma. Ikke Jurister eller andre Skurker. IBÓKINNI Að ævilokum, segir Árni Þórarinsson: „Málaflutn- ingsmönnum í Reykjavík var illa við, að prestar væru hafðir í sáttanefnd. Þeir kæmu á sættum í hverri deilu og málaflutnings- mennirnir misstu við það at- vinnu. Þess vegna reyndu þeir að koma í veg fyrir það bak við tjöldin, að prestar ættu sæti x sáttanefndum. Ákvæði Kristjáns konungs fimmta um skipun manna í sáttanefnd, var því ekki alveg að ófyrirsynju: „I Komiteen skal være Præster og ærlige Bönder, men ikke Jurister eller andre Skurker“.“ Beðið með eftir- væntingu. ÞAÐ er jeg viss um, að margir hlakka til að sjá nýja leik- ritið eftir Davíð Stefánsson, sem Þjóðleikhúsið hefir keypt sýn- ingarrjettinn á. Allt er á huldu um nafn leiksins, en þetta kvað vera stórbrotið skáldverk, þar sem ævi Hans Egedes, er uppi- staðan. Ekkert núlifandi leikritaskáld íslenskt hefur hlotið eins mik- inn frama og Davíð frá Fagra- skógi, með því að Gullna hliðið hefir vakið mikla athygli, þar sem það hefir verið sýnt erlendis, en óþarft er að fjölyrða um vin- sseldir þess hjer heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.