Morgunblaðið - 07.11.1951, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1951, Blaðsíða 1
33. árgangur. 255. tbl. — Miðvikudagur 7. nóvember 1951. Prentsmiðja Morgunblaðsins. | Farnir til E ússlizfzds Ei'ikaskeyti iil Mtl. írá Reuter-N l'D. KAIRO, 6. név. — Egyptskir þjóðernissinnar rjeóost i kvöld á breska herbíla á veg- inum milíi Ismaiiia og Suez. Ilópar þeirra, 5—8 aienn í ÍvVói’jum, Köfðú TalíS sig á , noíckruKi stöttiwia irn MT,; tit veg i! inum og skutu á i’ifreiðamar i ec þeer fóru iraÍKbjá, ea liovfu síöan út í myrkriS. Erskine yfii maður brcsku sveit ánna ljet svo um mælt í útvarps- í^æðu er hann tlutti til manna sinna að egyptsku stjórnarvöld- in heíðu gert sig sek um g^æp- samiegt athæfi með því að vekja ofhræðslu meðal þjóðarinnar án þess að hafa nokkra stjórn á at- burðarásinni. Hann sagði að Egyptum væri hótað dauða ef þeir ekki legðu niður vinnu hjá Bretum. Síðustu fregnir frá Kairo hermi’u að nefnd háttsettra egyptskra embættismanna væri farin til iiússlands með , leynilegan samning sem hefði mjög mikla þýðingu fyrir Egyptaland. EÍEIS tisfscur f á Bdrníioim Frakklandsforseti hvet- ur til fjórveldafundar PARÍS 6. nóvember. — Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í París í dag og ávarpaði Vincent Auriol, Frakk- landsforseti fulltrúana. Hvatti hann menn til að verða við þeim óskum mannkynsins að deiiumálin yrðu jöfnuð með friðsamlegum hætti. Á fundinum var fulltrúi Mexico dr. Luis Padilla Nei'va kjör- inn forseti allsherjarþingsins. Frá Panmunjom Kommúnistar vilja sama þéflð áfram • TOKIO, 6. nóv. — Undirnefnd ir aðila að vopnahljesviðræð- unum komu saman til árang- urslauss fundar í Panmun- jom í dag. • Kommúnistar snerust gegn þeirri tiilögu fulltrúa S. Þ., að vopnahljesnefndirnar tækju upp viðræður á ný þó undir- 1 nefndirnar hefðu ekki kom- ist að samkomulagi um marka línu hins hlutlausa svæðis. • I dag hófu kínverskar sveitir gagnárásir á V-vígstöðvunum í skjóli rigningar og þoku. ■i Náðu þeir 3 hæðum á sitt vald - en yfirgáfu 2 þeirra litlu síðar - án nokkurra bardaga. • Nokkru austar hófu sveitir S. Þ. áhlaup en árangurslaust, . því Kínverjar tefldu í flýti - þar fram 2 óþreyttum her- • sveitum sem nýkomnar eru ; til vígstöðvanna. Einhverjar fegurstu fornminjar úr gulli sem komið hafa á þjóð- minjasafnið danska fundust nýlega við Svaneke á Bornholm. Eru gripir þessir frá þjóðflutningatímabilicu. Það var dr. phil. Ole Klindt-Jensen sem fann munina, en hann hefur starfað í hálft annað ár á Bornholm í þágu þjóðminjasaínsins. — Minjar þessar voru brjóstnæla úr gulli um 15 cm á lengd ásamt 2 hringjum, sem hvor um sig vega um 100 grömm. Breska þingið var sett í gærdag Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB LONDON, 6. nóv. — Churchill forsætisráðherra gerði það að til- lögu sinni í r.eðri málstofu breska þingsins í dag að deildin kæmi saman til leynilegs fundar, svo hægt væri að ræða landvarnamálin á viðeigandi hátt. í sömu ræðu sinni upplýsti Churchill að greiðslu- halli Breta í utanríkisverslun yrði einhvers staðar milli 500—600 milljónir punda á næsta ári. Churchill drap einnig á viðræðufund milli Vesturveldanna og Ráðstjórnarríkjanna, en varaði ýið of mikilli bjartsýni. Eisenhöwer og Tru- man hafa rsðsf við WASHINGTON, 6. nóv. — Eisen- hoiver yfirhershöfðingi Ijet í dag svo um mælt að það hefði ekki verið auðunnið verk nje uppörf- andi að byggja upp varnif V,- Evrópu. Hershöíðinginn kvaðst þó bjartsýnn um að þeim tak- pnörkum sem sett hefðu verið yrði náð og jafnvel fyr en búist hafði verið við í upphafi. Eisenhower hefur lokið viðræð «m sínum við Truman forseta og er þegar lagður af stað til París- ar aftur. ■■—Reuter-NTB. □- -□ AÐ gefnu tilefni þykir rjett að geta þess hjer, að auglýs- ingaverð blaðsins hefir ekki hækkað frá því 1. desember 1950. □- -□ ATTLEE HARÐORBUR Áður en Churchill tók til máls hafði Attlee ,sem forystumaður stjórnarandstöðunnar fengið orð- ið til að svara konungsræðunni, sem lesin var upp við hátíðlega setningu breslca þingsins í dag. Attlee kvað konungsræðu ekki hafa neitt nýtt til að bera. Hann kvað menn nú standa andspænis þeirri staðreynd að stjórn Churc- hills ætlaði að rífa niður það sem fráfarandi stjórn hefði byggt upp. Hann sagði að í ræðunni væri ekki rætt um lausn þeirra mála sem erfiðust væru nú, verð- lagsmálin og hráefnaskorturinn. UPPSPUNI FRÁ liÓTUM Churchill minntist á það í- upp hafi ræðu sinnar að hinn naumi nieirihluti íhaldsflokksins væri einungis um að kenna þeirri | ákæru Verkamannaflokksins, að (hann væri stríðsæsingamaður. ! Nú gæti stjórn hans hinsvegar afsannað þessa fárániegu ákæru ekki aðeins með orðum heldur og í verki. Churchill varaði menn við of mikilli hjartsýni um við- ræðufund Vesturveldanna og Rússa, en kvað nauðsyn krefja að bæta samkomulagið í heimsmálunum. ALVARLEGT ÁSTAND Þá sneri hann sjer að efna- hagsmálunum og kvað ástand- ið sjaldan hafa verið alvar- legra á því sviði. Á hálfu ári væri hallinn svo mikill að það svaraði til 700 milljón punda reksturshalla yfir árið. Hann sagði að lokum að stjórnin myndi Ieggja fram frumvarp um afnám þjóðnýt- ingar stáliðnaðarins og hún myndi beita sjer fyrir því að samkeppni ríkti milli einka- fyrirtækja og ríkisfyrirtækja. Mossadeq flýgur heim í vikulokin WASHINGTON, 6. nóv. — Dr. Mossadaq forsætisráðherra Persíu vonast til þess að geta haldið heim á leið í vikulokin, að því er aðstoðar forsætisráðherrann, Fatemi tilkynnti í dag. Samtímis tilkynnti utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna að við- ræðum milli fulltrúa Persa og Bandaríkjamanna um olíudeil- una væri haldið áfram. Hlutverk Bandaríkjamanna hefur verið að reyna að koma á aftur samninga- viðræðum milli Breta og Persa. —Reuter-NTB. LONDON — British European Áirways hefur fyrir skömmu hafið farþegaflutning með heli- coptervjelum milli London og Birmingham. Ferðir eru daglega. FJÓRVELDAFUNDUR? Auriol hóf ræðu sína með því að bjóða fulltrúana velkomna til fundar í París og lýsti þeirri ósk sinni, að leiðtogar stórveldanna ættu með sjer viðræðufund til þess að reyna að finna lausn a því alvarlega ástandi, sem nú ríkir í heiminum. Talið er í París, að forsetinn hafi hjer átt við fund þeirra Churchills, Tru- mans, Stalins og Plevens, forsæt- isráðherra Frakklands. Auriöl lýsti því yfir, að það væri einlæg ósk alls mannkyns- ins að komið yrði á varanlegu eftirliti með vígbúnaðirium í heiminum. Sagði hann að allra augu beind ust nú að þeim mönnum, sem hjer væru samankomnir til þess að skiptast á skoðunum og gera tilraun til þess að finna sameig- Hinn nýi forsefi Allsherjarþingsins Dr. L«iis Padilla Ncrva frá Mexico. iniega lausn deilumálanna. — Hvatti hann fulltrúana til þess að bregðast vel við og gefa mann- kyninu tækifæri til að gleðjast yfir árangri friðsamlegra við- ræðna. i f UNDIRTEKTIR Talið er að tillaga Auriols um fjórveldafund hafi fengiíl góðar undirtektir í stjórnar- skrifstofunum í London, ea ekkert er vitað um viðbrögði* í Washington. I París er haf* eftir góðum heimildum að Rússar muni vera hlynntir fjórveldafundi ef eftir fylgir fimmveldafundur með þátt- töku Kínverja. (1 NÝR FORSETI S ALLSHERJARÞINGSINS Á fundinum í dag fór fram kjör forseta allslierjarþingsins. Fyrir valinu varð fulltrúi Mexíco dr. Luis Padilla Nerva. Fyrrverandi forseti Nasrollah Entezam frá Persíu, flutti ræðu við setninguna og var hinn bjart- sýnasti á lausn vandamálanna. Taldi hann að ástandið í heimin- um væri ekki eins alvarlegt nú og það var síðast þegar allsherj- arþingið sat fundi. Þá taldi hann, að líkurnar fyrir friði í Kóreu væru nú miklar og væri ekki of- mælt að friðarhorfurnar í heim- inum mundu aukast mjög veru- lega ef takast mætti að stöðva hernaðaraðgerðir þar. — NTB. Stalin bíður PARÍS, 6. nóv. — Visinsky ut- anrikisráðherra Ráðstjórnéirríkj- anna ljet svo um mælt í viðtali við franska blaðið „France Soir‘‘ að Stalin myndi bíða eftir boði Vesturveldanna um þátttöku í ráðstefnu „hinna stóru“ áður en hann ákvæði nokkuð um það hvort hann tæki slíku boði eða ekki. —Reuter-NTB. , Hilding Andersson svaraði: „Jeg er d njósnaierð fyrir Sovjetríkin" Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB STOKKHÓLMI 6. nóvember. — Rjettarhöldunum í hinu umfangs- mikla og hættulega njósnamáli sænska sjóliðsforingjans Hilding Anderssons var haldið áfram í dag fyrir opnum dyrum. Notaði saksóknarinn mestan hluta i'jettartímans í dag til að spyrja ákærða, sem hafði svör við öllum hlutum á reiðum höndum. . ERFÐI STJÓRNMÁLASKOÐ ANIR SÍNAR Bekkir áheyrenda voru í dag þjettskipaðir. Andersson ljet svo um mælt í dag að hann aðhyllt- ist sömu stjórnmálaskoðun og uppeldisfaðir hans. LJET EKKI SLÁ SIG ÚT AF LAGINU í rjettarliöldunum í dag kcm m. a. fram að komið liafði verið að Andersson er hann var á einni njósnaferða sinna á ey einni náiægt Karlskrona. Er hann þá var spurður hvað hann væri á eynni að gera, svaraði hann stuttlega: „Jeg er á njósnaferð fyrir Sovjct- ríkin“. Svar þetta tck sá er í hlut átti sem gó5a og gilda vöru, hristi höfuðið og gekk leiðar sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.